Morgunblaðið - 30.05.1985, Side 52

Morgunblaðið - 30.05.1985, Side 52
m 52 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985 y | ) I / | fclk í fréttum LITIÐ INN í HLJÓÐVER INGVARS ÁRELÍUSSONAR OG JANIS NIELSON VIÐ ABBEY ROAD í LONDON „Á besta stað í heimi“ Á horninu við Abbey Road í London eða á besta stað í heimi, eins og Ingvar Árelíusson Nielson orðar það, rekur hann lítið hljóð- upptökuver. Skýringin á því af- hverju einmitt þessi staður er svo hentugur til þess arna, er að við Abbey Road er hið fræga EMI- stúdíó eða gamla „Bítla-stúdíóið“, eins og það er oft kallað og í ná- grenni þess hafa byggst upp önnur þekkt stúdíó, svo hverfið er orðið eins og miðstöð hljóðvera í borg- inni. Einnig búa margir frægir tónlistarmenn þarna í grenndinni. „Þeir vilja droppa inn í upptöku þegar svo ber við en þurfa ekki að ferðast yfir hálfa London. Þetta er því besta staðsetningin fyrir þessa gerð fyrirtækis og það hefur sýnt sig, að nóg er að gera,“ segir Ingv- ar. „Það er draumur hvers tónlist- armanns að eignast sitt eigið stúdíó,“ heldur hann áfram, þar sem við ræðumst við í húsakynn- unum, sem geyma 24 rása hljóð- Ingvar í hljóöveri sínu. upptökutæki og Fairlight-tónlist- artölvu. Hann er svo að byggja upp annað stúdíó með 8 rása dig- ital-hljóðupptökutækjum, sem hann setur upp sjálfur ásamt tæknifólki. „Við Janis höfum í hyggju að taka hér einnig upp eigin plötur,“ segir hann. En lesendum til glöggvunar má geta þess, að hér er átt við Janis Carol Nielson söng- konu, sem er kona Ingvars og hef- ur gert það gott í söngleikjum í London og er nú hér á landi að leika aðalhlutverkið í nýjum söng- leik Þjóðleikhússins, Chicago. Vinnur 24 tíma á sólarhring Ingvar segir okkur að á döfinni sé að taka upp plötu með Janis, sem á væntanlega að heita „Skipt í miðju“. Eins og nafnið gefur til kynna verður platan tvískipt; á annarri hliðinni verða íslensk lög, en á hinni lög sungin á ensku og þá ef til vill eitthvað af þeirri tón- list, sem Janis hefur sungið í söng- leikjum að undanförnu. Mun plat- Ingvar ásamt eiginkonunni. an væntanlega koma út á Islandi fyrir næstu jól. „Já, það hefur gengið mjög vel hjá okkur hér í stúdíóinu," segir Ingvar, „en það eru 9 mánuðir síð- an við tókum til starfa.“ Ingvar er reyndar svolítið þreytulegur þar sem hann situr á móti okkur, enda segist hann hafa unnið nær 24 tíma á sólarhring síðastliðna 2 mánuði. „Stúdíóið verður að ganga vel, því tækin eru dýr, leigan há og samkeppnin mikil. Hér hafa verið í upptöku nokkr- ar þekktar hljómsveitir eins og Púkó, Names Three, Lost in Space og Sons of Lovers. Þá hefur hljóm- sveit söngkonunnar Lindu Horne verið hér í æfingaupptöku. Við höfum unnið fyrir þekkt upptöku- fyrirtæki eins og Verdun og þýskt fyrirtæki, sem heitir TASC. Á þess vegum var nýlega tekin hér upp plata með session-hljómsveit og á hún að heita Africa. Held ég að þetta lag eigi eftir að verða vin- sælt.“ VÍÐIDALUR Komið við á reiðnámskeiði Ekki er óalgengt núorðið að borgarbarn eigi þess kost að koma á hestbak eða jafnvel eignast hest. En það gildir um þessa íþrótt sem aðrar, að það þarf að kunna skil á leiknum, sitja hestinn, hirða hann og kunna að stjórna. » Á síðari árum hafa reiðskólar og námskeið í hestamennsku orðið til, ekki síst fyrir börn og unglinga. Einn slíkur er við bæjardyrnar, nánar tiltekið í Víðidal þar sem Hrönn Jónsdóttir hefur haft reiðnámskeið undanfarið. BJÖRN HRANNAR JÓNSSON 9 ÁRA Björn Hrannar dreif sig á námskeið svo hann gæti setið á baki því amma hans á nokkra hesta. Hann sagði að hestar væru uppáhaldsdýrin sín fyrir utan hunda en amma hans á líka einn slíkan sem heitir Kópur. JÓN ANDRI JÚLÍUSSON 10 ÁRA W Eg fer stundum með pabba á hestbak og það er ekkert erf- itt nema hesturinn sé mjög viljug- ur. — Verðurðu eitthvað á hest- baki í sumar? — Vonandi, það er annars aldr- ei að vita. ÁGÚST PÁLL TÓMASSON 13 ÁRA w Agúst hefur nokkuð oft verið á hestbaki en þá yfirleitt ber- bakt. Nú er óskadraumurinn að eignast hest. HRÖNN ÞRÁINS- DÓTTIR 9 ÁRA Mér finnst gaman að hestum, þeir eru svo fallegir og góðir. Eg hef bara einu sinni áður farið á bak og það var þegar ég var í sveitinni. — Finnst þér erfitt að sitja hest? — Nei, nei. Þetta er ekkert erf- itt en ofsalega skemmtilegt. ÓSKAR ÖRN ÞÓRODDSSON 10 ÁRA etta er ofsalega gaman, sagði óskar Örn Þóroddssson er blm. spurði hvernig væri á nám- skeiðinu. — I sumar fæ ég að vera á hestinum hennar mömmu sem heitir Sumarliði því ég verð í sveitinni. — Hvert ferðu í sveit? — Til Vopnafjarðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.