Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. JÚNÍ1985 43 Sjötugur: Bjarni Vilhjálmsson fv. þjóðskjalavörður Bjarni Vilhjálmsson er Aust- firðingur að uppruna, fæddur 12. júní 1915 í Hátúni á Nesi í Norð- firði, sonur Vilhjálms Stefánsson- ar útvegsbónda þar og seinni konu hans, Kristínar Árnadóttur. Ég verð að játa, að ég er ekki fróður um ættir Bjarna, veit þó um nokkra alkunna frændur hans, svo sem þá Björn Bjarnason í Viðfirði og Vilmund Jónsson. Þegar lokið var gagnfræðanámi heima fyrir, lá leið Bjarna eins og svo margra Austfirðinga fyrst tií Akureyrar, en þar lauk hann stúd- entsprófi með góðum vitnisburði vorið 1936, hlaut þá verðlaun „fyrir yfirburði í íslenzkukunn- áttu", svo sem komizt er að orði í skólaskýrslunni. Það kom þvi eng- um á óvart, að hann lagði stund á islenzk fræði með málfræði sem aðalgrein við komuna að Háskóla íslands haustið 1936. Kandidatsritgerð Bjarna við lokapróf í íslenzkum fræðum vorið 1942 fjallaði um nýyrði í Stjörnu- fræði Ursins, en nákvæmlega öld var þá liðin frá útgáfu hennar í snilldarþýðingu Jónasar Hall- grímssonar. Ritgerð Bjarna birtist í Skirni tveimur árum siðar, 1944, og vakti mikla athygli, því að mönnum var nýjung í svo ræki- legri könnun íslenzkra nýyrða. Bjarni vann nokkrum árum síð- ar áþekkt verk, er hann ritaði mikla grein um orðasmíð Sigurðar skólameistara Guðmundssonar. Sú grein birtist í ritinu Á góðu dægri, er tileinkað var Sigurði Nordal á 65 ára afmæli hans 1951. Vegna áhuga sins og þekkingar á nýyrðum var Bjarni skipaður i nýyrðanefnd 1%2, er síðar var nefnd íslenzk málnefnd, og hefur hann átt sæti i henni æ siðan, ennfremur i ömefnanefnd frá 1968. í þessum flokki viðfangsefna Bjarna má nefna útgáfu hans og Oskars Halldórssonar á íslenzkum málsháttum, 1966, en þeir komu út endurprentaðir með bókarauka 1979. Að loknu háskólaprófi biðu Bjarna einkum kennslustörf við ýmsa skóla, og hafði hann raunar fengizt nokkuð við þau samhliða námi. Þá kenndi hann og um ára- bil islenzku í útvarpinu og flutti þar jafnframt ööru hverju þætti um islenzkt mál. Hafði hann i Helgafelli 1944 birt þætti um tungutak dagblaðanna, en i þau hafa þeir, sem fjallað hafa um is- lenzkt mál i útvarpi, longum sótt dæmi, enda af ærnu að taka. Bjarni ritaöi enn nokkra þætti um islenzkt mál i tímaritið Syrpu 1947 og 1948. Bjarni lagði skólamálum lið með fleiru en kennslunni, var t.a.m. formaður landsprófsnefnd- ar miðskóla um langt árabil, 1948—1964, og sá um útgáfu skýrslu um landspróf og verkefna við það próf. Þá stóð hann ásamt Árna Þórðarsyni og Gunnari Guð- mundssyni að samningu Lesbókar handa unglingum I—II (1952— 1953) og Lestrarbókar handa gagnfræðaskólum I—IV (1964— 1965), og fylgdu hvorritveggju skýringar. Útgáfustörf Bjarna voru fjölþætt og hófust snemma. Hann gaf t.a.m. út þegar 1944 vinsælt rit, úrval utanfarasagna, Langt út i löndin, og um líkt leyti vann hann ásamt Guðna Jónssyni að útgáfu Pornaldarsagna Norð- urlanda I—III, 1943-44. Hann vann einn að útgáfu Riddarasagna I—VI, 1949—54, auk þess sem hann sá um útgáfu Karlamagn- ússögu og kappa hans I—III, 1950, með nokkurri aðstoð undirritaðs. Mesta útgáfuverk Bjarna og samverkamanns hans, Árna Böðv- arssonar, var þó hin nýja útgáfa Þjóðsagna og ævintýra Jóns Árna- sonar i sex bindum 1954—61, sem reist var á rækilegri rannsókn handrita þessa stórmerka safns. Þá sá Bjarni um útgáfu Þjóðsagna ólafs Davíðssonar I-VI, 1978- 80, er Þorsteinn M. Jónsson hafði búið til préntunar. Bjarni var um langt árabil, 1958—82, ritari hugvisindadeildar Visindasjóðs og leysti þar mikið starf af hendi. Bjarni hefur átt sæti í stjórn Hins islenzka þjóðvinafélags allt frá 1956, og er mér ljúft að minn- ast ánægjulegs samstarfs við hann á þeim vettvangi á árunum 1967—1984. Unnum við saman t.a.m. að útgáfu íslenzkra úrvals- greina I—III, 1976—78, og ásamt Ný skáktölva á íslenska markaðnum: Chess 2001: Teflir vel á litlum umhugsunartíma — segir Þorsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksambands íslands, sem „marði" jafntefli við tblvuna í hradskák NÝ skiktölva, Chess 2001, er kom- hún þar til henni er skipað að in á markadinn hérlendis, en for- veri bennar vann sér það til frægo- ar ário 1983 að sigra í Evrópumóti skáktölva — þessi er hins vegar endurbætt útgáfa Evrópumeistar- ans og mun fullkomnari, að sögn Guðjóns Sigurðssonar, forstöðu- manns Kafbúðar Sambandsins í Ármúla 3, sem hefur umsjón með dreifingu tölvunnar hér i landi. Tolvan er framleidd í Hong Kong og kostar um 18 þúsund krónur út úr búð. Guðjón sagði að helstu kostir tölvunnar væru góð forritun, hröð svörun og hversu einföld í notkun hún væri. „Það er ekki amalegt að geta keppt við helstu stórmenni skákíþróttarinnar þegar manni dettur í hug, heima í eigin stofu, en forritun skák- tölvu af þessari gerð byggist ein- mitt á raunverulegum skákum stórmeistara," sagði Guðjón, og bætti því við að Chess 2001 væri einnig hentug sem æfinga- og kennslutæki í skáklistinni, því hún væri stillanleg á 12 mismun- andi stig. Fyrstu 9 stigin eru mismun- andi að styrkleika og tekur það tölvuna að jafnaði fra einni sek- úndu að leika á fyrsta stigi upp i þrjár og hálfa mínútu á níunda stigi. Á tíunda stigi teflir tölvan á sama hraða og andstæðingur- inn, hún velur umhugsunartíma hans og teflir í takt við hann. Þetta stig er heppilegt fyrir hraðskák. Ellefta stigið sýnir hins vegar hámarksgetu tölv- unnar, en á því stigi „hugsar" leika. Tólfta stigið er svo notað til að leysa skákþrautir. Rafbúð Sambandsins færði nýlega Skáksambandi tslands eina Chess 2001 tölvu að gjöf, „með þeirri ósk að hún mætti koma að notum við þjálfun yngri skákmanna", eins og Guðjón sagði. Þorsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksambandsins, veitti gjöfinni viðtöku og notaði taeki- færið til að taka eina „brönd- ótta" við tölvuna á stigi 10. Þorsteinn hafði hvítt í þeirri viö- ureign og hóf tafliö meö því að leika kóngspeðinu fram um tvo reiti. Lengi vel var jafnræði með keppendum, en þegar líða tók á miðtaflið vann tölvan peð og átti Þorsteinn undir högg að sækja eftir það. Honum tókst þó að halda jöfnu, náði að þvinga fram uppskipti, sem leiddu tií enda- tafls með mislitum biskupum, sem endar iðulega með jafntefli. „Yfirleitt eru skáktölvur nokk- uð lengi að tefla á hæstu styrk- leikastigunum, sem er ókostur, en þessi virðist geta teflt vel á litlum umhugsunartima. En það sem heillar mig mest er tiunda stigið, þar sem hún teflir á sama hraða og mótherjinn, því það gerir kleift að tefla við hana hraðskák," sagði Þorsteinn Þorsteinsson. MorKunblaðið/Friðþjóíur Þorsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksambands íslands, teflir hraoskik við nýju skáktólvuna, Chess 2001. Guðjón Sigurðsson, forstöðumaður Kafbúðar Sambandsins, og fleiri starfsmenn fylgjast spenntir með. Jóhannesi Halldórssyni að útgáfu I. bindis úrvals bréfa til Jóns Sig- urðssonar 1980. En nánust kynni tókust þó með okkur Bjarna i Safnahúsinu við Hverfisgötu, þar sem við störfuðum samtimis f fulla tvo áratugi. Bjarni Vilhjálmsson réðst skjalavörður að Þjóðskjalasafni f slands 1958, en var skipaöur þjóð- skjalavörður tíu árum siðar, 1968, og gegndi þvi embætti til ársloka 1984. Þjóðskjalasafn og Landsbóka- safn hafa átt sambýli í Safnahús- inu frá öndverðu, eða frá árinu 1909, húsið í rauninni reist handa þeim, þótt Forngripasafnið (siðar Þjóðminjasafn) og Náttúrugripa- safnið fengju þar inni til bráða- birgða. Eins og kunnugt er, er húsrými Þjóðskjalasafns og Landsbókasafns fyrir löngu þrotið og söfnin orðið að gripa til leiguhúsnæðis úti í bæ. Við til- komu Þjóðarbókhlöðu er ætlunin, að Þjóðskjalasafn fái allt Safna- húsið til sinna nota, en það átti ekki að verða um daga Bjarna i Þjóðskjalasafni. Það verk, sem ég hygg, að Bjarna hafi þótt einna vænst um að geta hrundið af stað i Þjóð- skjalasafni, var útgáfa heimild- arrita frá 17. öld, er unnt reyndist vegna merkrar minningargjafar Jórunnar Jónsdóttur um son hennar, Ingvar Stefánsson skjala- vörð. Þá hefur Bjarni átt mjög gott samstarf við Hið islenzka ættfræðifélag um útgáfu mann- tala og tekið virkan þátt i starfi félagsins. í greinargerð Bjarna fyrir umræddum ritum og i ýmsu, er hann hefur ritað um Þjóð- skjalasafn og skjalavörzlu al- mennt, sjáum við hina glöggu yfir- sýn hans yfir allt þetta svið. Þær ritgeröir og aðrar helztu ritsmiðar hans um 40 ára skeið koma nú út á sjötugsafmæli Bjarna í sérstöku riti á vegum Hafsteins Guð- mundssonar, og er það fagnaðar- efni að eiga þannig á einum stað aðgang að þeim. Bjarni Vilhjálms- son er snjall fræðimaður og hið bezta ritfær og hefur skrifað um hin margvislegustu efni. Það er von okkar vina hans og samstarfsmanna, að hann megi enn eiga margar góðar stundir við fræðimennsku og ritstörf. Að lokum árna ég Bjarna Vil- hjálmssyni, hinni ágætu konu hans, Kristínu Eiriksdóttur, og fjölskyldu þeirra allra heilla, um leið og ég þakka órofa tryggð og vináttu á liðnum árum. Finnbogi Guðmundsson Bjarni er fæddur á Norðfirði 12. júní 1915. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Stefánsson (1877-1953), útvegsbóndi þar, og seinni kona hans Kristín Árna- dóttir (1887-1936). Bjarni ólst upp við leik og störf á fjölmennu og glaðværu mynd- arheimili. Það sýndi sig brátt að hann átti ekki í neinum erfiðleik- um með að læra. Að loknu námi í barna- og unglingaskólanum á Norðfirði hélt hann til Akureyrar vorið 1931 ásamt fleiri vöskum sveinum og tók próf upp í annan bekk Menntaskólans. Hann varð stúdent vorið 1936. Bjarni hefur frá fyrstu tíð haft næmt auga og eyra fyrir blæbrigð- um og meðferð íslenskrar tungu. Engan þarf því að undra að hann skyldi setjast í norrænu deildina sem svo var kölluð. Þar stundaði hann nám undir handleiðslu pró- fessoranna Árna Pálssonar, dr. Sigurðar Nordal og dr. Alexanders Jóhannessonar. Aður hafði Sig- urður Guðmundsson skóla- meistari verið lærifaðir hans. Betra gat það ekki verið. Bjarni lauk kandidatsprófi í íslenskum fræðum vorið 1942. Næstu árin vann hann við ýmis útgáfustörf og kennslu. Fastur kennari var hann við Gagnfræðaskólann í Vonar- stræti og Kennaraskóla fslands 1955—58, skjalavörður við Þjóð- skjalasafnið til 1968 og þjóð- skjalavörður til ársloka 1984. Af framansögðu má ráða að starfsdagur Bjarna hefur oft verið langur og erilsamur en hann kunni ráð við því. Skal nú sagt frá gæfusporinu. Það var stigið 3. júlí 1943 er hann gekk að eiga Kristínu Eiriksdóttur Benjaminssonar út- vegsbónda á'Hesteyri. Kristín er mikil afbragðskona, skemmtileg, hagsýn og gestrisin. Það hefur komið í hennar hlut að skipu- leggja heimilislifið, ef má orða það svo, enda er heimili þeirra hjóna ákaflega aðlaðandi, prýt.t fögrum málverkum og bókum sem hafa ferðafrelsi. Ekki má gleyma spilaborðinu þar sem vinir spila „briss" á siokvoldum, segja sjö grönd og vinna þau. Börn þeirra hjóna eru: Kristín, kennari, Garðabæ, gift Halldóri S. Magnússyni, deildarstjóra er- lendra viðskipta í Iðnaðarbankan- um; Elisabet, fulltrúi i Vélsmiðj- unni Héðni, gift Jóni H. Stefáns- syni, dagskrárgerðarmanni við sjónvarpið; Eiríkur, verkfræðing- ur hjá Vegagerð ríkisins, kvæntur Guðrúnu Hauksdóttur; Vilhjálm- ur, bankaútibusstjóri í Vest- mannaeyjum, kvæntur Auði Mar- íu Aðalsteinsdóttur. Barnabörnin eru 11. Bjarni situr ekki auðum hönd- um þótt látið hafi af embætti. Hann vinnur stöðugt að ritstörf- um er varða íslenskar bókmenntir og ættfræði. Þau verk er hann lætur frá sér fara bera vott um skýrar gáfur, visindaleg vinnu- brögð og eru með afbrigðum læsi- leg. f dag verður Bjarna afhent fyrsta eintak bókar er hlotið hefur nafnið — Orð eins og forðum — ritgerðir ýmislegs efnis eftir Bjarna Vilhjálmsson. Nokkrir vin- ir og samstarfsmenn Bjarna geng- ust fyrir útgáfunni í samvinnu við Hafstein Guðmundsson prent- smiðjustjóra. Lengstan hluta starfsævi sinnar hefur Bjarni unnið við Þjóðskjalasafnið. Hon- um er annt um þennan stað og þau menningarverðmæti er þar eru geymd. Við vorum 19 stúdentar sem lukum stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1936. Við vorum sporlétt og spræk þeg- ar við gengum út úr skólanum, sunnanblærinn lék um okkur og sólin skein á hvitu kollana. Siðan hefur margt breyst. Niu bekkj- arbræður eru látnir, friður sé með þeim. Við hin, ásamt eftirlifandi mökum, sendum Bjarna og Krist- ínu heillaóskir og sólskinskveðjur í tilefni dagsins. Við hlökkum til að hitta ykkur. Kagna Jónsdóttir Sá, sem þessar línur ritar, á margar Ijúfar og skemmtilegar minningar um Bjarna Vilhjálms- son og konu hans, Kristínu Eiríks- dóttur, enda kynnin meira en 40 ára gömul. Mun ég ávallt telja það mjög góða ráðstöfun örlagavald- anna að hafa leyft mér að kynnast þeim hjónum. Móðir mín hefir sérstaklega miklar mætur á Krist- ínu og Bjarna og börnum þeirra. Bjarni Vilhjálmsson á mörg göfug áhugamál, m.a. ættfræði. Hann hefir unnið mörg þrekvirkin fyrir og í þágu ættfræðinnar, af einstakri samvizkusemi, athygli og vandvirkni. Bjarni Vilhjálms- son er einn farsælasti liðsmaður íslenzkrar ættfræði. Tvímælalaust eiga íslenzkir ættfræðingar Bjarna skuld að gjalda, hann hefir reynzt dugmik- ill og farsæll ættfræðifélags fé- lagi. Tilfinningamaður er hann allmikill, en hann lætur þó ekki kenndir sínar hlaupa með sig í gonur og rasar hvergi um ráð fram. Mér finnst þetta táknrænt fyrir allt hans líf. Þessi hægláti og fasprúði maður býr yfir mjög sterkum vilja og mikilli einbeitni. Bjarni og Kristín eru hin skemmtilegustu heim að sækja, á fallegt heimili þeirra. Þau hjón eru trölltrygg og vinaföst og því er bjart um þau í minningu vina þeirra. Ég vil óska þeim hjónum á þess- um tímamótum í lífi þeirra, að ferðalag þeirra sem eftir er, hvort það verður langt eða stutt, megi verða þeim og fjölskyldu farsælt og skemmtilegt. Eg vil þakka þeim fylgdina, en siðast en ekki sizt drengilega og einlæga vináttu við þá sem mér eru kærastir. Helgi Vigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.