Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUPAGUR 30. MAÍ 1985 Þrjú ung skáld gefa út nýjar ljóðabækur Þrjú ung skáld hafa sent frá sér nýjar Ijóðabækur. Af því tilefni þótti Morgunblaðinu forvitnilegt að fá álit skáldanna, þeirra Þorra Jóhannssonar, Gyrðis Elíassonar og Sigfúsar Bjartmarssonar, meðal annars á stöðu Ijóðskáldsins og Ijóðsins í íslensku samfélagi í dag. Þorri Jáhaimsson Uppsveifla í nánd — segir Gyrðir Elíasson, ljóðskáld „Sé midað við lesendafjölda stendur Ijóðið höllum fæti. En ef athugaður er fjöldi frambærilegra skálda, þá er ástandið ekki verra en vant er. Hvað lesendur og kaupendur varðar, vona ég að öll sú umræða sem undanfarið hefur átt sér stað, eigi eftir að ýta við þeim. Annars kann svo að fara að skáldum reynist enn erfiðara að koma Ijóðum sínum út en verið hefur.“ Það er mikið efasemdaverk að yrkja — segir Þorri Jóhannsson „Það er örugglega jafn erfitt að vera Ijóðskáld í dag eins og alltaf. Til þess að yrkja þurfa menn að búa til sitt eigið forrit og lifa einir með hugsunum sínum og efa án utanaðkomandi afskipta. Beita sjálfsögun eins og við alla aðra skapandi hluti.“ — Dagur ljóðsins, var hann árangursríkur heldurðu? „Það er nú varla enn komið í ljós, en ég held að ef honum verð- ur fylgt eftir geti hann markað upphaf að betri tíð. Áhuginn er greinilega fyrir hendi meðal fólks, það þarf einungis að virkja hann. Það sem mér fannst dálítið at- hyglisvert með þennan ljóðadag, var að þarna sýndi sig svo að ekki verður um villst að ljóðið lýtur sömu lögmálum og aðrar vöruteg- undir — það þarf auglýsingu! Þetta er auðvitað ofurlítið sorg- legt, en staðreynd engu að síður." — Svo við vendum okkar kvæði í kross. Nú varst þú að koma með þína þriðju bók, er mikil breyting frá þeim fyrri? „Ég treysti mér nú ekki alveg til að fullyrða um það, en held þó að hún sé töluverð. Endurtekning er mér ekki að skapi, nema sem stílbragð. En eins og allir vita, þá eru skáld alltaf meira og minna að klóra í sama bakkann, það er kannski frekar að þau skipti um verkfæri, svo eflaust er hægt í nýju bókinni að finna margt sam- eiginlegt með hinum tveimur." — Hversvegna yrkirðu? „Ja, eitthvert skáldið orðaði það svo hátíðlega að ljóðagerð væri aðferð til að lifa af óhroða nútíma samfélags, annar sagðist yrkja til að verða ekki brjálaður; ég hef svosem engu við þetta að bæta, þetta dekkar allt.“ — Boðskapur? „Enginn. Eg er ekki móralskt skáld. Ég álít að það sé ekki mitt að bjarga villuráfandi sálum, enda hef ég nóg með mig.“ — Hvernig tekst að koma frá þér ljóðum? „Hvernig gengur hænunni að verpa, áttu við? Ákaflega misvel! Og sum egg brotna strax..." — Líðanin eftir að ný bók er komin út ? „Bæði léttir og eftirsjá. Þó veg- ur léttirinn sennilega heldur þyngra á metunum, ef ég má taka svo undarlega til orða! En maður hefur semsagt jafnframt á tilfinn- ingunni að eitthvað sé sloppið frá manni sem engin leið er að höndla aftur, og það veldur tómleika. Gyrdir Efíamon Seinna kemur eftirvæntingin; finna aðrir eitthvað í þessu?" — Og þá erum við komin að gagnrýnendunum, hvað finnst þér um þá? „Satt að segja þá minna margir krítíkerar mig á svín sem leggja fyrir sig perluköfun. En af því svín eru bæði feitar og andstuttar skepnur, þá fljóta þau oftast uppi áður en þeim tekst að klauffesta perluna. Hinsvegar eru ýmsar heiðarlegar undantekningar frá þessari skilgreiningu, en þær gera eiginlega ekki meira en að und- irstrika regluna." — Að lokum, er nýtt handrit í vinnslu? „Já, eitthvað er maður að hripa niður. Ég er ekki hættur.“ — Hvers vegna yrkir þú? „Það er minn galdur. En ætli það sé ekki fyrst og fremst af þörf. Þörf fyrir að láta hugsanir mínar í ljós. Þegar þær eru komnar á blað velti ég þeim betur fyrir mér, endurskoða. Þá koma efasemdirn- ar. Það er mikið efasemdaverk að yrkja.“ — Hvað er það helst, sem hefur áhrif á skáldskap þinn? „Það er nú svo margt. Aðgerðar- leysi, leiðindi og uppreisn gegn hversdagsleikanum til dæmis og að menn geta ekki haft stjórn á tíma sínum og gefið sér sín eigin forrit. Menn ruglast. Fjarstýring valdhafanna á alþýðunni í gegnum fjölmiðla og fleira gerir það að verkum að almenningsálitið, vald- ið verkar á mig eins og skrímsli. Valdhafarnir búa til þarfir okkar, smekk, skoðanir og neysluvenjur. Ég hef það á tilfinningunni að þetta truflandi vald fari vaxandi. Það má segja að þar sé að finna eina af ástæðunum fyrir skáld- skap mínum. Ég yrki til að sturl- ast ekki. Mín útgönguleið er að yrkja ljóð.“ — Ert þú reitt ungt skáld? „Ekki mjög, en ég kemst ekki hjá því að verða stundum pirraður þegar ég er blankur, opna blöð, horfi á sjónvarp, sé fangelsi og skóla og verð vitni að trúgirni fólks. En ég reyni að leiða margt hjá mér.“ — Átt þú þér einhver yrkisefni öðrum fremur? „í ljóðum mínum lýsi ég augna- blikum og þeirri stemmningu sem ég verð fyrir. Ljóðin eru mín túlk- un á veruleikanum, en ég held að veruleikarnir séu margir, mjög margir og hver og einn einstakl- ingur hefur sinn eigin veruleika þar sem heimarnir eru margir og heimarnir eru einstaklingar hver fyrir sig, hugurinn sólkerfi. Það sem gerir tilveruna þrönga er til- hneiging til að skapa einn sameig- inlegan veruleika fyrir alla eins og þeir gera sem eru við völd á hverj- um tíma. Þetta er meðal annars það sem ég er að reyna að segja með hugsunum mínum sem verða að ljóðum." — Nú er nýkomin ljóðabók frá þér, hvernig er líðanin? „Ég vil helst vita sem minnst um hana fyrstu vikurnar, stelst kannski til að líta á eina og eina Ljóðið er ekki dauðara en höfundar þess — segir Sigfús Bjartmarsson — Hvernig er að vera skáld í dag? „Jú þakka þér fyrir ágætt." — Ut frá hverju yrkir þú? „Einhver sagði einhverntíma að það væri ekki til neins að vera að þessu nema menn skrifuðu fyrir eilífðina, hefðu allan heiminn undir og sjálfan sig sem algildan mælikvarða. Þessum fannst ekki saka að hafa háleit markmið. Nei er hægt að skrifa heiðarlega lýrik út frá öðru en eigin upplifunum og reynslu, þá nota ég þessi orð í víð- ustu merkingu, þær lifa kannski lengi með manni og blandast sam- an. Einhvemtíma kristallast svo eitthvað eldsnöggt eða í óralangri yfirlegu, eitthvað sem er dálítið sammannlegt. Lifir svo upp frá því jafn sjálfstæðu lífi og spegill- inn. Já og það fer best á því að skoðanir séu sem minnst áber- andi, enda eru þær heldur skammæ fyrirbrigði." — Þú ert þá ekki reitt skáld? „Nei ekki tiltakanlega, kald- hæðnin er ríkari í mér. Ekki svo að skilja að reiði geti ekki verið aflvaki, eða það held ég, en óham- in fer hún bara flestum illa. Beiskjan og fúllyndið líka.“ — Hvernig ljóð yrkir þú? „Ég get ekki lýst þeim betur en þau gera sjálf. Mér er ómögulegt að alhæfa um þau af neinu viti. Éf ég færi að lýsa svo sem einu þá yrði það sjálfstætt verk, að öllum líkindum lakara en fyrirmyndin.“ — Hver er tilgangurinn með ljóðunum? „Tilgangur. Þau eru. Til hvers er svo yfirleitt neitt. Ég get ekki svarað því frekar en aðrir. Ég hef engar háleitar hugmyndir um að bæta heiminn eða reyna að vitka fólk. Hitt er annað mál að skáld- verk eru sjaldnast alveg laus við slíkt. Og að sjálfsögðu væri heim- urinn verri án lista. Fyrir mér er þetta fyrst og fremst vitræn nautn.“ — Þurfa menn að svelta til að geta ort? „Nei, það er manninum líffræði- leg nauðsyn að éta. Er ekki nær að segja að hinn sveltandi snillingur þjóðsögunnar hafi skrifað þrátt fyrir hungur? Það getur svo sem verið að menn hafi gott af því að reyna sult eins og svo margt ann- að. Ég lenti einu sinni í því í fá- eina daga, það var svona álíka, kannski ofurlítið frjórra en að vera útkeyrður af þreytu eða vankaður af timburmönnum." — Boðskapur Ijóðanna? „Það stóð ekki til að hafa hann standandi þama á síðunum kláran og kvittan með bindi. Héðan af túlkar hver og einn þetta eins og hann vill og vonandi sýnist sitt S^rfús fijxrtmannrm hverjum dálítið. Ég stunda ekki beina boðun þetta eru svona stemmningar, myndir, dæmi, þessháttar. Frekar sýnt en sagt og trúlega meira af tilfinningu en skynsemi. — Oftast líka farið best á því í ljóðum." — Hvernig tilfinning er að gefa út ljóðabók? „Það er mikill léttir. Þetta verð- ur ekki endanlegt fyrr en það er prentað, þá er það loksins búið mál.“ — Hefur gagnrýni áhrif á þig? „Ég hef nú ekki langa reynslu af gagnrýni. En ég gruna alla sem svara þessari spuringu neitandi um að vera að ljúga einhverju til, líka þá brynjuðustu. Þeir eru þó allavega að leyna hégómleika sín- um.“ — „Dagur ljóðsins". Hvað um stöðuna? „Já, dagur ljóðsins, þetta var mjög huggulegt og lukkaðist í alla staði vel. Ég held að aðstandend- um hafi þótt notalegt að sjá sönn- ur þess að töluvert stór hópur fólks hefur áhuga á svona sam- komum. Ég held eðlilega stór hóp- ur að mínu mati. Það eru engar forsendur til þess að ljóð séu nú orðið á hvers manns hillu og vör- um. Magn lesenda skiptir heldur engu máli í sjálfu sér. Það sem skiptir máli er að það sem þeir lesi skipti þá einhverju máli.“ — Hvað um margumtalaða kreppu ljóðsins? „Jú, jú, menn tala um kreppu, einangrun o.s.frv.-formið sé að syngja sitt siðasta og hafa svo sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.