Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985 Tilraunir til að svæfa bjórinn segir Stefán Benediktsson þingmadur um meðferð þess í efri deild MÁLNMEÐFERÐ sú sem bjórfrumvarpið fær nú í allsherjarnefnd efri deild- ar Alþingis bendir til þess að ákveðnir þingmenn hafi í hyggju að hindra að frumvarpið komi til atkvæðagreiðslu í deildínni. Þetta er m.a. skoðun Stef- áns Benediktssonar, eins flutningsmanna frumvarpsins, en hann greindi blaðamanni Morgunblaðsins frá þvi í gær, að á fundi nefndarinnar í gær, hefði verið rætt við nokkra sérfræðinga og enn væri eftir að ræða við þó nokkra menn og skoða gögn. Nokkrir þingmenn efri deildar íhuga nú flutning breytingar- eða frávísunartillögu við bjórfrum- varpið. Ragnar Arnalds (Abl) tók fram, er blaðamaður Morgun- blaðsins spurði um þetta efni i gær, að enn væri óráðið hvert form yrði á tillögunni sem og hverjir flutningsmenn yrðu. Hann sagði það hins vegar sína skoðun að þjóðaratkvæði ætti að fara fram um þetta mál, bæði vegna hefðar og fordæmis um almennar atkvæðagreiðslur um áfengismál og vegna þess að mjótt væri á mununum i afstöðu til þessa um- deilda máls á þingi. Við afgreiðslu neðri deildar Alþingis á bjór- frumvarpinu var felld breyt- ingartillaga Karvels Pálmasonar (A) þess efnis að heimild til sölu á meðalsterku öli kæmi ekki til Óákveðið með sýn- ingarstað KVIKMYNDIN „A View to a Kill“ var sýnd aöstandendum kvikmynda- húsa og blaðamönnum í fyrrakvöld í Laugarásbíói, en sem kunnugt er var hluti byrjunaratriðis hennar kvik- myndaður við Jökulsárlón sl. sumar. Mike Maccklesfield, frá United Int- ernational Pictures kom hingað með myndina, en fyrirtækið er dreifingar- aðili utan Bandaríkjanna fyrir Uni- versal Pictures, Paramount, MGM og United Artists. Enn er óvíst í hvaða kvikmynda- húsi nýja James Bond myndin verð- ur sýnd, en ástæða fyrir komu Maccklesfield var m.a. að endur- velja íslensk kvikmyndahús sem umboðsmenn dreifingarfyrirtækis- ins. Til þessa hefur það dreift mynd- um til Laugarásbíós, Háskólabiós, Tónabíós og Nýja bíós, en hyggst nú fækka um eitt. Að sögn Grétars Hjartarsonar hjá Laugarásbíói er um að ræða að fyrirtækið bæti við nýju kvikmyndahúsi sem hefur á að skipa fleiri en einum sal, og kæmi það þá í stað Tónabíós og Nýja bfós. Það, hvaða kvikmyndahús verður fyrir valinu, ræðst væntanlega í dag og þá í framahaldi af því, hvert þeirra þriggja kemur til með að sýna 007 í íslensku umhverfi. framkvæmda nema að undan- gengnu samþykki meirihluta í þjóðaratkvæði. „Ég held, þrátt fyrir þetta, að frumvarpið verði afgreitt frá nefndinni til þingdeildarinnar, en ég á ekki von á því að þingdeildin ljúki afgreiðslu. Hugsanleg dagskrártillaga Ragnars Arnalds, um að vísa málinu frá, getur einn- ig haft áhrif þar á,“ sagði Stefán Benediktsson í gær, „auk þess sem það hefur heyrst að Alþýðuflokk- urinn hafi í hyggju að flytja breytingartillögur við frumvarp- ið.“ Stefán var spurður hvernig hann túlkaði þá afgreiðslu sem frumvarpið fengi nú í allsherjar- nefndinni, svo og hugsanlega frá- vísunartillögu Ragnars Arnalds: „Ég held að það megi fyllilega túlka það sem svo að menn séu bæði leynt og ljóst að hægja þann- ig á afgreiðslu málsins, að menn þreytist á því á síðustu dögum þingsins og leggi það til hliðar," sagði Stefán, „því eins og menn töluðu digurbarkalega um það í fyrra að það væri hlutverk Al- þingis að setja lög um þetta, en hafa ekki þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess eins að tefja afgreiðslu málsins, þá nota menn bara öfuga aðferð í dag, til þess að ná sama tilgangi — að tefja afgreiðsluna." MorgunblaÖið/Emilía Halldóra Ásgeirsdóttir og Kristín Sigurðardóttir á vinnustofunni í Þjóðminjasafninu. Fyrir framan þær má sjá nokkra af þeim postulum sem prýða altaristöflu Hólakirkju. Viðgerð hafin á altaristöflu Hólakirkju „ÞAÐ ER ERFITT að segja fyrir um hvað viðgerðin tekur langan tíma en hún er afar tímafrek," sagði Hall- dóra Ásgeirsdóttir forvörður á þjóð- minjasafninu. þegar Morgunblaðið innti hana eftir viðgerð á altaristöflu llólakirkju sem er nýhafin. „Ég ásamt Kristínu Sigurðardóttur for- verði erum nýbyrjaðar á verkinu en Karsten V. Larsen, sem hefur starf- að í 11 ár við viðgerðir á kirkjumun- um, kom hingað í stutta heimsókn og leiðbeindi okkur hvernig best væri að standa að viðgerðinni.“ Altaristaflan er flæmsk að upp- runa og kom til landsins í tíð Jóns biskups Arasonar . „Þessi altar- istafla er mjög sérstök að því leyti aö upprunalega málningin hefur fengið að haldast, en það gerðist mjög oft að málað var ofan í upp- runalegu myndina til að breyta litasamsetningunni eftir tísku hverju sinni eða til að bæta skemmdir. Fyrst var sett krftar- lag á tréð til að jafna yfirborðið og binda málninguna og síðan málað yfir.“ Orsakir skemmdanna taldi Halldóra vera af tvennum toga. I fyrsta lagi breytist bindiefnið í krítarlaginu með tlmanum þannig að holrúm myndast milli mynd- flatar og trésins. I annan staö væri það alþekkt vandamál með listaverk úr tré að viðurinn skryppi saman eða þendist út við mismunandi rakastig. „Þegar settur var hiti í Hólakirkju, skrapp viðurinn saman þannig að sprungur komu í myndflötinn. Nú er hitinn orðinn stöðugur í kirkj- unni og viðurinn hefur jafnað sig, þannig að þær skemmdir sem hugsanlegar urðu vegna hitans eru þegar komnar fram, en þar sem við skoðuðum ekki töfluna áður en hitinn var settur á, getum við ekki sagt fyrir um að hversu miklu leyti skemmdirnar eru af þessum völdum. Vængirnir eru einnig mjög þungir og aldrei hef- ur verið nein brík undir til að styðja við þá. Taflan hefur því skekkst og sprungur komið í miðhlutann sem einnig verður gert við. Hefði viðgerðin dregist öllu lengur, segjum í tvö þrjú ár, hefði taflan eyðilagst alveg. Við erum núna að vinna við hægri væng hennar sem var verst farin og áætlum að hver postuli taki um einn mánuð, en þeir eru sex á hvorum væng, auk tveggja lftilla mynda." Um það hvernig viðgerðin yrði fjármögnuð sagði Halldóra að reynt yrði að fá fjárveitingu fyrir henni á næsta ári. „Þegar unnið er að jafn brýnu verkefni sem þessu er nauðsynlegt að geta ein- beitt sér að þvf, en slíkt hefst ekki nema með auknu fé,“ sagði Hall- dóra að lokum. Til skýringar má geta þess að „forvörður” er starfsheiti þeirra sem sérmennta sig f viðgerðum á safnmunum. „Semjum ekki við stjórnarand- stöðuna um framgang þingmálau segir Steingrímur Hermannsson, og telur enn óvfst hvenær þingi verður slitið GAGNRÝNISRADDIR úr herbúðum stjórnarandstöðunnar vegna þess að enn liggur ekki fyrir endanlegur listi þeirra þingmála sem forsætisráðherra mun leggja áherslu á að fái afgreiðslu á þessu þingi, verða æ háværari. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra sagði af þessu tilefni í gær: „Við höfum farið yfir það á hverjum ríkisstjórnarfundi, hvað við viljum leggja áherslu á, en ég bef sagt það, og stend við það, að ég hef ekki viljað vera I neinum samningum um það við stjórnarandstöðuna hvaða mál verða afgreidd á þinginu. Það er ef til vill óvenjuleg afstaða, en ég met það svo, að ekki sé ástæða til slíkra samninga." Forsætisráðherra sagðist mundu leggja mikla áherslu á að frum- vörpin um nýsköpun, þróunarfélag, sjóði atvinnuveganna og Byggða- stofnun, hlytu afgreiðslu á þessu þingi. Þessi frumvörp hefðu verið mjög lengi f undirbúningi, og sá undirbúningur hefði verið mjög it- arlegur af hálfu stjórnarflokkanna. „Ég sé þvf ekki ástæðu til annars, en þessi frumvörp eigi að geta farið í gegn,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra sagðist jafn- framt vonast til þess að útvarps- lagafrumvarpið færi f gegn á þessu þingi, svo og frumvarpið um við- skiptabanka og sparisjóði. Hann sagðist vonast til þess að það lægi fyrir nú um næstu helgi, hvaða mál yrði endanlega ákveðið að afgreiða á þessu þingi. Forsætisráðherra var spurður hvort hann teldi að þingi yrði slitið fyrir 17. júní, eins og talað hefur verið um: „Ég skal ekki segja um það á þessari stundu, það ræðst af því hversu duglegir menn verða á næstu fjórum dögum eða svo. Ég vek athygli á því að efri deild Al- þingis er ekki með neinn fund f dag, og lauk störfum mjög snemma í gær. Þó er fjöldinn allur af málum í nefndum hjá efri deild. Mér sýnist að af því megi merkja að mönnum liggi ekki mikið á að ljúka þing- störfum." Mál grimaða fálkaeggjaþjófsins, Christian Krey: Rannsókn á ferðum tveggja einkaflugvéla frá Akureyri Rannsóknarlögreglumenn úr Reykjavík fóru til Akureyrar í gær til að rann- saka ferðir tveggja einkaflugvéla sem fóru frá Akureyri um svipað leyti og Uhristian Krey, Vestur-Þjóðverjinn sem grunaður var um stuld á fálkaeggjum í Aðaldal, fór úr landi. Rannsókn á því hvort fálkaeggjum eða ungum hafi verið smyglað úr landi með þessu móti er hluti af rannsókn á nokkrum þáttum Krey-málsins sem ríkissaksóknari hefur óskað eftir að verði athugaðir nánar. Christian Krey fór með áætlun- arvél til Lúxemborgar að morgni 5. maí sl. Vélarnar sem nú er verið að athuga fóru frá Akureyri að kvöldi þess dags og daginn eftir. Klukkan 10.30 að morgni sunnudagsins lenti einkaþota á AkUreyrarflugvelli. Samkvæmt upplýsingum Gísla Jónssonar forstjóra Ferðaskrif- stofu Akureyrar kom með henni hópur ferðaskrifstofufólks frá Nor- egi, þ.e. eigandi norskrar ferða- skrifstofu, nokkrir Norðmenn með honum og Bandaríkjamaður sem var að hætta störfum hjá ferða- skrifstofunni. Ferðin var farin í til- efni starfsloka Bandaríkjamanns- ins. Gísli sagði að ferðaskrifstof- ufólkið hefði farið í skoðunarferð í Mývatnssveit í fylgd með íslensk- um leiðsögumanni og bílstjóra, sem aldrei hefðu vikið frá þeim. Fór vélin í loftið aftur kl. 19.15 áleiðis til Jótlands í Danmörku. Mánudaginn 6. mai fór einka- flugvél Bílaleigu Akureyrar frá Akureyri til Cardiff í Wales. Skúli Ágústsson einn eigenda Bilaleig- unnar sagði að annar eigandi fyrir- tækisins hefði verið að fara á sýn- ingu hjá verksmiðju sem framleiðir varahluti í Land-Rover bíla en Bílaleigan er með umboð fyrir þessa tegund bíla á Norðurlandi, og flytur þá m.a. inn beint frá Bret- landi. Skúli sagði að á meðan vélin hefði verið í loftinu hefði rann- sóknarlögreglumaður á Akureyri haft samband við sig til að spyrjast fyrir um ferðir vélarinnar. Hann hefði þá þegar óskað eftir því við lögreglumanninn að gerð yrði sér- stök tollskoðun við komu flugvélar- innar til Cardiff. Hann taldi þó að það hefði ekki verið gert. Gerð var skýrsla um þessar ferðir vélanna og gætu þær verið ástæður óskar ríkissaksóknara um frekari rann- sókn. Arnar Guðmundsson deildar- stjóri hjá Rannsóknarlögreglunni vildi ekki staðfesta að rannsókn á ferðum flugvéla frá Akureyri færi fram. Hann vildi aðeins segja um þetta mál að niðurstöður rann- sóknarinnar á brottför Christian Krey hefðu verið sendar ríkissak- sóknara til ákvörðunar og hann síðan beðið Rannsóknarlögregluna að kanna nánar nokkra þætti í tengslum við málið. Rannsóknin væri á byrjunarstigi og ekkert hægt að segja um framvindu henn- Barist í Eyjum FIMM skákmenn berjast í efstu sæt- um alþjóðlega skákmótsins í Vest- mannacyjum. Helgi Ólafsson, W. Lombardy og Karl Þorsteins voru efst- ir eftir 7. umferðina sem tefld var í gær en áður en biðskákum var lokið, með 5 vinninga. Jóhann Hjartarson og A. Lein voru með 4Vi vinning og betri stöðu í biðskákum þannig að þeir áttu góða möguleika á að komast upp fyrir þá þrjá efstu eftir biðskákirnar sem tefla átti seint í gærkvöldi. (Jrslit í 7. umferð urðu þessi: Karl vann Plaskett, Jón L. vann Braga Kristjánsson, jafntefli varð hjá Guð- mundi Sigurjónssyni og Jóhanni Hjartarsyni og Helga og Lombardy. Óljós biöstaða var I skák Björns Karlssonar og Ingvars Ásmunds- sonar, Short var með betri stöðu I biöskák gegn Ásgeiri Þ. Árnasyni og Lein var með betri stöðu gegn Tis- dal. I 6. umferð sem tefld var i fyrra- dag urðu úrslit þessi: Helgi vann Ingvar, Jón L. vann Plaskett, Short vann Karl og Ásgeir vann Björn. Jafntefli gerðu Lombardy og Lein, Tisdal og Guðmundur og Jóhann og Bragi. Jóhann á biðskák úr 5. umferð gegn Plaskett og hefur Jóhann betri stöðu. Mótið í Eyjum er mjög líflegt og skemmtilegt eins og sést á baráttu efstu manna. Jóhann og Karl eiga möguleika á að ná 9'A vinningi sem gefur áfanga að stórmeistaratitli. Jóhann fengi stórmeistaratitil ef hann næði þessum árangri en Karl 1. áfanga að slíkum titli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.