Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 21 Hollustubyltingin/ Jón Óttar Ragnarsson Hvert er sambandið milli mjólkurneyslu og heilsufars? Eitt það sorglegasta við íslenska læknastétt er hve illa hún er að sér í n«ringarfræði. Hefur sú stað- reynd dregið ófáa dilka á eftir sér. Þetta er sérstaklega bagalegt þegar haft er í huga að næringar- fræðin er á góðri leið með að verða einn af hornsteinum fyrirbyggj- andi læknisfræði. Auk þess er næringarfræðin svo flókin grein að því aðeins að heil- brígðisstéttir séu vel að sér í fag- inu er von til þess að almenningur verði það. Eitt af þeim fjölmörgu sviðum sem þetta hefur bitnað á er sam- bandið milli mjólkurneyslu og heilsufars sem mjög hefur skol- ast til í hugum almennings að undanförnu. Tveir sjúkdómar Allar fæðutegundir nútímans tengjast einum eða fleiri sjúk- dómum með ýmsu móti, ann- aðhvort vinna gegn eða stuðla að þeim. Þannig er t.d. mjólk vegna frábærrar hollustu sinnar vörn gegn margvíslegum hörgulsjúk- dómum vegna þess að í henni eru næringarefni sem eru nauðsyn- leg til að sporna gegn þeim. En það eru einkum tveir sjúkdómar, hvor tveggja eins konar hrörnunarsjúkdómar, sem við skulum skoða í þessu sam- bandi: hjartasjúkdómar og bein- þynning. Beinþynning Rannsóknir benda til þess að ein af meginástæðum beinþynn- ingar sé ónógt kalk í fæði. Aðrar meginorsakir eru taldar skortur á kynhormónum og kyrrsetur. Það er að vísu ósannað mál að mjólkurdrykkja og neysla á öðr- um mjólkurmat geti fyrirbyggt beinþynningu, en vaxandi lfkur eru taldar á þvf. Ekki aðeins er mjólkurmatur einhver besta kalkuppspretta sem til er, heldur eru aðrir góðir kalkgjafar í fæði íslendinga af heldur skornum skammti. Þar sem beinþynning er sjúk- dómur sem ágerist með aldrinum, ekki síst hjá konum eftir tíðahvörf, bendir það til að nauðsynlegt sé að neyta mjólkurmatar ævilangt. Hjartasjúkdómar En það þarf að athuga fleira. Hjartasjúkdómar eru einhverjir hættulegustu sjúkdómar nútím- ans, raunar algengasta dánar- orsök íslendinga nú. Það er að visu ekki sannað að mettuð fita sé ein helsta orsök hjartasjúkdóma, en vaxandi lík- ur eru taldar á því. Því þarf að huga að eðli fitunnar i matnum. Hluti af fitunni í mjólk er harðfeiti. Þetta þýðir að mjólk er ein af mörgum matartegund- um sem gefur okkur slíka fitu frá degi til dags. Þetta þýðir einfaldlega að þeir sem eru í mestri hættu gagnvart þessum sjúkdómum verða að takmarka við sig harða fitu án tillits til hvaðan hún kemur. Helsti áhættuhópurinn fyrir þennan sjúkdóm eru karlmenn yf- ir tvítugu og svo konur eftir tíða- hvörf. Það er einkum þetta fólk sem á að spara harðfeitina. Ráðgjöf Þetta þýðir — eins og svo oft í næringarfræðinni — að það koma upp tvö andstæð sjónar- mið. Aðeins er um að ræða að finna bestu málamiðlunina. Til þess að fá nægilegt kalk ævilangt er eðlilegast að drekka 2—3 glös af mjólkurdrykkjum á dag auk kalksins úr öðrum mjólk- urmat: ostum, skyri, jógúrt o.s.frv. Til þess að fullnægja þessari þörf er eðlilegast að börn og ungl- ingar haldi sig sem mest við mjólkina og láta smekk ráða vali á mjólkurmat að öðru leyti. Fyrir fullorðna er eðlilegt að halda sig við léttmjólk eða und- anrennu og nota frekar annan mjólkurmat af magrara taginu: skyr, kotasælu, léttjógurt o.s.frv. Með þessu móti er fengin skyn- samleg málamiðlun milli þessara tveggja sjónarmiða: Fólk fær kalk og önnur fjörefni, en hagar fitu- neyslu eftir aðstæðum. LokaorÖ Því miður er ekki hægt að treysta á lækna við næringarráð- gjöf. Er það ekkert séríslenskt fyrirbæri því yfirleitt er næringar- fræði lítill þáttur í læknanámi... ennþá. Þetta er afar bagalegt, svo ekki sé fastara að orði kveðið, vegna þess að svo margt af þvf sem við leggjum okkur til munns hefur meira en lítil áhrif á heilsuna. Dæmið um kalkið og fituna er aðeins eitt af mörgum sem sýnir hversu þessi málamiðlun þarf að vera nákvæm til að fæðið stuðli að sem bestri heilsu. Þetta dæmi er einnig gott að því leyti að það hefur valdið mörgum ómældum heilabrotum um hvort mjólkurneysla sé heppileg eða óheppileg. Fyrir Islendinga sem vilja gjarn- an sjá hlutina í svörtu eða hvítu fremur en gráu getur verið erfitt að kyngja því að raunveruleikinn er oftast flókinn. Þeim sem skaðlegra er það þeg- ar fúskarar í næringarfræði taka upp á því að mæla með mjólk eða á móti mjólk eins og það sé eitthvað annaðhvort eða. Það sem máli skiptir er að sú málamiðlun sem hér hefur verið tíunduð er vísindaleg, byggð á bestu upplýsingum sem við höfum um þessar mundir. Þeir sem halda að þeir viti betur ættu að kynna sér fræðin. Ljósmynda- sýning um Jónas frá Hriflu UÓSMYNDASÝNING um ævi og störf Jónasar Jónssonar frá Hriflu var opnuð hinn 1. maí í Hamragörð- um, Hávallagötu 24, en þá var aldar- afmæli Jónasar, segir í frétt frá fé- lagsheimili samvinnumanna. Þar er annars vegar um að ræða 60 ljósmyndir sem margar hafa ekki áður sést opinberlega og hins vegar skyggnuröð, þar sem í máli og myndum er rakin ævi Jónasar og afskipti hans af hinum marg- víslegustu málum. Hamragarðar voru heimili Jón- asar í rúman aldarfjórðung. Sýn- ingin verður opin öllum almenn- ingi frá 1. maí til 12. maí. Opnunartími er frá kl. 14.00—22.00 þann 1. maí og um helgar en kl. 16.00—22.00 á virkum dögum. Hugmyndin er að þessi sýning fari víðar á þessu ári. Uppsetn- ingu hefur Ljósmyndasafnið ann- ast en Skjalasafn Sambandsins mun hafa umsjón hennar með höndum. Fiskverkunar- hús Sæborgar í byggingu Stykkishólmi, 26. apríl. FISKVERKUNARFÉLAGIÐ Sæ- borg hf. í Stykkishólmi hefir nú haf- ið byggingu á fiskverkunarhúsi til vinnslu á saltfíski. Er þetta stálgrindarhús og þarna verður mikið rými til vinnu en undanfarið hefir Sæborg verið á hrakhólum með umsöltun og pökkun á saltfiski. Er nú þessi bygging að rísa og hefir Stykkis- hólmshreppur látið félaginu í té gott og mikið athafnasvæði rétt sunnan við kauptúnið, en þarna verður í framtíðinni athafna- svæði. Árni hefur aldr Daihatsu Charade hefur létt mörg þúsund íslendingum lífiö sökum ótrúlegrar sparneytni og alhliöa lægsta reksturskostnaöar ásamt hæsta endursöluveröi. Á tímum þrenginga og erfiöleika hjá heimilum er Charade öflugt vopn gegn lífskjaraskerö- ingu. Lanosþekkt gæði og þjónusta tryggja endursöluna. Opið á morgun, laugardag, kl. 10—17. Daihatsu-umboðið Ármúla 23, sími 685870 • 81733
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.