Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ. PÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1986 . 42'- Minning: Bjöm Jönsson Björn Jónsson forseti ASÍ er látinn. Andlát hans bar að 26. apr- íl síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. Ég átti því iáni að fagna að kynnast Birni Jónssyni, fyrst sem unglingur er hann kom í heimsókn til föður míns og síðar sem sam- starfsmaður í flokkspolítik. Faðir minn og Björn voru miklir mátar og entist vinátta þeirra meðan báðir lifðu. Hann var sá samherji í verkalýðsbaráttunni sem faðir minn mat allra mest. Þannig hygg jíg að hafi verið með fleiri er Birni xynntust á þeim vettvangi að þeir mátu hann umfram aðra menn. Björn fæddist 3. september 1916 og var þvi 68 ára er hann lést. Hann ólst upp í stórum systkina- hópi við mikla fátækt. Hann braust til mennta og reyndist námsmaður með ágætum. Þegar hann lauk stúdentsprófi 1936 hefði hann átt að fá styrk samkvæmt venju vegna góðs árangurs en vegna stjórnmálaskoðana sinna var þessum dúx hafnað. Þar með voru draumar hans um frekara nám erlendis sem hugur hans stóð til að engu orðnir. En gegn þvi að aðrir fátækir karlar og konur ^þlytu sömu örlög skyldi hann berj- ast. Eftir menntaskólanámið fór hann að vinna á mölinni. Þá hóf- ust afskipti hans fyrir alvöru af verkalýðsmálum. Hann var strax harðsnúinn í þeirri baráttu og ekki alltaf vinsæll meðal eldri fé- laga. Hann fór ekki dult með skoð- anir sínar og hafði snemma kjark til að tala fyrir þeim. Áhrif hans fóru vaxandi innan Verkamanna- félags Akureyrar. Hann var kos- inn í stjórn þess 1944 og sat þar “^slitið til 1973, formaður frá 1947 og formaður Einingar frá 1963. Verkalýðsbaráttan hafði verið hörð og kraftmikil á Akureyri frá fyrstu tíð. Það var Birni mikill skóli. í formannstíð Björns var jafnan litið til þess hvað Eining ætlaði að gera. Hvað hugðist Björn Jónsson fyrir? var spurning sem brann á vörum manna þegar átök voru framundan í kjarabar- áttunni. Björn var í miðstjórn Al- þýðusambands Islands frá 1952 og forseti sambandsins 1972 til 1980 en varð þá að láta af störfum vegna heilsubrests. Norðlenskur verkalýður missti mikinn foringja þegar Björn lét af _yormennsku í Einingu og Alþýðu- sambandi Norðurlands 1973. En heildarsamtök alþýðunnar í land- inu höfðu kallað hann til forystu- starfa og því kalli hlaut hann að hlýða. Mér er til efs að Alþýðu- samband íslands hafi í annan tíma risið hærra en þegar Björn var þar mestur áhrifamaður. Eitt er víst að öðruvísi hefði verið haldið á málum kjarabaráttu fólksins í landinu undanfarið hefði hans notið við. Forysta ASÍ hefur ekki borið sitt barr síðan. Verkalýðsbarátta og allt það starf sem því fylgdi leit Björn aldrei á sem vinnukvöð. Það var honum hugsjón sem hann lagði sig allan í ^ »f> framfylgja. Málstaður verka- fólks var honum allt og hann var alltaf tilbúinn að fórna öllu fyrir hann. Skipti þar engu hvort það var ráðherradómur eða aðrar vegtyllur. Hann var engu slíku háður. Betra að svo væri um fleiri stjórnmálamenn. Björn var af- skaplega hjálpsamur maður og tók oft sinnis á sig ótrúlegar skuldbindingar vegna annarra. Á sama hátt var hann harður og ósveigjanlegur þegar honum fannst níðst á þeim sem minna máttu sín. Stjórnmál og verkalýðsbarátta voru órjúfanlega tengd í huga Björns. Verkalýðshreyfingunni var nauðsyn að eiga sér pólitískan málsvara. Sá málsvari átti að gera stefnu verkalýðsins að sinni en ekki öfugt. Þessi einbeitta stefna Björns gerði hann ekki vinsælan í flokki. Björn var kosinn í bæjar- «tjórn Akureyrar 1954. Hann sat þar til 1962. Þingmaður Norður- lands eystra var hann frá 1956 til 1974. Hann bar hag Norðurlands mjög fyrir brjósti en sérstaklega þótti honum vænt um heimabyggð sína, Akureyri. Þar hafði hann menntast og þroskast í hinum harða skóla lífsins. Björn sat á þingi fyrir Alþýðu- bandalagið til 1971. Þá hafði hann ásamt Hannibal Valdimarssyni gengist fyrir stofnun Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, en þau samtök unnu sem kunnugt er stórsigur í kosningunum 1971. Þau kosningaúrslit ullu straumhvörf- um í íslenskum stjórnmálum. Hugsun Björns var sú að flokkur- inn gæti orðið sameiningarafl ís- lenkra vinstri manna. Hann gekk nauðugur til þeirrar stjórnar- myndunar sem fylgdi í kjölfar þessara kosninga. Hann óttaðist að slíkt myndi hindra samstarf og sameiningu vinstri manna. Sú varð og raunin. Árið 1973 varð Björn ráðherra í þessari stjórn eftir mikinn þrýsting frá félögum sínum. En Björn Jónsson var ekki þeirrar gerðar að hann girntist ráðherrastóla. „Mér er ekki um það gefið að taka við embætti ráðherra," sagði hann við mig, „en sem félagsmálaráðherra get ég kannski komið einhverjum málum verkalýðshreyfingarinnar áfram." Á þeim tíma sem við Björn vor- um saman í SVF urðu kynni okkar náin. Ég var búsettur í hans kjör- dæmi þegar Samtökin voru stofn- uð og ferðaðist oft með honum auk þess sem ég var tíður gestur á heimili hans á Akureyri. Ég kynntist því þá hve Björn var lag- inn samningamaður. Því kom mér minna á óvart en ýmsum öðrum sá persónulegi sigur sem Björn vann í kosningunum 1971. Af kynnum mínum við Björn og samstarfi við hann lærði ég meira um islensk stjórnmál en ég hef gert í annan tíma. Hann opnaði mér sýn inn f heim stjórnmálanna með þeim hætti að ógleymanlegt er. Reynsla hans og yfirsýn var þann veg að hann átti auðvelt með að skil- greina. Leiftrandi gáfur hans og góð menntun veittu honum yfir- burði án nokkurs hroka. Hann gat verið dómharður um menn en hann virti andstæðinga sína sem komu fram af drengskap og heið- arleika. Það er hverjum manni mikið happ að fá að kynnast náið mik- ilhæfum forystumönnum. Ég fæ seint fullþakkað að hafa fengið að njóta samstarfs við I^örn Jónsson um skamman tíma. Eg tók mikið mark á því hvaða álit faðir minn hafði á samferðamönnum sínum. Hann mat Björn Jónsson umfram aðra menn í íslenskri verkalýðs- hreyfingu sem fyrr segir. Hann sat þar hæstur á stalli með Sig- urði Guðnasyni og Eðvarði Sig- urðssyni. Það var mikil óhamingja fyrir íslenskan verkalýð að Björn Jónsson skyldi vera burt kallaður frá störfum jafn snemma og raun bar vitni. Hann var óumdeildur foringi og sá mikli sigur sem A-flokkarnir höfðu unnið skömmu áður, (þingkosningarnar 1978) var að mínu viti meira verk Björns en annarra og á ég þar ekki sist við sigur Alþýðuflokksins sem Björn var þá fulltrúi fyrir. Hans beið því mikið starf. Björn Jónsson var hamhleypa til vinnu. Starf hans var alla tíð mjög krefjandi. Hann var aldrei heilsuhraustur maður og gekk oftsinnis fram af sér. Honum var ósýnt um að hlífa sér og sparaði ekki að leggja nótt við dag þegar svo bar undir. Hann tók sér sjald- an frí og naut minnst þess orlofs sem honum hafði tekist að afla öðrum. Hans bestu hvíldarstundir voru við íslenskar silungsár og veiðivötn og þær næðisstundir sem hann fékk við bóklestur. í einkalífi sínu var Björn mikill hamingjumaður. Kona hans var Þórgunnur Sveinsdóttir og lifir hún mann sinn. Þórgunnur, eða Nunna eins og húr er kölluð af kunningjum, er einn þessi klettur sem aldrei haggast hvað sem á gengur. { lífi verkalýðsforingja og stjórnmálamanns sem sifellt stendur harðri baráttu er sterk fjölskylda oft það sem ríður baggamuninn um baráttuþrek og úthald. Þannig manneskja er Nunna, hæglát og staðföst með þessa næmu tilfinningu hvenær rétt er að koma inn í málin. Veg- tyllur finnast henni heldur til vandræða en taka verður því eins og öðru ef það er nauðsynlegt til að vinna að því sem mestu máli skiptir, bættum hag íslenskrar al- þýðu. Það fannst á að allt þetta kunni Björn vel að meta. íslensk verkalýðshreyfing á nú á bak að sjá einum mikilhæfasta foringja sem hún hefur eignast. Það er ósk mín nú þegar hann er til moldar borinn að hún megi eignast fleiri slíka. Ég þakka fyrir samstarfið, fyrir kynninguna og þann lærdóm sem ég hlaut af þeim kynnum. Þórgunni, börnunum og öðrum ættingjum og vinum votta ég sam- úð mína. Kári Arnórsson Hann var í heiminn borinn í miðri fyrri heimsstyrjöld, af fá- tækum kominn og kynntist ungur bágum kjörum alþýðu. Honum brann í hjarta frá æsku rík mann- úð og réttlætiskennd. Hann unni sér aldrei hvíldar frá baráttunni fyrir bættum hag hinna snauðu. Hann braust til mennta af með- fæddum dugnaði og vann hörðum höndum fyrir námskostnaði sín- um. Allar frístundir voru helgaðar baráttumálum verkalýðs. Þá þekkti þetta fólk vini frá viðhlæj- endum. Það treysti honum til meiri og fleiri verkefna og fól hon- um forystu mála sinna. Þeim mál- efnum var vel borgið er hann helg- aði dag sinn og veg. Alþýðan studdi hann, knúði hann til hinnar fremstu leiðsögu á þróunarbraut sinni og foringi hennar var hann allt frá samtök- um félaganna hér nyrðra og síðan sem forseti aðalsamtakanna fyrir landið allt. Björn var maður heilsteyptur og hugumstór, kunni allt í senn að sækja, verjast og hopa eftir því hvernig sigurhorfur voru; og því vann hann flestar orustur um síð- ir fyrir fólk sitt, fyrir land sitt. Hann var vissulega stjórnmála- garpur, meira að segja ráðherra um skeið, og þekkti rök hagrænna hluta, en hann var þó fyrst og fremst mannvinur og kunni að meta mótaðila. Hann glímdi og sigraði en hann níddist aldrei á hinum fallna, skildi málstað hans og virti vörn væri hún drengileg. Hann var svo mikillar geröar að hann hafði efni á að breyta skoðun sinni eftir því sem aðstæður skópu ný sjónarsvið. Hann stangaði ekki veggi sjónhverfinga né elti mýrar- ljós. Að fylgja sannfæringu sinni var aðalatriðið hverja stund. Björn var mikill maður af sjálf- um sér og ég veit fáa sem jafn- margir eiga mikið aö þakka. Hann fórnaði sjálfum sér fyrir alþýðu þessa lands og gekk þreyttur til náða. Við Björn kynntust snemma, áttum margt saman að sælda alla tíð. Hann var mér einkar kær, bæði í leik og starfi. Ég virti hann og dáði. Nú sendi ég og fjölskylda mín eftirlifandi konu hans og bar- áttufélaga, Þórgunni Sveinsdótt- ur, börnum þeirra og barnabörn- um einlægar samúðarkveðjur. Þökk og virðing er mér nú efst í hug. Kristján frá Djúpalæk { dag verður Björn Jónsson fyrr- um forseti Alþýðusambands Is- lands jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Er þar með lokið ævi og starfi eins allra mikilhæf- asta og farsælasta forystumanns íslenskra launamanna og þá verkamanna alveg sérstaklega, en hag þeirra bar Björn fyrir brjósti alla tíð. Hér verður engin tilraun gerð til að rekja æviferil Björns Jóns- sonar, enda aðrir til þess betur fallnir. Þess skal þó getið, að hann var fæddur í Skagafirði 3. sept- ember 1916. Leiðir munu fljótlega hafa legið til Eyjafjarðar og Ak- ureyrar, því að hann er verkamað- ur á Akureyri frá 1932 en er sam- hliða í Menntaskólanum á Akur- eyri og útskrifast þaðan stúdent 1936. Á 4ða áratugnum, kreppuárun- um, kynntist Björn atvinnuleysinu eins og það hefur sárast sorfið að verkamönnum á íslandi á þessari öld. Hann kynntist líka á þessum árum og var beinn þátttakandi í ýmsum af hörðustu vinnudeilum og hörðustu verkfallsátökum sem voru háð, svo sem Nóvudeilunni og Borðeyrardeilunni. Og hann kynntist líka pólitískri sundrungu verkalýðssamtakanna og afleið- ingum hennar. Ekki er á því minnsti vafi að reynsla kreppuáranna, atvinnu- leysis og stéttaátaka, hefur átt drýgstan þátt í að móta lífsskoðun Björns og ráðið miklu um hvaða vettvang hann valdi sér — og var valinn — til að starfa. Fljótlega kom í ljós að Björn var óvenju vel til forystu fallinn. Fór þar saman skarpar gáfur, djúpur skilningur á eðli og lög- málum íslensks þjóðfélags, skýr hugsun og framsetning jafnt í ræðu sem í riti. Á hann hlóðust ábyrgðar- og trúnaðarstörf á sviði verkalýðsmála og stjórnmála. Nægir að minna á að hann var formaður Verkamannafélags Ak- ureyrarkaupstaðar 1947—1963 og eftir það sameinaðs félags verka- manna og verkakvenna, Verka- lýðsfélagsins Einingar, til 1973. Átti hann mikinn og gæfuríkan þátt í sameiningu félaganna. Formaður Alþýðusambands Norð- urlands um árabil, varaforseti ASÍ frá 1968-1972 og síðan for- seti þess til 1980 en varð að hætta störfum áður vegna veikinda. Alþingismaður var hann frá 1959 og meðan kraftar entust. Bæjarfulltrúi á Akureyri var hann 1954—1%2. Björn Jónsson átti manna mest- an hlut að stofnun Verkamanna- sambands Islands 1964 og var varaformaður þess frá stofnun til 1973. Á því er enginn efi að við stofnun og starf VMSÍ batt hann miklar vonir. Á stofnþingi sam- bandsins þann 9. maí 1964 hafði hann framsögu um starf sam- bandsins og stefnu. Þá sagði hann m.a.: „Með boðun þessa stofnþings VMSÍ er um að ræða tilraun til að sameina íslenska verkamanna- stétt í öflugri samtakaheild en áð- ur hefur verið til staðar, gera samtök hennar að öflugra vopni í lífsbaráttunni en áður.“ Vafalítið hafa þær vonir, sem Björn gerði sér um VMSl, ekki ræst nema að hluta, en hann átti rnikinn þátt í að móta stefnu þess og starf fyrstu árin og hefur skilið þar eftir óafmáanleg spor. I öllum þeim störfum sem Björn tók að sér eða tók sér fyrir hendur var hann virkur og mótandi, aldr- ei áhorfandi heldur þátttakandi af lífi og sál. Hann var einn skarp- greindasti maður sem ég hef kynnst. Fljótur að átta sig á aðal- atriðum og aukaatriðum, en um leið einn allra besti félagi í sam- starfi, sem hugsast gat. Hann kunni þá list flestum bet- ur að láta fólk starfa með sér og treysti samstarfsmönnum fyrir þeim verkum, sem þeim voru lögð í hendur. Björn var mjög skapmikill en kunni vel að hemja það. Hann naut virðingar og trausts jafnt vina og samherja sem andstæð- inga. Ég átti því láni að fagna að starfa með Birni að okkar sameig- inlegu áhugamálum á sviði verka- lýðsmála í meira en þrjá áratugi. Frá því samstarfi eru margar minningar og honum á ég mikið að þakka. Björn var „verkamaður" í þess orðs bestu merkingu. Hag verka- manna og lífsafkomu helgaði hann krafta sína öðru fremur og metn- að þeirra og sjálfsvirðingu vildi hann efla með öllum ráðum. Mætti verkalýðshreyfingunni auðnast að fá til forystu sem flesta hans líka. Björn kvæntist eftirlifandi konu sinni, Þórgunni Sveinsdóttur, 1941 og reyndist hún traustur föru- nautur og þá bestur þegar mest á reyndi. Þau hjón eignuðust 4 börn. Að lokum kveð ég góðan vin og félaga og votta Þórgunni, börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum innilega samúð. Þórir Daníel.sson I dag kveðja félagar í Verka- lýðsfélaginu Éiningu þann mann, sem hæst hefur borið í sögu fé- lagsins og var raunar skapari þess. Hans mun einnig lengi verða minnst sem eins hins snjallasta og stórbrotnasta foringja, sem ís- lenskur verkalýður hefur átt á þessari öld. Björn Jónsson er til grafar borinn í dag, kannski sadd- ur lífdaga vegna langvarandi van- heilsu, en hafði samt, þótt starfs- kraftar entust ekki til æviloka, af- kastað meiru á sínu æviskeiði, en algengt er að aðrir komi í verk, jafnvel þótt til afreksmanna séu taldir. Björn var um fjögurra áratuga skeið í forystusveit íslenskra verkalýðssamtaka. Allt starf hans var samtvinnað starfi félaganna og velgengni þeirra og hinna ein- stöku félagsmanna, það markmið og leiðarljós, sem honum slokkn- aði aldrei. Hér á Akureyri var starfsvettvangur hans lengi fram eftir ævi, hér hóf hann að vinna verkamannavinnu ungur að árum og tók strax þátt í starfi verka- lýðsfélagsins, og brátt kom í ljós, að hann var slíkur maður, að ekk- ert það starf bar að höndum, sem vinna þurfti fyrir félögin í bæn- um, að Birni væri ekki betur treyst til þess en öðrum mönnum. Og hann gekk aldrei hikandi eða hálfum huga að nokkru starfi. Hann var eldhugi og hamhleypa til verka, mikilhæfur skipuleggj- andi og stjórnmálamaður, enda átti það fyrir honum að liggja að vera brjóstvörn verkafólks á Al- þingi í fulla tvo tugi ára. Björn var fastur fyrir og lítt gefið um það að láta hlut sinn, en þó góður samningamaður. Þeim, sem sátu hinum megin við borðið, þegar setið var að samningum um kjör verkafólks, varð það áreiðan- lega fljótt ljóst, að andspænis þeim sat engin gunga, sem hægt var að ógna eða blekkja til að hann léti undan, heldur maður, sem hafði þekkingu á því, sem hann var að fjalla um, og fullan hug á að þoka málefnum stéttar- systkina sinna til betri vegar, enda voru margir sigrar unnir undir forystu hans. En viðsemj- endunum varð það líka ljóst, að foringinn hinum megin við borðið var heiðarlegur, orðum hans var hægt að treysta, hann var drengur góður. Við stofnun Verkalýðsfélagsins Einingar 10. febrúar 1963 varð Björn Jónsson formaður félagsins, enda hafði hann manna mest unn- ið að því að sameina konur og karla í einu félagi og efla með því mátt þeirra til sameiginlegra átaka, sameiginlegra stórvinn- inga. Hann var formaður þessa fé- lags í áratug, en hafði áður verið formaður Verkamannafélags Ak- ureyrarkaupstaðar í 15 ár. Þannig var hann í aldarfjórðung, og þó raunar lengur, hinn leiðandi mað- ur í samtökum verkafólks á Akur- eyri, og áður en starfstíma hans hér lauk, var hann orðinn forseti Alþýðusambands Islands. Lokaorð Björns Jónssonar á stofnfundi félags okkar veturinn 1963 voru þessi: „Að stofnun félagsins hefur ver- ið staðið af slíkri eindrægni að fátítt mun vera. Allir hafa verið á einu máli um sameininguna — um hana hefur ríkt fullkomin eining og vil ég vona að sú eining haldist um málefni félagsins í framtíðinni — að hún fylgi ekki einungis hinu táknræna og ágæta nafni þess heldur sanni sig ávallt í verki og því betur sem meira liggur við.“ Það er von okkar, að þessi orð Björns Jónssonar gleymist aldrei, heldur verði ávallt höfð að leið- arljósi í félagi okkar og verka- lýðshreyfingunni almennt, ásamt minningunni um þann látna for- ingja og heiðursmann, sem við kveðjum í dag. Eiginkonu hans og ástvinum öll- um sendum við samúðarkveðjur. Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.