Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 35

Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FÖ9TUDAGUR 3- MAÍ 1985 „Dásamlegir kroppar“ sýnd í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýn- ingar á dans- og skemmtimynd- inni „Dásamlegir kroppar", sem á frummálinu heitir „Heavenly Bodies“. Myndin er nýgerð og er hér um frumsýningu á mynd- inni að ræða í Evrópu. Myndin fjallar um ungar stúlkur, sem stofnsetja heilsu- ræktarstöðina „Heavenly Bodi- es“, þar sem þær sérhæfa sig í aerobics, sem er þrekdans, vin- sæll víða um heim, að því er segir í upplýsingum frá kvikmynda- húsinu. Aðallag myndarinnar er „The East in me“. Tónlist er flutt af Bonnie Pointer, Sparks, The Jazz Band, The Tubes og Cheryl Lynn. Aðalhlutverk í myndinni leika Cynthia Dale, Richard Rebiere og Laura Henry. Leikstjóri er Lawrence Dane. Sýning á stanga- veiðivarningi LANDSAMBAND stangaveiðifélaga gengst fyrir sýningu á stangaveiði- vörum og fleiru tilheyrandi íþrótt- inni í Norræna húsinu. Sýningin opnaði í gær, en hún stendur fram á sunnudag. Opið er frá klukkan 14.00 til 22.00. Flest þau fyrirtæki sem flytja inn eða framleiða stangaveiðivör- ur sýna þarna varning sinn og tímaritin þrjú, Sportveiðiblaðið, Veiðimaðurinn og Á veiðum, sem út koma hér á landi og fjalla um þetta málefni eru þarna einnig með sýningarbása. Ýmislegt verð- ur á dagskrá meðan sýningin stendur yfir, þannig fer fram fluguhnýtingarsamkeppni á veg- um „Litlu flugunnar". Sportveiði- blaðið býður upp á getraun með glæsilegum vinningum og Rafn Hafnfjörð flytur erindi. A með- fylgjandi mynd flytur Birgir Jó- hannsson formaður landsam- bandsins setningarerindi. Morgunblaðið/ Ól.K.Magn. Lokaverkefni Nemendaleikhússins: „Fugl sem flaug á Á ÞRIÐJUDAGINN frumsýna nemendur á síðasta ári í Leikíist- arskóla íslands lokaverkefni sitt í vetur „Fugl sem flaug á snúru“, en verkið er sérsaklega samið fyrir hópinn af Nínu Björk Árnadóttur. Fyrr á þessu ári hafa nemend- ur sýnt Grænfjöðrung og tekið þátt í sýningum Leikfélags Reykjavíkur, Draumur á Jóns- messunótt. Leikstjóri er Hallmar Sigurðs- snúrua son, en leikmynd er eftir Grétar Reynisson. Lýsingu annaðist Ólafur Örn Thoroddsen. Leikendur og jafnframt nem- endur þeir sem nú útskrifast úr Leiklistarskólanum eru Alda Arnardóttir, Barði Guðmunds- son, Einar Jón Briem, Jakob Þór Einarsson, Kolbrún Erna Pét- ursdóttir, Rósa Guðný Þórsdótt- ir, Þór H. Tulinius og Þröstur Leó Gunnarsson. Merkjasala Björgunar- sveitarinnar j Ingólfs um næstu helgi i BJÖRGUNARSVEIT Slysavarna- deildarinnar Ingólfs í Reykjavík efn- ir til hinnar árlegu merkjasölu sinn- ar um næstu helgi. Merkin verða afhent sölubörnum föstudaginn 3. maí og þann sama dag og næsta dag verða merkin boðin borgarbúum, segir í frétt frá Ingólfi. 1 ■ Björgunarsveitin gegnir þýð- ingarmiklu hlutverki í öryggisS- málum borgarbúa og þeir hafa alltaf sýnt málefnum hennar vel- vild og skilning. Það er von björgunarsveitarmanna að borg- arbúar muni nú sem endranær styðja þá og styrkja í áframhald- andi uppbyggingu sveitarinnar en nútíma björgunarstörf krefjast mikilla og dýrra tækja sem sveit- inni væri um megn ef ekki kæmi til aðstoð og velvilji samborgar- anna. Fundir og mannfagnaðir á Húsavík Húsavík, 2. maí. FUNDIR og mannfagnaðir hafa undanfarið verið á Húsavík þessir: Á sumardaginn fyrsta söng kór kirkju og tónlistárskólans í Húsavíkur- kirkju undir stjórn Úlriks Ólasonar við undirleik Þórarins Stefánssonar. Á laugardag hélt „framkvæmdanefnd um launamál kvenna“ fund í félagsheimilinu. Þar voru frummælendur Gerður Steinþórsdóttir og Elín Flygen- ring. 1. maí-hátíðahöldin fóru fram með hefðbundnum hætti í fé- lagsheimilinu. Ávarp flutti Helgi Bjarnason en aðalræðuna Birna Þórðardóttir, verslunarmaður í Reykjavík. Sigurður Hallmarsson las upp, barnakór söng undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdótt- ur og Bubbi Morthens söng. Leikfélagið sýnir ennþá leikritið „Ástin sigrar“ við góðar undir- tektir. Kynna undirstöðu nýlíftækni NÁMSKEIÐSNEFND Læknafélags íslands og endurmenntunarnefnd Háskól- ans efna til námskeiðs um sameindaerfðafræði og ónæmisfræði á Hótel Loft- leiðum helgina 4. og 5. maí nk. Lögð verður áhersla á að kynna á aðgengilegan hátt þau undirstöðuatriði þessara fræða, sem mynda kjarna svokallaðrar nýlíf- tækni, er hefur verið að þróast undanfarin ár. Margir telja að þessi nýja tækni sé í þann veginn að hafa mjög afgerandi áhrif á framkvæmd heilbrigðisþjón- ustunnar, segir í frétt frá nefndunum. Námskeið þetta er hugsað sem „upphitun“ fyrir framhaldsnám- skeið um sama efni sem verður haldið í Menntaskólanum við Hamrahlíð 12.—16. júní nk. og er tengt 16. þingi Norrænu ónæmis- fræðisamtakanna. Þar munu flytja fyrirlestra ýmsir af helstu braut- ryðjendum nýlíftækninnar. þeir sem ætla að taka þátt í upp- hitunarnámskeiðinu þurfa að skrá sig fyrir 30. apríl á skriftofu læknafélaganna eða í Háskóla ís- lands, s. 25088. Þátttökugjald er kr. 1000 og er hádegisverður laugar- daginn 4. maí innifalinn. Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir í síma 23712. Þátttaka í framhaldsnámskeið- inu kostar kr. 3500 og er hádegis- verður innifalinn alla 5 dagana. Námskeiðsnefnd LÍ hefur ákveðið að greiða þátttökugjald fyrir allt að 20 íslenska lækna á norræna námskeiðið og skal umsóknum skil- að til skrifstofu læknafélaganna fyrir 15. maí nk. Einnig er hægt að tilkynna þátttöku í síma 692 í Landspitalanum. BORGARNESDAGAR Í LAUCARDALSHÖU 2.-5. MAÍ Borgnesingar bjóöa alla velkomna í Laugardalshöll á myndarlega sýningu allra helstu fyrirtækj- anna á staðnum. Skoöiö fjölbreytta iönframleiöslu, bragöið á gómsætum réttum úr kjöti, fiski og mjólkurvörum. Matvæli á kynningarveröi, tískusýningar, skemmtun fyrir börnin svo sem tívolí og tölvuknattspyrna. 9 holu golfvöllur og myndlistarsýning þar sem sýnd eru verk 20 þekktustu myndlistarmanna landsins. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ OPIÐ KL. 13-22 O FYRIR BORN OG FULLORÐNA TIL SUNNUDAGSKVOLDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.