Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 25
mála um skýringar eins og land- fræðilega og markaðslega fjar- lægð okkar. Skilnings- og þekk- ingarleysi forsvarsmanna fyrir- tækja. Að hönnuðirnir hafi ekki verið nógu duglegir að selja hug- myndir sínar og að samtök fyrir- tækja hafi ekki rekið nógu sterkan áróður fyrir mikilvægi hönnunar. Hver ynni í sínu horni án nokk- urra heildarmarkmiða, hvað varð- ar þróun hönnunar fyrir iðnaðinn eða til áhrifa á gæðamat neyt- enda. í skjóli þessa hefði innflutn- ingur á miðlungsiðnaðarvörum, sem hægt væri að framleiða betur hér innanlands, náð undirtökum á alltof mörgum sviðum. Ástþór ræddi nokkuð um reynslu sína af því að vinna með fyrirtækjum og kvað það allt of algengt, að forsvarsmenn fyrir- tækja gerðu sér litla grein fyrir þeirri vinnu, sem lægi að baki iðnhönnun. Gæti hún tekið nokkra mánuði. Kvaðst Astþór hafa lent í því nokkrum sinnum að hafa gert skissur að lausnum og afhent framleiðendum. Síðan hefði hann ekki heyrt frá þeim meira, né fengið greitt fyrir vinnu sína, en séð að úr þessum hráu skissum var búin til vara, sem var ef til vill hvorki fugl né fiskur. Sagði hann að hugarfar sem þetta þyrfti að uppræta, ef einhver framtíð ætti að vera fyrir iðnhönnun hér á landi. Hvað er til ráða? Hvað er til ráða? — Á hverju skal byrja? Páll Kr. Pálsson sagði, að hann teldi að hið opinbera ætti að sýna viljann í verki með því að tryggja ákveðið fjármagn til verkefna þar sem væri um að ræða samstarf milli fyrirtækja og hönnuða. Mætti það gerast í gegn um Iðn- lánasjóð. Gæti þetta verið í formi styrkja og áhættulána. Myndi þetta verka sem hvati á fyrirtæk- in. Hið opinbera á nú þegar að setja á stofn hönnunardeild við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands,“ sagði Páll ennfremur. Binnig þyrfti fræðsla um hönnun að verða liður í hinu almenna menntakerfi, svo og í sérskólum eins og iðnskóla, tækniskóla og háskóla. Byggja þyrfti upp aðstöðu þar sem hægt væri að rannsaka og prófa sig áfram með nýja fram- leiðslu. Þá kvaðst Páll vænta mikils af hinu nýja félagi, sem gæti meðal annars beitt sér fyrir kynn- ingarstarfi og samkeppni ýmiss konar. Stefán Snæbjörnsson tók í sama streng en bætti við að fyrst yrðum við að koma á fót einhvers konar hönnunarstofnun sem myndi sam- eina og leiðbeina hlutaðeigandi aðilum. Slík stofnun myndi á ýms- an hátt stuðla að og hvetja til bættrar hönnunar og þar með vöndunar íslensks iðnvarnings. Markmið slíkrar stofnunar yrði að vinna að góðri hönnun í öllum greinum iðnaðarframleiðslu með sýningum, jákvæðri jgagnrýni og leiðbeiningarstarfi. Áhersla yrði lögð á að gera framleiðendum og neytendum ljóst mikilvægi góðrar hönnunar og hvetja til aukins samstarfs þessara aðila. Þá þyrfti að koma á fót listiðn- aðarsafni, því þó að Listasafn ís- lands hafi fyrirmæli um að kaupa listiðnað þá hafi því greinilega ekki þótt það ómaksins vert. Einnig kvað hann mikilvægt, að menn gerðu sér grein fyrir að eyða þyrfti meiru í iðnhönnun en fyrir- tækin gerðu nú eða sem næmi 3—5% af framleiðslukostnaði, en oft væri ekki eytt meiru í hönnun en næmi verði á nokkrum auglýs- ingum í sjónvarpi eða blöðum. Þá sagði Stefán að við þyrftum að yfirvinna ákveðna minni- máttarkennd í sambandi við ís- lenska hönnun. Ef okkur væru bú- in skilyrði þyrftum við ekki að vera síðri en aðrir á þessu sviði. Texti: HILDI R EINARSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985 25 terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Styrkið og fegrið líkamann Síðasta námskeið fyrir sumarfrí Ný 3ja vikna námskeið hefjast 3. júní Leikfimi fyrir konur á Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eóa meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vödvabólgum. Vigtun -f mæling-^sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. ^ Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Verðmætir i i ÍAGAR Af sérstökum ástæðum getum við boðið viðskiptavinum okkar bláu verðin frábæru í dag, fimmtudag, á morgun, föstudag, og eftir helgina, á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Þetta er einstakt tækifæri ti! að tryggja sér sumarleyfisferð á „gamla verðinu” - tilboð sem gildir aðeins í fimm daga. Athugaðu verðdæmin hér í auglýsingunni og fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofunni. áSnu*Ö^t>örn^ l13ra. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.