Morgunblaðið - 12.05.1985, Side 26
Með starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hefur tekist að minnka
dánartíðni af völdum leghálskrabbameins en konur mœta þó ekki nœgilega vel til
skoðunar. Á síðustu fjórum árum hafa 77 konur greinst með krabba og af
þeim hafa 75% ekki mætt til leitar síðustu 3 ár fyrir greiningu sjúkdómsins.
f ég hefði farið i skoðun
hefði ég ekki þurft að fara í
gegnum allar þessar þreng-
ingar.“ Viðmælandi Mbl. er
ein af hinum fjölmörgu
konum sem hafa þurft að
ganga í gegnum erfiðar aðgerðir vegna
krabbameins. Hún segist reka stöðugan
áróður fyrir því að konur notfæri sér þá
þjónustu sem Leitarstöð Krabbameinsfé-
lagsins býður upp á.
„Það er erfitt að geta engu um kennt
nema eigin trassaskap," segir annar við-
mælandi blaðsins, kona sem þurfti að fara í
fjöida skurðaðgerða á sl. ári vegna krabba-
meins, en hún hafði aldrei sótt Leitarstöð-
ina heim þrátt fyrir ótal ítrekanir þaðan.
Hvemig myndir þú bregðast við lesandi
góður ef læknir þinn tilkynnti þér einn góð-
an veðurdag að þú værir með krabbamein?
Flestir eiga eflaust erfitt með að svara því
enda má segja að sjúkdómsgreiningin
krabbamein hafi nánast verið sem dauða-
dómur hér fyrir nokkrum árum. Enn er
krabbamein meðal helstu dánarorsaka ís-
lendinga og f dag er talið að um þriðji hver
íslendingur fái einhverntíma krabbamein.
En batahorfur hafa aukist á síðari árum,
sérstaklega þó ef tekst að greina sjúkdóm-
inn snemma og hægt er að beita áhrifaríkri
meðferð.
Mannskæðust krabbameina eru maga-
krabbamein, lungnakrabbamein, ristil-
krabbamein og brjóstakrabbamein. Oft er
erfitt að greina byrjunarstig krabbameins,
en mestum árangri hefur verið náð við leit
að leghálskrabbameini, en krabbamein í
kynfærum og brjóstum kvenna eru nú um
40% alls krabbameins f konum hér á landi.
Frá þvi Leitarstöð Krabbameinsfélagsins
tók til starfa í júní 1964 hefur verið reynt
að finna þessa sjúkdóma á byrjunarstigi,
forstig leghálskrabbameins eru vel þekkt
og auðveld í greiningu með einfaldri, að-
gengilegri og ódyrri aðferð. Frá byrjun leit-
arstarfsins hefur tekist að minnka dánar-
tíðni leghálskrabbameins töluvert. Frá
1%5—69 til 1975—79 minnkaði dánartfðnin
um 60% sem byggist m.a. á því að með
tilkomu leitar greinast fieiri konur á fyrsta
stigi sjúkdómsins þar sem árangur með-
ferðar er bestur. Forstig krabbameina f
öðrum hlutum kynfæra og f brjóstum eru
minna þekkt og öruggar aðferðir til grein-
ingar þeirra eru ekki enn til staðar. Byrjun-
arstig krabbameins í brjóstum eru t.d. erfið
í greiningu, þar er nú mest stuðst við þreif-
ingu brjósta og eitlastöðva, heilsufarssögu
og kennslu í sjálfskoðun brjósta. Hjálpar-
tækni við greiningu brjóstakrabbameins
eru brjóstastungur og röntgenmyndataka
af brjóstum kvenna.
Krabbameinsfélagið hefur nú nýlega
eignast tæki sem gerir stöðinni kleift að
taka röntgenmyndir af brjóstum kvenna
sem koma í krabbameinsskoðun. Talið er að
hægt sé að greina u.þ.b. helmingi fleiri
krabbameinstilfelli með slfkum myndatök-
um og þar að auki fyrr en með þreifingu
einni saman. Ef fjárveiting fæst til þessara
hópskoöana geta þær hafist jafnvel á þessu
ári.
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er nú
til húsa f hinu nýja húsnæði Krabbameins-
félagsins f Skógarhlíð. Dr. Kristján Sig-
urðsson yfirlæknir stöðvarinnar sagði í
samtali við blaðið að þar væri aðstaða til að
skoða helmingi fleiri konur en f Suðurgöt-
unni. „En því miður er aðstaöan ekki full-
nýtt þar sem konurnar mæta ekki nægilega
vel í skoðunina. Sumar konur koma hingað
reglulega á tveggja ára fresti en aðrar
stöku sinnum eða aldrei."
Kristján sagði að á timabili hefði verið
allt útlit fyrir að hægt væri að fækka þeim
verulega sem væru með ieghálskrabba og
mögulega útrýma dauðsföllum af völdum
sjúkdómsins. En eins og sjá má á meðfylgj-
andi línuriti hefur á ný orðið viss aukning á
nýgengi og dánartíðni sjúkdómsins frá
1980. Aukning á nýgengi virðist að nokkru
bundin við aldurshópinn 25—44 ára þar
sem hækkunin er minni í öðrum aidurshóp-
um.
„Á tímabilinu 1980—1984 hafa 77 konur
greinst með leghálskrabbamein, þar af eru
95% á fyrsta stigi sjúkdómsins. Þegar saga
þeirra er könnuð kemur i ljós að % hlutar
þeirra eða 75% hafa ekki mætt til leitar
síðustu þrjú ár fyrir greiningu sjúkdóms-
ins. Engin þeirra kvenna sem reyndist vera
með sjúkdóminn á háu stigi hafði mætt til
leitar frá 1964. Það virðist þvf að hluta til
unnt að skýra þessa hækkun á nýgengi
sjúkdómsins með þvf að konur mæta ekki
nógu regluiega til skoðana á Leitarstöð
Krabbameinsfélags lslands.“
— Hvaða konur eru í mestri hættu við að
fá leghálskrabbamein?
„Þær konur sem hafa ekki mætt til leitar
í fimm ár eða lengur auk þeirra sem hafa
greinst með forstigsbreytingar."
Fyrstu árin sem Leitarstöðin var starf-
rækt takmarkaðist leitin við konur á aldr-
inum 25—59 ára sem búsettar voru á höfuð-
borgarsvæðinu, en í dag fara skoðanir utan
Reykjavíkur fram á 45 stöðum. Til að var-
anlegur árangur náist af leitarstarfinu þarf
að skoða konurnar á tveggja til þriggja ára
fresti. Krabbameinsfélaglslands hefur yfir
að ráða mjög fullkomnu tölvukerfi en með
þvf er hægt að fylgjast náið með mætingum
kvenna á hinum ýmsu leitarsvæðum lands-
ins. Það vekur athygli að mætingu er mjög
ábótavant f þéttbýliskjörnum kringum
Reykjavík og Akureyri þar sem um 60%
kvenna hafa mætt sfðustu þrjú árin meðan
mæting er allt að 90% á vissum dreifbýl-
issvæðum. Mæting hefur ætíð verið best í
Norðurlandshéraði vestra, þar sem 83%
kvenna hafa mætt sfðustu þrjú árin. Þó
mæting kvenna hafi batnað frá 1979, eins
og sjá má á meðfylgjandi lfnuriti, þá mætir
um þriðjungur kvenna enn f dag ekki til
hópskoðunar á þriggja ára fresti, sumar
aldrei.
Kristján hvatti konur eindregið til að
notfæra sér þjónustu Leitarstöðvarinnar.
„Við hvetjum konurnar til að koma á
tveggja til þriggja ára fresti og viljum ein-
dregið ná til þeirra kvenna sem hafa ekki
komið hingað í langan tfma, sumar hverjar
aldrei. Þessar síðastnefndu konur eru f
mestri hættu og því fyrr sem þær koma því
meira er hugsanlega hægt að gera fyrir
þær ef eitthvað reynist vera að.“
En hvað segja konurnar sjálfar? Hvers
vegna mæta þær ekki f skoðun? Við hittum
að máli fjórar konur sem hafa fengiö
krabbamein og þurft að ganga í gegnum
miserfiðar aðgerðir.