Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985
ÚTVARP/SJÓNVARP
Gætirðu
sungið...
En aö hugsa sér!
mega vera lítið barn
fyrsta sumardag!
w
Eg veit ekki hvort lesendur
þekkja uppruna þessa vísu-
korns, en það er reyndar ættað alla
leið frá Japan, og hér prentað í til-
efni þess að framhaldsþátturinn:
Shogun hefir nú runnið sitt skeið á
skjánum. En mönnum til fróðleiks
vil ég geta þess að Helgi Hálfdan-
arson vippaði fyrrgreindri „hæku“
yfir á tungu hinna norrænu sam-
urai. Meðan ég man, Helgi, þá vil
ég biðja þig forláts á þeirri
óskammfeilni að líkja þýðingar-
starfi þínu við leik, en orðið vippa
er gjarnan notað í þeirri merkingu
að sveifla léttilega einhverju eða
einhverjum.
En mér finnst einmitt eitt helsta
aðalsmerki snjallra þýðinga að þar
er eins og menn hafi vippað eða
snarað hugmyndum hinna erlendu
skáldbræðra áreynslulaust yfir á
sína eigin tungu. Klaufskir þýðend-
ur eru hinsvegar eins og illa þefj-
andi aflraunamenn sem svæla
listnjótendur af vettvangi.
Mikilvœgi
textans
Helgi Hálfdanarson er í hópi
hinna er virðast lyfta grettistaki
nánast áreynslulaust. Þó veit ég,
Helgi, aö þú hefir lagt þig allan
fram um að rífa tröllaukin björg úr
túngarði fjarlægra skáldjöfra. Hef
ég grun um að þar hafi efnafræði-
menntun þín komið sér vel, og
glöggt man ég þá tíð, er þú storm-
aðir fram og aftur um efnafræði-
stofuna í gamla Kennó i leit að
heppilegum orðlyklum er gátu upp-
lukið fyrir verðandi kennaraefnum
leyndardómum efnafræðinnar. Síð-
an þá hefir efnafræðin verið í huga
mér hreinn skáldskapur, tengdari
gullgerðarlist miðalda en sótt-
hreinsuðum apótekum, má með
nokkrum rétti segja að þar hafi
skáldfákurinn skeiðað útúr efnis-
heiminum. Ætli það sé ekki sá klár
sem hefir hér fengið mig til að nota
orðið vippa um þýðingarstarf þitt.
Samkvæmt lögmálum efnafræð-
innar, sem er í senn nákvæm og
ströng fræðigrein, þá er slíkt mál-
farslegt frávik ótækt. Nægir í þvf
sambandi að fletta uppi „lotukerfi"
tungumálsins sem finna má i orða-
bókum. En einsog ég sagði hér áð-
an, Helgi, þá tókst mér ekki að
læra hjá þér lotukerfi Menedlejevs
nema svona sem óljósa formúlu er
fóstraði snjallar líkingar og
skáldskaparmál. Hitt veit ég,
Helgi, að þú ert mjög hrifinn af
þessari snjöllu grunnformúlu efna-
fræðinnar og sumir væna þig um
að vilja festa mál vort á viðlíka
grind, en sem gamall nemandi hef
ég nú grun um að þú hafir jafn
gaman af „slysunum" i efnafræði-
stofunni og þá efnablöndurnar
heppnast fullkomlega.
Gleymum eigi:
En hvað kemur annars þetta spjall
mitt um þýðingarstarf og efnafraeði-
kennslu Helga Hálfdanarsonar þvi
við að Shogun er horfinn af skján-
um? Jú, markmið mitt með þessu
langa spjalli er það að benda for-
ráðamönnum sjónvarpsins á að við
eigum snillinga á borð við Helga
Háifdanarson sem geta vippað texta
sjónvarpsþátta á borð við Shogun yf-
ir á máJ vort, án þess að glatist svo
mikið sem eitt merkingarkorn né
andblær hinnar fomu menningar.
Þar með er ég ekki að varpa rýrð á
þann er snaraði texta Herstjórans,
en höfum við efni á að ganga fram-
hjá gullgerðarmeisturunum?
Ólafur M.
Jóhannesson
„Toots“
- munnhörpu-
leikari
Susan Hayward í hlutverki sínu í föstudagsbíómyndinni.
„Aðeins það besta“
- bandarísk bíómynd
■■ Bandaríska
20 bíómyndin „Að-
— eins það besta"
er á dagskrá sjónvarpsins
klukkan 22.20 í kvöld.
Leikstjóri er Michael
Gordon en með aðalhlut-
verk fara Susan Hayward,
Dan Daily, George Sand-
ers og Sam Jaffe.
Myndin er frá 1951 og
er um unga sýningar-
stúlku sem stofnar eigið
tískuhús og setur markið
hátt.
Kvikmyndahandbókin
okkar gefur myndinni
tvær og hálfa stjörnu af
fjórum mögulegum. Bókin
segir ennfremur að mynd-
in sé vel leikin en þó vanti
nokkuð upp á að áhorf-
andinn geti talist full-
komlega ánægður.
■i „Toots" nefnist
40 þýskur heim-
” ilda- og tónlist-
arþáttur um belgíska
munnhörpuleikarann
Jean Babtiste Thiele-
mans, sem er á dagskrá
sjónvarpsins klukkan
20.40 í kvöld.
í myndinni er m.a.
fylgst með Toots á hljóm-
leikaferð til Ziirich og
New York þar sem hann
lék með þekktum banda-
rískum djassleikurum.
Toots er mjög vel
þekktur tónlistarmaður í
mörgum löndum. Hann
ferðast mikið um veröld-
ina til að halda tónleika
bæði einsamall eða með
öðrum. Til dæmis hefur
hann spilað með Bennie
Goodman og George
Shearing, Monty Alex-
ander, Ray Brown, Bill
Evans og fleirum.
Sjálfur heldur Toots
mikið upp á Charlie Park-
er og Django Reinhardt.
Tónlistar-
krossgátan
^■■■1 „Tónlistar-
1 (T 00 krossgátan“ er
A á dagskrá rásar
2 á sunnudag klukkan
15.00. Hér birtist kross-
gátan og eru þátttakendur
beðnir um aö klippa hana
út hér og geyma þangað
til á sunnudag.
Lausnir sendist til:
Ríkisútvarpið, rás 2,
Hvassaleiti 60, 108
Reykjavík. Merkt Tónlist-
arkrossgátan.
„Baráttan við heróínið“ - bresk heimildamynd
■■ Bresk heim-
25 ildamynd um
” aukna heróín-
neyslu ungs fólks í Bret-
landi og þann vanda sem
yfirvöld, læknar og
vandamenn sjúklinganna
eiga við að etja, er á
dagskrá sjónvarpsins
klukkan 21.25 í kvöld.
Bogi Arnar Finnboga-
son, þýðandi, sagði í sam-
tali við Mbl. að í þættin-
um væri sagt frá tveimur
/Z
ungum stelpum, sem fara
að fikta við heróínið af
rælni. Einnig er fylgst
með ungri þungaðri
hjúkrunarkonu sem fæst
ekki til að stoppa heróín-
neyslu sína þó að búið sé
að segja henni að eins
gæti farið fyrir barni
hennar eða það myndi
jafnvel deyja áður en það
kæmist í heiminn.
„Aðallega kemur heró-
ínið frá Afganistan, Pak-
istan og Indlandi og er
markaðurinn orðinn
nokkuð vel mettur í
Bandaríkjunum og mun
því heróínið og kókaínið
fara að flæða um Vestur-
Evrópu í meira mæli held-
ur en áður og eins er þró-
unin sú að það er orðið
ódýrara vegna mikils
framboðs."
Bogi sagði að greinilega
kæmi fram í myndinni að
vandamálið færi sívax-
ÚTVARP
andi og væru það aðallega
börn sem lentu í þessu.
Fram kemur í myndinni
að fólkið er í miklum
vandræðum og virkilega
reitt út í heilbrigðisyfir-
völd að hjálpa ekki til, en
yfirvöíd segjast ekki geta
tekið fé frá öðrum rann-
sóknum, t.d. krabba-
meinsrannsóknum til þess
að hjálpa fólki því sem
skapar sér þetta sjálf-
skaparvíti. Einnig kemur
fram að sjö af hverjum tíu
sem fara í meðferð detta
aftur. En það eru ekki
peningar til til að hjálpa
þessu fólki.
„Heróínið og kókaínið
kemur að mestu leyti með
skipum og flugvélum og af
því magni sem fer til
Bretlands finnast aðeins
15 prósent við leit. Það
þýðir að 85 prósent kemst
inn á markaðinn í Bret-
landi.“
FÖSTUDAGUR
3. maí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
A virkum degi. 7.20 Leikfimi.
Tilkynningar. 7.55 Oaglegt
mál. Endurt. þáttur Sigurðar
G. Tómassonar trá kvöldinu
áöur.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: — Sigrún
Schneider talar.
8.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
.Páfagaukurinn sem missti
fjaðrahaminn" eftir Horaclo
Ouiroga
Helga Þ. Stephensen les úr
bókinni Ævintýri úr frum-
skóginum, I pýölngu Guö-
bergs Bergssonar
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr dagbl.
(útdr).
10.45 .Mér eru fornu minnin
kær“
Einar Kristjánsson trá Her-
mundarfeMi sér um þáttinn.
(RÚVAK).
11.15 Morguntónleikar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12J0 Fréttir 12.45 Veður-
fregnir Tilkynningar. Tón-
leikar
14.00 .Sælir eru syndugir" eftir
W.O. Valgarðsson.
Guörún Jörundsdóttir byrjar
lestur pýðingar sinnar
14.30 A léttu nótunum
Tónlist úr ýmsum áttum.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurfregnir.
16.20 Slðdegistónleikar
a. Fiðlukonsert nr. 5 I a-moll
op. 37 eftir Henri Wieuxt-
emps.
Rudolf Werthen og Sinfónlu-
hljómsveitin I Liege leika;
Paul Strauss stjórnar
b. Sellókonsert I D-dúr op. 7
eftir Johan Svendsen. Hede
Waldenland og Sinfónlu-
hljómsveitin I Bergen leika;
Karsten Andersen stjórnar
17.00 Fréttir á ensku.
19.15 A döfinni
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
19.25 Krakkarnir I hverfinu
Þrettándi þáttur.
Kanadlskur myndaflokkur
um hversdagsleg atvik f llfi
nokkurra borgarbarna.
Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
2030 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Toots
Þýsk heimilda- og tónlist-
17.10 Slðdegisútvarp
Tilkynningar
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.55 Daglegt mál. Valdimar
Gunnarsson flytur.
20.00 Lðg unga fólksins. Þor-
steinn J. Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvðldvaka
a. Dr. Björn Bjarnason frá
Viöfirði
Guöbjörn Sigurmundsson
segir frá.
b. Ofar önnum dags
Edda Vilborg Guömunds-
dóttir les úr bókinni Hetjur
hversdagsllfsins.
3. mal
armynd um belgiska munn-
hörpuleikarann Jean Babt-
iste Thielemans en sérgrein
hans er djass. I myndinni er
meöal annars fylgst meö
„Toots" á hljómleikaferð til
Zúrich og New Vork þar sem
hann lék meö pekktum
bandarlskum djassleikurum.
21J2S Baráttan viö herólniö
Ný bresk heimildamynd um
aukna herólnneyslu ungs
fólks I Bretlandi og þann
vanda sem yfirvöld. iæknar
og vandamenn sjúklinganna
eiga viö aö etja.
c. Háttutlmi, svefnhættir og
fótaferð
Þórunn Eirlksdóttir á Kaö-
alstöðum flytur frásögn
skráöa eftir Jóni Snorrasyni
trá Laxfossi.
Umsjón: Helga Agústsdóttir.
21.30 Frá tónskáldum
Atli Heimir Sveinsson kynnir
sex lög eftir Hjálmar R.
Ragnarsson við Ijóð Stefáns
Haröar Grlmssonar.
22.00 „Öðurinn um oss og
börn vor“
Hjalti Rögnvaldsson les
Ijóöaflokk eftir Jóhannes úr
Kðtlum.
Þýðandi Bogi Arnar Finn-
bogason.
22,20 Aöeins þaö besta
Bandarlsk blómynd frá
1951. Leikstjóri: Michael
Gordon. Aöalhlutverk: Sus-
an Hayward, Dan Daily,
George Sanders og Sam
Jaffe.
Myndin er um unga sýn-
ngarstúlku sem stofnar eigiö
tlskuhús og setur markiö
hátt.
Þýöandi: Eva Hallvarösdótt-
ir.
23.50 Fréttir I dagskrárlok.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
2235 Úr blöndukútnum
— Sverrir Páll Erlendsson.
(RÚVAK).
23.15 A sveitallnunni
Umsjón: Hilda Torfadóttir.
(RÚVAK).
23.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00.
FÖSTUDAGUR
3. mal
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Páll Þorsteins-
son og Sigurður Sverrisson.
14.00—15.00 Pósthólfiö
Stjórnandí: Inger Anna
Aikman og Anna Melsteð.
16.00—18.00 Léttir sprettir
Stjórnandi: Jón Olafsson.
Þriggja mlnútna fréttlr klukk-
an: 11:00, 15:00, 16:00 oa
17:00.
23.15—03.00 Næturvaktin
Stjörnendur: Vignir Sveins-
son og Þorgeir Astvaldsson
(Rásirnar samtengdar aö
lokinni dagskrá rásar 1.)
SJÓNVARP
FÖSTUDAGUR