Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985 43 Skákmótið í Vestmannaeyjum: Helgi, Lein og Lombardy efstir Skák Margeir Pétursson JÓHANN Hjartarson stendur í ströngu á alþjóðlega skákmótinu í Vestmannaeyjum. Flestar skákir hans í fyrstu sex umferðunum hafa farið í bið og nú á hann tvær bið- skákir á meðan öllum öðrum skák- um er lokið. Jóhann stendur betur í biðskák sinni við Englendinginn Plaskett, þar hefur hann peð yfir í hróksendatafli, en hins vegar er biðskák hans við Braga Kristjánsson úr sjöttu umferð tvísýn og má Jó- hann prisa sig sælan með jafntefli. Nái Jóhann einum og hálfum vinningi út úr biðskákum hefur hann náð forystunni, en staðan að loknum sjö umferðum var þannig: I. —3. Helgi, Lombardy og Lein 4'Æ v. 4.-5. Karl og Tisdall 4 v. 6. Jóhann 3lÆ v. og 2 biðskákir. 7. -8. Guðmundur og Jón L. 3V4 v. 9. Short 3 v. 10. Ásgeir 2'á v. II. Ingvar lVi v. 12. Bragi Vfe v. og biðskák. 14. Plaskett 0 v. og biðskák. Úrslit í sjöttu umferð: Jón L. — Plaskett 1—0 Short — Karl 1—0 Björn — Ásgeir 0—1 Ingvar — Helgi 0—1 Lein — Lombardy V4 — VV Tisdall — Guðmundur VV — VV Jóhann — Bragi biðsk. Enski alþjóðlegi meistarinn Plaskett hefur 2495 ELO-stig, tvo áfanga að stórmeistaratitli og hugðist ná þeim þriðja og siðasta á mótinu í Vestmannaeyjum. En þessi draumur Englendingsins hefur snúist upp í hræðilega martröð, hann hefur nú fimm töp á bakinu og verri biðstöðu eftir aðeins sex umferðir. Taflmennska hans virðist jafnvel fara versn- andi og um þverbak keyrði í fyrra- kvöld gegn Jóni L., eftir aðeins sjö leiki var staða Englendingsins i raun og veru vonlaus: Hvítt: Jón L. Árnason Svart: James Plaskett Framúrstefnuvörn 1. e4 — g6, 2. d4 — Bg7, 3. Rc3 — d6, 4. f4 — Rc6!?, 5. Be3 — Rf6, 6. h3 — b6?? Byrjun Plasketts er í Englandi nefnd Nútímavörn (Modern def- ence) og í hávegum höfð þar. Aðal- regla þeirrar byrjunar er að láta sem miðborðið skipti engu máli og hafa margir kappar sprengt sig á að reyna að refsa svörtum fyrir tiltækið. Síðasti leikur Plasketts er hins vegar grófur afleikur, sem tapar þvingað. Betra var 6. — O—O eða 6. — a6!? 7. Bb5! — Bd7, 8. e5 — Rg8, 9. Df3! — Rb4, 10. Bxd7+ — Kxd7, 11. O- 0-0 — Rh6, 12. g4 — e6, 13. «3 — Rc6, 14. Rge2 — Re7, 15. d5 — a6. Þór hafa teflt stórskemmtilegar skákir á Vestmannaeyjamótinu, hvort sem þeir hafa unnið eða tap- að. Eftirfarandi skák teflir Ásgeir af geysilegum þrótti og hikar ekki við að fórna liði til að komast í návígi við kóng andstæðingsins. Ingvari fatast vörnin, en þegar Ásgeir á aðeins eftir að negla síð- asta naglann leikur hann ljótsta afleik mótsins: Hvítt: Ásgeir Þór Árnason Svart: Ingvar Ásmundsson Frönsk vörn 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. e5 — c5, 4. c3 — Rc6, 5. f4!? Þessi leikur er ekki til í bókun- um, enda verður hvíta staðan líka í það losaralegasta i framhaldinu. 5. - Rh6!?, 6. Rf3 — cxd4, 7. cxd4 — Db6, 8. Bd3 — Bd7, 9. OO — Rxd4, 10. Khl — Rdf5, 11. De2 — Bc5, 12. Rc3 — OO, 13. Rg5 — g6. Ingvar teflir of hægfara, en Ásgeir hins vegar of hvasst. Vopnaviðskiptin verða líka sögu- leg. 14. g4 — Re7, 15. Dg2 — Kg7, 16. Dh3 — Hh8, 17. Hf3 — Rhg8, 18. Dg2 — (5!, 19. gxf5 — exf5, 20. e6! — Be8. Ekki 20. — Bxe6?, 21. Ra4 og svartur tapar manni. 21. Bd2 — Rf6, 22. Hel — Re4! Þessi negling lokar mörgum sóknarleiðum fyrir hvít, en Ásgeir er staðráðinn í að halda áfram sókninni hvað sem það kostar: 23. Rcxe4! — dxe4, 24. Bxe4 — fxe4, 25. Hxe4 — Hf8? Svartur hefur engan tíma í því- líkan munað. Nauðsynlegt var 25. — Rf5!, 26. Bc3+ — Kg8 og hvítur er ekki öfundsverður, því svartur lumar á hótuninni 27. — Bc6, sem leppar allt hvíta stórskotaliðið eins og það leggur sig. 26. Bc3+ — Kg8, 27. Hh3 — Rd5. 27. — h5 má auðvitað svara með 28. Hxh5! 28. Hxh7 — Rxc3, 29. Dh3! Keppendur voru nú komnir í geigvænlegt tímahrak og hvíta sóknin óstöðvandi. 29. — Dd6, 30. Hh8+ - Kg7, 31. Dh6+ — Kf6, 32. Hxf8+ — Dxf8. 33. Dxf8+?? Eftir 33. Rh7+ tapar svartur ekki aðeins drottningunni, heldur verður hann einnig fljótlega mát. Ásgeir útskýrði þennan hræðilega afleik sinn þannig að honum hefði sézt yfir svarta biskupinn á c5 og haldið að svarta drottningin væri óvölduð. Hann átti rúmlega mín- útu eftir þegar hann lék afleiknum^ mikla. 33. — Bxf8, 34. bxc3 - Bc6, 35. Kgl — Bxe4,37. Rxe4 — Kf5,38. Rg5 — Be7. Og hvítur gafst upp. val af áklæðum BÓLSTRU ÁSGRÍMS Bergstaðastræti 2, Sími 16807, HEFÐBUNDNA SPARISKÍRTEINIÐ STENDUR ALLTAF UPP ÚR. Gamla góöa hefðbundna spariskírteinið hefur öðlast óbifanlegan sess hjá þeim sem þurfa að varðveita fé og um leið fá ríkulega ávöxtun. Traust eins og klettur stendur það, þó að verðlagið veltist og kollsteypist allt í kring. Það veitir alltaf sína háu vexti (nú 7%) ofan á fullkomna verðtryggingu, sem þýðir að ársávöxtun jan. - apríl sl. var 5631% NEFNDI EINHVER BETRI KOST? Sölustaðir eru: Seðlabanki íslands, viðskiptabankamir, sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.