Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JtJNÍ 1985 45 MARGRÉT EINARSDÓTTIR 18 ÁRA Góður árangur á stúdents- prófí Það er ekki á hverjum degi sem 18 ára nemendur útskrifast sem stúdentar með jafn frábærum árangri og Margrét Einarsdóttir. Hún hlaut A í nær öllum áföngum og lauk námi sínu á þremur árum frá Fjölbrautaskóla Garða- bæjar. — Margrét stefnir á nám í frönsku og þýsku við háskólann í haust, en vinnur á lögfræðiskrifstofu í sumar. Sem stendur sólar þó Margrét sig á Ítalíu með samstúdentum sínum. NONUSTA FACMANNA Viðhalds- og viðgerðarvinna á húsum. Vönduð vinna. Hringið og leitið upplýsinga. IÉnúraflm 'w' Verktakar- Húsaviðgerðir Sími 760 10 Múrviðgerðir, þéttingar o.fl. Notum aðeins þrautreynd og viðurkennd efni. Því ekki að iáta skær- gult vera skærgult — litið inn á sýningu Vignis Jóhannessonar Hva, ég ætlaði ekki að þekkja þig með þetta gula hár.“ Einn af gömlu íslensku kunningjunum er mættur á staðinn, og eftir að hafa kastað kveðju á viðstadda, virðir hann fyrir sér eitt mál- verkanna, sem nær frá gólfi til lofts. Höfundur verksins er Vignir Jóhannsson, nýkominn frá New York með nýjustu málverk sín í farangrinum, gleraugnalaus, með breyttan háralit og litríka sýningu á stórum verkum sem geisla af ein- hvers konar frumkrafti. „Þetta er karlmaður," segir hann og bendir á stóran eldrauðan flöt á veggnum. „Og þetta mjóa hvíta sem er eins og slanga er kvenmað- ur. Með fjögur brjóst og greini- legur súperkvenmaður, eins og þú sérð.“ Og hann hlær við. „Hvað ég var lengi að mála þetta? Það er ekki atriðið. Hinsvegar get ég sagt þér að myndina málaði ég á gólfinu í vinnustofu minni. Og á meðan ég málaði allt hitt í kring, þá var mjói kvenmaðurinn notaður sem göngu- stígur þvert í gegnum málverkið. Hann Knútur er ekkert ofsalega hrifinn af því hvernig ég fer með vegginn hjá honum." Vignir hallar sér afturábak í svarta leðurstóln- um andspænis málverkinu stóra óg horfir á eftir Knúti Bruun í List- munahúsinu skjótast ofan af lofti og út. Frammi í anddyrinu er Svava aðstoðarmaður hans önnum kafin við að senda út fjórar mis- munandi tegundir af boðskortum, „algjör tilviljun hver fær hvað, — hún andvarpar og bætir við að hún þurfi að fá uppgefið hvaða víta- míntegundir Vignir noti. Vignir er þó ekki í neinum ham þessa stundina, hann hallar sér enn lengra afturábak í svarta leð- urstólnum og segir að það sé gott að búa í New York. Súperkonan á veggnum á móti brosir við okkur og blimskakkar öðru auganu fram i salinn. „Sjáðu fæturna á henni, ég ætlaði að hafa eld í fótunum á henni, en það varð eiginlega ekkert úr því.“ Álfaslöngukroppurinn mjói endar í tveim fótstúfum og það er ekki laust við að það rjúki úr öðr- um þeirra a.m.k.. „Ég var að hugsa um að klippa myndina niður í búta og leigja þá svo út ókeypis til hvers sem hafa vill.“ Vignir hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í fimm ár. Síðustu Uppistaða í mörgum myndanna eru andlitslausir mannslíkamar, í umhverfinu er einhver utanaðkom- andi kraftur sem leitar á líkam- ann. Krafturinn er allskonar. „Sjáðu til dæmis veðrið, hífandi út- synninginn sem berst á móti fólk- inu hérna fyrir utan.“ Við horfum út um gluggann — á gamla konu í þeirri baráttunni. Ennþá heyrist þrammað upp trétröppurnar. Á striganum halda kynsystur þeirra gömlu baráttunni áfram — við ólíkt litríkari öfl. „Ég þræti ekkert fyrir þennan utanaðkomandi nátt- úrukraft í myndunum, veðrið, vatn... “ segir hann og gengur frá glugganum, málandi íslenskt veð- urfar með fingrunum á ekki neitt. Vignir minnist síðustu sýningar sinnar i Listmunahúsinu, 1982. Þá voru verkin smærri og svart/hvít, en gerð á sömu forsendum. Mynd- irnar voru um fjötra og þetta utan- aðkomandi sem þrýstir sér á fólk, heftir það, vefur sér utan um það ... „Hindraunir" sem eru aftur komnar upp á veggina, í öðru formi.“ Það hefur sem sé ýmislegt annað en háraliturinn breyst. „Og mér finnst það bara allt í lagi. Hafði alltaf sagt að liturinn myndi koma þegar ég yrði tilbúinn. Þegar hann kom, þá kom hann sterkur — enda því ekki að ieyfa skærgulu að vera skærgult, svona fyrst maður er með túpuna í hendinni?" Frá stiga- pallinum heyrast vangaveltur um lausa þræði, hangandi niður úr rauðri hvalamynd. „Þetta bara á að vera svona,“ segir höfundurinn. Og þannig er það og verður, a.m.k. þar til sýningunni lýkur um næstu helgi. VJ/VE árin hefur hann að mestu unnið fyrir sér með málaralistinni. „Fæ mér vinnu við hitt og þetta milli þess sem ég sel myndir." Yrkisefnin í málverkunum sækir hann gjarnan til íslands og mörg þeirra eiga rætur einhvernstaðar í endurminningu listamannsins. Hugheilar þakkir og kveðjur sendi ég skyld- fólki mínu og öllum vinum nær og fjær sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeyt- um á 70 ára afmæli mínu 19. maí sl. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Dagbjört Gísladóttir frá Kirkjuhvoli. • Kvíðir þú framtíðinni? • Hún er á valdi Guðs • Veistu að ríki Hans á jörð er í nánd? • Ertu viðbúinn þessum dásamlegu tíðindum? Skrifaðu og þú færð ÓKEYPIS ritningargreinar um Guðsríki. Skrifaðu til: Christadelphian Bible Mission, Cairnhill Road, Bearsden, Glasgow, G61IAT, England. ATHUGIÐ Lena skór skrefi framar^. Skóverslunin Ríma, Laugavegi 89, R., sími 22453. Skóverslunin Ríma, £ Austurstræti 6, R., sími 22450. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.