Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 1
56SÍÐUR STOFNAÐ 1913 130. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Berlín: Umfangsmikil njósnaraskipti Berlfa, ll.iúnf. AP. BANDARIKJASTJÓRN og stjórnvöld í Austur-ÞýskaUndi skiptust í dag i njósnurum i Glienecker-brú í Berlín og er haft eftir heimildum, aö um hafí veriö aA ræða einbver mestu njósnaraskipti eflir stríð. ónefndur, bandarískur embætt- ismaður sagði, að Bandarfkja- menn hefðu afhent Austur-Þjóð- verjum fjóra menn, sem dæmdir hefðu verið fyrir njósnir, og fengið fyrir þá 23 menn, sem dæmdir hefðu verið fyrir sömu sakir í Austur-Þýskalandi. Fjórmenn- ingarnir voru tveir Austur-Þjóð- verjar, einn Pólverji og einn Búlg- ari. Auk þeirra 23 manna, sem af- hentir voru Bandarfkjamönnum, munu tveir menn aðrir brátt verða látnir lausir úr fangelsi í Austur- Þýskalandi. Bandaríski embættismaðurinn sagði, að unnið hefði verið að njósnaraskiptunum i þrjú ár og að vestur-þýska stjórnin hefði haft milligöngu um þau. Sonur Josefs Mengele: Hefur lengi þagað um lát föður síns Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu í Póllandi, bar f fyrradag vitni í réttar- höldunum í Gdaásk yfir þremur félaga hans og frammámanna f Sam- stððu. Vakti það athygli, að hann var f skyrtubol þar sem á var letrað nafn Samstöðu og franskt heiti verðlaunamyndarinnar um upphaf Sam- stöðu eftir pólska leikstjórann Andryej Wajda. „Réttarhöld aldarinnar“: Sovétmenn fyrirskip- uðu bana- tilræðið Róro, 12. jáaf. AP. MEHMET Ali Agca, sem reyndi að ráða Pál páfa af dögum, sagði í rétt- arhöldunum í Róm í dag, að fyrsti sendiráðsritari sovéska sendiráðsins í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, hefði fyrirskipað banatilræðið. Agca sagði, að sovéski sendi- ráðsritarinn hefði greitt Tyrkjan- um Bekir Celenk, foringja Gráúlf- anna, tyrkneskra hryðjuverka- samtaka, þrjár milljónir þýskra marka fyrir að bana páfa og að þeir, sem viðriðnir voru samsærið, hefðu hist á hóteli f Sofia. Lýsti hann Sovétmanninum, sem hefði verið kallaður Malenkov eða Mil- enkov, og kvaðst mundu þekkja hann ef hann sæi af honum mynd. Sjá „Sovéski sendifulltrúinn fyrirskipaði tilræðið við páf*“ á bls. 25. Pólland: „Endurómur frá stalínstímanum“ — sagði verjandi Samstöðumannanna um málflutning saksóknarans MUnchtn, Sno Pnulo, II. júnl. AP. SONIIR þýska stríðsglæpamannsins Josefs Mengele sagði í dag, að faðir Engar fréttir af Finnunum Bcirút, ll.júní. AP. TALSMADDR gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna sagði f dag, að síðan á föstu- dag hefðf ekkert frést af Hnnsku her- mönnunum, sem eru f haldi hjá liðs- mönnum SLA, Suður-líbanska hers- ins, Timur Goksel, talsmaður SÞ, sagði, að eftir að Finnarnir, sem eru 21 talsins, hefðu verið fluttir til höfuðstöðva SLA í Marjayoun hefði allt samband við þá rofnað. Liðs- menn SLA, sem eru kristinnar trú- ar og njóta stuðnings Israela, krefj- ast þess, að Amai-fylking shíta leysi úr haldi 11 félaga sfna og hafa hótað að drepa Finnana ella. sinn væri látinn og að hann hefði vitað það lengi. Kvaðst hann enn- fremur trúa þvf, að líkið, sem hefði verið grafið upp f Brazilfu fyrir skömmu, væri jarðneskar leifar föður sfns. Á blaðamannafundi f Múnchen f dag sagði talsmaður Mengele- fjölskyldunnar, að Rolf Mengele, sonur Josefs Mengele, ætlaði að fara á fund saksóknarans f Frank- furt og leggja fyrir hann þær sann- anir, sem hann hefði fyrir því, að faðir hans væri látinn. Myndi hann þá einnig skýra frá þvf hvers vegna hann hefði þagað svo lengi. 1 Sao Paulo f Brazilfu eru nú vfs- indamenn að athuga líkamsleifarn- ar, sem sagðar eru af Josef Meng- ele, „Engli dauðans”, sem talinn er hafa borið ábyrgð á dauða meira en 400.000 manna í Auschwitz- útrýmingarbúðunum. (,d>iÍHk, Pólhndi, 11. júnf. AP. SAKSÓKNARI ríkisins krafðist þess í dag, að þrfr leiðtogar Samstöðu, sem eru fyrir rétti f Gdansk, yrðu dæmdir eins hart og lög leyfðu fyrir að hafa kynt undir ólgu meðal al- mennings, virt að vettugi pólsk lög og verið á mála hjá óvinveittum, vest- rænum ríkjum. Saksóknarinn fór fram á, að Wladyslaw Frasyniuk yrði dæmdur f fimm ára fangelsi en Adam Michnik og Bogdan Lis í fjögurra ára fangelsi. Eru sakargiftirnar þær, að þeir hafi tekið þátt f ólög- legri verkalýðsstarfsemi og hvatt til 15 mínútna verkfalls f mót- mælaskyni við verðhækkanir f landinu. Er niðurstöðu réttarins beðið með mikilli eftirvæntingu í Póllandi og víðar þvf að þá mun koma í ljós hvort kommúnista- stjórnin ætlar að láta kné fylgja kviði og bæla niður alla andstöðu f landinu. Einn verjendanna, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði við fréttamenn eftir að saksóknarinn hafði lokið ræðu sinni, að hann hefði þrástagast á orðunum „and- pólskur" og „gagnbyltingarstefna" og að málflutningur hans allur hefði minnt á stalínstímann. „Þetta var kennslubókardæmi um ruddalega framkomu og óhugnan- legur endurómur frá stalínstíman- um snemma á sjötta áratugnum,“ sagði hann. Á morgun munu lög- fræðingar Samstöðumannanna flytja lokavörn í málinu. Flugránið: Aftur lent í Beirútborg Bcirát, Líbanon. 12. júnl. Al>. JÓRDÖNSKl! þotunni, sem í morgun var rænt f Beirút í Líbanon, var snúið aftur til borgarinnar í kvöid eftir að flugmönnunum hafði verið meinað að lenda í Túnis. Rúmlega 70 manns eru um borð f jórdönsku þotunni, sem komið hef- ur við í Larnaca á Kýpur og í Pal- ermo á Sikiley og er nú aftur komin til Beirút eftir að hafa veriö bannað að lenda f Túnis. Flugræningjarnir eru af trúflokki shíta og krefjast þeir þess, að Palestfnumenn verði reknir frá Líbanon. Á Kýpur og á Sikiley voru þeir beðnir um að sleppa lausum konum og börnum meðal farþeganna en þeir sinntu því í engu. Var Rússum sagt frá kaf bátaef tirlitskerf i? WALKER-njósnahringurinn í Bandaríkjunum virðist hafa út- vegað Rússum uppdrátt, sem kafbátar þeirra gætu notað til að forðast vestræn hlustunartæki neðansjávar, að sögn talsmanna bandaríska heraflans. Bandaríkjamenn verða því að ákveða hvort þeir eiga að skipta um hluta af vfðtæku hlustunarkerfi sfnu, að sögn brezka blaðsins Observer. Bandaríkjamenn hafa lengi notað svokallað SOSUS-eftir- litskerfi. Það er mikið net svo- kállaðra neðansjávarhlustara á hafsbotninum og er notað til að fylgjast með kafbátum. Undanfarna daga hafa Bret- ar og Bandaríkjamenn haft samráð sín í milli vegna þessa málanefnd gaf ÚL The Obaerver birti uppdrátt byggðan á teikningu á sömu gögnum. máls og þeir munu halda þvi áfram. Polaris-kafbátar og aðr- ir kafbátar Breta eru oft á norðaustanverðu Atlantshafi og óttazt er i Lundúnum að ekki verði eins auðvelt að leyna ferð- um þeirra og áður. Til skamms tíma var NATO svo langt á undan Rússum í hernaðartækni neðansjávar að kafbátaforingjar hikuðu ekki við að fullyrða að Rússum hefði aldrei tekizt að fylgjast með ferðum kafbáta þeirra. Hins vegar má vera að ástandið sé að breytast. CIA lætur nú vinna að rannsókn, sem mun kosta 10 milljónir dala, vegna vfsbendinga um að Rússum hafi stundum tekizt að finna bandaríska kafbáta i kafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.