Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985
„ Kviðdómesxdjur, hafi& þifc komi<5 ylckur'
5Qrr\Qn um hiJort þessi þrjótur er s>d/k.n
eáa 5ekur."
tteartAttn
»19f1 r-tM Wntfnan
3^
við uppþvottinn og þessháttar hér.
Kg er að hugsa um aö flytja, því
ekki sit ég hér fyrir lífstíð!
HÖGNI HREKKVlSI
„ urfZAp LryFAR."
Þungarokksunnendur sveltir á rás 2
Sigurður Þór Sigurðsson, Hverf-
isgötu 55, Rvík. skrifar:
Þorgeir Ástvaldsson, léttmetis-
herra rásar 2, ýjaði að því í frétta-
tíma rásar 1 19. apríl, að nú væri
rás tvö orðin jafnoki kanaútvarps-
ins. En sannleikurinn er bara sá
að rás tvö kemst ekki með tærnar
þar sem kaninn hefur hælana. Að
vísu eru stöðvarnar svipaðar ef
eingöngu er litið til léttmetistón-
listarinnar, sem spiluð er á
morgnana og að deginum til á báð-
um stöðvum. En þar með er líka
allur vindur úr rás tvö. Rokkið
gleymdist nefnilega nær alveg á
þeim bæ, eða allavega það rokk
sem er yfir tíu desibelum. Já, hvar
er þungarokkið (bárujárnsrokkið,
bluesrokkið, nýbylgjurokkið og
þar fram eftir götunum).
Rás 2 hefur sem sagt misst
niður um sig buxurnar og það eina
sem hylur nekt hennar í þessum
efnum er nærhaldið, nefnilega
Sigurður Sverrisson. En hinn stór-
góði bárujárnsþáttur hans var
kæfður í fæðingu af léttmetis-
hugsunarhætti rásarinnar.
En á meðan rás 2 sveltir ís-
lenska þungarokksunnendur, sem
og aðra rokkunnendur, þá býður
kaninn upp á sannkallaða rokk-
veislu á kvöldin alla virka daga
(kl. 20—01) og er tíminn frá kl. 22
til kl. 1 eingöngu ætlaður þunga-
rokki. Sem sagt þrjár klukku-
stundir í minnsta lagi hjá kanan-
um á dag en ekki ein einasta hjá
rás 2. Svo segir Þorgeir að tónlist-
in á báðum stöðvum sé sú sama,
að öllum líkindum fer hann mjög
snemma að sofa blessaður.
Já, íslenskir þungarokksunn-
endur þurfa víst að reiða sig á am-
eríska útvarpsstöð sér til dægra-
styttingar á tónlistarsviðinu, eða
allavega þangað til einokun Ríkis-
útvarpsins líkur.
Að lokum vil ég benda forráða-
mönnum Skonrokks (svo við vend-
um nú okkar kvæði í kross) á að
lagið með Slade í síðasta Skon-
rokksþætti var varla til þess fallið
að þungarokksunnendur tækju
það upp á sína arma, jafnvel þó
það væri tileinkað þeim. Hvernig
datt ykkur annars önnur eins vit-
leysa í hug, jæja kannski er hugs-
unin fyrir öllu. Mætti ég því benda
ykkur á stórgóð myndbönd með
Van Halen og lögunum „Jump“ og
„Panama", sem einhverra hluta
vegna hafa ekki sést í Skonrokki
þrátt fyrir vinsældir laganna
(Jump var t.d. um tíma í efsta sæti
bandaríska vinsældalistans).
Einnig mætti benda á myndbönd
með Def Leppard, Scorpions, Acc-
ept o.fl. Strákar, standið ykkur nú
í stykkinu, þátturinn heitir Skon-
rokk. Það er jú ekkert gaman að
standa eftir á nærbuxunum einum
saman cins og rás 2.
Hlýtur að vera misskilningur
Margrét Thoroddsen, deildar-
stjóri upplýsingadeildar Trygginga-
stofnunar ríkisins, skrifar:
Ég tel mér skylt að gera athuga-
semd við fyrirspurn ellilífeyris-
þega í Velvakanda 22. maí sl.
Hann telur greiðslur sínar hafa
lækkað eftir hækkunina 1. maí sl.
Þá hækkaði:
úrkr. íkr.
Ellilífeyririnn um 7% 4.349 4.654
Tekjutryggingin um 12% 6.088 6.819
Heimilisuppbótin um 12% 1.831 2.051
Hskkun kr. 1.256
Þessar tölur miðast við ein-
stakling, sem hefur fulla tekju-
tryggingu.
Þess vegna hlýtur hér að vera
um einhvern misskilning að ræða,
en þetta einstaka dæmi get ég því
miður ekki skýrt nema ellilífeyris-
þeginn gefí sig fram við okkur
undir nafni.
Mér finnst ómaklega vegið að
Tryggingastofnuninni, þar sem
spurt er hvort hún geti farið með
ellilífeyrisþega eins og henni sýn-
ist. Starfsmenn hennar fara eftir
ákveðnum lögum og reglum og
veit ég ekki annað en þeir séu
ávallt reiðubúnir að greiða götu
fólks eftir fremsta megni og hafa
það, er sannara reynist.
Velvakandi hvetur lesendur til að
skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspurnir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nðfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
„Kyssast“ of dónalegt
Dagga skrifar: var það lesið sem „mynnast",
Kæri Velvakandi: sem er eldgömul útgáfa af „kyss-
Ég ætla að koma á framfæri ast“ (frumútgáfan).
einni spurningu, sem ég vona að Nú spyr ég: Er orðið „kyssast"
ég fái svar við. Einu sinni skrif- svo dónalegt orð að það megi
aði ég í þáttinn „Lög unga fólks- ekki heyrast í útvarpi? Vonast
ins“ og kom þar einu sinni fram eftir svari.
orðið „kyssast", en í útvarpinu