Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985
19
vinnslu Kísiliðjunnar. Ég tel slíkt
mjög óæskilegt."
Með þessum orðum á oddvitinn
trúlega við yfirlýsingar „Samtaka
um verndun Mývatns", sem ég
leyfi mér að vitna stuttlega í. Þar
er sagt, að ef rannsóknir á lífríki
Mývatns og umhverfi þess sýni að
því stafi hætta af — og síðan eru
talin upp fjölmörg atriði, kísilgúr-
vinnsla þar meðtalin, — beri að
stöðva slíkan rekstur, nema breyt-
ingar á honum komi í veg fyrir alla
áhættu. Að stöðva rekstur Kísiliðj-
unnar eða annan rekstur hér á
öðrum forsendum hefur mér vit-
anlega aldrei komið til umræðu.
Markmiðum sínum hyggjast
samtökin ná m.a. með að leita að-
stoðar áhugamanna, stofnana og
samtaka um náttúru- og umhverf-
isvernd, innlendra, sem erlendra,
o.s.frv.
Það, að leita aðstoðar áður-
nefndra aðila við það mikilsverða
verk, sem er verndun Mývatns,
perlu vatnanna, telur oddviti Mý-
vetninga sem sagt mjög óæskilegt.
Ég er ekki trúaðri en gerist og
gengur, en ég segi: Guð hjálpi Mý-
vatnssveit ef þessar og þvílíkar
röksemdir eiga að ráða framtíð
hennar.
Annar viðmælandi blaðsins hélt
því annars vegar fram, að öll
ógæfa Mývatns stafaði af 60—70
cm landrisi með tilheyrandi
grynnkun, en sagði síðan, að „ef
vatnið þyldi 60 cm hækkun á einni
nóttu hlyti það að þola jafn mikla
dýpkun við dælingu á lengri tíma.“
Það er svona málflutningur og
annar álíka, sem kallaður er að
eitt reki sig á annars horn, — og
sem er meginorsökin fyrir „deilum
Mývetninga". Og lái hver sem vill
því fólki, sem ekki er reiðubúið að
selja dýrustu náttúruauðlegð
þjóðarinnar undir hugsanlega tor-
tímingu, fyrir jafn einkennilegan
hugsunarferil og fram kemur í
þeim dæmum, sem hér hafa verið
tilnefnd.
Ef rökhyggja á borð vð þessi
ósköp á að teljast lóð á vogarskál
ákvörðunartöku um málefni Mý-
vatnssveitar sýnist mér ekki van-
þörf á að skaparanum verði lagt
liðsinni við gæslu sköpunarverks
síns, — og sýnt að það liðsinni
verði að koma víðar að en úr Mý-
vatnssveit.
llöfundur er stjórnarmaður í Sam-
tökum um rerndun Mýratns.
markmið sem þjóð. Hvar viljum
við standa eftir 10 ár? í hvað vilj-
um við leggja peningana okkar?
Hver er forgangsröðin? Hvað vilj-
um við? Erum við sátt við þann
fjölda ófæddra, sem skafnir eru út
ár hvert? Er það ekki góð ráðstöf-
un af okkar/ríkisins hálfu að
„fjárfesta" i fleiri börnum. Að
verðlauna þær konur sem eignast
börn með því að veita þeim þann
rétt að vera með börnum sínum í 6
mánuði að fæðingu lokinni, án
þess að þær þurfi að hafa af því
fjárhagslegar áhyggjur.
Jafnrétti
í stað þess að einstök félög eða
kvennastéttir, s.s. hjúkrunarfræð-
ingar, tækju 6 mánaða fæðingar-
orlof upp í samningum sínum
gagnvart ríki og bæjum teldi ég
farsælast í okkar litla landi að
þetta yrðu réttindi sem allar kon-
ar nytu, hvar í stétt sem þær
standa.
Lokaorð
Sex mánaða fæðingarorlof ætti
fyrir löngu að vera komið á hér á
íslandi. Látum þann draum
flestra íslenskra kvenna rætast nú
á þessu ári æskunnar. ófædd ís-
lensk æska, arftaki þessa lands, á
það skilið.
Höfundur er heilsugæsluhjúkrun-
arfræðingur á Þingeyri rið Dýra-
fjörð.
Hewlett Packard stofnar
eigið fyrirtæki á íslandi
Rætt við Frosta Bergsson framkvæmdastjóra
André A. Breukels, forstj. HP í N-Evrópu,
og Reiner Lorenz, sölustj. hjá HP í N-Evrópu
Fyrirtækið Hewlett-Packard setti á stofn eigið fyrirtæki
hér á íslandi fyrir skömmu, en HP-fyrirtækið sérhæfir sig
í framleiðslu tölvubúnaðar og þjónustu sem tengist fram-
leiðslunni.
í tilefni þess að fyrirtækið Hewlett-Packard hefur stofn-
að útibú á íslandi ræddi blaðamaður Morgunblaðsins við
André A. Breukels forstjóra HP í N-Evrópu, Reiner Lorenz
sölustjóra HP í N-Evrópu og Frosta Bergsson
framkvæmdastjóra HP á íslandi.
Við spurðum André hvers
vegna fyrirtækið hafi nú ákveðið
að stofna útibú á íslandi.
Hewlett-Packard hefur á und-
anförnum árum breyst frá því að
vera mjög tæknisinnað yfir í það
að vera meira markaðsdrifið
fyrirtæki. Við höfum því verið
með áætlun um að auka markað
í N-Evrópu og opnun fyrirtækis-
ins hér er í beinu framhaldi af
þessari sókn. Fyrirtækið hefur
um langan aidur haft umboðs-
mann hér á íslandi þannig að við
þekkjum vel til aðstæðna hér og
það eru mörg markaðstækifæri
hér ónotuð.
Þá hefur Hewlett-Packard
verið heppið að geta fengið úr-
vals starfsfólk hér á íslandi og
það auðveldar okkur mjög að
stofna fyrirtæki hér.
Hvað með samkeppnisaðil-
ana?
Við teljum okkur hafa margt
nýtt fram að færa á íslenska
tölvumarkaðnum, bæði á við-
skiptasviðinu sem og tæknisvið-
inu. Við bjóðum mjög vandaða
vöru bæði hvað snertir hugbún-
að og vélbúnað þannig að staða
okkar er sterk.
Hewlett-Packard býður mjög
vandaða viðgerða- og hugbúnað-
arþjónustu hvar sem er í heim-
inum og er það markmið fyrir-
tækisins að vera nr. 1 á því sviði.
Að þessu markmiði verður stefnt
hér á Islandi strax í byrjun.
Hvaða augum lítur þú á fram-
tíð fyrirtækisins hvað hið nýja
fyrirtæki varðar?
Við lítum björtum augum á
framtíðina. Hver stærð fyrir-
tækisins verður hér er erfitt að
spá en við búumst við 20—25%
raunvexti per ár. Þessu mark-
miði hefur verið náð erlendis og
það er engin ástæða til annars
en að svo verði einnig hér. Margt
bendir reyndar til að hér geti
gengið enn betur.
Dæmi um framleiðslu HP?
Fyrir utan tölvuframleiðsluna
sem ég hef áður drepið á þá er
Hewlett-Packard nú stærsti
framleiðandi mælitækja í heim-
inum. Með því að tengja saman
mælitæki og tölvur frá HP hefur
okkur tekist að leysa fjölmörg
vandamál í iðnaði og getum boð-
ið frá einum aðila heildarlausn.
Ýmis sérhæfð mælitæki eru
nú í notkun hér á íslandi t.d. hjá
Pósti og síma. Einnig má nefna
lækningatæki, hjartalínurit og
tæki til þess að mæla ástand
hjarta og lungna. Einnig blóð-
greiningatæki, efnagreininga-
tæki alls konar og tæki til mæl-
ingar á flæði vökva og loftteg-
unda. Tæki frá Hewlett-Packard
voru m.a. notuð á síðustu
Ólympíuleikum við lyfjapróf
íþróttamanna.
Hvernig er fyrirtækið upp-
byggt?
Hewlett-Packard hefur aðal-
stöðvar í Palo Alto í Kaliforníu.
Hjá fyrirtækinu vinna í dag
rúmlega 82.000 starfsmenn. Að-
alstöðvar Hewlett-Packard í
Evrópu eru í Genf í Sviss.
N-Evrópu er síðan stjórnað frá
Amsterdam í Hollandi. Fyrir-
tækið er með verksmiðjur í
Þýskalandi, Englandi, Frakk-
landi og nú bráðlega tekur til
starfa verksmiðja á Spáni.
Hver eru helstu séreinkenni
Hewlett-Packard?
Reiner Lorenz,
sölustjóri HP
í N-Evrópu.
Það er einkum þrennt sem
greinir okkur frá öðrum fyrir-
tækjum í tölvuiðnaðnum. í
fyrsta lagi leggjum við mjög
mikla áherslu á að framleiða
vönduð tæki en fyrir bragðið
getum við ekki stært okkur af
því að vera ódýrastir á mark-
aðnum.
í öðru lagi trúum við á lang-
tíma viðskipti og viljum hafa
traust bönd milli okkar og við-
skiptavina, þannig teljum við að
bestur árangur náist til langs
tíma.
f þriðja lagi, þá er Hewlett-
Packard mjög sterkt fjárhags-
lega. Fyrirtækið hefur stækkað
rúmlega 20% undanfarin ár og
hagnaður verið 8—9 prósent.
Stærsti hluti hagnaðar kemur
frá vörum sem komu á markað-
inn á síðustu tveim árum og það
m.a. sýnir að vöxtur fyrirtækis-
ins er varanlegur.
Að lokum?
Frá Amsterdam er hinum ein-
stöku þjóðum í N-Evrópu þjón-
að. Það gildir einnig um ísland.
Við höfum gott fólk hér sem er
tilbúið að veita aðstoð en ef til
óvenjulegra verkefna kemur þá
standa í raunveruleikanum
meira en 82.000 starfsmenn á
bak við fyrirtækið hér á íslandi.
Þá var Reiner Lorenz spurður
um möguleika tölvustýrðra
teiknikerfa frá HP.
Tölvustýrð teiknikerfi geta
stuðlaö að aukinni framleiðslu
André A. Breukels,
forstjóri HP
í N-Evrópu.
Frosti Bergsson,
framkvæmdastjóri HP
á íslandi.
og gæðum í iðnaði með því að
stytta tíma og kostnað við hönn-
un.
Teiknikerfi gefur verkfræð-
ingum og arkitektum t.d. tæki-
færi að prófa líkön og mæla hag-
kvæmni þeirra án þess að smiða
þau. Hægt er að móta hlutinn að
fullu í tölvunni og setja hann svo
beint í framleiðslu.
Eru þessi kerfi erfið í notkun?
Nei, teiknikerfi frá HP eru
mjög auðveld í notkun. Hægt er
að teikna hús í tveimur eða
þremur víddum, snúa þeim alla
vega og gera breytingar á
skömmum tíma. Með því að hafa
upplýsingar um efniskostnað og
vinnulaun þá er hægt á augna-
bliki að fá fram hvaða kostnað
breytingin hafi í för með sér.
Hver er notkun slíkra kerfa á
íslandi?
Notkunin hefur verið mjög
takmörkuð. Þess vegna var
ákveðið að stuðla að örari þróun
á þessu sviði m.a. með því að
gefa Verkfræðistofnun Háskóla
Islands tölvustýrð teiknikerfi af
fullkomnustu gerð að verðmæti
rúmlega 2 milljónir íslenskra
króna, til þess að stuðla að betri
menntun nemenda á þessu sviði.
Hewlett-Packard telur slíkar
gjafir nauðsynlegar til rann-
sóknar- og tilraunastarfsemi í
háskólunum sem skilar sér síðar
áfram út í þjóðfélagið. HP hefur
um heim allan náið samstarf við
háskóla — t.d. má nefna að verk-
smiðjur fyrirtækisins eru allar
innan við 10 km frá háskóla.
Frosti Bergsson framkvæmda-
stjóri HP á íslandi var spurður
útí skrifstofutækni framtíðar-
innar og hvað Hewlett-Packard
hefði fram að færa á því sviði.
Talað hefur verið um skrif-
stofutækni framtíðarinnar í
mörg ár, sagði Frosti. Nú er sá
tími kominn að tækni þessi er
raunverulega komin inn á hina
almennu skrifstofu. En hvað
köllum við skrifstofu framtíðar-
innar? Jú, það er tækni sem
byggist fyrst og fremst á notkun
tölvu og/eða samtengdra tölva
ásamt hugbúnaði sem eykur
hraða og öryggi í almennri
skrifstofuvinnu.
Hewlett-Packard hefur lagt
mikla áherslu á góð hjálpartæki
á skrifstofuna. Þar eru notuð
HP3000 tölvan, sem er sérstak-
lega hönnuð fyrir viðskipta-
markaðinn og einkatölvurnar
HP150 og HP110 sem er einnig
ferðatölva. Einnig gerir Hewl-
ett-Packard ráð fyrir IBM-
einkatölvum og er ástæðan ein-
faldlega sú að vernda fyrri fjár-
festingar þeirra viðskiptavina
sem áður höfðu keypt IBM-PC.
Hugbúnaðurinn sem keyrður er
á HP3000-tölvunni heitir
HPDESKMANAGER og er
byggður utan um svokallaðan
„rafpóst" eða „tölvupóst" (El-
ectronic Mail).
Hverjir eru helstu eiginleikar
þessa kerfis?
HPDESK, eins og kerfið er
kallað, gefur notandanum mögu-
leika á að velja á milli 10 mis-
munandi liða sem hver um sig
gefur aftur fjölda möguleika.
Fyrst er að nefna það sem venju-
lega er á skrifborðinu, svo sem
„inn-bakka“ og „út-bakka“,
geymslusvæði, listasvæði o.m.fl.
Éinn liðurinn kallast „vinnu-
svæði" og er athyglisverður að
því leyti að þar má tengja önnur
kerfi inn í HPDESK. Þannig má
t.d. nota ritvinnslukerfi, töflu-
reikna eða grafísk teiknikerfi
inn í HPDESK og pota síðan
póstkerfið til að senda gögnin til
annarra notenda í formi texta,
reiknitaflna eða jafnvel mynda.
Hvar er kerfið notað?
Kerfið er víða í notkun, t.d.
notar Hewlett-Packard
HPDESK en það er einkennandi
fyrir fyrirtækið að nota sjálft
sín tæki og sinn hugbúnað. Nú
eru tæplega 40 þúsund starfs-
menn HP tengdir HPDESK í
gegnum tölvunet sem nær yfir
heiminn allan. Kerfið er notað
jafnt innan einstakra skrifstofa
sem og á milli landa eða heims-
hluta. Menntakerfið innan HP
vinnur t.d. þannig að starfsmenn
eru bókaðir á námskeið, fundir
o.fl. gegnum HPDESK.
Hverjir nota kerfið á íslandi?
Fyrir utan skrifstofu Hewl-
ett-Packard á íslandi má nefna
samstarfsaðila innan lífeyris-
sjóðanna og verkalýðsfélaganna
hér á landi. Þeir munu nota
HPDESK milli skrifstofa sinna
um allt land. í Reykjavík er
miðja kerfisins, stærsta tölvan
innan HP3000-fjölskyldunnar og
síðan eru einkatölvur og skjáir
annarstaðar og nú þegar hefur
bæst önnur HP3000-tölva við
kerfið. Þannig munu hundruð
starfsmanna innan þessara
hreyfinga hafa ódýr og örugg
samskipti sín á milli. Við von-
umst einnig til þess að aðrir
viðskiptavinir okkar sem keypt
hafa HP3000-tölvur nýti sér
þessa möguleika þar sem sýnt
hefur verið fram á að mögulegt
er að auka verulega afköst á
skrifstofunni með þessari tækni,
sagði Frosti.