Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 47 Grikklandsvinir þinga TÓNLISTARSKÓLANUM á Sauð- árkróki var slitiö laugardaginn 18. maí í Safnahúsi SkagfirAinga og jafnframt fóru þá fram þriðju og síð- ustu vortónleikar skólans. Á tónleikunum komu fram um 30 nemendur skólans en alls hafa 147 ungmenni stundað tónlistar- nám við skólann í vetur. Nemend- urnir sem fram komu á tónleikun- um voru á aldrinum 11 til 18 ára og léku á fiðlu, píanó, orgel, gítar og ýmis blásturshljóðfæri. Með- fylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum af nokkrum ungum, upprennandi hljóðfæraleikurum. Grikklandsvinafélagið Hellas, sem stofnað var hinn 22. febrúar síð- astliðinn, efnir til þriðja fundar fóstudaginn 31. maí kl. 20.30 í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti 10. Þar mun Eyjólfur Kjalar Emils- son háskólakennari flytja fyrir- lestur um Upphaf grískrar heim- speki. Síðan verður sýnd stutt mynd af myndbandi um Aþenu og helstu sögustaði í nágrenni henn- ar, svo sem Delfí, Mýkenu, Epíd- avros og eyjarnar sem ferðamenn heimsækja gjarna í dagssiglingu frá Aþenu. Myndin er með enskum skýringartexta. Loks munu fjórir leikarar flytja atriði úr gamanleik Þrátt fyrir veðrið var hér margt um að vera. Á laugardag var kirkjubrúðkaup, fjölmennt og virðulegt þar sem sóknarprestur- inn gaf saman Þórdísi Helgadótt- ur og Friðrik Kristinsson söngv- ara. Kirkjukórinn söng þar meðal annars lag eftir brúðgumann, sem vakti óskipta athygli. Var það samið við Brúðkaupsljóð Jóns frá Ljárskógum. Eftir kirkjuathöfn var öllum viðstöddum boðið í mat á hótelinu. Á hvítasunnudag voru svo ferm- ingar. í sóknarkirkjunni var fermt af séra Gísla Kolbeins bæði fyrir og eftir hádegi, en í kaþólsku kirkjunni var ferming kl. 10. Þar voru fermdar systurnar og tvíbur- arnir Annabella og Christina Marcsdætur en þær hafa verið hér ásamt foreldrum, sem vinna við sjúkrahúsið, en þessi fjölskylda er erlend. Þær hafa verið hér í námi í grunnskólanum og svo vel tala þær islensku að ekki er hægt að Aristófanesar, Þingkonunum, í þýðingu Kristjáns Árnasonar. Leikararnir sem koma fram eru Karl Ágúst Úlfsson, María Sigurð- ardóttir, Alda Árnadóttir og Rósa Þórisdóttir. Tvær þær síðasttöldu eru að útskrifast úr leiklistarskól- anum og koma nú fram í Draumi á Jónsmessunótt í Iðnó og Fugl sem flaug á snúru eftir Nínu Björk Árnadóttur í Nemendaleikhúsinu. Milli atriða verður leikin grísk tónlist af hljómplötum og snæld- um. Bornar verða fram veitingar meðan á fundi stendur. Allir vel- unnarar Grikklands eru velkomn- ir á fundinn. merkja þar erlendan hreim. Kaþ- ólski biskupinn, séra Henrik Freh- en frá Landakoti, framkvæmdi fermingarathöfnina. Var hann í hinum fegursta skrúða sem setti virðulegan og hátíðanlega svip á athöfnina. Sr. Jan Habets sókn- arprestur aðstoðaði. Ég held að þetta sé fyrsta ferming sem fram fer í kaþólsku kirkjunni hér um hálfrar aldar skeið og því mikill viðburður. Ferðafólk var margt hér í bæn- um, bæði á rútum og smábílum, og hafði hótelið því ærið fyrir stafni, auk þess að sjá um margar ferm- ingarveislur. Læknafélag Vesturlands var hér með aðalfund á hótelinu og einnig var þar málverkasýning. Um bátsferðir út um eyjar var ekki að ræða vegna veðurs en þó lét einn hópurinn sig hafa það að fara á hraðbát út um fjörðinn. Árni Erla Einarsdóttir leikur á fiðlu og Freyja Ölafsdóttir á píanó. Guðjón Leifur Gunnarsson leikur á trompet og Heiðdfs Lilja Magnúsdóttir á píanó. Ungir, upprennandi hljóðfæraleikarar Um hvítasunnuna í Stykkishólmi Stykknhólmi, 28. maí. HÉR VAR EINS og annars staðar víða á landinu kalt um þessa hvítasunnu- helgi. Við höfðum haft svo gott vor og vorum farin að vona að sumarmála- hretið kæmi ekki, en svona fór það nú samt. Sauðburður er hér enn í fullum gangi og hefir þetta að sjálfsögðu sín áhrif. En það er ekki lengi að skipast veður í lofti og verða „eilífur stormbeljandi“ eins og stendur í kvæðinu. Ekkert var því hægt að fara út um eyjar og hlynna að fuglinum, en varpið er nú í algleymingi. /StTfUe/iael / HEIMSFRÆG GÆÐAVARA FRÁ Marks & Spencer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.