Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR .5- JÖNl 1985
Gott andrúmsloft
á fundi Alusuisse
og íslendinga
Zttrich 4. júní. Frá Önnu Bjarnadóttur, frétUríUra MorgunhlaAsinw
FUNDUR Alusuisse og ís-
lendinga í London um stækk-
un álversins í Straumsvík,
gekk vel á sunnudag og
mánudag, samkvæmt upplýs-
ingum starfsmanns Alusuisse
í Ztírich i dag, en ekkert bita-
stætt, sem vert er að greina
frá, var samþykkt eða ákveð-
ið.
„Þetta eru áframhaldandi
viðræður," sagði hann, „og
næsti fundur verður væntan-
lega haldinn í júlí. Það eru
mörg atriði sem þarf að athuga
og gefa gaum að. Fyrirtæki
sem þetta er eins og stór vél
sem þarf að yfirfara og tekur
sinn tíma. Gott andrúmsloft
ríkir á fundunum og samstarf-
ið er gott.“
Frá aöalfundinum MorgunblaJia/Bjarni
Aöalfundur Samlags skreiðarframleiðenda:
Einn aðili bjóði
skreiðina erlendis
„ÞAÐ var almenn skoðun fundar-
manna að stjórnvöld þyrftu að ganga
þannig fri hlutunum að aðeins einn
aðili bjóði skreiðina héðan á erlend-
um markaði. Eins og þetta er f dag
eru nokkrir aðilar að eltast við sömu
viðskiptaaðilana. Menn eru að velta
fyrir sér hvernig slíku yrði fyrir kom-
ið og var samþykkt ályktun til við-
skiptaráðherra um þetta mál,“ sagði
Ólafur Björnsson formaður Samlags
skreiðarframleiðenda en aðalfundur
samlagsins var haldinn í gær.
Sagði ólafur að staða þessarar
greinar væri orðin mjög alvarleg.
A síðasta ári hefði nánast engin
skreið verið seld til Afríku og ein-
Ólafur Björnsson, formaður Sam-
lags skreiðarframleiðenda, f ræðu-
stóli á aðalfundi samlagsins.
ungis lítið magn á aðra markaði.
Hann sagði að nú væri til f land-
inu skreið að verðmæti um 1.800
milljónir, aðallega frá árunum
1982 og 1983 og auk þess útistand-
andi 700—800 milljónir kr. hjá
Nígerfumönnum vegna skreiðar-
sölu frá fyrri tíð. Hann sagði að
skreiðin rýrnaði við svo langa
geymslu og á birgðirnar hlæðust
vextir þannig að elsti hluti þeirra
væri uppétinn, eins og Olafur
orðaði það.
ólafur kvaðst ekki vilja vera
með neina spádóma þegar hann
var spurður um útlitið í sölumál-
unum. Hann sagðist þó vona að
stjórnvöld f Nígeríu vildu hafa
alla íbúa landsins góða, og til þess
þyrftu þeir að láta þann hluta
þjóðarinnar sem borðaði skreið fá
uppáhaldsmatinn sinn. „Það er
mikil eining f skreiðarsamlaginu
þrátt fvrir þessa erfiðu stöðu",
sagði Ólafur, „en okkur finnst
mörgum að sú eining þyrfti að ná
lengra."
Stjórn Samlags skreiðarfram-
leiðenda var öll endurkosin á
fundinum. Hana skipa: ólafur
Björnsson Keflavík, formaður,
Gísli Konráðsson Akureyri, vara-
formaður, ólafur B. ólafsson
Sandgerði, ritari, Aðalsteinn
Jónsson Eskifirði, Eiríkur Tóm-
asson Grindavík, Rögnvaldur ól-
afsson Hellissandi, Stefán Run-
ólfsson Vestmannaeyjum og Svav-
ar Svavarsson Reykjavík.
Sauðburðurinn iíklega
aldrei gengið betur
„ÞETTA vor er líklega það besta
sem komið hefur hvað varðar frjó-
semi sauðfjár og lambahöld. Það
kæmi mér mjög á óvart ef niðurstað-
an verður ekki sú þegar upp verður
staðið," sagði Jón Viðar Jónmunds-
son, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi
íslands, þegar hann var spurður að
því hvernig sauðburðurinn hefði
gengið en honum er nú víðast lokið
eða að Ijúka um allt land.
Jón Viðar sagði að sauðburður-
inn virtist hafa gengið jafn vel um
allt land, enda vorið einkar gott.
Hann sagði að svo virtist sem lítil
eða engin vanhöld hefðu orðið í
áhlaupinu um Hvitasunnuna.
Hann sagði útilokað að spá í hver
yrði endanleg niðurstaða í haust
því þó vel liti út með sumarið og
gróður kæmi óvenju snemma til,
væri vænleiki lamba að hausti
ekki alltaf í samræmi við það.
MorgunblaðiA/Bjarni
Þau fundu ungann og hlúðu að honum. Frá vjnstri: Sigurveig Sigurjónsdóttir (5 ára), Sophus Auðunn Sigþórsson
(12 ára) og Andri Wilde. Á myndina vantar Áslaugu Auði Guðmundsdóttur (13 ára).
Björguðu andarunga:
„Hann hljóp um alla stofuna“
Á ÞESSUM tíma árs er mikið líf
og fjör á tjörninni. Fjölmargir far-
fuglar dvelja þar um lengri eða
skemmri tíma og andarungarnir
eru fleiri en tölu verður á komið.
Það getur því reynst erfitt fyrir
mæðurnar að að halda tölu á ung-
viðinu og það kemur fyrir að ein-
hver verður viðskila við hópinn.
Nokkrir hressir krakkar fundu
einn slíkan í fyrradag við vestur-
bakka tjarnarinnar, hjá barna-
heimilinu Tjarnarborg. Hann
var illa á sig kominn, kaldur og
hélt ekki höfði. Þar sem börnin
stumruðu yfir andarunganum,
kom að James Wilde endurskoð-
andi. „í sameiningu fórum við
með ungann upp á skrifstofuna
mína og reyndum að koma ein-
hverju ætilegu ofan í hann.
Hann var mjög veikburða og við
óttuðumst að olía hefði komist í
fiðrið og eyðilagt fitulagið því
unginn var mjög blautur. Eftir
nokkrar árangurslausar tilraun-
ir til að gefa honum eitthvað í
svanginn, hringdum við i Nátt-
úrufræðistofnunina og Erlingur
Ólafsson leiðbeindi okkur hvern-
ig ætti að fæða hann.“
Sophus Auðunn Sigþórsson
(12 ára), sem var einn af þeim
sem fundu ungann, fór með hann
heim til sín, þar sem hann var
enn mjög máttvana. „Við höfð-
um hann í nógu stórum kassa til
þess að hann gæti hreyft sig og
ég gaf honum, með dropateljara,
brauðmola bleytta í mjólk. Þeg-
ar hann tók að hressast prófaði
ég að setja hann í baðkerið, þar
sem hann undi sér vel og hann
virtist alveg ná sér. Svo hljóp
hann líka um alla íbúðina og var
svo sprækur að við áttum fullt í
fangi með að ná honum aftur.“
Um hádegisbilið í gær var
unganum síðan sleppt aftur út í
sólskinið á tjörninni og ein
andamamman sem svamlaði um
með átta unga lét sig ekkert
muna um að bæta einum við.
Skömmu seinna var ekki hægt
að þekkja hann frá öðrum íbúum
tjarnarinnar. Allir voru hæst
ánægðir með giftusamlega
björgun og þótti James Wilde
hann loksins vera orðinn full-
gildur „endur“skoðandi í orðsins
fyllstu merkingu.
Jarðskjálftakippirnir á Suöurlandi:
Hreytti ónotum í bónda
sinn fyrir brölt í bælinu
Monpinblsðið/Sig. Jónason
Magnea Guðmundsdóttir með sfrit jarðskjálftamælisins, sem sýnir jarðhrær-
ingarnar í gærmorgun.
SelfooBÍ 4. jínl 1985.
ALU3NARPUR jarðskjálftakippur
fannst hér á Selfossi rúmlega sjö í
morgun. Kippurinn fannst mjög
greinilega og margir vöknuðu við
hann. Á jarðskjálftamæli kom fram
röð jarðskjálftakippa á undan og eft-
ir stærsta kippnum.
Það voru margir sem vöknuðu
við stærsta jarðskjálftakippinn
um sjöleytið í morgun. Sumir sem
rætt var við sögðust ekkert hafa
fundið en flestir urðu hans varir
og margir vöknuðu við titringinn.
Á jarðskjálftamæli sem hjónin
Þorfinnur Tómasson og Magnea
Guðmundsdóttir að Artúni 11
hafa umsjón með, komu fram 18
kippir frá þvf kl. sex og fram að
hádegi. Á undan stærsta kippnum
komu nokkrir kippir með stöðugt
lenga millibili fram að hádegi.
Að sögn Magneu kemur alltaf
fram einhver titringur á mælinum
á hverjum degi.
Þegar jarðskjálfti verður hér þá
kemur flestum í hug „Stóri
skjálftinn" sem sagður er vera í
vændum. Hin sfðari ár hefur um-
ræðan aukist um þetta.
Páll Einarsson, jarðeðlisfræð-
ingur hjá Raunvísindastofnun Há-
skólans, sagði í gær að slfkir smá-
kippir hefðu komið annað slagið á
Suðurlandi, síðast í haust þegar
minni háttar jarðskjálftakippir
voru þar. Hann sagði ekkert benda
til að þessir jarðskjálftakippir
væru byrjun á Suðurlandsskjálft-
um, sem þó væri meira en lfklegt
að væru að koma að. Hann sagði
að nú væri 89 ár liðin frá síðustu
Suðurlandsskjálftum en venjulega
liðu 80 til 100 ár á milli skjálft-
anna.
Mörgum varð illa við í morgun
en aðrir snéru sér bara á hina
hliðina og ein frúin sagðist hafa
hreytt ónotum í bóndann fyrir
þetta bölvaða brölt í bælinu.
Sig. Jóns.