Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985 7 Sinfóníuhljómsveit íslands: í tónleikaferð um Austurland Heldur tónleika á Kjarvalsstöðum BRYNJA Guttormsdóttir, pí- anóleikari, heldur tónleika á Kjarvalsstöóum fóstudaginn 7. júní næstkomandi og hefjast þeir klukkan 21.00. Á Kjar- valsstöðum stendur nú yfir sýningin „Kæra Reykjavík“ og myndar hún umhverfi tónleik- anna. Á efnisskránni eru „Þrjár Gnossiennes“ eftir Erik Satie, Fantasía í C-dúr opus 17 eftir Robert Schumann og „Myndir á sýningu“ eftir M. Moussorgsky. Brynja Guttormsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún stund- aði nám í einkatímum hjá Helgu Laxness og Jórunni Við- ar. í Tónlistarskólanum í Reykjavík voru kennarar henn- ar Rögnvaldur Sigurjónsson og Árni Kristjánsson og lauk hún píanókennaraprófi frá skólan- um vorið 1969. Árið 1970 hóf Brynja nám við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi og lauk þaðan prófi vorið 1973. Hún stundaði einkanám hjá prófessor Gunn- ar Hallhagen 1976—78. Brynja hefur stundað kennslu um árabil, lengst af hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Brynja Guttormsdóttir Varði doktorsritgerð við land- búnaðarháskólann í Ultuna Landsmálafélagið Vörðun Fundur um stjórnmála- ástandið Landsmálafélagið Vörður held- ur fund um stjórnmálaástandið f þinglok, fimmtudaginn 6. júní kl. 20.30, i Sjálfstæðishúsinu Valhöll við Háaleitisbraut. Frummælend- ur verða: Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisfiokksins, og Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisfiokksins. Sjálfstæðis- fólk er hvatt til að fjölmenna. Róbert Hlöðversson NÝLEGA VARÐI Róbert Hlöðvers- son doktorsritgerð sína „Methods for estimating and preventing storage losses in moist hay“, við landbúnað- arháskólann í llltuna, Svíþjóð. Ritgerðin byggir á fjögurra ára rannsóknum við háskólann, og fjallar um skemmdir í heyi við geymslu, aðferðir til að mæla skemmdirnar og leiðir til að hindra þær. I ljós kom að helstu skaðvaldarn- ir eru ýmislegir myglusveppir. Þeir breyta efnainnihaldi fóðursins þannig, að hlutur verðmætustu næringarefnanna minnkar, en í DAG, miðvikudaginn 5. júní, leggur Sinfóníuhljómsveit íslands upp í tónleikafor til Áusturlands og mun leika á eftirtöldum stöðum: Miðvikudaginn 5. júní á Egils- stöðum kl. 21.00, fimmtudaginn 6. júní á Fáskrúðsfirði kl. 21.00, föstudaginn 7. júní á Seyðisfirði kl. 21.00, laugardaginn 8. júní á Vopnafirði kl. 17.00, sunnudag- inn 9. júní á Neskaupstað kl. 15.30, sunnudaginn 9. júní á Eskifirði kl. 21.00, mánudaginn 10. júní á Höfn, Hornafirði kl. 21.00. Á efnisskránni er Egmont for- leikurinn eftir Beethoven, 5 hlutfall torleystari efna, svo sem trénis, eykst að sama skapi. 1 öðru lagi myndast í fóðrinu eiturefni sem geta valdið heilsutjóni á mönnum og búpeningi. 1 þriðja lagi étur búpeningur einnig minna af skemmdu fóðri, þannig að arðsemi dýranna minnkar. Höfundur ritgerðarinnar er fæddur 30. október 1950. Foreldrar nans eru Hlöðver Kristjánsson og Ester Jónsdóttir. Róbert lauk stúd- entsprófi frá M.R. 1973 og B.Sc. prófi frá búvísindadeild Bænda- skólans á Hvanneyri 1977. Hann er kvæntur Ingibjörgu Garðarsdóttur og eiga þau þrjú börn. þættir úr L’Arlesienne svítum eftir Bizet, óperuaría eftir Verdi, lög úr ýmsum óperettum sungin og leikin, svo og íslensk sönglög. Hljómsveitarstjóri í þessari ferð er Karolos Trikolidis, en hann er af grískum ættum, fæddur í Austurríki 1947. Hann stundaði nám m.a. við Mozarte- um í Salzburg og við tónlistar- háskólann í Vín, lagði sig eftir fiðluleik og tónsmíðum og lék auk þess á ásláttarhljóðfæri. Tvítugur að aldri þreytti hann frumraun sína sem hljómsveit- arstjóri í Aþenu og helgaði sig því starfi eftir það. Meðal kenn- ara hans í hljómsveitarstjórn voru Hans Swarowsky og Bruno Maderna, en einnig hefur hann starfað með Sir Adrian Boult, Herbert von Karajan og Leonard Bernstein. Hann hefur unnið ýmis eftirsótt verðlaun og stjórnað tónleikum og óperusýn- ingum í mörgum löndum austan hafs og vestan. Hann er nú fast- ur stjórnandi við ýmis óperuhús í Þýskalandi og ennfremur við Ríkisóperuna í Aþenu og við grísku útvarpshljómsveitina. Trikolidis stjórnaði Sí á tónleik- um 15. nóvember sl. og einnig 18. apríl þegar hann hljóp í skarðið fyrir Jean-Pierre Jacquillat með stuttum fyrirvara. Einsöngvarar verða óperu- söngvararnir ólöf Kolbrún Harðardóttir og Sigurður Björnsson en þau þarf vart að kynna nánar. * (FrétUlilkynnmg) Fyrir meðlimi Norræna féiagsins 2. SERTILBOÐ Osló - Flug og bíll í viku. Verð frá kr. 13.961.* Flug, bíll og sumarhús í viku verð frá kr. 14.941.-* Brottför: 11/6 (uppselt), 25/6, 16/7 og örfá sæti 6/8. Gautaborg - Flug og bíll í viku. Verð frá kr. 14.446.-* Flug, bíll og sumarhús í viku verð frá kr. 16.451.-* Brottför: 13/8. * Verð pr. marm miðað við 4 í bíl og sumarhúsi. Flugvallarskattur er ekki innifalirm. Barnaafsláttur: Osló: Kr. 6.000.- fyrir 2-11 ára. Gautaborg: Kr. 6.500.- fyrir 2-11 ára. FLUG OG BILL FRÁ KR. 12.746.- Ferðaskrifstofan Úrval býður félögum í Norræna félaginu sérlega ódýra og heppilega ferðamöguleika til tveggja borga á Norður- löndum, - Oslóar og Gautaborgar. 1. MINIPAKKI Flug út og heim ásamt bílaleigubíl í 3 daga. Osló - Verð frá kr. 12.746.-* Brottför: 25/6, 5/7 og 11/7. Gautaborg - Verð frá kr. 13.763.-* Brottför: 13/8. * Verð pr. mann miðað við 4 í bíl. 3. ÞU RÆÐUR Osló og Gautaborg þurfa ekki að vera annað en upphafsstaðir skemmtilegrar sumardvalar. Bílaleigubíll opnar leiðir vítt og breitt um Norðurlöndin, á milli tjaldstæoa, sumarhúsa eða hótela í Noregi, Svíþjóð eða Danmörku. Þar að auki verða farnar sérstakar 12 og 16 daga rútuferðir frá Osló um Norðurlöndin 11/6, 25/6, 16/7 og 6/8. Og svo er sr. Ágúst Sigurðsson byrjaður að lóðsa landa sína um Tslendingaslóðir í Keben. Hann verður á ferðinni alla þriðjudaga í sumar. FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL Norræna Fl&agið Ferðaskrifstofan ÚrvalviðAusturvöll, sími (91)-26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.