Morgunblaðið - 30.05.1985, Side 42
MARTIN
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985
FYRIR ÞETTA
kr. 174.700.-
ÞEGAR ÖLUU ER Á BOTNINN HVOLFT ER SKODA
AUÐVITAÐ EINI BÍLLINN SEM TIL GREINA
KEMUR AÐ KAUPA.
í honum færöu sparneytiö hörkutól sem gott er aö keyra. Sterkan bíl meö
miklu af aukahlutum, bíl sem hægt er aö treysta vegna gæöanna
og frábærrar varahluta- og viðgeröarþjónustu.
En peningahliöin vegur auðvitaö ekki hvaö minnst. Miöaö viö verö á
miðlungsbílum af öörum tegundum sparar þú þér um 200.000.-
krónur meö því að kaupa SKODA. Það má nú gera
sitthvaö fyrir tvö hundruð þúsund, t.d. kaupa
annan SKODA handa konunni. En bara vextirnir af þeirri upphæö eru
hvorki meira né minna en 70.000.- krónur á ári og kannski
enn meira á einhverjum hávaxta-tromp-bonusreikningum.
Vextirnir einir duga sennilega til þess aö standa undir
öllum rekstri á bílnum; bensíni, tryggingum, olíu
og öllu saman.
Þaö er von aö þú segir
ÉG VERÐ FYRIR ÞETTA VERÐ.
Minning:
Sigrún Jónsdóttir
Hjörleifur Guðmundsson
Sigrún Jónsdóttir
frá Ytri-Veðrará
Fædd 7. september 1899
Dáin 9. september 1974
Hjörleifur Guðmundsson
frá Görðum
Fæddur 1. október 18%
Dáinn 12. nóvember 1984
Laugardaginn fyrir hvítasunnu,
30. maí árið 1925, fór fram brúð-
kaup í Holtskirkju í önundarfirði.
Sóknarpresturinn, séra Páll
Stephensen, gaf saman í hjóna-
band Sigrúnu Jónsdóttur frá Ytri-
-Veðrará og Hjörleif Guðmunds-
son frá Görðum á Hvíltarströnd.
30. maí í ár eru liðin sextíu ár
frá því að brúpkaup þeirra stóð.
Það stendur mér næst að minn-
ast hjónanna á Sólvöllum, þeirra
Sigrúnar og Hjörleifs. Frá því
fyrsta að ég skynja umhverfi mitt
man ég þau. Hjörleifur og Jón fað-
ir minn voru bræður, Jóna móðir
mín og Sigrún systur.
Móðir mín veiktist er ég var
ungt barn og lést nokkrum árum
síðar. Ólst ég upp hjá móðurfor-
eldrum mínum. Mikill samgangur
var alla tíð á milli heimilis afa og
ömmu á Ytri-Veðrará og heimilis
Sigrúnar dóttur þeirra og tengda-
sonar. Nátengd var ég því Sól-
vallaheimilinu öll mín bernsku- og
uppvaxtarár.
Sigrún var fædd á Kroppstöðum
í Mosvallahreppi, en þar bjuggu
foreldrar hennar í átta ár. Höfðu
áður búið tvö ár á Ytri-Veðrará og
fluttu þangað aftur vorið 1901 og
bjuggu þar, þar til faðir hennar
lést 1938.
Foreldrar Sigrúnar voru hjónin
Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir Hall-
dórssonar frá Arnarnesi í Dýra-
firði og konu hans Ingibjargar Ei-
ríksdóttur Tómassonar b. á
Hrauni á Ingjaldssandi. Fluttu
þau frá Brekku á Ingjaldssandi og
keyptu Veðrará 1867, sama ár og
Guðrún fæddist.
Faðir Sigrúnar var Jón búfræð-
ingur og b. Guðmundsson, Panta-
leonssonar b. á Ketilsstöðum í
Hvamssveit í Dalasýslu og konu
hans Guðrúnar Jónsdóttur frá
Hallstöðum. Jón, faðir Sigrúnar,
kom til jarðarbótastarfa í Onund-
arfirði 1887, þá nýútskrifaður
búfr. frá Búnaðarskólanum í
Ólafsdal. Jón var, þegar hann lést,
sá bóndi sem lengst hafði búið I
Önundarfirði.
Sigrún var yngsta barn foreldra
sinna. Fullu nafni hét hún Gunn-
jóna Sigrún. Elst var Jóna Guðrún
Ijósmóðir, f. 1892, d. 1930, Oddur
stýrim., f. 1894, d. í Bandaríkjun-
um 1917, Guðmundur Þorkell bók-
haldari, f. 1896, d. 1975.
Sigrún var glæsileg ung stúlka,
hárprúð svo af bar, fríð og nett.
Orð fór af að Sigrún hefði alla tíð
verið mikil heimasæta á Veðrará,
fíngerð og skapmikil. Snemma var
hún hneigð til hvers konar fín-
gerðrar handavinnu og ekki sett
til grófari verka svo vitað sé. For-
eldrar hennar létu henni í té alla
þá bestu menntum sem völ var á
til að glæða áhugamál hennar.
Sem barn og unglingur var hún oft
tíma á vetrum við nám á Þingeyri.
Dvaldi hún þá hjá Margréti Magn-
úsdóttur ljósmóður og manni
hennar Jens Guðmundssyni kaup-
manni. Foreldrar Sigrúnar ólu
upp frá átta ára aldri einn sona
þeirra hjóna, Guðmund Jensson
loftskeytamann, síðar ritstjóra
sjómannablaðsins Víkings.
Þegar Sigrún hafði aldur til fór
hún í Kvennaskólann I Reykjavík.
Síðar stundaði hún nám í fata-
saumi í Reykjavík. Tilsagnar naut
hún í fínni vefnaði hjá Hólmfríði
Kristinsdóttur frá Núpi, en allan
algengan vefnað og tóvinnu hafði
hún lært i heimahúsum. Faðir
Ignis-kæliskápar — ótrúlegt verð! Armúla 8, sími 82535.
hennar óf mikið á yngri árum
bæði fyrir heimilið og nágrann-
ana. Móðir hennar var mikil tó-
vinnukona.
I sambandi við Alþingishátíðina
1930 var haldin heimilisiðnaðar-
sýning í Reykjavík, m.a. á handa-
vinnu kvenna víðs vegar af land-
inu. Minnisstæðust er sú sýning
fyrir baðstofumynd Þórdísar Eg-
ilsdóttur á ísafirði er hún varð-
veitti að ég held á forsetasetrinu á
Bessastöðum. Forsýningar fóru
fram heima í héruðum og valdir
fegurstu munirnir til aðalsýn-
ingarinnar í Reykjavík.
Átti Sigrún á þeirri sýningu þrí-
hyrnu (herðasjal), sem hún hafði
unnið frá grunni úr ull, tekið ofan
af, kembt og spunnið þelið, síðan
prjónað og sett saman á smekkleg-
an hátt liti íslensku ullarinnar.
Segja mátti að allt léki i hönd-
um Sigrúnar, hvort heldur var
matseld eða annað sem að hús-
haldi laut. Þrifað og snyrti-
mennsku hafði hún numið af for-
eldrum sínum og hallaði ekki á
hvort þeirra var. Allan fatnað
saumaði hún á börnin, jafnt
jakkaföt og kápur sem kjóla, allt
var svo einstaklega „fixt“ sem hún
saumaði.
Sigrún balderaði og kúnstbród-
eraði, var snillingur í hverskonar
hvítsaum, fyrir utan hekl og
prjón. Á þeim árum sem börnin
voru að komast á legg bjó Sigrún
við góðar aðstæður, hafði alltaf
hjálparstúlkur á heimilinu. Nýtt-
ust því hæfileikar hennar betur en
ella.
Sigrún hafði afar fíngerða og
fallega rithönd. Mér er í minni
kona ein í fjarlægri sveit er ég
kom til. Sigrún hafði heimsótt
hana og fengið rausnar og alúðar
viðtökur hjá henni. { þakklætis-
skyni hafði Sigrún sent henni for-
kunnar fallegan prjónaðan dúk úr
örsmáu hvítu heklugarni og skrif-
að bréf með. Konan sýndi mér
þetta, leit á mig í hálfgerðu von-
leysi og sagði: „Sérðu skriftina,
hvernig í ósköpunum á ég að geta
sest niður og skrifað þessari
konu.“
Hjörleifur var fæddur á Görð-
um. Foreldrar hans voru hjónin
Gróa Einarsdóttir b. á Hvílt
Magnússonar Einarssonar frá
Kollafjarðarnesi og Guðmundur
útvegsb. þar, Jónssonar b. í
Breiðadal Ándréssonar frá Brekku
í Þingeyjarhreppi.
Hjörleifur var fimmti í röðinni
af ellefu alsystkinum, þrjú hálf-
systkini átti Hjörleifur. Nú er all-
ur þessi stóri hópur Iátinn.
Það þótti glaðvær hópur sem
ólst upp á Görðum. Jarðnæði var
lítið eins og á mörgum jörðum við
Önundarfjörð, en þess meiri um-
svif við sjóinn á Görðum. Guð-
mundur var dugandi formaður,
fyrstur í firðinum til að eignast
vél í bát.
Á Görðum byggði hann árið
1907 reisulegt íbúðarhús, sem
stendur enn og sómir sér vel við
ströndina. Hefir nú verið aukið
nokkuð við neðri hæðina.
Aldrei var þröngt í búi á því
heimili. Skemmtileg er myndin af
Garðahjónunum frá 1907 með all-
an barnahópinn sinn, eldri dreng-
irnir allir í jakkafötum, þau yngri
með blúndukraga og fínerí.
Um fermingaraldur fer Hjör-
leifur að Sólbakka til Kristjáns
Torfasonar sem hafði þar mikil
umsvif, verksmiðjurekstur, útgerð
o.fl. Kristján var fatlaður á hendi
og þarfnaðist aðstoðar við ýmis-
legt þegar hann var heima. Mikil
vinátta skapaðist á milli Kristjáns
og Hjörleifs sem entist meðan
Kristján lifði. Minntist Hjörleifur
hans alla æfi sem góðs manns og
mikils vinar. Kristján var mikið
erlendis. Frá unga aldri í við-
skiptaerindum, víðförull og lífs-
reyndur. Hefir Hjörleifur sjálf-
sagt margt af honum lært.
Hjörleifur bjó á Sólbakka á veg-
um Kristjáns þar til hann keypti
land, rétt innan við Sólbakka,