Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985 27 NÝTT HEIMSMET Franski brokkhesturinn Minou du Donjon setti nýtt heimsmet í ensku mfluhlaupi í Solvalla í SvíþjóA í síðustu viku. Þótti þetta frækilega gert, enda vakti atburður þessi mikla athygli. Ekkert vodka hjá Gorbatchev NÝ LÖG um notkun alkóhóls tóku gildi í Sovétríkjunum nú um mán- aðamótin. Góðlátlegt grín var gert að því, að Willy Brandt, formaður vestur-þýskra jafnaðarmanna, heim- sótti Sovétríkin síðast I maí og sagt var að hann vildi fara þangað áður en nýju lögin tækju gildi. En við komu hans til Moskvu vakti það athygli manna að engir sterkir drykkir voru veittir við móttökuna á flugvellinum og vodkað vantaði alveg í kvöldverð- arboði sem Michail Gorbatchev, leiðtogi landsins, hélt fyrir Brandt. Þar var aðeins boðið vín frá Georgíu-ríki. Pótboltaáhugamenn í V-Evrópu tóku eftir auglýsingum á Gorb- atchev-vodka á vestur-þýskum fótboltavöllum skömmu eftir að Gorbatchev tók við völdum í Sov- étríkjunum. Talið var að um nýtt vodka væri að ræða. Nánari könn- un leiddi í ljós að vodkað hafði verið þó nokkuð lengi á markaðn- um en fáir höfðu tekið eftir því fyrr en Michail Gorbatchev tók við forystu í Kreml. —»b SALT n til athugunar hjá Bandaríkjastjórn Akvöröun um framtíð samningsins tekin í vikunni Waahington, 4. júnf. AP. RONALD Reagan forseti og Þjóðar- öryggisráð Bandaríkjanna höfðu það til athugunar í gær, hvort Bandarík- in ættu að halda fast við og fram- lengja SALT II-samninginn, en hann hefur aldrei verið staðfestur. Búizt er við, að ákvörðun verði tekin í málinu í þessari viku. Fyrir þennan fund var talið, að mikill ágreiningur væri milli þeirra George Shultz utanríkis- ráðherra og Caspars Weinberger varnarmálaáðherra varðandi þessa ákvörðun og þær víðtæku afleiðingar, sem hún kann að hafa í för með sér. Larry Speakes, talsmaður for- setans, sagði í gær, að forsetinn nhefði kynnt sér“ drög að endur- skoðun á samningnum, sem samin hefðu verið af starfsmönnum bandaríska utanríkisráðuneytis- ins. Gildistími samningsins renn- ur út 31. desember nk. Áformað er, að „Alaska“, nýj- asti kafbátur Bandaríkjamanna af Trident-gerð, byrji reynslusigl- ingar nú í haust. Þessi kafbátur á að geta flutt 24 eldflaugar, sem draga milli heimsálfa, og þegar hann verður tekinn í notkun, verða Bandaríkjamenn þannig komnir upp fyrir þau mörk, sem gert er ráð fyrir í samningnum varðandi langdrægar eldflaugar. SALT II-samningurinn var gerður í forsetatíð Jimmys Carter, en var hins vegar aldrei staðfestur. Ítalía: Breskir ferðamenn afpanta MíUnó, ÍUIfu, 40. júní. AP. ÞÚSUNDIR Breta hafa afpantað sumarleyfisferðir til Ítalíu eftir að þar fór að gæta andúðar í garð breskra ferðamanna í kjölfar atburðarins í Briissel í síðustu viku, að því er ferðamálayfirvöld sögðu í dag. Carlo Mile, forstjóri ferðamála- ráðs Ítalíu, sagði, að ferðamennirn- ir og margar breskar ferðaskrif- stofur óttuðust hefndaraðgerðir af hálfu ítala vegna harmleiksins á fþróttaleikvanginum í Brússel. f síðustu viku voru breskir áætl- unarbílar og einkabílar skemmdir f ítölskum strandbæjum, sprengju var varpað í átt að breskum skóla f Mílanó og nokkrir Bretar urðu fyrir áreitni í borgum á Norður-Ítalíu. Dario Valle, formaður sambands hóteleigenda á ftölsku Rivierunni, uppáhaldsstað breskra ferða- manna, kvað afpantanirnar „alls staðar verulegar". Á árinu 1984 komu 1,4 milljónir breskra ferðamanna til Ítalíu og var það um 100 þúsundum fleira en árið áður. Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dfsarfell ...... 17/6 Dísarfell ....... 1/7 Dísarfell ....... 15/7 ROTTERDAM: Dísarfell ....... 18/6 Disarfell ....... 2/7 Dísarfell ....... 16/7 ANTWERPEN: Dísarfell ....... 19/6 Dísarfell ....... 3/7 Dísarfell ....... 17/7 HAMBORG: Dísarfell ....... 7/6 Dísarfell ...... 21/6 Dísarfell ....... 5/7 Dísarfell ....... 19/7 HELSINKI: Hvassafell ...... 15/6 LARVÍK: Jan ............. 24/6 Jan ............. 8/7 Jan ............. 22/7 GAUTABORG: Jan ............. 11/6 Jan ............. 25/6 Jan ............. 9/7 Jan ............. 23/7 KAUPMANNAHÖFN: Jan ............. 12/6 Jan ............. 26/6 Jan ............. 10/7 Jan ............. 24/7 SVENDBORG: Jan ............. 13/6 Jan ............. 27/6 Jan ............. 11/7 Jan ............. 25/7 ÁRHUS: Jan ............. 13/6 Jan ............. 27/6 Jan ............. 11/7 Jan .............25/7 GLOUCESTER, MASS.: Jökulfell ....... 19/6 NEW YORK: Jökulfell ....... 21/6 PORTSMOUTH: Jökulfell ....... 22/6 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.