Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985 EVRÖPSK ORRUSTUÞOTA Líkanið á myndinni er af nýrri evrópskri orrustuþotu, sem líklega mun fljúga fyrsta sinn á næsta ári. Gengur flugvélin undir heitinu EFA, og það eru brezku flugvélaverksmiðjurnar British Aerospace sem byggja flaugina, sem nokkur Evrópuríki standa saman að. Líkanið, sem er í fullri stærð, er nú til sýnis á Parísarflugsýningunni. Walesa kveðst veikur og mætti ekki fyrir rétti Udai8k, 4. júní. AP. LECH Walesa boðaði veikindaforföll og mætti ekki sem vitni yfirvalda við réttarhiild yflr þremur leiðtogum Samstöðu, sem sakaðir eru um að hafa kynt undir ólgu í Póllandi með því að hvetja til allsherjarverkfalls. Walesa fordæmdi réttarhöldin og sagði þau „móðgun“ við réttlætið. Danuta Walesa, kona Sam- stöðuforingjans, lagði í morgun fram læknisvottorð í réttarsaln- um, þar sem kom fram að Walesa hefði verið veitt fimm daga leyfi frá vinnu vegna magakvilla og að hann væri of sjúkur til að mæta fyrir rétti. Walesa kvað réttarhöldin reg- inhneyksli og framkomu yfirvalda gagnvart þremenningunum Bogd- an Lis, Adam Michnik og Wladys- law Frasyniuk. Walesa sagði að bæði lögum landsins og réttlæti væri misboðið. Réttarhöldin hefðu verið sett á svið í krafti valds. Vestrænum fréttamönnum hef- ur verið meinaður aðgangur að réttarsalnum, en ættingjar sak- borninganna og fleiri hafa lýst gangi réttarhaldanna. Michnik var fluttur úr réttarsalnum annan daginn í röð. Reyndi hann að koma á framfæri þeirri kröfu sinni að dómurunum þremur yrði vikið frá þar sem þeir neituðu þre- menningunum um réttláta málsmeðferð. Krzysztof Zieniuk yfirdómari greip stöðugt framí fyrir Michnik og heimtaði loks að hann yrði fjarlægður. Walesa var í hópi sjö vitna, sem yfirvöld ætla að kalla til vitnis við réttarhöldin. Fimm vitnanna eru lögreglumenn. Verða fóstureyðingar takmarkaðar í Sviss? 8VISSLENDINGAR ganga að kjörborðinu á sunnudaginn og greiða atkvæði um tillögu um verulega takmörkun fóstureyðinga og bann við sumum verjum, átta árum eftir að róttæk tillaga um rýmkun fóstureyðingalaga var felld með litlum mun. Kaþólskir og íhaldssamir borgarar standa að hinni nýju tillögu um breytingu á stjórn- arskránni og hafa safnað 227.000 undirskriftum. í Sviss nægja 100.000 undirskriftir til að knýja fram þjóðaratkvæði. Veður víða um heim Lægat Haaat Akureyri 7 hálfek. Amaterdam 15 22 heiðakírt Aþena 17 29 akýjað Barcetona vantar Bertin 14 30 heiðakírt Briiasel 13 28 heiðekírt Chicago 8 17 rigning DubUn 10 17 heiðakírt Feneyjar vantar Frankturt 12 27 heiðakírt Genf 10 25 akýjað Heleinkí 5 14 akýjað Hong Kong 26 29 ekýjað Jerúsalem 18 28 akýjað Kaupm.höfn 12 26 heiðakírt Lea Palmaa vantar Liaaabon 15 21 heiðakírt London 11 24 heiðakírt Loa Angelee 14 22 heiðakirt Luxemborg 27 léttak. Malaga vantar Mallorca vantar Miami 26 36 heiðekírt Montreal 6 20 heiðakirt Moakva 6 20 akýjað New York 21 30 akýjað Osló 8 22 heiðakírt París 18 29 ekýjað Peking 18 30 heiðakírt Reykjavík 9 léttak. Río de Janeiro 17 29 akýjað Rðmaborg 15 30 heiðakirt Stokkhólmur 12 23 heiðakírt Sydney 9 17 heiðekfrt Tókýð 20 27 akýjað Vínarborg 15 18 aký|að Þðrahöfn vantar Tilfinningaþrungnar umræður hafa farið fram um tillöguna í margar vikur. Deilt hefur verið um það orða- lag í henni að „líf hefjist við getnað ... “ Stuðningsmenn tillögunnar segja að með þessu orðalagi sé stefnt að því að takmarka fóstur- eyðingar þannig að til þeirra sé aðeins gripið þegar það sé nauð- synlegt til að bjarga lífi móður. Samkvæmt gildandi lögum frá 1942 eru fóstureyðingar leyfðar í Sviss til að koma í veg fyrir að þunguð móðir bíði alvarlegt heilsutjón. Lögunum hefur verið beitt af stöðugt meira frjálsræði á liðnum áratugum. Stuðningsmenn tillögunnar halda því fram að læknisfræði- legar ástæður liggi ekki til grundvallar 95 af hundraði þeirra 15.000 fóstureyðinga, sem framkvæmdar eru í Sviss á ári hverju. Árlega fæðast um 75.000 börn í Sviss. Ríkisstjórnin og báðar deildir svissneska þingsins hafa hvatt kjósendur að fella tillöguna. Kaþólskir biskupar styðja hana, en evangelíska kirkjan er henni mótfallin. Andstæðingar tillögunnar halda því fram að ef hún verði samþykkt muni ólöglegum fóst- ureyðingum fjölga verulega og konur, sem vilji eyða fóstri, muni streyma til annarra landa, þar sem lög um fóstureyðingar séu frjálslegri. Skoðanakannanir gefa til kynna að tillagan verði felld, en þær hafa ekki verið öruggur mælikvarði í Sviss. Tillaga um að fóstureyðingar yrðu leyfðar á fyrstu 12 vikum meðgöngutíma var felld með 70.000 atkvæða mun árið 1977. Græn bók bresku stjómarinnar: Breytingar boðaðar á velferðarkerfinu london, 3. júní. AP. BRESKA stjórnin, sem heldur því fram, að velferðarríkið sé á villigötum, kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á almannatryggingakerflnu. Af þeim má m.a. nefna, að gert er ráð fyrir, að eftirlaun verði söm og jöfn fyrir alla en ekki hlutfall af fyrri tekjum. í grænni bók ríkisstjórnarinn- ar, sem Norman Fowler, trygg- ingaráðherra, segir að sé mesta úttekt á velferðarríkinu síðan Verkamannaflokkurinn kom því á laggirnar árið 1945, er ekkert getið um hugsanlegan sparnað af breytingunum en bresku blöð- in halda því hins vegar fram, að hann sé ekki nema einn milljarð- ur punda af þeim 40 milljörðum, sem tryggingakerfið kostar ár- lega. Tryggingakerfið í Bretlandi gleypir þriðjung fjárlaga ríkis- ins og er það helsta ástæðan fyrir því, að Margaret Thatcher hefur ekki tekist að minnka ríkisútgjöldin og lækka skatta eins og hún þó lofaði. „Breska velferðarríkið er kom- ið út í hreina vitleysu,“ segir í Grænu bókinni. „Frá heims- styrjaldarlokum hefur það vaxið fimm sinnum hraðar en verðlag- ið, tvisvar sinnum hraðar en efnahagskerfið í heild og stefnir í stóraukningu á næstu 40 ár- um.“ Mestu breytingarnar verða á eftirlaununum, sem hingað til hafa miðast við fyrri tekjur manna. Af 56 milljónum manna í Bretlandi eru 12 milljónir á eft- irlaunum, sem að jafnaði nema um hálfum meðallaunum vinn- andi manns og eru mjög oft helmingi hærri en lágmarkseft- irlaun eiga að vera. Hefur Thatcher oft bent á og varað við því, að vegna aukins fjölda aldr- aðs fólks í landinu og minni tekna af Norðursjávarolíunni muni eftirlaunin verða orðin „skelfilegur baggi“ um næstu aldamót. íhaldsmenn leggja til, að kom- ið verði í veg fyrir, að konur yngri en 45 ára og karlmenn yngri en 50 geti fengið eftirlaun og auk þess er lagt til, að fjöl- skyldur, sem alveg eru á fram- færi þess opinbera, fái ekki meiri styrki en nemur lægstu launum vinnandi fólks. Tillögur stjórnarinnar gera ekki ráð fyrir neinum breyting- um á grundvallarbótum úr tryggingakerfinu, sem nú eru nokkuð á fjórða þúsund kr. á viku fyrir hjón með tvö börn, eða á bótum til sjúklinga og fatlaðs fólks. Einnig verða óhreyfðar fastar bætur með hverju barni, sem nema um 370 kr. á viku og eru greiddar jafnt ríkum sem fá- tækum. Um þessar bætur hefur lengi staðið mikill styr enda eru þær skattlausar og kosta ríkið árlega 4,3 milljarða punda. Sameiginlegt markmið með breytingunum er að gera það eftirsóknarverðara fyrir fólk að hafa vinnu en vera á opinberu framfæri. „Kostnaðurinn við velferðarkerfið má ekki verða að því oki, að hann komi í veg fyrir efnahagslegar framfarir, sem einar geta ráðið bót á fátækt- inni,“ sagði í Grænu bókinni. Búist er við miklum og áköfum deilum um tillögur stjórnarinn- ar en þær verða kynntar betur í Hvítri bók síðar á árinu. Stefnt er að því að fyrstu breytingarnar gangi í gildi í apríl árið 1987. Alnæmis- smitfar- aldur í Danmörku Alnæmis-smitfaraldur er kom- inn upp í Danmörku að sögn yf- irmanns alnæmisdeildar Ríkis- spítalans í Kaupmannahöfn, dr. Viggo Faber. Fram að þessu hafa um 50 Danir tekið sjúkdóminn, en 5—10.000 einstaklingar hafa smitast af honum í Danmörku greinist nú eitt alnæmistilfelli í viku hverri, eða tvöfalt fleiri en í fyrra. Alis 20 sjúklingar hafa látist af völdum sjúkdómsins frá því að hann var fyrst greindur fyrir 10 árum. Lundúna- lögreglan sprengir sprengju London, 4. júní. AP. Lögreglan sprengdi sprengju fyrir dögun í morgun í því skyni að eyðileggja aðra sprengju, sem sýrlenskur sendiráðsmaður sá úti fyrir sendiráðsbústaðnum I London, að sögn Scotland Yard. Talsmaður lögreglunnar kvað þar hafa verið um að ræða 4,5 kg tímasprengju og hefði hún verið skilin eftir í rauðum bakpoka á sendi- ráðströppunum. Breughel- verki stolið úr safni í Róm Kóm, 4. júní. AP. Litlu málverki, sem talið er vera eftir flæmska meistarann Peter Breughel, var stolið í dag í ('apitoline-safninu í Róm, stuttu eftir að sýningarsalurinn var opnaður, að sögn framkvæmda- stjóra safnsins. Málverkið „Emmaus-píla- grímarnir“, sem er um 25x10 sm á stærð, var á sínum stað, þegar safnið opnaði kl. níu, en var horfið tæplega klukkutíma síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.