Morgunblaðið - 30.05.1985, Side 44

Morgunblaðið - 30.05.1985, Side 44
44 MORGUfteLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 Á smundur B. Olsen - Minning Eiríkur H. Jónsson frá Hnífsdal - Minning Ásmundur B. ólsen frá Patreks- firði andaðist í Reykjavík 20. þessa mánaðar og var útfðr hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík 24. sama mánaðar. Ásmundur B. Ólsen var fæddur á Vatnseyri við Patreksfjörð 2. desember 1910. Foréldrar hans voru Björn Olsen, kaupmaður á Patreksfirði, og kona hans, Mar- grét Víglundsdóttir ólsen. Ás- mundur missti föður sinn er hann var á sjöunda ári og ólst upp hjá móður sinni og móðurömmu ásamt bróður sínum, Magnúsi, sem látinn er fyrir nokkrum árum og voru þeir bræður mjög sam- rýndir. Ásmundur brautskráðist frá Verslunarskóla Islands árið 1932 og ári síðar stofnsetti hann versl- un undir nafninu Verslun Ás- mundar B. Ólsen, Patreksfirði, og rak hana í fjölmörg ár, eða allt til þess að hann flutti frá Patreks- firði til Kópavogs á árinu 1974. Ásmundur ólsen var mikill fé- lagsmálamaður og vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir heima- byggð sína öll sín bestu ár. Hann átti sæti í hreppsnefnd óslitið frá árinu 1942, í 32 ár, þar af var hann oddviti hreppsnefndar í 20 ár, fyrst er hann var kjörinn í hrepps- nefnd og óslitið til 1954 og aftur árið 1962 í átta ár. Ásmundur átti iengi sæti í stjórn Eyrarsparisjóðs á Patreks- firði og var um nokkurt árabil starfsmaður sjóðsins að hluta. Hann tók virkan þátt í félagslífi á staðnum og á sínum yngri árum starfaði hann töluvert að leiklist- armálum og í flokksstarfi Sjálf- stæðisflokksins. Var hann ávallt virkur félagi i Sjálfstæðisfélaginu Skildi á Patreksfirði og var um nokkurt árabil formaður félags- ins. Ásmundur vara varaþingmað- ur Vestfjarða á árunum 1967— 1971 og tók tvisvar sæti á Alþingi, í febrúar 1968 og febrúar til mars 1971. Siöustu árin sem hann starf- aði á Patreksfirði var hann um- boðsmaður Flugleiða hf. og eftir að hann fluttist til Kópavogs á ár- inu 1974 vann hann á skrifstofu hjá Flugleiðum í um það bil fimm ár. Ásmundur kvæntist 15. október 1938 Kristbjörgu Stefánsdóttur bónda og hreppstjóra, Stakkahlíð, Loðmundarfirði, Baldvinssonar og konu hans, ólafíu Ólafsdóttur bónda í Króki á Rauðasandi, Jónssonar. Þau hjón eignuðust fjögur börn. Dæturnar eru Ásrún, gift Hilmi Guðmundssyni, og Birna, gift Jóni V. Halldórssyni. Synirnir eru Viðar, ókvæntur, og Guðlaugur, kvæntur Steinunni Ingimarsdóttur. Á seinnihluta 5. áratugarins lágu leiðir okkar Ásmundar fyrst saman og var þaö I samtökum sveitarfélaga, því báðir vorum við starfandi í sveitarstjórnum og síð- ar lágu leiðir okkar saman innan vébanda Sjálfstæðisflokksins og einkum innan samtaka flokksina á Vestfjörðum. Þessi kynni leiddu til traustrar, órofa vináttu sem staðið hefur æ síöan. Eg átti því láni að fagna að búa jafnan á heimili Kristbjargar og Ásmundar er ég var á ferð á Patreksfirði, sem var æði oft, og fannst mér gott að vera þar og gaman að eiga samvistir við þetta ágæta fólk og vini þess. Eftir að leiðin lá suður urðu fundir okkar því miður alltof fáir í þeim hraða tímans sem við lifum á og gafst sjaldan tími til að hittast og rifja upp gömul kynni. En það breytti ekki tilfinningum og vin- áttu sem staðið hafði svo að segja frá fyrstu kynnum okkar. Ásmundur B. Ólsen var heil- steyptur persónuleiki, prúðmenni í orðsins fyllstu merkingu, lagði aldrei nokkrum manni illt til, vildi alltaf gera gott úr öllum deilumál- um, var alltaf boðinn og búinn til að jafna ágreining ef hann var milli manna. I byggðarlagi sínu vann hann mikið og fórnfúst starf og ávallt reiðubúinn að vinna fyrir alla, hvort sem þeir kusu hann til trúnaðarstarfa eða ekki. Mér finnst að heimabyggð hans hafi orðið fátækari við brottflutning þessa góða manns og fjölskyld- unnar allrar. Ég á Ásmundi margt að þakka. Hann varð oft til að hafa áhrif á mig í ýmsum efnum og ávallt til góðs og hef ég aldrei séð eftir að hafa farið að ráðum hans. Við átt- um saman marga ánægjulega vinafundi, einnig utan Patreks- fjarðar, bæði heima á ísafirði, í Reykjavík og víðar. Þegar ég hugsa til þessa látna góðar vinar er ég fullur þakklætis fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hann jafn lengi og við störfuðum saman. Við Kristín sendum þér, Krist- björg mín, börnum ykkar, tengda- börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. ÖIl höfum við misst mikið en þú mest. Minningin um góðan, hugljúfan dreng mun lifa í hjörtum okkar allra. Ásmundur var í senn dreng- ur góður, hlýr í viðmóti og vildi alltaf hvers manns vandræði leysa. Hann hugsaði ekki mikið um eigin hag, heldur vann fyrst og fremst fyrir byggðarlag sitt og fyrir þann málstaö sem hann barðist fyrir. Nú er hann horfinn héðan og við stöndum eftir full söknuðar. Guð blessi minningu Ásmundar B. Olsen. Matthías Bjarnason Fæddur 18. ágúst 1918 Dáinn 18. mái 1985 Á öldum ljósvakans berast okkur næstum daglega harma- fregnir um slys af margvíslegu tagi. Ungmenni f blóma lífsins jafnt sem aldraðir verða á svip- stundu dregin inn í hörmungar þeirra afleiðinga sem af hljótast, oft vegna hraða og vangá á vegum úti, og einnig vegna óumflýjan- legra atvika. Við gerum okkur vart grein fyrir því hversu margir eru fluttir á sjúkrastofnanir og fjöldinn af þeim á ekki aftur- kvæmt þaðan og búa þar við lífs- tíðar örkuml. Heimili og fjölskyld- ur eru sorginni sveipuð, kvíði og vonleysi setjast að í hugum að- standenda. Enginn fær umflúið örlög sín. Fyrir réttum fjörutíu árum var Eiríkur H. Jónsson ásamt sam- skipsmönnum sínum við skyldu- störf við bryggjuna í Hnífsdal að gera klárt til sjóferðar. Hraustir og djarfir ungir menn ganga með atorku að störfum sínum eins og vestfirskum sjómönnum sæmir. Allt virtist blasa við bjart og fag- urt, framtíðarplön voru lögð og í þennan óþrjótandi nægtarbrunn, sjóinn við ísland, skyldi sótt björg í bú, sem og gert hefur verið í gegnum aldirnar. En skapanornin var á næsta leiti, þungt höfuðhögg varð þess valdandi að allar fram- tíðaráætlanir hrundu sem spila- borg. f stað þeirra biðu margar læknisaðgerðir og sjúkrahúsvist af og til í fjörutíu ár. Eiríkur fæddist og ólst upp í Hnífsdal, foreldrar hans voru heiðurshjónin Arnfríður Krist- jánsdóttir og Jón Eiríksson sem bæði eru fallin frá fyrir nokkrum árum í hárri elli og farin að kröft- um, eftir langa og stranga lífsbar- áttu. Bak við lágar dyr og i litlum húsakynnum var lagst til hvíldar eftir erfiðan dag, en þar var hjartahlýja sem iljaði þeim sem inn komu. Það var þungt áfall fyrir for- eldra og systkini að sjá þennan unga atorkumann beygja sig fyrir þeim örlögum sem hans biðu. For- eldra- og systkinaumhyggja fékk litlu áorkað, nema að lina kvalir á sál og líkama hins særða. Lækna- vísindin fengu litlu breytt þótt víða væri leitað, og allt gert til að leita hjálpar. Óumflýjanleg örlög voru að dvelja langdvölum á sjúkrastofnunum sérstaklega hin síðari ár. Eiríkur var heilsteyptur, glaðlyndur og góðhjartaður að eðl- isfari, þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert, barngóður með afbrigðum. Það voru hans mestu gleðistundir þegar frænd- systkini hans voru nálægt, var hann þá fullur af gáska og gæðum. Það verða þeim mikil vonbrigði að geta ekki lengur heimsótt „Eija frænda", en það var orðinn fastur og eftirsóttur liður í lífi þeirra. Eiríkur var þrátt fyrir allt bjart- sýnn, hann hafði ráðgert ferð á heimaslóðir í næsta mánuði, hann átti ekki von á að sláttumaðurinn mikli væri svo skammt undan. Hann hafði í gegnum lífið háð margar orustur við hann og unnið þær, en stríðinu tapaði hann sól- ríkan fagran vormorgun, 18. maí sl. eftir harða og vonlitla baráttu sem háð var án þess að kvarta. Ég veit að Eiríkur hefði viljað þakka öllum þeim læknum og hjúkrunarfólki sem annast hefur hann í gegnum árin á Heilsuhæl- inu í Hveragerði, á Reykjalundi, öllum sjúkrahúsunum í Reykjavík, Hrafnistu í Reykjavík og Hrafn- istu í Hafnarfirði, alls staðar var hann umvafinn hlýju sem þakka ber. Við sem ennþá stöndum hérna megin grafar kveðjum góð- an dreng og þökkum honum sam- fylgdina og við ættum að taka hann til fyrirmyndar með það æðruleysi sem ávallt fylgdi hon- um, þrátt fyrir það andstreymi sem hann varð fyrir í lífinu. Ég veit að á hinni gullnu strönd taka á móti honum aldraðir for- eldrar hans og áður burtfluttir vinir. Við óskum þeim öllum vel- farnaðar og biðjum guð að leiða þau öll um okkur ókunna vegu. Skúli Jónasson Okkur, sem kynntumst Eiríki frænda ekki fyrr en hann var kominn fram yfir miðjan aldur, duldist aldrei hvaða iífsstarf hann hafði valið sér. Þó sáum við hann aldrei í starfi. Eiríkur var einn af þeim ótal Vestfirðingum sem ein- blíndu til hafsins. Hans draumar voru allir tengdir sjómennsku; hans fólk lifði við sjóinn, bauð hafinu birginn, dró björg í bú sitt og þjóðarinnar allrar. Ævistarf Eiríks á sjónum byrj- aði líka snemma. En skyndilegur endir var bundinn á drauminn, rétt þegar hann var að rætast. Eiríkur frændi var eins og dæmd- ur úr leik, aðeins 26 ára gamall. Sögurnar sem hann sagði okkur frændum sínum og frænkum, ár- um og áratugum síðar, af veiðum út af Straumnesi og af vestfirsk- um aflaklóm, minntu okkur stöð- ugt á þá stefnu sem hann hafði ungur valið sér; á þessum sjó- mannaslóðum dvaldist hugur hans meira og minna æ síðan. Eiríkur frændi bjó reyndar alla tíð að sjómannseðlinu vestfirska. Hverju nýju áfalli sem yfir hann dundi — og mátti á einn eða ann- an hátt rekja til hins afdrifaríka slyss við Hnífsdal forðum — var mætt með æðruleysi og ákveðni. Jafnvel nýtt mjaðmarbrot gat fyrir þremur árum aðeins lagt hann í rúmið í örfáar vikur; fyrr en varði var hann aftur kominn í félagsskap stéttarbræðra sinna og systra á Hrafnistu í Hafnarfirði við hækju og staf. Hinn óbilandi kjarkur og kraftur munu lengi verða okkur áminning. Kannski felst í því eins konar sigur Eiríks yfir örlögum sinum að sjúkdómurinn sem endanlega lagði hann að velli skyldi koma úr nýrri átt, en ekki eiga neitt skylt við hremmingarnar sem hann glímdi við mestalla ævina. Við þökkum Eiríki frænda sam- fylgdina. Systrabörn ATHYGLI skal vakin á því, aó afmælis- og minningargreinar veröa aö berast blaðinu meö góö- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, aö berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlió- stætt meö greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaóur. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaösins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.