Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985
7
Morgunblaðið/ Július
Frá setningu öryggismálanámskeiðs sjomanna f húsi Slysavarnafélags íslands í gaermorgun. Haraldur Henrysson,
forseti félagsins, í ræðustól.
Öryggisfræðsla sjómanna:
Nemendur með allt að 40 ára reynslu
„VIÐ gerum okkur vonir um að þetta
námskeið sé aðeins upphaf víðtækrar
öryggisfraeðslu fyrir sjómenn og geti
síðar jafnvel orðið að skyldunámi,"
sagði Þorvaldur Axelsson, erindreki
Slysavarnafélags íslands, um örygg-
ismálanámskeið á vegum félagsins
er hófst í Reykjavík í gærmorgun.
Námskeiðið stendur einnig f dag og á
morgun.
Um 20 skipstjórnarmenn af átj-
án skipum taka þátt í námskeið-
inu. „Aðallega eru þetta skipstjór-
ar af kaupskipum og togurum,
sumir með allt að fjörutíu ára
reynslu á sjó,“ sagði Þorvaldur.
„Við þurftum að vísa frá fjölda
manna en við gerum okkur vonir
um að geta haldið fleiri námskeið
— fyrst þessir menn telja sig geta
lært eitthvað um öryggismál á sjó
á námskeiðinu hlýtur líka að mega
kenna þeim, sem hafa minni
reynslu."
í gær var farið yfir atriði er
varða aðkomu á slysstað, blásturs-
aðferðina, hjartahnoð, ofkælingu,
stöðvun blæðinga, lost og bruna-
sár. 1 dag verður fjallað um eðli
elds og slökkvitækni, fyrirbyggj-
andi eldvarnir um borð í skipum,
reykköfun, hlutverk Siglingamála-
stofnunarinnar, móttöku þyrla, út-
búnað gúmmíbáta og notkun flot-
búninga. Síðdegis í dag verður
þyrluæfing á ytri höfninni í
Reykjavík. Á morgun verður fjall-
að um notkun handslökkvitækja,
reykköfun og skyndihjálp.
Leiöbeinendur á námskeiðinu
eru frá Siglingamálastofnun ríkis-
ins, Landhelgisgæslunni, Lands-
sambandi slökkviliðsmanna og
Slysavarnafélagi íslands.
Sinfóníuhljómsveit
íslands heldur
aukatónleika í kvöld
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands heldur í kvöld aukatónleika í Háskóla-
bíói. Flutt verður óratórían Judas Makkabeus eftir Georg Friedrich Hánd-
el. Flytjendur ásamt hljómsveitinni eru Söngsveitin Fflharmónía, félagar úr
karlakórnum Fóstbræðrum og einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sig-
ríður Ella Magnúsdóttir, Jón Þorsteinsson og Robert W. Becker.
Tónleikarnir eru haldnir í til-
efni af 25 ára afmæli Söngsveit-
arinnar Fílharmóníu. Hún var á
sínum tíma stofnuð að tilhlutan
forsvarsmanna Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. Tilgangurinn var
tvíþættur; annars vegar að stuðla
að vönduðum flutningi stórra
kórverka og hins vegar að fá dr.
Róbert A. Ottóssyni í hendur öfl-
ugan kór, en hann var einn af
helstu frumkvöðlum slíks tónlist-
arflutnings hér á landi. Dr. Rób-
ert stjórnaði sveitinni til dauða-
dags, en núverandi stjórnandi
hennar er Guðmundur Emilsson
og stjórnar hann hljómleikunum
I kvöld.
Óratóríuna Judas Makkabeus
samdi Hándel til heiðurs ríkjandi
konungsætt á Englandi, eftir að
uppreisnartilraun Charles
Edwards prins var brotin á bak
aftur í orrustunni við Culloden í
apríl 1746. Verkið var áður flutt
hérlendis í Trípóli-leikhúsinu á
Melunum í maí 1947, réttum 200
árum eftir að það var frumflutt í
London. Flytjendur voru þá sam-
kór, drengjakór og Hljómsveit
Fimm sýningar á Kjarvalsstödum
Fimm sýningar verða opnaðar á
Kjarvalsstöðum laugardaginn l.júní.
I vestursal sýna 18 félagar
Listmálarafélagsins rúmlega sex-
tíu málverk. Eru það þau Benedikt
Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson,
Elías B. Halldórsson, Einar Há-
konarson, Einar G. Baldvinsson,
Einar Þorláksson, Guðmunda
Andrésdóttir, Gunnlaugur St.
Gíslason, Hafsteinn Austmann,
Hrólfur Sigurðsson, Jóhannes
Geir, Jóhannes Jóhannesson,
Kristján Davíðsson, Pétur Már
Pétursson, Sigurður Sigurðsson,
Svavar Guðnason, Steinþór Sig-
urðsson og Valtýr Pétursson.
Þetta er þriðja sýning félagsins
sem stofnað var 1982 og eru flest-
ar myndanna til sölu.
1 austursal heldur Tryggvi
Árnason sína fyrstu einkasýningu.
Sýnir hann tvennskonar grafík,
mezzotintu og silkiþrykk en sú síð-
arnefnda er lítt notuð aðferð hér-
lendis að sögn Tryggva. „Sýningin
er tileinkuð Reykjavík og þeim
hliðum hennar sem við lýtum
framhjá dagsdaglega," sagði
Tryggvi í spjalli við bíaðamann,
en auk þess eru þrjár myndaseríur
annars efnis. Tryggvi hóf nám í
Myndlistarskólanum í Reykjavík
1976 og útskrifaðist úr grafíkdeild
Myndlista- og handíðaskólans
1983.
í vesturforsal sýnir Myriam
Bat-Yosef (María Jósefsdóttir)
hundrað verk sem eru þverskurð-
ur myndlistar hennar. Málverkin
eru máluð á silki og annað efni;
þar á meðal á pappír með klippi-
myndum. Þá eru á sýningunni
silkiþrykkt veggteppi, málaðir
hlutir og ljósmyndir af gjörning-
um. Myriam er íslenskur ríkis-
borgari; kom hún fyrst til íslands
fyrir um það bil þrjátíu árum, þá
gift Erró, og vorið 1956 hélt hún
sína fyrstu sýningu á íslandi. Síð-
an þá hefur Myriam haldið sýn-
ingar víða um heim. Hún er nú
búsett í París.
í austurforsal sýnir Örn Ingi
skúlptúra og myndverk. „Þetta er
mín fjórtánda einkasýning og
samanstendur mestmegnis af
skúlptúrum en ég hef lítið fengist
við þá áður,“ sagði Örn Ingi í við-
tali við blaðamann. „Tengjast
myndirnar leikhúsi og fjalla um
lífskeðjuna frá fæðingu til dauða
og ýmsar spurningar þar að lút-
andi. Kalla ég sýninguna. Sviðs-
myndir í tilveru lífs og dauða."
Þess má geta að örn Ingi sýnir
samtímis þessari sýningu 10 verk í
París.
Fyrir framan kaffistofuna verð-
ur sýning á þeim sex tillögum sem
valdar voru til frekari útfærslu í
hugmyndasamkeppni um hlutverk
og mótun Arnarhóls cg verða úr-
slit samkeppninnar tilkynnt á
föstudaginn klukkan fjögur.
Sýningarnar verða opnar dag-
lega kl. 14—22 fram til 17. júní
næstkomandi.
Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur í
kvöld í fyrsta skipti með Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
tónlistarfélagsins, ásamt ein-
söngvurum. Stjórnandi þá var dr.
Victor Urbancic.
Þess má að lokum geta að Sig-
rún Hjálmtýsdóttir syngur í
kvöld í fyrsta sinn með Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
P5
INNLENT
HJÁ AGLI
EV-KJOR - OPIN-KJÖR
VORIÐERKOMIÐ ...
i
Buick Skylark 1981 Ford Futura 1978 Fiat Ritmo '85 Range Rover 1976 Fiat UNO ’45 1984
og ...EV-vildarkjör
.T„T
Skoda 1984 Lada Sport 1980 Fiat 132 2000 1979 Lada Í600 1979 Alfa Sud 1978
A N0TUDUM BÍLUM HJÁ AGLI
1929
BILAURVALIÐ ER
SÍBREYTILEGT FRÁ
DEGI TIL DAGS
Notaöir bflar í eigu umboðsins
EGILL.
VILHJALMSSON HF
Smiðjuvegi 4C, Kópavogi. Sími 79944, 79775.
1985
MUNIÐ EV-KJÖRIN
VINSÆLU AÐ
ÓGLEYMDRI SKIPTI-
VERSLUNINNI