Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985 53 ^ í hljóðverinu vinna 3 menn auk Ingvars. Ingvar sér um rekstur versins og hljóðupptökustjórn og spilar sem session-maður. Undan- farin 3 ár hefur hann verið að læra á kontrabassa í Goldsmith College þar sem hann lék einnig með sinfóníuhljómsveit skólans. Þess á milli hefur hann starfað með ýmsum breskum hljómsveit- um, bæði þekktum og óþekktum. Og eftir að hann kom upp stúd- íóinu hefur hann einnig fengið til sín efnilegt tónlistarfólk, gert með því upptökur og reynt að koma því á framfæri við stærri plötuútgáfu- fyrirtæki. „Ég hef ákveðið að gera þetta að góðu stúdíói og vil gjarnan reyna að stækka við mig þegar fram líða tímar. Ég hef einnig tekið upp auglýsingatónlist, t.d. fyrir Brit- ish Airways, og fyrir sjónvarps- þátt í BBC, sem heitir „Name the Tune“. Já, það er mikið um að vera hjá þeim hjónum Ingvari og Janis. Janis var í Bandaríkjunum er okkur bar að garði að koma sér þar upp umboðsaðilum og nú er hún hér á Fróni að syngja í nýjum söngleik eins og áður segir. Þau hjón hafa nýlega keypt sér hús í Barnes, sem er eins og svolítið sveitahverfi í miðri London og þar una þau hag sínum vel ásamt tveim börnum sinum, en þau eru komin vel á legg. Au Pair-stúlka gætir bús og barna meðan þau Ingvar og Janis gegna störfum sínum. Stacy Keach og eiginkonan Jill. Slegist um Keach utan múranna Ekki virðist kvenhylli leikarans Stacy Keach hafa beðið hnekki þó hann væri dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir kókaínneyslu og smygl. Stacy losnar úr svartholinu í næsta mánuði og eigi færri en tvær konur bíða þess dags spenntar. Önnur þeirra heitir Malgosia Tomassi og er pólsk leikkona búsett í Los Angeles. Hún hefur oft heimsótt Stacy í fangelsið, lýst yfir að hún telji dagana þar til honum verður sleppt og þau eigi bjarta framtíð fyrir sér, hönd í hönd. Þá hefur sá kvittur verið á kreiki að þau séu búin að ráðgera hjónaband í sumar. En Stacy er ekki við eina fjölina felldur, eiginkona hans reiknar einnig fastlega með því að endurheimta sinn mann. Hún heitir Jill og er þriðja kona Stacy. Hún segist einnig telja dagana sem eftir eru af dómi karls og hlakkar til að fá hann lausan. Hún segist aldrei hafa heyrt á neina Malgosiu minnst. Einhver verður væntanlega fyrir vonbrigðum í júni er Stacy Keach verður leystur úr prísundinni. Þegar draumarnir rætast á færibandi Þessi glaðlegi ungi maður er danskur og heitir Jesper Olsen. Hann þykir vera frábær knattspyrnumaður þegar sá gáll- inn er á honum, en hann leikur með því fræga enska knattspyrnu- liði Manchester Utd. United festi kaup á hinum smávaxna Dana, sem gjarnan er kallaður „Flóin", fyrir hið nýlokna keppnistímabil og iék hann flesta leiki liðsins í vetur, stóð sig prýðilega þegar á heildina er litið, ekki síst er liðið sigraði Everton 1—0 í úrslitaleik um enska FA-bikarinn, en keppn- Jesper hampar FA-bikarnum fyrr í mánuðinum. in um hann er ein elsta og virtasta knattspyrnukeppni sem til er. Löngu áður en enska liðið festi kaup á „Flónni" hafði hann ein- hvern tíma sagt í viðtali, að annar tveggja æðstu drauma hans væri að leika með Manchester United. Sá draumur varð að veruleika. Það var ekki fyrr en hann var farinn að leika með liðinu að hann upp- lýsti hver hinn æðsti draumurinn væri: Að vinna FA-bikarinn með liðinu. Og það tókst Jesper á fyrsta keppnistímabili sínu í bún- ingi United. Ekki amalegt þegar draumarnir rætast hver af öðrum. Nú getur Jesper farið að setja markið hærra ... Hjartans þakkir til ættingja og vina, Flugleiða og samstarfsfólks fyrir gjafir og heillaóskir á sjötugsafmæli mínu. Kær kveðja, Sigríður Gísladóttir, Sólvallagötu 6, Keflavík. Alúðarþakkir flyt ég þeim sem sýndu mér hlýhug og vináttu á 60 ára afmæli mínu 9. maí sl. Benedikt Bjarnason, Bolungarvík. VERNDAR VIÐINN OGGOÐA SKAPIÐ 5 ÁRA VEÐRUNARÞOL! Pinotex Extra meö meira þurrefnisinnihaldi tryggir húseigendum mjög náöug sumur í garðinum, því endingin er einstök. Pinotex Extra er rétta efniö fyrir íslenska veðráttu. ^ujooi j * Pinotex örugg viöarvörn í mörg ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.