Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 58
68
MQRGlWBLAÐiQ, FÖSTUDAGJJR 3, MAÍ4986
leika hans.
TM Reg U.S. Pat. OH.-all rlghts reserved
e1385 Los Anoeles Tlmes Syndicate
getur ekki maett í kvöld. Hann datt
Varadu þig á vinstri beinni! af hjólinu á horninu heima hjá sér!
HÖGNI HREKKVÍSI
„riANN Q5R.lfi pSTTA T|l A£> LIÞKA
FlNGUieMA."
Áskorun til bænda
Friðjón Guðmundsson, Sandi,
Aðaldal, skrifar:
Það lítur helst út fyrir að
stjórnvöld ætli sér að keyra frum-
varp um breytingar á lögum um
Framleiðsluráð landbúnaðarins í
gegnum Alþingi fyrir þinglok.
Þessi frumvarpsdrög, sem sumir
hafa kallað „leynifrumvarpið",
snerta svo mjög hagsmuni bænda
og dreifbýlis að ég tel það mikil
mistök og óvirðingu við bænda-
stéttina ef framhjá henni verður
gengið í svo stóru máli. Það virðist
ennþá ólýðræðislegri málsmeðferð
en hjá ferðamálaráðuneytinu og
svokallaðri „endurskoðunarnefnd“
um tillögur um ný sveitarstjórn-
arlög á sl. ári. Af þeim tillögum
var að vísu mikið einræðisbragð,
en þær voru samt sendar sveitar-
stjórnum til umsagnar, þó þeim
væri ætlaður furðulega lítill tími
til athugunar.
Þeir sem ekki hafa séð þetta
„leynifrumvarp“ vita auðvitað lít-
ið um efni þess. En það mun vera
byltingarkennt. M.a. er vitað að
það á að skera niður útflutnings-
bætur á landbúnaðarafurðum og
draga völd frá bændum til land-
búnaðarráðuneytisins svo um
munar. Þar mun raunverulega
vera á ferð undirstaða að „samn-
ingi“ við bændur um framleiðslu
og stefnumótun í landbúnaðar-
málum. Og það getur varla heitið
að bændastéttin sé spurð álits og
hefur málið ekki einu sinni verið
kynnt. Það virðist eiga að drífa í
gegn róttækar lagabreytingar
nánast á bak við bændastéttina.
Stéttarsambandsfundur hefur að
vísu fjallað um frumvarpsdrögin,
en aðeins einn dagur var ætlaður
til að athuga þau og ætli full-
trúarnir hafi fengið boðskapinn i
hendur fyrr en á fund kom?
Mér finnst svona málsmeðferð
fráleit. Ég hef heyrt að breytingar
á umferðarlögunum hafi verið til
umfjöllunar í fimm ár. Það hefur
verið fremur hljótt um þennan
Stéttarsambandsfund, en svo virð-
ist sem hann hafi ekki gert veiga-
miklar athugasemdir ellegar borið
fram tillögur um að málinu yrði
vísað heim í héruð til kynningar
og umsagnar.
Sannast að segja undrast ég lin-
kind bændaforystunnar í málinu.
Við hvað eru menn hræddir? Eru
stjórnmálamenn og óróðursöfl
Reykjavíkursvæðisins búin að
brjóta bændastéttina svo niður að
hún geti ekki lengur gengið upp-
rétt? Ég vona þó að svo slæmt sé
ástandið ekki orðið.
Ég geri ráð fyrir að það þurfi að
breyta Framleiðsluráðslögunum
eitthvað, ef gera á byltingar-
kenndar breytingar og það er með
öllu óverjandi án ítarlegrar um-
fjöllunar bændastéttarinnar. Ég
leyfi mér því að beina þeirri
áskorun til bænda og forsvars-
manna þeirra, að sitja hér ekki
hjá heldur sýna einhug í málinu
og mótmæla harðlega því ofríki,
sem hér virðist eiga að beita af
hálfu stjórnvalda, og gera jafn-
framt kröfu til að umrædd frum-
varpsdrög verði send til Búnaðar-
félags íslands, Búnaðarþings og til
búnaðarsambanda og hreppsbún-
aðarfélaga til umsagnar. Og að
þeim verði gefinn góður tími til að
skila áliti. Hér þarf að bregða
skjótt við af hálfu bænda áður en
það verður of seint.
Fáum náttúrufræðisafn
sem sæmir menntaþjóð
Axei Kaaber skrifar:
Hérna er mynd af zeolit, — sem
er svokallaður geislasteinn, sem
nefnist stilbít. Hér á landi er
stilbít algengur kristall í basalt-
lögum, en stærstir hafa þeir fund-
ist á Austurlandi. Geislasteinar
myndast sem útfelling úr heitu
vatni í holum í basalti, oft á tals-
verðu dýpi, en þegar berglag lyft-
ist koma þeir fram á yfirborðið.
Einmitt sú lyfting berglaga, sem
átt hefur sér stað, t.d. á Austfjörð-
um, og víða á vestanverðu landinu,
verður til þess að berglög, sem
innihalda geislastein, koma fram
á yfirborðið og má þar oft finna
falleg sýnishorn.
En nú vantar alveg að efna lof-
orð ríkisstjórnar og Háskóla ís-
lands um byggingu náttúrugripa-
safns, sem gefið var 1947 þegar
gamla náttúrugripasafnið var af-
hent ríkinu, ásamt byggingarsjóði
þeim að upphæð um kr. 82.000 sem
safnið átti. Hvað skyldi þessi upp-
hæö vera orðin nú, framreiknuð til
dagsins i dag?
Tökum höndum saman, ríkis-
stjórn, Háskóli íslands, borgaryf-
irvöld og allir velviljaðir áhuga-
menn. Fáum náttúrufræðisafn rannsókna og þar sem áhugamenn
sem sæmir menntaþjóð, sem gefur geta fengið tækifæri til þess að
vísindamönnum góða aðstöðu til fræðast um náttúru landsins.
Koiigátan
Gréta Sigfúsdóttir hringdi:
Ég vi' þakka Illuga Jökulssyni
fyrir spurningaþátt hans „Koll-
gátuna’. Þetta er einn besti
spurningaþáttur sem ég hef séð
uni ævinr, og eins vil ég taka það
frair vegn; skrifa um stefið i
Velvakanda, aö stefið í upphafi
þátta • er eftir Hándel eins og
Illugi benti réttilega á.
Bein útsending
Björn Gunnlaugsson hringdi:
Fyrirspurn til Bjarna Felix-
sonar íþróttafréttamanns:
Hefur þú hugsað þér að sýna
úrslitaleik UEFA-keppninnar
milli Real Madrid og Videotone í
beinni útsendingu? Þar sem hið
frábæra liö Real Madrid hefur
lagt alveg gifurlega á sig til að
komast i úrslit og lagt geysi-
sterka andstæðinga á leið sinni,
teljum við Real Madrid-aðdá-
endur, að þessi leikur sé einn
hinn merkilegasti a öllum leikj-
um í Evrópukeppninni í ár.
Ég vil biðja Bjarna að svara
þessarí í'yrirspurr, í næsta íþrót-
taþæt.ti sjónvarpsins og munum
viö Real Madrid-aðdáendur bíða
i ofvæn: þangat til.
Jafn
atkvæðisréttur
Anna Helgadóttir hringdi:
Ég er svo innilega sammála
henni Svövu Jónsdóttur sem
skrifaði í Velvakanda laugardag-
inn 27. apríl sl. um að allir ættu
að hafa jafnan atkvæðisrétt. Ég
skil bara ekki hvað Sjálfstæðis-
flokkurinn var að hugsa er hann
samþykkti þetta á landsfundin-
um og setti máiið svo í nefnd,
sem það væntanlega drepst i síð-
ar.
Brúður
Anna María hringdi:
Hvar í Reykjavík er hæg; aö |
koma brúðum í viðgerð?