Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 fslenskur listiðnaður þykir beði hugmyndaríkur og fágaður. Stacco-stóll Péturs Lútherssonar frí árinu 1982 þykir haganleg smíð. Er þessi stóll sagður hafa opnað íslandi aðgang að alþjóðlegum mörkuðum. Góð hönnun gulls ígildi í dag verður stofnað félag áhugafólks um iðnhönnun, sem mun hafa það meðal annars að markmiði að kynna íslenska iðnhönnun og listiðnað innanlands og utan. Rætt er við Stef- án Snæbjörnsson, innanhússarkitekt, Ástþór Rajgnarsson, iðnhönnuð, og Pál Kr. Pálsson, deildarstjóra hjá FII, en þeir störfuðu að undirbúningi hins nýja félags. í flestum menningarlöndum hefur í áratugi verið unnið markvisst að viðgangi listiðnaðar og hönnunar iðnaðarframleiðslu. Það er löngu viðurkennt að án góðrar og kunn- áttusamlegrar hönnunar eiga iðnað- arvörur erfítt uppdráttar og ekki verður deilt um það menningarlega gildi, sem góður listiðnaður hefur fyrir hverja þjóð. Þá hafa menn gert sér Ijóst að í deiglunni er siömenn- ing með nýjum viðhorfum á fjöl- mörgum sviðum, sem knýja fram- leiðendur og hönnuði til að ieita nýrra leiða. Þrátt fyrir þessa vitneskju hef- ur verulega skort skilning og markvissa stefnumótun í þessum málum hér á landi. Ef við lítum til þess, sem gert hefur verið á hinum Norðurlönd- unum, þá hefur allt frá miðri 19. öld verið unnið markvisst að þróun listiðnaðar og iðnhönnunar. Hafa þjóðirnar um langt árabil haft með sér samvinnu um kynn- ingu á listiðnaði og iðnhönnun víða um heim með góðum árangri. Vitað er að hluti þessarar starf- semi er kostaður eða styrktur verulega af framlögum úr Norr- æna menningarsjóðnum. Vegna aðstæðna hér höfum við ekki átt aöild að þessu samstarfi en vitað er að slíkir möguleikar eru fyrir hendi svo fremi að hér sé til stað- ar einhver sá aðili er geti fylgt slíku samstarfi eftir. Góð hönnun nauðsynleg Þó að við höfum ekki fylgt þróun nágrannaþjóðanna í hönn- un er ýmislegt að gerast nú um stundir þó ekki fari hátt né beri á róttækum breytingum. Virðist gæta aukins skilnings meðal fyrirtækja á gildi góðrar hönnunar. Þau eru farin að gera sér grein fyrir því, að ef þau eiga að geta gefið núverandi heims- markaðsiðnaði varanlega sam- keppni á heimamarkaði og er- lendis þá skipti gæði þar verulegu máli. Því ekki er unnt fyrir okkur að keppa um magn og verð stóru iðnaöarþjóðanna. Verið er að setja á stofn félag áhugafólks um iðnhönnun, sem hefur það meðal annars að markmiði að kynna íslenskan list- iðnað og iðnhönnun bæði innan- lands og utan og stuðla að varð- veislu vel hannaðra hluta og fylgj- ast með því, sem gert er erlendis á þessu sviði og miðla því til félaga og almennings. Áður var til félag sem hét List- iðn og var stofnað 1972 og átti það að vera nokkurs konar samnefnari hinna mörgu greina hönnunar. Af einhverjum ástæðum tókst ekki að halda uppi stöðugri starfsemi. f drögum að nýjum lögum fyrir Myndlista- og handíðaskóla ís- lands er gert ráð fyrir stofnun iðnhönnunardeildar. Nú stendur yfir á Norðurlöndunum farandsýning á íslenskum listiðnaði og iönhönnun og er þetta stærsta sýning sinnar tegundar, sera haldin hefur verið utanlands. Hafa sýningargripir hlotið góða dóma gagnrýnenda. landi, en þeir eru Stefán Snæ- björnsson innanhússarkitekt, sem lengi hefur unnið að málefnum hönnuða og að kynningarstarfi bæði hér heima og á erlendri grund, Ástþór Ragnarsson, iðn- hönnuður, en hann er einn af fimm mönnum hér á landi, sem sérmenntað hafa sig í iðnhönnun, Páll Kr. Pálsson, verkfræðingur og deildarstjóri tæknideildar Fé- lags íslenskra iðnrekenda, en allir áttu þeir sæti í nefnd er undirbjó hið nýja félag, sem nú hefur verið stofnað. Hönnun vardar allt hið manngeröa í umhverfinu Áður en við höldum lengra skul- um við velta því örlítið fyrir okkur í hverju hönnun listiðnaðar og iðnvarnings felst. Sagt hefur verið að hún varði allt hið manngerða í umhverfinu. Hún sé ein af meginþáttum iðnað- arframleiðslunnar, þess er snýr að sölu og endingartíma vörunnar á markaðnum. Hönnun feli í sér viðhald menningarlegra verð- mæta. Það er líka talað niðrandi um hönnun og sagt, að hún felist í því einu að setja glassúrinn á snúðinn, eins og það hefur verið orðað, — hún sé bara blekking og verði sið- ar minnst sem einhverrar skammlífustu starfsgreinar, sem nokkurn tíma hafi skotið upp koll- inum. Knút Yran, formaður norska iðnhönnunarráðsins og yfirmaður hönnunardeildar Philips-verk- smiðjanna í Hollandi í fjölda mörg ár, hefur haldið hér fyrir- lestur um helstu markmið á sviði hönnunar og sagði þá meðal ann- ars: Til að hönnun komi að gagni verða hönnuðir að leitast við að ná fram þrauthugsaðri og hag- kvæmri lögun þeirra muna, sem notaðir eru daglega. Við gerð hlut- arins verða þeir að hafa í huga hagkvæmni, viðhald og endingu hans, svo og notagildi og útlit. Hönnuðir verða líka að huga að kostnaðarhliðinni sem felst ann- ars vegar í rannsóknum, tilraun- astarfsemi, framleiðslu og dreif- ingu vörunnar og viðhalds- kostnaði og orkuþörf hins vegar. Sálræn tengsl manns við vöru skipta líka máli. Atriði eins og hve örugg varan er, fagurfræðilegir kostir, notagildi og hvernig hún fellur að ráðandi tísku og viðhorf- um. Að lokum ræddi hann um fé- lagslega þáttinn, sem hann sagði tákna tengsl vörunnar við ríkjandi þarfir í þjóðfélaginu og félagslegt og lífrænt umhverfi. Landfræöileg og mark- aösleg fjarlægö okkar skapar öröugleika Hvers vegna hafa þessi rök hönnuðanna ekki náð eyrum okkar íslendinga fyrr? — Við lögðum þessa spurningu fyrir þá Pál, Stef- án og Ástþór. Viðmælendur okkar voru sam- Hér er skissa og gróft líkan af Nikon-myndavél, en þróun iðnvarnings krefst þrauthugsaðrar og hagkvemrar lögunar þeirra muna, sem notaðir eru dag- lega. Að baki býr því löng og ströng vinna. Listiönaðarsafn eitt af framtíðarverkefnunum Einnig er verið að vinna að þingsályktunartillögu um framtíð listiðnaðar og iðnhönnunar, þá meðal annars: 1) Hvemig opinber- ir aðilar í samvinnu við ein- staklinga, félög og fyrirtæki geti best örvað listiðnað og hönnun á íslenskum iðnaðarvarningi. 2) Hvernig staðið verði að því að safna heimildum um þróun listiðnaðar og iðnhönnunar á Is- landi þannig að hér geti myndast vísir að listiðnaðarsafni. 3) Hvernig unnt sé að fjölga sýningartækifærum fyrir íslensk- an listiðnað og iðnhönnun. 4) Hvernig haga beri samstarfi við aðila, sem vinna að sömu mark- miðum hjá nágrannaþjóðum okkar, einkum á Norðurlöndum. Þessar tillögur sáu fyrst dagsins ljós árið 1981, en stendur til að taka þær til umræðu á næsta þingi. Það er ekki nóg að ræða um hlutina, setja á laggirnar nefndir og félög með háleit markmið, af- greiða þingsályktunartillögur og sýna vott af skilningi, þegar vel liggur á mönnum. Það þarf að taka til hendinni svo um munar og það bar öllum þeim saman um, sem við ræddum við um framtið listiðnaðar og iðnhönnunar hér á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.