Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985
43
100 ára minning:
Steindór Björns-
son frá Gröf
f jan. sl. hafði ég verið í 60 ár í
Góðtemplarareglunni. Ég var 11
ára þegar ég gekk í barnastúku og
tel það mitt farsælasta spor í líf-
inu. Þá var Reglan mikils ráðandi
og mikils virt í landi voru og ef til
vill hefir hún aldrei verið fjöl-
mennari en þá og þeir sigrar sem
þá unnust verða aldrei metnir til
verðs eða verðgildis. Þeir birtust í
fegurra mannlífi, meiri heiðar-
leika og trú, von og kærleika.
í gegnum áranna störf hefi ég
svo í þessum félagsskap eignast
óborganlega vini, vini sem mér eru
svo mikils virði að þeim fæ ég ekki
fullþakkað samfylgd. Einn þess-
ara manna var Steindór Björns-
son, maður sem hugsjón bróður-
kærleika hafði greypt sig inn í
hugskot og sál að með engu var
betra gert. Maður sem allur lifn-
aði ef hann sá árangur erfiðis síns
og maður sem hafði alltaf tíma til
að vinna góðum málum lið, þótt
hann stæði fyrir stóru heimili og í
erfiðu starfi oftast einn meðan
hann var birgðavörður Pósts og
síma.
Síðustu árin mörg fékk ég frá
honum þessa hlýju og fallegu jóla-
kveðju alla skrautritaða með þess-
um fallegu stöfum, nótnablað
fylgdi og ljóð sem honum voru
hugstæð. Öll voru þau með sama
yfirbragði, að glæða það góða.
Steindór var mikill íslendingur.
Ættjarðarljóðin lærði hann sem
barn, söng þau jafnvel í tíma og
ótíma. í söngfélagi IOGT var hann
lífið og sálin, skrifaði nótur fyrir
það, valdi oft söngtexta, hvatti fé-
laga til að mæta stundvíslega,
nota tímann til hins ýtrasta. Að
því varð ég oft vottur. Ég varð
þess aðnjótandi að vera á æfingu
kórsins og man vel hvernig sú
stund fór fram. Allt var gert til
þess að öll áferð yrði sem best og
oft var farið yfir sum lögin þar til
menn voru ánægðir enda kom
uppskeran í ljós þegar kórinn hélt
hljómleika. Hann söng líka við
ýmis tækifæri og lífgaði upp á
starfsemi Reglunnar á þeim tíma.
Unglingarnir voru Steindóri
hjartfólgnir, börnin eins og hann
sagði, arftakar okkar, voru svo
mikils virði að braut þeirra yrði
að vefja guðsblessun og góðum
siðum. Hann skildi vel gildi upp-
eldis og því var hann um nokkur
ár stórgæslumaður ungtemplara
og dró ekki af sér í starfi og bréfin
sem hann skrifaði út til barna-
stúknanna voru full af góðleik og
heilræðum. Gæslumönnum leið-
beindi hann með svo mikilli vin-
semd og hlýleik að ég vissi marga
varðveita bréfin hans. Og í skjala-
safni okkar hér er nafn Steindórs.
Hann mætti á öll unglingareglu-
þing eftir að hann hætti sem stór-
gæslumaður og þar mættumst við
oft og iðulega. Þar vann ég með
honum i nefndum og það fór ekki
framhjá mér hvernig hann lagði
línurnar. Dró það besta fram af
lífsreynslu sinni og hugsaði til
framtíðarinnar með tilliti til þess
að bæta leið þeirra sem á eftir
koma.
Mörg atvik gæti ég nefnt en
ætla bara að taka hér eitt dæmi.
Við vorum á unglingaregluþingi á
Akureyri og þar var einnig kemp-
an Jón Björnsson frá Sauðárkróki.
Veður var einstaklega gott og við
fengum út fyrir og ræddum málin.
!g man að Steindór sagði eitthvað
á þessa leið: Þessi heimur, en hve
þeir eru margir sem leggja snörur
fyrir saklausa æskuna. Og ég sá
hann leit yfir til sjoppu í nálægð-
inni. Við vorum sammála um að ef
niðurrifsöfl þjóðfélagsins gengju í
lið með okkur væri ekki vandi
fyrir ísland að eignast mannvæn-
legt fólk til sálar og líkama. Og
spurningin: Hvernig stendur á því
að svo og svo margir farast í elfun
eiturnautna. Þá kom allt í einu.
Sjáið, sólin er á lofti og birtu
hennar blindar enginn. Er ekki
alltaf von um betri tíma?
Þessi stutta samræða okkar er
mér enn í minni. Jú víst skal trúa
á betri tíma.
Æðruleysi og starfshugur
Steindórs, þetta að gefast aldrei
upp í þjónustu góðra afla, það gef-
ur vissulega kjark til að horfa upp
á við og guði sé lof fyrir alla sem
varða leið til betri tíma og guð gefi
landi og þjóð að eignast sem flesta
með hugarfari Steindórs fá Gröf,
sem var í sjálfboðavinnu góðs
málefnis alla sína tíð og við horf-
andi á þá tíma í dag sem heimta
greiðslu fyrir hvert viðvik.
Ég veit að vini mínum Steindóri
væri það mikið áhyggjuefni, ef
hann nú mætti vera með okkur,
hversu hag Reglunnar hefir hrak-
að undanfarin ár og hversu meðal-
mennskan ríður þar húsum nú.
Enda er það okkur sem höfum af
hug og hjarta unnið Reglunni
þung raun hvernig nú horfir í
hennar málum, þar sem marni
virðist uppgjafartónn f hverju
horni, öllum hugsandi mönnum til
leiðinda. Guð gæfi að hugarfar
Steindórs ætti enn eftir að vaxa
kynslóð dagsins og birtast í batn-
andi hag Reglu vorrar. Það væri
vegleg gjöf á aldarafmæli Stein-
dórs, sem stóð jafnan eins og
foldgnátt fjall í starfi Reglunnar,
hve mörg sem á því skruggan
skall. Sú skyldi karlmannslund,
segir skáldið.
Við minnumst nú góðs gengins
félaga. Hann gaf okkur margt um
dagana. Minnumst hversu æðru-
laus hann stóð í stríðinu, kannski
stærstur þegar stórhríðir dundu
yfir. Um leið og við minnumst
hans er ekki úr vegi að athuga
sinn gang, ganga feti framar og
herða sig til nýrrar sóknar því
ekki vantar viðfangsefnin.
Steindór Björnsson fæddist 3.
maí 1885 á Hvanneyri í Borgar-
firði og voru foreldrar hans Krist-
rún Eyjólfsdóttir frá Stuðlum í
Reyðarfirði og Björn Bjarnarson
frá Vatnshorni í Skorradal. Hann
nam við Lærða skólann í Reykja-
vík, fór til Danmerkur og lærði
íþróttir og var síðan leikfimikenn-
ari í Reykjavík og víðar, bæði hjá
ungmennafélögum o.fl. Þá var
hann fyrst kennari við Mýrar-
húsaskóla á Seltjarnarnesi og síð-
an við Barnaskóla Reykjavíkur frá
1909—1918. Var í símavinnu á
sumrum í mörg ár og birgða- og
efnisvörður Landssímans var
hann frá 1918 til 1955.
1 Góðtemplarareglunni var
hann frá 1899 og í ungmenna-
hreyfingunni ( 20 ár. I stjórn
Frjálsíþróttafélags Reykjavíkur
var hann lengi og fyrstu stjórn
Sumargjafar. Gæslumaður barna-
stúkunnar Svövu var hann í 27 ár
og Díönu í 10 ár. Hann var líka
heiðursfélagi margra félaga sem
hann starfaði í, svo sem Fél. ísl.
símamanna, barnast. Eyrarrós,
Siglufirði, og barnastúkna í
Reykjavík. Þá var hann heiðursfé-
lagi stúkunnar sinnar, Framtíðar-
innar nr. 173, og Stórst. íslands
svo eitthvað sé nefnt. Var þetta
allt mjög að verðleikum. Hvert
verk var traust í höndum Stein-
dórs. Það fann ég vel þegar ég kom
til Landssímans um það bil að
Steindór var að ljúka þar störfum.
Og það vissi ég fyrir víst að eftir
að Steindór hætti á símanum fyrir
aldurs sakir var oft leitað til hans
ef um einhver vandaverk var að
ræða. Brást hann þá jafnan veL
við. Ég var bæði með Steindóri á
stundum gleði og gáska og eins á
stundum alvöru og sorgar. Fannst
mér mikið til um hversu hann var
alltaf viðbúinn að taka því sem
dagurinn færði honum og þó er
maður aldrei viðbúinn sagði hann.
Hann hugsaði og hugsaði vel áður
en hann framkvæmdi. Það var
gaman að hitta þá saman í bóka-
búð Æskunnar hann og Jóhann
Ögmund, sem engum gleymist sem
var svo hamingjusamur að eiga
hann og konu hans, Sigríði Hall-
dórsdóttur, að vinum. I bókabúð-
inni var margt rætt og auðvitað
bar hæst Regluna og hvernig hægt
væri að vinna henni sem mest
gagn. Starf þeirra beggja var að-
dáunarvert.
Ég á enga ósk betri Reglunni til
handa en margir þeirra líkar vek-
ist upp til þjónustu við hana. Þá
birtir á ný.
Árni Helgason
I tilefni af 100 ára afmæli Stein-
dórs Björnssonar 3. maí heldur st.
Framtíðin nr. 173 samkomu í
húsakynnum Templarahallar
Reykjavíkur mánudaginn 6. mai
kl. 20.30 siðdegis. Selt verður kaffi
til ágóða fyrir Minningarsjóð
Steindórs Björnssonar.
In memoriam:
Páll Pálmason fv.
ráðuneytisstjóri
Fæddur 19. ágúst 1891
Dáinn 24. aprfl 1985
Þann 24. apríl sl. andaðist í
Borgarspitalanum Páll Pálmason,
fyrrv. ráðuneytisstjóri, á 94. ald-
ursári. Páll fæddist 19. ágúst 1891
í Reykjavík. Foreldrar hans voru
Pálmi, yfirkennari við Lærða skól-
ann i Rvk. Pálssonar bónda á
Tjörnum í Saurbæjarhr. í Eyjaf.
Steinssonar, og kona hans Sigrið-
ur Rósa Björnsdóttir Hjaltested
járnsmiðs i Reykjavík, á Suður-
götu 7. Foreldrar Björns Hjalte-
sted voru Georg Pétur Hjaltested
bóndi i Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd, Einarssonar Hjaltested
verzl.stj. á Akureyri og kona hans
Guðriður Magnúsdóttir prests i
Steinnesi Árnasonar biskups Þór-
arinssonar á Hólum. Móðir Guð-
ríðar var Anna Þorsteinsdóttir,
prests i Stóra-Árskógi, Hall-
grimssonar prófasts Eldjárnsson-
ar. Kona séra Þorsteins var Jór-
unn Lárusdóttir klausturhaldara
Scheving, Hannessonar Scheving
sýslumm. á Munkaþverá. Móðir
Lárusar Scheving var Jórunn
Steinsdóttir biskups á Hólum.
Einn bróðir önnu Þorsteinsdóttur
var Hallgrímur prestur á Bægisá,
faðir Jónasar Hallgrimssonar
skálds. Voru þau þvi systkinabörn
Guðríður Magnúsdóttir Hjalte-
sted í Saurbæ, langamma Páls, og
Jónas Hallgrimsson. Skal eigi
frekar rekja ættir Páls, en geta
má þess, að ættbálkur hans er
feiknastór, bæði í föður- og móð-
urætt.
Páll lauk stúdentsprófi frá
Lærða skólanum í Rvk. 1911 og
lagaprófi frá Háskóla ísl. 1916.
Hann mun því hafa verið elstur
núlifandi stúdenta og elstur lög-
fræðinga á íslandi er hann lézt.
Páll varð fyrst fulltrúi hjá Eggert
Claessen yfirdómslögmanni frá
1916—1921. Hann var skipaður að-
stoðarmaður í atvinnu- og sam-
göngumáladeild Stjómarráðs ís-
lands 1. sept. 1919. Skipaður full-
trúi þar frá 1. jan. 1927. Varð
skrifstofustj. (síðar ráðuneytis-
stjóri) i samgöngumálaráðun.
1947, síðar einnig ráðuneytisstj. í
iðnaðarráðuneytinu. Hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir í árslok
1961. Hann var oft settur skrif-
st.stj. i atvinnu- og samgöngu-
málaráðuneytinu, stundum um
lengri tíma, áður en hann var
skipaður þar. Skipaður vöru-
merkjaskrárritari 1. febr. 1940, en
hafði annast það starf siðan 1937.
Skipaður í vörumerkjalaganefnd
20. maí 1958. Hdl. 1945. Hann var
lengi endurskoðandi Búnaðarfé-
lags íslands, Áburðarsölu rikisins,
Iðnlánasjóðs og fl. opinberra
stofnana. Páll hlaut heiðurs-
merkin RÍF — 3. júní 1944; Str. ÍF
30 des. 1961; R.’FiHR; Officier
d’Academie.
Þegar háaldraðir heiðursmenn
yfirgefa jarðvistina, vekur það
e.t.v. ekki sömu athygli og þegar
maður i blóma lífs, á miðri önn, er
hrifinn á brott. Hér kveður þó
maður með næstum heila öld að
baki, þá viðburðaríkustu i lifi
þessarar þjóðar. Páll Pálmason,
hinn virðulegi, prúði og vingjarn-
legi öldungur, hafði lokið löngu og
giftudrjúgu starfi ( þágu samfé-
lagsins, með samviskusemi og
nærfærni, og er mér ekki kunnugt
um, að hann hafi aflað sér óvild-
armanna á löngum embættisferli.
Segir það sina sögu um embætt-
ismanninn Pál Pálmason.
Páll var hreinræktaður Reykja-
víkurdrengur og unni borg sinni
og lifði þar alla sina tíð. Hann
fæddist í Suðurgötu 7, átti um
tíma heima i Suðurgötu 8, en
fluttist snemma með foreldrum
sínum í aðra kennaraíbúð
Menntaskólans við Lækjargötu.
Eftir 1910 fluttist fjölskyldan um
tima á Laugaveginn, neðarlega, en
1914 að Þingholtsstræti 29. Átti
hann þar heima æ siðan. Miðbær-
inn var Páli þvi kær. Meðan heilsa
og þrek leyfðu, leið vart sá dagur
að hann færi ekki á göngu um
miðbæinn og fengi sér kaffisopa á
Hressingarskálanum eða ein-
hverjum öðrum veitingastað í
miðbænum, ásamt einhverjum
góðkunningja. Frá aldamótum og
fram til siðustu ára mun fátt
markvert hafa borið við á Austur-
velli eða Lækjartorgi, svo Páll
hafi ekki verið einhvers staðar
nærstaddur. Hann var gervilegur
að vallarsýn, hár og mátulega
þrekinn og bar sig vel svo eftir
honum var tekið, hæglátur og
kurteis.
Páll kvæntist aldrei en bjó ætíð
í foreldrahúsum, fyrst með for-
eldrunum báðum, og eftir lát föð-
ur síns 1920 með móður sinni, sem
hann hafði mikið dálæti á, og
reyndist einstakur sonur. Móðir
hans andaðist 1956, 93 ára gömul.
Á efri árum hennar lét hann sér
svo mjög annt um hana, að hann
fór aldrei nema í örstutt ferðalög
og aldrei til útlanda, þvi hann
vildi ekki valda henni áhyggjum
sín vegna. Hjá þeim feðginum
dvaldist um 40 ára skeið kona ein,
Guðlaug að nafni, er annaðist
heimilisstörfin fyrir þau. Hún
dvaldist áfram hjá Páli að móður
hans látinni og annaðist hússtörf-
in þar til hún andaðist fyrir einum
12 árum siðan, háöldruð. Var Páll
alveg einstaklega nærgætinn við
þessa öldruðu konu og gerði virðu-
lega útför hennar.
Fyrstu árin eftir að móðir Páls
lést var hann tiður gestur á heim-
ilum frændsystkina sinna, dætra
móðurbróður sins, séra Bjarna
Hjaltested. Á öllum stórhátiðum
var hann sjálfsagður þátttakandi
og var ætíð aufúsugestur. Þær
systur höfðu miklar mætur á Páli
og voru boðnar og búnar að veita
honum hjálparhönd hvenær sem
var. Páll var ljúfur viðmóts, ræð-
inn og hafði næmt skopskyn.
Hann hafði frá mörgu að segja úr
hinni gömlu Reykjavík og var öll
frásaga hans lipur og lifandi. Ég
hefi hvergi lesið eða heyrt betur
sagt frá konungskomunni 1907 en
af munni Páls Pálmasonar, enda
var hann mikill þátttakandi i
þeirri móttöku, þótt hann væri að-
eins 16 ára. Én svo vildi til, að
hann bjó þá ásamt foreldrum sin-
um í Menntaskólanum við Lækj-
argötu. Varð að rýma allt húsið
fyrir konungskomuna, því konungi
var ætlaður bústaður þar. Páll var
einn þeirra skólasveina, sem
dubbaðir voru upp í „kúska“, eða
vagnsveina, og látnir aka þing-
mönnum og öðru fyrirmenni í
hestvögnum til Þingvalla. Þar
voru veizluhöld mikil. Frá Þing-
völlum fór allt liðið ríðandi til
Geysis og Gullfoss, um Lyngdals-
heiði. Þeir kerrusveinar urðu að
fara til baka með vagnana og
austur yfir Hellisheiði um Kolvið-
arhól, til að taka aftur við farþeg-
um vagnanna, er komið væri að
austan, þreyttum og þjökuðum
eftir reiðtúrinn. öll frásögn Páls
af þvi ferðalagi og allt það er fram
fór á hinum óæðri veizlubekkjum
var stórkostlegt og ætti heima í
annálum.
Síðastliðin 5—6 árin var Páll
lítt á ferli. Hann gerðist æ ein-
rænni og hafnaði afskiptum ann-
arra af sér og sínum högum. Lifði
hann nánast sem einsetumaður.
Samt fylgdust ættingjar og vinir
allnáið með hvernig högum hans
væri komið, og komu því til leiðar
að honum bærust allar nauðsynj-
ar og brýn aðstoð. Var það eigi að
ófyrirsynju, og fór svo að lokum,
að frændi hans einn kom að hon-
um veikum og illa á sig komnum,
snemma árs 1984. Kom hann hon-
um þá í Borgarspitalann, þar sem
hann hlaut frábæra hjúkrun.
Hjarnaði hann allvel við og gat
hreyft sig um i hjólastól, þar til
fyrir rúmum mánuði, að hann
lamaðist og var lítt með rænu eft-
ir það.
Að leiðarlokum er Páll Pálma-
son kært kvaddur af ættingjum og
vinum. Við hjónin og dætur okkar
þökkum honum allar elskulegar
samverustundir og vinskap. Frið-
ur sé með honum.
Geir Stefánsson
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal valdn á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á I miðviku-
dagsblaði, að berast (síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. f
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort ljóð um hinn
látna eru ekki birt i minningar-
orðasíðum Morgunblaósins.
Handrit þurfa að vera vélrítuð og
með góðu línubili.