Morgunblaðið - 30.05.1985, Page 47

Morgunblaðið - 30.05.1985, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 47 Grikklandsvinir þinga TÓNLISTARSKÓLANUM á Sauð- árkróki var slitiö laugardaginn 18. maí í Safnahúsi SkagfirAinga og jafnframt fóru þá fram þriðju og síð- ustu vortónleikar skólans. Á tónleikunum komu fram um 30 nemendur skólans en alls hafa 147 ungmenni stundað tónlistar- nám við skólann í vetur. Nemend- urnir sem fram komu á tónleikun- um voru á aldrinum 11 til 18 ára og léku á fiðlu, píanó, orgel, gítar og ýmis blásturshljóðfæri. Með- fylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum af nokkrum ungum, upprennandi hljóðfæraleikurum. Grikklandsvinafélagið Hellas, sem stofnað var hinn 22. febrúar síð- astliðinn, efnir til þriðja fundar fóstudaginn 31. maí kl. 20.30 í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti 10. Þar mun Eyjólfur Kjalar Emils- son háskólakennari flytja fyrir- lestur um Upphaf grískrar heim- speki. Síðan verður sýnd stutt mynd af myndbandi um Aþenu og helstu sögustaði í nágrenni henn- ar, svo sem Delfí, Mýkenu, Epíd- avros og eyjarnar sem ferðamenn heimsækja gjarna í dagssiglingu frá Aþenu. Myndin er með enskum skýringartexta. Loks munu fjórir leikarar flytja atriði úr gamanleik Þrátt fyrir veðrið var hér margt um að vera. Á laugardag var kirkjubrúðkaup, fjölmennt og virðulegt þar sem sóknarprestur- inn gaf saman Þórdísi Helgadótt- ur og Friðrik Kristinsson söngv- ara. Kirkjukórinn söng þar meðal annars lag eftir brúðgumann, sem vakti óskipta athygli. Var það samið við Brúðkaupsljóð Jóns frá Ljárskógum. Eftir kirkjuathöfn var öllum viðstöddum boðið í mat á hótelinu. Á hvítasunnudag voru svo ferm- ingar. í sóknarkirkjunni var fermt af séra Gísla Kolbeins bæði fyrir og eftir hádegi, en í kaþólsku kirkjunni var ferming kl. 10. Þar voru fermdar systurnar og tvíbur- arnir Annabella og Christina Marcsdætur en þær hafa verið hér ásamt foreldrum, sem vinna við sjúkrahúsið, en þessi fjölskylda er erlend. Þær hafa verið hér í námi í grunnskólanum og svo vel tala þær islensku að ekki er hægt að Aristófanesar, Þingkonunum, í þýðingu Kristjáns Árnasonar. Leikararnir sem koma fram eru Karl Ágúst Úlfsson, María Sigurð- ardóttir, Alda Árnadóttir og Rósa Þórisdóttir. Tvær þær síðasttöldu eru að útskrifast úr leiklistarskól- anum og koma nú fram í Draumi á Jónsmessunótt í Iðnó og Fugl sem flaug á snúru eftir Nínu Björk Árnadóttur í Nemendaleikhúsinu. Milli atriða verður leikin grísk tónlist af hljómplötum og snæld- um. Bornar verða fram veitingar meðan á fundi stendur. Allir vel- unnarar Grikklands eru velkomn- ir á fundinn. merkja þar erlendan hreim. Kaþ- ólski biskupinn, séra Henrik Freh- en frá Landakoti, framkvæmdi fermingarathöfnina. Var hann í hinum fegursta skrúða sem setti virðulegan og hátíðanlega svip á athöfnina. Sr. Jan Habets sókn- arprestur aðstoðaði. Ég held að þetta sé fyrsta ferming sem fram fer í kaþólsku kirkjunni hér um hálfrar aldar skeið og því mikill viðburður. Ferðafólk var margt hér í bæn- um, bæði á rútum og smábílum, og hafði hótelið því ærið fyrir stafni, auk þess að sjá um margar ferm- ingarveislur. Læknafélag Vesturlands var hér með aðalfund á hótelinu og einnig var þar málverkasýning. Um bátsferðir út um eyjar var ekki að ræða vegna veðurs en þó lét einn hópurinn sig hafa það að fara á hraðbát út um fjörðinn. Árni Erla Einarsdóttir leikur á fiðlu og Freyja Ölafsdóttir á píanó. Guðjón Leifur Gunnarsson leikur á trompet og Heiðdfs Lilja Magnúsdóttir á píanó. Ungir, upprennandi hljóðfæraleikarar Um hvítasunnuna í Stykkishólmi Stykknhólmi, 28. maí. HÉR VAR EINS og annars staðar víða á landinu kalt um þessa hvítasunnu- helgi. Við höfðum haft svo gott vor og vorum farin að vona að sumarmála- hretið kæmi ekki, en svona fór það nú samt. Sauðburður er hér enn í fullum gangi og hefir þetta að sjálfsögðu sín áhrif. En það er ekki lengi að skipast veður í lofti og verða „eilífur stormbeljandi“ eins og stendur í kvæðinu. Ekkert var því hægt að fara út um eyjar og hlynna að fuglinum, en varpið er nú í algleymingi. /StTfUe/iael / HEIMSFRÆG GÆÐAVARA FRÁ Marks & Spencer

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.