Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR12. JÚNÍ 1985 þær hafa komið upp börnum sín- um. Viö konur erum oft sjálfar gagnrýnni á störf hver annarrar en á störf karla. Þó finnst mér að við sækjum ákveðið fram, jafnvel þó við verðum að búa við það að þurfa að standa okkur helmingi betur en karlmenn. Það er athyglisvert, að þegar karlmenn taka við ábyrgðarstörf- um er þess oft getið í fjölmiðlum, en ef konur taka við sömu störfum virðist sjaldan vera ástæða til að geta þess. í þjóðfélagsmálunum í dag er það meinið, að enginn þorir að ráðast að rótum vandans, heldur er haldið áfram að sletta bót á slitna flík. Þetta er ekkert sérmál núverandi ríkisstjórnar, heldur flestra stjórnmálamannanna í landinu. Það þarf greinilega fleiri sterkar konur í ábyrgðarstöður í íslensku þjóðfélagi ef jafnvægi á að nást," voru lokaorð Önnu Pálsdóttur og er varla að efa að rödd hennar á eftir að heyrast víð- ar en hjá landssambandi sjálf- stæðiskvenna, en hún er starfandi meinatæknir í Reykjavík. Halldóra Rafnar fráfarandi formaður Landssambands Sj álf stæðiskvenna: Aukum hlut kvenna Þegar ég tók við fyrir tveimur árum byrjuðum við strax með ýmsar nýjungar. Við héldum stjórnarfund strax daginn eftir aðalfundinn, þar ákváðum við að setja á stofn framkvæmdastjórn, þar sem sitja formaður, varafor- maður, gjaldkeri, ritari og tvær aðrar úr stjórninni, í stað 14 manna stjórnar víðsvegar að af landinu, sagði Halldóra Rafnar, fráfarandi formaður Landssam- bands Sjálfstæðiskvenna, í viðtali við fréttaritara Morgunblaðsins á ísafirði að afloknu landsþingi kvennanna þar. Við gáfum svo út þingtíðindi, með áhugaverðum er- indum og ágripi úr fundargerðum þingsins. Ester Guðmundsdóttir sá um útgáfu þess, sem fjármögn- uð var með auglýsingum. Þá höf- um við 4 sinnum gefið út frétta- bréf landsstjórnar sem Ragnheið- ur Ólafsdóttir ritstýrði. Kom sú útgáfa að nokkru í stað blaðsins Hörpu sem áður var gefið út. Framkvæmdastjórnin hittist einu sinni eða oftar í mánuði, sem var mögulegt vegna nálægðar f ramk væmdastj órnarkvennanna hverrar við aðra. Fullskipaðir stjórnarfundir hafa verið haldnir átta sinnum á tveimur árum, auk þess sem við höfum hringt til stjórnar kvenna þegar meirihátt- ar mál hafa verið á döfinni. Auk þess höfum við haft þá reglu, að senda öllum stjórnarkon- um fundargerðir bæði fram- kvæmdar- og stjórnarfunda. Það sem fyrir okkur vakti fyrst og fremst var að gera sérstakt átak til að auka hlut sjálfstæðis- kvenna innan flokksins. Við skrif- uðum þingflokknum og óskuðum eftir að fleiri konur fengju sæti í nefndum og ráðum ríkisins. Við ræddum við miðstjórn flokksins hvers vegna konur leituðu frekar til starfa hjá félögum utan hefð- bundinna stjórnmálaflokka. Nefnd var skipuð undir forsæti Friðriks Sophussonar, varafor- manns flokksins, og skilaði hún mjög vel undirbúinni skýrslu um málið. Við lögðum áherslu á aðstöðu fyrir börn þegar fundir væru haldnir á vegum flokksins. Okkur fannst ástæðulaust að börnum fyndist að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka foreldrana frá þeim. Síðar var ákveðið að halda full- trúaráðsfund sem stóð í tvo daga í Valhöll á Þingvöllum sl. haust. Aðalmál fundarins var stefnu- mörkun fyrir framtíðina, sem fékk ítarlega umfjöllun. Efnisatriði voru mikið rædd á Flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðis- flokksins sl. haust og mátti sjá áhrifa hennar gæta víða í ályktun- um landsfundar flokksins nú i vor. Vegna góðrar reynslu af Val- hallarfundinum var rætt um að flytja þinghaldið út á land. I vetur kom svo tilboð frá fsafirði, sem stjórninni þótti mjog hagstætt, og var því tekið, þó ég hefði gjarnan viljað að fyrsta þingið utan Reykjavíkursvæðisins yrði haldið á æskustöðvum mínum á Akur- eyri. Ég er þó alls ekki óánægð með valið því móttökur og undirbún- ingur ísfirsku kvennanna var með miklum ágætum. Eftir Valhöll og landsfundinn var ákveðið að taka fyrir ný við- horf, þess vegna völdum við yfir- skriftina „Nútímakonan heima og heiman". Fjögur góð framsöguer- indi voru flutt og mjög gagnlegar umræður urðu bæði í nefndunum og á fundinum. Að mínu áliti má skipta konum í þrjá aldursflokka. I fyrsta lagi ungu konurnar sem eru að taka ákvarðanir um fram- tíðina, velja sér nám og starf. í öðru lagi konur með heimili og born á framfæri. Þar er e.t.v. meg- inmálið dagvistun barna, sam- felldur skóladagur og val um hlutastörf utan heimilis. Og í þriðja lagi konur sem hafa komið upp börnum sínum, en eru enn með fulla starfsorku. Þar þarf að huga að endurmenntun fullorðins- «•] i fræðslu og aðlögun að vinnumark- aðinum. Við höfum haft mikið samstarf við Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. 1 mars 1984 héldum við ráðstefnu sem nefndist Friður, Frelsi, mannréttindi og gáfum er- indin út um haustið. Nú vinnum við saman að bók um kvennaára- tuginn sem nú er að ljúka. Sér Bessý Jóhannsdóttir um útgáfuna og vonumst við til að hún komi út í haust. Við eigum aðild að friðar- hreyfingu íslenskra kvenna, Framkvæmdanefnd um launamál kvenna og ýmsum fleiri samtök- um. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur, Ólöf Benediktsdóttir ícennari og Áslaug Friðriksdóttir skólastjóri áttu sæti í laganefnd, sem starfað hefur undanfarið. Drög að laga- breytingum voru lögð fram til kynningar á þinginu núna. Þaðan fara þau til umfjöllunar í félögun- um og verða síðan afgreidd á þing- inu 1987. Ég vil að lokum segja það að þann árangur sem náðst hefur á starfstímabilinu þakka ég góðum konum í virkri stjórn og ágætum starfsmanni á skrifstofunni. Það hefur e.t.v. hjálpað mér, að ég er alin upp úti á landi og skil því betur ólíkar skoðanir þéttbýlis og dreifbýlis, innan stjórnar þar sem var sterkur áhugi fyrir að koma fram málum. Þar sem ég sá fram á að geta ekki sinnt formanns- starfinu eins og hingað til, ákvað ég að gefa ekki kost á mér aftur. Ég vil heldur hætta en vinna með hálfum huga jafn mikilvægt starf. Ég þakka sjálfstæðiskonum ánægjulegt samstarf og góða við- kynningu og óska nýkjörnum formanni og stjórn farsældar í starfi, sagöi Halldóra Rafnar að lokum. - Úlfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.