Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1086 Baráttuhugur í sjálfstæðiskonum Landsþingi sjálfstæðiskvenna lauk á l'safirði í gær, með siglingu á Fagranesinu um ísafjarðardjúp þar sem heimamenn sögðu sðgu mannlífsins við Djúp. Þinghaldið sjálft hófst að kvöldi föstudagsins og lauk síðdegis á laugardag, og er þetta í fyrsta sinn sem þingið stendur í tvo daga. Auk venjubundinna þingstarfa voru flutt fjögur erindi undir yfirskriftinni: „Nútímakonan heima og heiman". Urðu fjörugar umræður bæði í starfsnefndum og á fundinum sjálfum. Þá var á þinginu haldin sýning á framleiðslu ísfirskra kvenna í atvinnulífinu og sýndi hún fjðlbreytni og vandaða framleiðslu kvennanna. Mjög vel var til ____________þingsins vandað, en fjöldi sjálfstæðiskvenna á ísafirði undir stjórn Frá Landsþingi sjálfstæðiskvenna Ragnheiður Ólafsdóttir, Akranesi, í ræðustól þeirra Jósefínu Gísladóttur úr stjórn______ landssambandsins, Kolbrúnar__________ Halldórsdóttur, gjaldkera, og Sigrúnar Halldórsdóttur, formanns______________ sjálfstæðiskvennafélags isafjarðar,_______ störfuðu við undirbúning og á þinginu. í lokahófi kvennanna flutti Matthías_______ Bjarnason samgöngu- og______________ heilbrigðisráðherra ávarp svo og Engilbert Ingvarsson, formaður kjördæmisráðs flokksins í kjördæminu. Frú Auður Auðuns, sem er fædd og uppalin á ísafirði, var heiðursgestur ísfirsku kvennanna á þinginu. Að þinginu loknu náði fréttaritari________ Morgunblaðsins tali af þrem fulltrúum á þinginu auk fráfarandi formanns og birtast þau hér í blaðinu. ________________ Mitt besta þing Þórunn Sigurbjörnsdóttir frá Akureyri var ekki í neinum vafa um hvernig málum hafði lyktað á landsþingi sjálfstæðiskvenna á ís- afirði. Yfirskrift þingsins „Nú- tímakonan heima og heiman" átti sérlega vel við. Fjögur framsogu- erindin voru öll sérlega fróðleg og vel undirbúin. Stjórnmálayfirlýs- ingin er stutt en gagnorð og engu ofaukið. Nýjasti og merkilegasti þáttur- inn í stjórnmálaályktuninni er um að heimilisstörf verði metin til jafns við önnur störf á vinnu- markaði. Við leggjum til að mark- viss endurskoðun á trygginga- löggjöfinni fari fram til að ná fram þeim breytingum sem nauð- synlegastar eru. Ef eitthvað má að stjórnmáia- ályktuninni finna er það kannski helst, að hún er ekki nógu hvöss með tilliti til stjórnarsamstarfs- ins. Atvinnumálin eru sá mála- flokkur sem öll mál byggjast á. Þar bendi ég á, að sjávarútvegur og fiskvinnsla sé sá gundvöllurinn sem við öll byggjum mest á. Við gerum því kröfu um að þeim fyrir- tækjum verði skapaður sá rekstr- argrundvöllur, sem þarf, til að laða fólk til starfa í þeim atvinnu- greinum. Við getum ekki enda- laust blekkt okkur sjálf með taumlausri skuldasöfnun erlendis. Betra er að horfast í augu við staðreyndirnar, þótt erfitt sé að taka á vandanum. Við verðum á skrá gengið rétt og koma á jöfnuði í viðskiftum við útlönd. Ég óttast það að með áframhaldandi skuldasöfnun er- lendis verðum við efnalega háð öðrum þjóðum og þar með er sjálf- stæði þjóðarinnar stefnt í voða. Ég er mjög ánægð með það að sjálfstæðiskonur hafi flutt lands- þing sitt út á land. Ég á ekki orð til að þakka þær móttökur, sem við höfum fengið hér á ísafirði. Allt hefur lagst á eitt til að gera okkur dvölina hér sem ánægju- legasta. Það er ánægjulegt til þess að vita að svo vel geti tekist til með þing okkar utan Reykjavík- ursvæðisins. Veislufagnaðurinn í lok þings- ins, þar sem Vestfjarðaþingmenn- irnir Matthías Bjarnason heil- brigðisráðherra og Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sam- einaðs þings sátu ásamt formanni flokksins Þorsteini Pálssyni, var sérlega frjálsiegur og skemmtileg- ur og þingmennirnir sýndu á sér sínar bestu hliðar. Hápunktinum var svo náð með siglingu á Fagranesinu um ísa- fjarðardjúp, þar sem skoðuð var gamla kirkjan í Ögri og siglt skammt undan bæjarhúsunum í Vigur og veifað til hjónanna Bald- urs Bjarnasonar og Sigríðar Sal- varsdóttur, en vegna undanfar- andi kuldatíðar var ekki vogandi að styggja æðarfuglinn á hreiðr- um sínum. Skipverjar af Fagra- nesinu og kunnugir heimamenn lýstu því sem fyrir augu bar. Þorsteinn Pálsson á Landsþingi Sj álfstæðiskvenna: „Árangur síð- ustu samninga rýrari kjör" ísafírði, 8. júni. í hádegisverði fulltrúa á lands- sambandsþingi sjálfstæðiskvenna flutti Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarp og þakkaði ísfirskum sjálfstæðiskon- um góðan undirbúning fundarins. Hann sagði, að allt frá stofnun Hvatar í Reykjavík hafi samtök sjálfstæðiskvenna verið styrkur stofn í starfsemi flokksins. Ný- afstaðinn landsfundur flokksins styrkti mjög málefnalega stöðu forystumanna flokksins og hug- myndir um úrlausn aðkallandi vandamála nytu nú meiri stuðn- ings fólksins í landinu en áður. Þorsteinn lagði í ræðu sinni áherslu á þrjú meginverkefni, sem þyrfti að vinna að. f fyrsta lagi þyrfti að koma á jöfnuði í viðskiptum við erlendar þjóðir og að jafna það misgengi, sem orðið hefði milli atvinnu- greina og landshluta og að rétta við fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskvinnslu, sem eiga í vök að verj- ast. 1 öðru lagi að endurnýjun og uppbygging í atvinnulífinu eða það sem stjórnmálamenn kalla nýsköpun atvinnulífsins nái fram að ganga. Að aðstoða góð fyrir- tæki sem fyrir eru og koma á fót nýjum atvinnugreinum. Að gera nauðsynlegar breytingar á fjár- mála- og peningakerfi landsins. Hann sagði það staðreynd, að fjár- festingar á íslandi skiluðu veru- lega minni arði en í nágranna- löndunum. Þessu yrði að breyta um leið og byggð yrði treyst í landinu öllu. í þriðja lagi, að koma í veg fyrir með opinberum aðgerðum að hagsmunaátök á vinnumarkaði sköðuðu þjóðarbúið jafnt laun- þega sem atvinnureksturinn, eins og dæmin sanna frá undangengn- um árum. Hann sagði, að árangur verkfallsaðgerða frá sl. hausti sýndi sig nú í því, að launakjör í dag væru orðin rýrari en fyrir síð- ustu samninga. Hann sagði að fólk hefði í allt of mörg ár þurft að horfa upp á samninga sem engu hefði skilað nema verðminni krón- um. Eina færa leiðin út úr þeim efnahagsörðugleikum, sem þjóðin býr við í dag er að vinnufriður ríki og að jöfnuður náist í atvinnulíf- inu. Ein ástæðan fyrir því hvað störf Alþingis hefðu dregist á langinn sagði Þorsteinn vera sú, að sjálf- stæðisþingmenn hefðu óskað eftir afgreiðslu nokkurra mikilvægra mála við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn, en málin hefðu dregist meir en hann hefði gjarnan viljað. Það er ekki keppikefli okkar sjálfstæðismanna að sitja í ríkis- stjórn ef okkur tekst ekki að efla hag fólksins í landinu," sagði Þorsteinn. „Við viljum, að þetta þing sýni hverju sú sóknarbarátta, sem við eigum í nú, fái áorkað." Engin hale- lújasamkoma Birna Guðjónsdóttir frá Sauð- árkróki hefur setið í stjórn Lands- sambands sjálfstæðiskvenna um nokkurra ára bil. Hún þakkaði Halldóru Rafnar fráfarandi for- manni fyrir mjög gott starf og sagði að á síðasta kjörtímabili hefði verið meira starfað en nokk- urn tímann áður þann tíma sem Birna hefði setið í stjórninni. Breytingar á stjórn sambandsins á síðasta kjörtímabili, þar sem sérstök framkvæmdastjórn hefði starfað, hefði haft mikið að segja auk góðrar skipulagningar og dugnaðar Halldóru. Hún sagði að skipulag og móttökur ísfirsku kvennanna hefðu verið sérlega góðar og gaman að koma á slíkt þing utan Reykjavíkursvæðisins. „Þetta var sko engin halelúja- samkoma eins og landsfundur- inn," sagði Birna. Konur töluðu hreinskilnislega út um ágreinings- efni, en náðu síðan samstöðu, sem ég á von á að ríki. Þema fundarins var nútímakon- an heima og heiman. Framsöguer- indin, sem voru öll mjög góð, voru sfðan rædd í umræðuhópum og síðan send drög að ályktun til fundarins aftur. Starfið í um- ræðuhópunum var mjög uppbyggi- legt og skemmtilegt og starfsand- inn góður. Birna er í stjórnum sjálfstæð- iskvennafélagsins og almenna fé- lagsins á Sauðárkróki og er jafn- framt varamaður í bæjarstjórn. Hún sagði að mjög erfitt væri að starfa í bæjarstjórninni vegna veikrar stjórnar vinstri flokk- anna, sem eru í meirihluta. Atvinnulífið á Króknum er mjög framsækið. Fyrirtækið Loðskinn hefur náð góðum árangri, en þar starfa 40—50 manns. Steinullarverksmiðja er að taka til starfa, auk þess sem bæj- arstjórnin hefur ályktað að Sauðkrækingar væru tilbúnir til að taka þátt í stóriðjumálum í framhaldi af virkjun Blöndu, ef þannig skipast mál. Fjölbrautaskólinn á staðnum er auk þess mjög mikilvæg stofnun, þar starfar fjöldi manns og þar er lagður grundvöllurinn að þekk- ingu æsku bæjarins. Bærinn hefur vaxið mjog ört, þar er mjög fjölbreytt atvinnulíf og undirstöður atvinnulífsins styrkar. Þó finnst mér nauðsyn- legt að tekið sé tillit til heima- manna þegar ráðist er í virkjunar- framkvæmdir eða önnur stærri verk. Ég vil að lokum segja það, að Sauðárkrókur er vaxandi bær, sem á framtíð fyrir sér. Þar er vaxandi fjárfesting í menntun og þjónustu. Ferðamannaþjónusta er vaxandi atvinnugrein, því Sauð- árkrókur er vel í sveit settur til að taka á móti ferðamönnum. Á nýafstöðnu landsþingi sjálf- stæðiskvenna tókum við á þeim málum sem mestu máli skifta og ályktuðum sterkt í þeim málum, sagði Birna Guðjónsdóttir að lok- um. „Við erum samviskusama kynið" Anna Pálsdóttir fulltrúi Hvatar í Reykjavík á landssambandsþingi sjálfstæðiskvenna var að sitja sitt fyrsta þing. Störf hennar á þing- inu hafa án efa fallið í góðan jarð- veg því hún var strax kjörin í stjórn landssambandsins. „Megin- mál okkar er að ná jafnrétti, ekki bara í orði heldur líka á borði," sagði Anna í samtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins. „Launamis- réttið er sláandi dæmi um það misrétti sem konur búa við. Kunn- ingjakona mín hætti störfum hjá fyrirtæki í Reykjavík. Vinnuveit- andi hennar hitti hana nokkrum mánuðum seinna og fór þá að fyrra bragði að bera sig undan því að hann þyrfti að borga karl- manninum sem tók við starfi hennar helmingi hærra kaup en henni, en hann væri verulega lak- ari starfskraftur. Á þinginu fór mest í taugarnar á mér að konur sátu röflandi úti í horni en fengust svo ekki til að gera neitt í málunum. Mér hefur fundist að oft sé betra að vinna í samkundum þar sem karlar og konur vinna saman. Stundum er einhver tilfinningasemi í störfum kvennanna sem erfitt er að sætta sig við. Yfirgnæfandi meirihluti kvenna starfar nú í mennta-, dagvistun- ar-, og heilbrigðisstéttunum. Þessi störf eiga það sammerkt, að vera öll mjög illa launuð störf. Það virðist vera spilað inná það að við erum samviskusamari, og ekki eins fljótar að hlaupa frá þeim störfum, sem við höfum tekið að okkur. Ábyrgðartilfinning okkar er ríkari og karlar hafa komist upp á lagið með að nýta sér það. Stjórnmálaályktun fundarins leggur áherslu á ýmsa mikilvæga þætti en ég hefði gjarnan viljað kveða sumstaðar fastar að orði. Það er ansi hart að þurfa að búa við það að konur verði ekki jafnok- ar karla á vinnumarkaði fyrr en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.