Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. JÚNt 1985 51 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS - uM-ua Er íslenskan ekki nógu fín í skemmtiþætti sjónvarpsins? Vonsvikinn sjónvarpsáhorfandi skrifar: Mánudagskvöldið 27. maí, ann- an í hvítasunnu, sat ég sem oftar með fjölskyldu minni fyrir framan skjáinn og fylgdist með útsend- ingu íslenzka ríkisútvarpsins/- sjónvarps. Eftir fréttirnar var aldrei þessu vant á dagskránni nýr íslenzkur þáttur, sem kynntur var sem „skemmtiþáttur með söng, hljóðfæraslætti og gaman- málum“. Titillinn nægði til að draga úr eftirvæntingunni, en strax og þátturinn byrjaði hækk- aði fyrst verulega í mælinum. Það leið heldur ekki á löngu unz manni fannst mælirinn orðinn yfirfullur og þegar þættinum lauk loks, átt- um við öll, sem á þetta horfðum, ekki orð til yfir þvílíka „skemmt- un“. Til að byrja með var leikur og framkoma allra þeirra er þarna birtust svo fádæma lélegur og óeðlilegur að við áttum erfitt með að trúa því, að þetta væri ekki frumraun fjölmiðlaklúbbs Grænu- borgar heldur sjónvarpsþáttur unninn af færustu fagmönnum landsins á þessu sviði (?), starfs- mönnum ríkissjónvarpsins. En það sem tvímælalaust sló allt út var yfirgangur enskunnar. Hver einasti söngtexti sem sunginn var, var á ensku! Einhversstaðar heyrði ég það, að 50% alls þess efnis sem sýnt er í ríkissjónvarp- inu væri á ensku, um 25% á öðrum erlendum málum og um 25% á ís- lenzku. Með hliðsjón af þessum tölum þykir mér það ærið skrítið að þá sjaldan að fé fæst til að búa til íslenzkt efni, er það allt á ensku. Ef þessu heldur áfram er lítil ástæða að óttast að efni hinna til- vonandi „frjálsu" sjónvarpsstöðva verði á lægra menningarstigi en efni RUV, ef þetta er sá gæða- flokkur sem ríkið býður upp á. Er eitthvað að í Efstaleitinu? Gunnar H. Ársælsson skrifar: „Loksins getur maður hlustað á almennilega tónlist allan daginn." Þannig var viðkvæðið hjá mörgum þegar rás 2 hóf starfsemi. Menn voru fullir bjartsýni. En hvað hefur komið á daginn? Nú þegar þetta óskabarn þjóðar- innar er búið að starfa í eitt ár og vel það hefur komið í ljós að rás 2 er afar mistæk á tónlistarsviðinu. Fjölbreytni í lagavali er í algeru lágmarki og þar starfar fólk, sem hefur varla vit á tónlist þó ekki sé svo um alla. Oftar en ekki heyrir maður full- yrðingar, sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Máli mínu til stuðnings ætla ég að vitna í einn af þekktari þulum á rásinni en hann sagði meðal annars að hljómsveitin U2 væri „under- ground-hljómsveit" því það heyrð- ist svo lítið í henni á rás 2. Annað dæmi af svipuðum toga og nýlegt, er þegar fullyrt var að hljómsveit- in „China Crisis" væri óþekkt hér á landi. Fullyrðingum sem þessum hljóta allir þeir sem eitthvert vit hafa á tónlist og fylgjast með henni að vísa á bug. Oft og iðulega heyrast klisjur sem þessar: „í þættinum verður komið víða við“, „víða verður leit- að fanga“, „næsta hálftímann verða leikin lög úr ýmsum áttum" o.s.frv. En hvað býr að baki þess- um fullyrðingum? Helst er það topplagið á vinsældalista rásar 2, sem valinn er á hverjum fimmtu- degi milli kl. 16.00 og 19.00, svo vitnað sé í auglýsingu stöðvarinn- ar, herra Duran Duran, „tvíbur- arnir“ í Wham og fleiri félagar skallapoppsfjölskyldunnar. Næturútvarp rásar 2 er sér mál út af fyrir sig og á ég þá sérstak- lega við næturútvarp þeirra Þor- geirs Ástvaldssonar og Vignis Sveinssonar. Á þeim föstudögum sem þeir fé- lagar standa vaktina ganga þeir í hálfgerðan barndóm og láta aula- fyndni vaða uppi á milli þess sem komið er á framfæri hálfkær- ingskveðjum. Mörg lögin, sem leikin eru, eru til heiðurs fólki sem annaðhvort er blindfullt heima hjá sér eða annars staðar. Þessi setning heyrist til dæmis oft: „Næsta lag er spilað fyrir alla þá sem eru að fara út að skemmta sér.“ Aðrir meðlimir næturvaktar rásar 2 eru þær Kristín B. Þor- steinsdóttir, systir Páls Þorsteins- sonar, og Margrét Blöndal. Þessir fjórir einstaklingar eiga svo til næturútvarp rásar 2. En snúum okkur að kvenfólkinu. Hjá þeim ræður væmnin ríkjum og ganga þær venjulega fram af manni með „elskubulli" sínu. Þar, sem og annars staðar á rásinni er það nær undantekning aö frumleg og skapandi tónlist, s.s. rokk eða nýbylgja, heyrist. Þó eru tvær undantekningar á þessu. Það er annars vegar „Rokkrásin" og hins vegar „Bylgjur". Það eru tveir klukkutímar fyrir rokk og ný- bylgjutónlist. Er ekki eitthvað að þarna í Efstaleitinu? Einu sinni, áður en rás 2 varð til, var þáttur á laugardagskvöld- um minnir mig, sem hét „Rokk- þingið". Umsjónarmaður hans var maður að nafni Stefán Jón Haf- stein. Á hverju laugardagskvöldi sat maður límdur við viðtækið og hlustaði með athygli, því hjá Jóni var margt að gerast. Núna forðast maður næturvakt rásar 2 því á henni er ekkert að græða nema vont skap. Það var líka merkilegt við „Rokkþingið" að þar heyrði maður í íslenskum uppáhalds- hljómsveitum. Starfsfólk rásar 2 virðist hafa gleymt öllu sem viðkemur ís- lenskri rokktónlist, bæði flytjend- um svo og fylgismönnum þessarar mjög svo lífsglöðu tónlistar. í staðinn er spilað andlaust, lífvana og vélrænt skallapopp daginn út og daginn inn. Óskabarn þjóðarinnar er orðið að martröð þar sem uppgjafa- plötusnúðar ráða ríkjum. Danir og íslenski bjórinn H.S. skrifar: Kæri Velvakandi. Því fátt er frá Dðnum sem gæfan oss Raf og glöggt er það enn sem þeir vilja. Það blóð sem þeir þjóð vorri út sugu af það orkar ei tíðin að hylja. Þorsteinn Erlingsson. Þær fréttir spyrjast nú, að Danir fylgist mjög með fram- gangi bjórfrumvarpsins fræga á alþingi íslendinga og séu viðbún- ir að hefjast handa við að reisa hér brugghús til að framleiða áfengan bjór. Ef frumvarpið kemst í gegn á Alþingi er það ekki í fyrsta skipti sem Danir græða á drykkiu, óreglu og aumingja- skap Islendinga. Undirstöðu atvinnuvegir þjóð- arinnar eru í kalda koli, sumir á heljarþröm. Látlaust safnar þjóðin eyðsluskuldum í útlönd- um, sem komandi kynslóðum er ætlað að borga. Á Alþingi standa menn aðgerðalausir, eins og glópar og halda það best til úrræða að koma upp brugghús- um og þannig auka drykkjuskap og einnig koma á auglýsingaút- varpi og sjónvarpi. Á dögunum kom einn besti maður þjóðarinnar, Tómas Helgason, prófessor, fram í sjón- varpsfréttum og varaði enn einu sinni við áfengum bjór. Vonandi hefur systir hans, menntamála- ráðherrann, hlustað á fréttir þetta kvöld og þeir þingmenn aðrir, sem eru reiðubúnir að rétta upp hendur með aukinni drykkju. Ég skora á þingmenn í efri deild að hugsa sig um tvisv- ar áður en þeir samþykkja bjór- inn. Eru ekki vandræðin, slysin og sorgin vegna áfengisneyslu nóg, þó ekki sé á bætt? Þarf ekki að taka til hendi og lagfæra margt í sambandi við áfengis- mál, t.d. leggja niður svokallaðar „bjórsjoppur"? — VEGARÆSI Eigum fyrirliggjandi rör í vegaræsi frá 12—48“, efni galv., 1,25—1,5 og 1,65 mm. Hjólbörur Eigum ávallt fyrirliggjandi sterkustu hjólbörurnar með trésköftum sem við höfum framleitt í 45 ár. Póstkassar Eigum fyrirliggjandi á lager inni- og útipóstkassa. NÝJA BLIKKSMIÐJAN HF„ Ármúla 30 — Sími 81104. ATHUGIÐ ihiism Tíska Gæði m v Lena skór skrefi framar Skósel skóverslun, Laugavegi 44, R., sími 21270 Stjörnuskóbúðin, Laugavegi 96, R., sími 23795 % Seljum ódýrt næstu daga matar- og kaffisett staka hluti eöa í settum. Einnig smágallaö keramik. Tilvaliö fyrir þá sem eru aö spara, í sumarbústaðinn og fl. OPIÐ 9—12 og 1—6 e.h. HÖFÐABAKKA9 SÍMI 685411 0DÝBT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.