Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985
Stádentar frá Menntaskólanum í Kópavogi.
ŒTM
DAGSm
Margrét Þorvalclsdóttir
Veröldin hefur loks uppgötvað
„fiskinn" sem lífsins elexír og allra
meina bót. Er þctta ekki einmitt það
sem við höfum alltaf sagt íslend-
ingar? Fiskurinn er ekkert nema
hollustan — þessvegna borðum við
hann gjarnan sjálf.
Tilbreytni í matreiðslu er þó nauð-
synleg.
Stúdentar
úr MK og
Flensborg
Flensborgarskólinn í Hafn-
arfirði og Menntskólinn í
Kópavogi brautskrá báðir
stúdenta í tíunda sinn á þessu
vori.
Brautskráningin fór fram
föstudaginn 24. maí sl. og voru
myndirnar teknar við það
tækifæri.
Frá brautskráningu stádenta frá
Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.
Flugsagan 4 helguð Loftleiðum
V
tSUTíxA ft"G3öt«fHAfi«
FLUGSAGAN, ársrit íslenska
flugsögufélagsins, 4. árgangur, er
nýkomin út. Blaðið er hið vegleg-
asta, 100 síður að stærð, prentað
á góðan pappír og ríkulega
myndskreytt.
Flugsagan er að þessu sinni
helguð Loftleiðum og starfsemi
félagsins, en í fyrra voru 40 ár
liðin frá stofnun Loftleiða. í 16
greinum er fjallað um Loftleið-
ir, starf félagsins, flugvélar,
flugleiðir, starfsmenn, hótel-
rekstur, Geysisslysið o.fl. o.fl.
Höfundar efnis eru Guðmund-
ur Sæmundsson, Sigurður
Magnússon, Sigurður Helga-
son, Baldur Bjarnason, Grétar
Felixson, Gunnar Þ. Gunnars-
son, Kristjana M. Thorsteins-
son, Guðni Þórðarson, Stefán
Sæmundsson, Sverrir Tómas-
son og Sigríður Gestsdóttir.
í ritnefnd Flugsögunnar eru
Guðmundur Sæmundsson, for-
maður, Stefán Sæmundsson og
Baldur Sveinsson, sem einnig
er formaður íslenska flugsögu-
félagsins.
Flugsagan 4 fæst hjá ís-
lenska flugsögufélaginu, póst-
hólf 4172, Reykjavík. Þar er
einnig hægt að fá fyrri árganga
nema hvað 1. árgangur er upp-
seldur. Fyrir félaga er Flugsag-
an innifalin í ársgjaldi, sem er
750 krónur. Starf félagsins er
blómlegt. Haldnir eru a.m.k.
sex félagsfundir á ári og félag-
ið vinnur að ýmsum verkefnum
tengdum sögu flugsins á ís-
landi. Þeir sem óska eftir að
gerast félagar geta sent inn
umsókn í pósthólf 4172,
Reykjavík.
Góöar ELDHÚSINNRÉTTINGAR á góðu verði
4 GERÐIR
Þú setur þær saman sjálf(ur), enda eru þær
sérhannaðar með það fyrir augum. Og ekki
þarft þú flókin verkfæri.
Allt sem þarf er skrúfjárn, 5 mm bor, . . . já
og auðvitað tómt eldhús.
habitat
VERSLUN - PÓSTVERSLUN LAUGAVEGUR 13 SÍMI: 25808
Hér er
Bakaður
fiskur
með papriku
800 gr fiskflök (ýsu-, þorsk- eða
silungsflök)
'k sítróna (safi)
30—50 gr smjörvi (bræddur)
V* fersk græn paprika (meðalstór)
Vfe 1 rjómi (kaffirjómi)
3 msk. Parmesan-ostur
1 lítil dós tómatkraftur
1 tsk. salt og öriítill pipar
1. Fiskflökin eru roðflett og bein
öll fjarlægð. Safi úr hálfri sítrónu
er settur yfir fiskinn og síðan ör-
lítið salt. Látið standa smá stund.
2. Eldfast mót er smurt með
feiti. Fiskurinn er skorinn í stykki
og þeim raðað í mótið. Paprikan er
fínsöxuð og sett yfir fiskinn og er
bræddum smjörva hellt yfir allt
saman.
3. Síðan er tómatkrafti, rjóma,
Parmesan-osti, salti og pipar
hrært saman í skál og sett yfir
fiskstykkin. Leggið álþynnu yfir
mótið.
4. Fiskurinn er síðan bakaður í
ofni við 200 gráðu hita í 20 mín.
Þar verður reyndar að fara nokk-
uð eftir þykkt fiskstykkja, ef þau
eru þunn þurfa þau skemmri tíma
í ofni.
Réttur þessi er borinn fram með
soðnum grjónum eða soðnum
kartöflum.
Ath. Þeir sem vilja gjarnan
bragðsterkan mat geta bætt við
1—2 matskeiðum af Parmesan-
osti í uppskriftina. Einnig geta
þeir, sem ekki hafa enn lært að
meta ferska papriku, sleppt henni,
paprikan gefur þó þessum fisk-
rétti sérstaklega ferskt bragð —
svo framarlega sem fiskurinn er
„ferskur og fínn“ að sjálfsögðu.
Engin góð uppskrift getur bætt
upp lélegt hráefni.
Fiskverslanir borgarinnar eru
ótrúlega misjafnar að gæðum.
Sumar eru til fyrirmyndar. Þar er
hreint og loftræsting góð, hráefn-
ið er oftast nýtt og vel með farið.
Þar eiga kaupmenn skilið að fá
„stjörnu". Aðrar fiskverslanir
þyrftu að fá alvarlegar viðvaranir
frá heilbrigðiseftirlitinu. Þegar
komið er að dyrum þessara fisk-
verslana mætir viðskiptavinum
þungur þefur ýldukenndrar
vatnsfýlu. Þar er illa þrifið og ber
fiskurinn sem þar er á boðstólum
vott um hirðuleysi og vankunn-
áttu í meðferð hráefnisins.
Hefur fiskkaupmönnum aldrei
dottið í hug að nota mulinn ís und-
ir fisk í fiskbökkum? Fiskurinn
myndi þá án efa halda lengur
ferskleika sínum, hann fengi líka
aukið geymsluþol. Það gæti orðið
gróði beggja — neytenda og fisk-
kaupmanna.
Verð á hráefni
800 g ýsuflök kr. 96,00
sítróna kr. 8,75
tómatkraftur kr. 6,50
kaffirjómi kr. 29,10
kr. 140,35