Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. JUNÍ1985 25 Sigurglaðir feðgar „Alræðisriki, lögregluríki, kúgunarríki": Ummælin snertu Bret- land á engan hátt - segir talsmaður grísku stjórnarinnar Aþcnu, 11. júní. AP. Talsmaður grísku stjórnarinnar sagöi í dag, að Andreas Papandreou forsætisráðherra hefði ekki ætlað sér að gagn- rýna breska forsætisráðherrann, Margaret Thatcher, er hann kallaði Bretland „lögregluríki" í kosningaræðu í síðasta mán- uði. Andreas Papandreou, fnrsætisráðherra Grikklands, gerir sigurmerki ásamt syni sínum, George, sem einnig á sæti á þjóoþingi Grikklands. Mynd þessi var tekin af þeim feðgum, eftir að Ijóst var að sósíalista- flokkur Papandreous, Pasok, hafði unnið sigur í þingkosningunum, sem fram fóru fyrir skömmu. „Breska stjórnin hefur sýnt fuílan skilning á, að þessi um- mæli snertu Bretland á engan hátt og að þeim var á engan hátt ætlað að vera breskum stjórn- völdum til hnjóðs," sagði tals- maðurinn, Dimitri Maroudas, við fréttamenn. Maroudas kvað Papandreou hafa verið að reyna að útskýra, að stjórnarstefnan í Bretlandi, sem Constantine Mitsotakis, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði viljað gera að sinni, hæfði engan veginn í Grikklandi. I lokaræðu sinni í kosninga- baráttunni 31. maí sl. réðst Pap- andreou á Nýja demókrata- flokkinn og kvað hann stefna að því að „þrengja kosti velferðar- ríkisins, spilla efnahag landsins [og kippa grundvellinum undan tilveru fjölskyldubúskapar". „En til að koma þessum Istefnumálum í framkvæmd, eins og gert hefur verið í Englandi, þarf alræðisríki, lögregluríki, kúgunarríki," bætti Papandreou við. Þessi athugasemd gríska for- sætisráðherrans varð til þess, að breska stjórnin bar fram mót- mæli, sem afhent voru sendi- herra Grikklands í London í síð- ustu viku. Maroudas kvað Grikkland og Bretland á öndverðum meiði í efnahagsmálum í Evrópubanda- laginu, en tvíhliða samband ríkjanna „er ævinlega fram- úrskarandi". GENGI GJALDMIÐLA: Dollarinn niður á við London, 11. júní. Al'. SVAKTSÝNI uml siöou banda- rfskra efnahagsmála olli því, að dollarinn lækkaði í lverði á dauflegum gjaldf yrismörkudiim Kvrópu í dag. Gull hækkaði í verði. Gjaldeyrissalar kváðust hlakka til fimmtudagsins, er birtar yrðu tölur um vörusolu og iðnfrauileiðslu í Bandaríkj- unum. Uppi voru getgátur um að fyrrnefndar tölur yrðu óhag- stæðar. Slæmar horfur í bandarísku efnahagslífi hafa valdið lækkun dollarans frá því í mars. Breska pundið kostaði í dag 1,2645 dollara og hafðí hækkað í verðí frá því í gær er það kostaði 1,2612 dollara. f dag fengust fyrir einn doll- ara 3,0855 vestur-þýsk mörk (3,1000), 2,5957 svissneskir frankar (2,6090), 9,4200 fransk- ir frankar (9,4650), 3,4795 hoi- lensk gyllini (3,4950), 1.964,50 ítalskar lírur (1.977,00) og 1.3712 kanadískir dollarar (1,3725). Memhmet Ali Agca fyrir rétti í Róm: Sovéskur sendifulltrúi fyrir- skipaði banatilræðið við páfa Ki'im, li.júni. AI'M. ¦¦¦ MEHMET Ali Agca sagði fyrir rétti í Kóm í dag, að sovéskur sendiráðsrit- ari í Búlgaríu hefði fyrirskipað banatilneðið við Jóhannes Pál páfa fyrir fjórum árum. Hann hefði jafnframt greitt tilræðismönnunum fé fyrir verkn- aoinn. Við upphaf réttarhaldanna í dag kvaddi Agca sér hljóðs og óskaði eftir að fá að gefa yfirlýs- ingu. „Fyrirmælin um að myrða páfa komu frá sovéska sendiráð- inu í Sofia (höfuðborg Búlgaríu)," sagði hann. „Gráúlfarnir lögðu 3Íðan á ráðin um það í samvinnu við stjórnarerindreka í Róm, þ. á m. Aivazov, Kolev og Antinov." Mennirnir þrír, sem Agca nefndi, eru Búlgararnir þrír, sem sæta ákæru við réttarhöldin. Gráúlfarnir eru samtök hægri sinnaðra hermdarverkamanna í Tyrklandi, sem Agca er félagi í. „Fyrsti ritari sovéska sendi- ráðsins í Sofia greiddi þrjár milljónir (vestur-þýskra) marka" fyrir banatilræðið, sagði Agca. Kvað hann foringja Gráúlfanna, Musa Serdar Celebi, sem einnig hefur verið ákærður í málinu, hafa tekið við peningunum fyrir milligöngu Tyrkjans Bekir Cel- enk. Celenk, sem grunaður er um að smygla áfengi og eiturlyfjum, situr í varðhaldi í Búlgaríu. Ummæli Agca í réttinum í dag komu mjög á óvart, enda eru þau frábrugðin fyrri lýsingu hans á samsærinu um banatilræðið viö páfa að því leyti að nú nefnir hann beina aðild Sovétmanna i fyrsta skipti. Áður hafði hann sagt, að Celenk hefði boðið sér og tveímur öðrum Tyrkjum þrjár milljónir vestur-þýskra marka fyrir að ráða páfa af dögum, en lét ekki uppi hvaðan Celenk fékk féð. Agca sagði, að sovéski sendi- ráðsritarinn í Sofia héti Malen- kov eða Milenkov. Hann væri ljóshærður, skarpleitur og á aldr- inum 40 til 45 ára. Sagðist hann mundu þekkja hann aftur ef sér væri sýnd Ijósmynd af þeim mönnum, sem starfað hafa í sov- éska sendiráðinu í Búlgaríu. Dómarinn kvaðst ætla að taka það til íhugunar. Memhmet Ali Agca Agca kvaðst hafa hitt Sovét- manninn á hóteli í Sofia í júlí 1980 og hefðu hinir, sem aðild ættu að banatilræðinu, einnig verið viðstaddir. Þegar dómarinn spurði hvernig Agca vissi, að maðurinn væri fyrsti ritari í sov- éska sendiráðinu svaraði hann, að Celenk hefði sagt sér það. „Hann hafði enga ástæðu til að segja ósatt," sagði Agca. Verjandi eina Búlgarans, sem er fyrir réttinum, sagði að fram- burður Agca í dag væri mikilvæg- ur. Hann sýndi, að Agca gerði sér grein fyrir því að sagan um Búlg- aríutengslin gengi ekki upp og reyndi því að hella meiri olíu á eldinn. Kvað hann málfutning Agca ekki traustvekjandi. Við réttarhöldin í dag var Agca rólegur og yfirvegaður, en fyrstu daga réttarhaldanna var hann í uppnámi og fullyrti þá m.a. að hann væri Kristur endurborinn. Á föstudag sagðist hann geta staðfest allt í ákæruskjali sak- sóknara. Búlgarir hefðu staðið á bak við banatilræðið. Þá vildi hann hins vegar ekki gera grein fyrir samsærinu í smáatriðum. Kvaðst hann vera óttasleginn vegna hótana frá Búlgörum og Sovétmönnum. f^H^mmam Vorhappdrættí SjáJfstæðisflokksiijS Dregiö 15. iúní iÉÍilllrtiTil [ ^^ Vinsamlega geriö skil á heimsendum miöum. Af- OCTílVjUl 11 greiöslan er í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Opiö frá 8—22. Sími 82900. sendum 'i íj ivÍ'-)i: *tf<*f-JLZhSrX*->**v*- Sjálfstæðisflokkurinn. ..;.^vv.J.;JÆai^ii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.