Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 37
37 var fjögurra ára gamall. Þetta vor var Ingimundur að ljúka sveins- prófi í vélvirkjun og var hann þá nær fimmtugur. Ingimundur hafði þá unnið við járnsmíði í rúman áratug og fannst áreiðanlega tími til kominn að teljast fullgildur í þeirri grein. Það var ekki algengt á þeim árum að menn á þessum aldri settust á skólabekk og lykju þar námi. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á matsölustað sem þau hjón ráku um árabil í Aðalstræti 12 og enda þótt allur daglegur rekstur hvíldi á herðum Guðnýjar sá Ingimundur ætíð um allt bók- hald o.þ.h. Enn verður breyting á högum þeirra hjóna er þau kaupa jörðina Vatnsenda í Villingaholtshreppi og flytja þangað árið 1966. Bú- reksturinn hvíldi mest á herðum Guðnýjar og Ingimundar Berg- mann en við allt viðhald véla, hey- skap, bókhald o.þ.h. var Ingi- mundur áreiðanlega hinn trausti bakhjarl. Ingimundur og Guðný létu af búskap á Vatnsenda og fluttu til Reykjavíkur 1973. Jafn- framt lét Ingimundur af járn- smíðastörfum en starfaði næstu 10 ár sem lagermaður í Reykjavík- urapóteki. Árin milli 1978 og 1983 urðu Ingimundi þungbær. Dóttir þeirra hjóna, Gróa Valgerður, lést haustið 1978 eftir mjög stutta sjúkdómslegu. Þá hafði Guðný einnig kennt sér þess meins sem síðan varð hennar banamein fjór- um árum síðar, eftir mjög erfitt sjúkdómsstríð. Á þessum árum sýndi Ingimundur einstakt þol- gæði, stundaði vinnu sína og sat langtímum saman við sjúkrabeð konu sinnar. Ingimundur lét af störfum tæplega áttræður og dvaldi síðustu tvö árin á Hrafn- istu þar sem honum leið vel innan um gamla félaga. Þessi ár safnaði hann saman miklum fróðleik um ætt sína og Guðnýjar og lét á síð- asta ári prenta bækling um niðja Arnfríðar Eðvaldsdóttur og Jóns Mikaelssonar, foreldra Guðnýjar. Með Ingimundi Bjarnasyni er fallinn í valinn mikill sæmdar- maður, einn sá traustasti og áreið- anlegasti sem ég hefi kynnst um ævina. Stundum virtist manni sjálfsafneitunin og nægjusemin einum um of, en þegar litið er til baka finnur maður að einmitt þar lá styrkleiki hans. Kröfurnar sem hann gerði til sjálfs sín og ann- arra um orðheldni og heiðarleika voru miklar. Honum var í blóð borin sú seigla, dugnaður og nægjusemi sem íslenska þjóðin þurfti svo mjög á að halda fyrr á öldum. Þessi sterka skaphöfn Ingimundar kom berlega í ljós í MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNl 1985 v umgengni hans við barnabörnin, enda báru þau öll mikla virðingu fyrir afa sínum og elskuðu hann og dáðu' í hvívetna. Ingimundur var mikill verka- lýðssinni og setti verkalýðsbar- átta millistríðsáranna svip sinn á hugsjónir hans. Hann var þar eins og í öðrum málum traustur þeim er hann fylgdi og lítið fyrir að skipta um þær skoðanir sem hann hafði löngu mótað með sér. Ingimundur var bókhneigður maður og víðlesinn, einkum hafði hann yndi af dulrænum frásögn- um og öllu sem snerti sjó og sjó- mennsku. Hann hafði og yndi af hvers konar ævisögum, var manna minnugastur og hafði gaman af að segja frá en það gerði hann þó aldrei, væru viðmælendur fleiri en einn til tveir. Má vera að heyrn- ardeyfa, sem þjáði hann síðari hluta ævinnar, hafi þar háð hon- um, a.m.k. er mér sagt að áður fyrr hafi hann verið hrókur alls fagnaðar í fjölmenni. Eitt af því ljúfasta sem hann gerði í frístund- um var að spila, og þá helzt bridge, og var oft gripið til spila- borðsins fyndi hann grundvöll fyrir spilamennsku. Að leiðarlokum vil ég þakka Ingimundi Bjarnasyni vináttu hans og löng og ánægjuleg kynni svo og það veganesti sem hann hefur gefið börnum mínum með framkomu sinni. Þá óska ég þess að sú trú verði að veruleika, að hann hitti ástvini sína handan móðunnar miklu. Ríkarður Steinbergsson Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Útför PÁLS JÓNSSONAR, fyrrverandi bókavaröar, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. júní kl. 15.00. Jarösett verður í Gufuneskirkjugarði. Fyrir hönd vandamanna, Sæmundur Jónsson. t Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTJANA BALDVINSDÓTTIR, Granaskjóli 27, verður jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 6. júní klukkan 13.30. Haraldur Karlsson, Grétar Karlsson, Hreióar Karlsson, Sigríóur Karlsdóttír, barna- Ingibjörg Árnadóttir, Elísabet Björnsdóttir, Elfn Gestsdóttir, Júlí Sæberg, barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför GRÓUJÓNSDÓTTUR, Dalbraut 21. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks gjörgæsludeildar Borgarspitalans. Guö blessi ykkur öll. Kristján Jóhannsson, Bragi Kristjánsson, Sigurrós Ottosdóttir, Hafsteinn Kristjánsson, Ingunn E. Lárusdóttir, Siguröur J. Kristjánsson, Guörún A. Björgvinsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir, Jón Ármann Sigurjónsson, Jóna Kristjánsdóttir, Gunnar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega alla þá samúö og hjálp sem okkur var sýnd viö andlát og útför fööur mins, sonar, stjúpsonar, sonarsonar og bróöur okkar, LEIFS DAGS INGIMARSSONAR, sem fórst af slysförum 5. maí. Siguröa Kristín Leifsdóttir, Ragna S. Eyjólfsdóttir, Hilmar Albertsson, Elín Jónsdóttir, Guöjón Magnússon, systkini, frændfólk og vinir. f t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍDAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Dæli í Fnjóskadal, Einarsnesi 54, Reykjavík. Daníel Kristinsson, Sveinn Magni Daníelsson, Fanney Dóra Kristmannsdóttir, Halla Daníelsdóttir, Jón Ásbjörnsson, Auöur Daníelsdóttir, Jakob Hjálmarsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróöur míns, KJARTANS GUÐMUNDSSONAR frá Brekkum f Mýrdal. Fyrir hönd okkar systra, Þuríóur Guómundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.