Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 Norður-írland: Fóru morðingj- arnir mannavillt? Belfast, N lrlandi, 29. maí. AP. IRA-liðar situ í gær fyrir ungum manni á bílastæði í Belfastborg og skutu hann til bana. Héldu þeir því seinna fram, að hann hefði verið lögreglufor- ingi en talsmenn lögreglunnar segja það alrangt, ungi maðurinn hafi hvorki fyrr né síðar haft nein tengsl við lögregluna. Gary Smith, sem var 19 ára gæslustörfum á Norður-írlandi. gamall, lagði bíl sínum á bílastæði við tækniskóla í borginni, sem hann stundaði nám við, og var á leið frá honum þegar tveir grímu- klæddir menn gengu að honum og skutu hann til bana af stuttu færi. Að því búnu flýðu þeir burt á bíl, sem þriðji maðurinn ók. Fannst bíllinn mannlaus skömmu síðar. I yfirlýsingu, sem Irski lýðveld- isherinn, IRA, lét frá sér fara nokkru síðar sagði, að unglingur- inn hefði verið lögreglumaður en talsmaður lögreglunnar vísaði því á bug. Sagði hann, að Gary Smith hefði aldrei komið nálægt lög- Gary Smith er 33. maðurinn, sem drepinn er á Norur-írlandi á þessu ári og sá 2.443 frá því að óöldin hófst árið 1969. Segir lög- reglan, að þetta sé í annað sinn í þessum mánuði, sem morðingjar fara mannavillt, en það átti sér einnig stað 3. maí sl. þegar IRA- liðar drápu bóndann Billy Heenan að 13 ára gömlum syni hans ásjá- andi. Var það sögð ástæða morð- sins, að hann væri lögreglumaður, en síðar var upplýst, að Heenan hefði reyndar verið í lögreglunni, en aðeins um stundarsakir fyrir 20 árum. ísrael: Rætt vid Egypta um framtíð Taba ^ Tel Aw, ísraei, 29. maí. AP. í DAG fór ísraelsk samninganefnd til Kaíró til viðræóna við egypska embættismenn og er erindið að reyna að fínna lausn á landamæra- deilu, sem komið hefur í veg fyrir eðlileg samskipti ríkjanna. í ísraelsku viðræðunefndinni eru David Kimche, ráðuneytis- Rainbow Hope en ekki Rainbow Warrior ÞAU mistök urðu hér í blaðinu í gær í frétt um farmflutninga til varnarliðsins í Keflavík, að rangt var farið með nafn skipsins, sem þessa flutninga annast. Það átti að sjálfsögðu að vera Rainbow Hope en ekki Rainbow Warrior, eins og sagt var í fréttinni. stjóri utanríkisráðuneytisins, og Avraham Tamir, skrifstofustjóri forsætisráðherrans, Shimonar Peres. Munu þeir ræða framtíð Taba, sem er lítil landræma á landamærum ríkjanna á strönd Rauðahafs. Tamir sagði fréttamönnum, áð- ur en haldið var af stað til Kaíró, að fsraelsstjórn hefði rætt sex kosti til lausnar málinu, en hefði ekki ákveðið hver þeirra yrði fyrir valinu. „Það er ekki unnt að leysa þetta mál án þess að kosta til þess nokkru," sagði Tamir. Olíumálaráðherra Egyptalands, Abdel-Hadi Kandil, setti fram einn af þessum sex kostum á tveimur fundum með Peres for- sætisráðherra nýlega, að sögn Tamirs. AP/Símamynd Særður shíti í Beirút leitar skjóls eftir að hafa orðið fyrir sprengjukúlum Palestínuaraba. Ekkert lát er á bardögunum í borginni. Sautján féllu í skæruliða- árásum á Filippseyjum Manila, Filippseyjum, 29. maí. AP. Skæruliðasveitir kommúnista gerðu nýlega skotárásir á herstöð og skógarhöggsfyrirtæki í tveim héruð- um á Filippseyjum og létu a.m.k. 17 manns lífíð, að því er yfirvöld sögðu í dag, en 21 særðist í átökunum. Fimm skæruliðar, fjórir her- menn og embættismaður, voru felldir á fimmtudaginn var, þegar um 200 uppreisnarmenn réðust á varðstöð í Maslog-sýslu á eynni Samar, um 480 km suðaustur af V ísindamenn mega ekki græða senditæki undir húð dýranna Laxar eru samvinnufúsir og gleypa tækin UM ALLAR Bretlandseyjar skjótast, þjóta, sniglast og synda dýr af ýmsum tegundum sem eiga það sameiginlegt að þau gefa frá sér hljóðmerki um senditæki sem vísindamenn hafa meö ýmsum leiðum fest á þau. í stjórn- stöðvum fylgjast vísindamennirnir með hljóðmerkjunum og verða þannig mikils vísari um ferðalög viðkomandi dýra, en slíkar rannsóknir koma að góðu haldi í hvers kyns friöunaraðgerðum, einnig þegar meta þarf hvort að þessar framkvæmdirnar eða hinar stofna einhverri lífverunni í hættu. Teg- undirnar sem lifa svo röskuöu einkalífí eru sem fyrr segir margar, en þær helstu eru moldvörpur, fkornar, dádýr, laxar og leðurblökur. Þeir vísindamenn í Bretlandi með einfaldri og hættulausri sem hafa þennan starfa hittust nýlega til að ræða framtíð að- gerða sinna. Þeir eru óhressir, þeir mega ekki koma senditækj- um sínum fyrir inni í dýrunum og telja sig þó vel geta það án þess að skaða dýrin. Spurningin vaknar: Ætti að leyfa vísindamönnunum að koma tækjum sínum fyrir inni í dýrun- um eða ekki? Tækjabúnaður á hverju dýri nemur aðeins 2—3 prósentum þyngdar þess og er sæ- smár. Það má spenna tækið yfir bakið á íkorna eins og um bak- poka væri að ræða og sama má segja um smærri dýrin. En hvað með laxa, otra, hvali o.s.frv.? Vísindamenn hafa fundið út með tilraun að með því að smeygja tækinu t.d. inn undir húð oturs og skurðaðgerð endist tækið ekki að- eins lengur, heldur líður dýrinu betur heldur en tækið væri reyrt yfir bak þess með óium. Eftir því sem dýrið stækkar, þá stækkar vandamálið að sama skapi ef svo mætti að orði komast. Hugsum okkur hval. Dýraverndarlög hamla fræðingunum í þessum efnum, en lögin sem um ræðir eru frá árinu 1876 og að mörgu leyti úrelt að margra dómi. Maður má sem sé ekki græða tæki inn í líkama dýrsins. En lax- ar hafa reynst samvinnufúsir. Al- kunna er, að þrátt fyrir að laxinn neyti ekki fæðu eftir að hann gengur í ána til hrygningar er hann oft tilbúinn til að gleypa agn veiðimanna og með það að leið- arljósi reyndu vísindamenn að Laxarnir gleypa senditæki vísinda- manna, en hreyfa sig ekki nema það rigni hraustlega og vatnið aukist í ánni... tæla laxa til að gleypa örsmá senditæki. Þeir hugsuðu sér að reyna að leysa þá gátu hvers vegna laxinn leyti upp í móti og þá hvers vegna hann geri það helst þegar vatn vex í ánum í úrkomutíð. í Bretlandi eru ýmist raforkuver, vatnsmiðlanir eða annars konar gæsla með vatninu í rúmlega helmingi helstu laxveiði- ánna. Þar koma ekki lengur skyndiflóð í árnar sem síga svo niður í grjót þess á milli, vatns- magnið er alltaf nokkuð jafnt og það hefur orðið til þess að laxinn safnast í stórar torfur neðarlega i ánum. Þar bíður hann eftir flóði sem aldrei kemur. I ánni Fowey í Cornwall var gerð eftirfarandi tilraun á laxa- hópi sem hafði legið vikum saman á sama stað í jöfnu vatnsrennsli. Margir þeirra voru plataðir til að gleypa senditæki og síðan biðu menn og fylgdust með löxunum á göngu sinni upp ána. Ef ekki kom flóð vegna rigningar hreyfðu þeir sig varla, en ef rigndi að ráði kom hreyfing á laxana strax á fyrstu minútum vatnavaxtanna. í ánni Neots, skammt frá Fowey, eru nú gerðar tilraunir með „gerviflóð" frá vatnsmiðlunarstíflu. Annað dæmi sem mætti nefna er viðleitni vísindamanna til að fylgjast með ferðum hvala með aðstoð senditækja og gervihnatta. Einn breskur doktor er með þeim hætti að fylgjast með ferðum hnúfubaks og annar fylgist með ferðum búrhvelis undan Madeira. Hvalverndarsjónarmið stjórna báðum tilraunum, en framkvæmd þeirra undirstrikar hvað best hversu úrelt gamla dýraverndar- reglugerðin sem áðan var nefnd, er í raun og veru. Hvalirnir verða að sætta sig við, að senditækin hafa verið fest við skrokka þeirra með skutlum ... Manila, að sögn ríkisfréttastof- unnar á Filippseyjum, PNA. Á sunnudag réðst skæruliða- sveit kommúnista á aðalstöðvar skógarhöggsfyrirtækis á Negros- eyju. Létu fjórir lífið i árásinni. Hermenn stjórnarinnar voru sendir á vettvang og á þriðjudag felldu þeir þrjá menn, sem grun- aðir voru um að vera félagar í skæruliðasveitunum. Einnig fundu hermennirnir mikið af skotfærum, sem skæruliðar höfðu tekið herfangi. í dag var komið með 19 víetn- amska flóttamenn til bæjarins Navotas, sem er skammt frá Man- ila. Höfðu sjómenn frá Filippseyj- um bjargað þeim af lekum báti, sem var á reki úti fyrir Palawan- eyju, að sögn lögreglunnar. Flóttamennirnir höfðu verið vatns- og matarlausir í fimm daga, er þeim var bjargað á laug- ardag. De Cuellar á Kúbu Mexíkóborg, 29. maí. AP. Framkvæmdastjóri Sameinudu þjóðanna, Javier Pcrez de Cuellar, kom í gær til Havana á Kúbu og tók Fidel Castro forscti á móti honum, að sögn hinnar opinberu kúbönsku fréttastofu, Prensa Latina. Perez de Cuellar er oddviti sendinefndar, sem er í erind- rekstri á Kúbu, og meðal annarra nefndarmanna má nefna Norberto Conzalez, framkvæmdastjóra efnahagssamvinnustofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Perez de Cuellar og Castro áttu viðræður saman, eftir að hinn fyrrnefndi hafði lagt blóm að minnisvarða kúbönsku frelsishetj- unnar Jose Marti. Ekki var getið um efnisatriði viðræðnanna. Frá Kúbu fer Perez de Cuellar til Dóminikanska lýðveldisins og Trinidad-Tobago, að sögn Prensa Latina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.