Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 3
I GEHAi MQRGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 12. JÍTNÍ 1985 3 Landakotsspítali tekur við " rekstri langlegudeildar I - ef ríkið kaupir Hafnarbúðir FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur gert kauptilboð í Hafnarbúðir við Reykjavfkur- höfn fyrir hönd rfkissjóos, eins og kom fram f Morgunblaoinu sl. sunnudag. Matthías Bjarnason heilbrigðis- ráðherra var spurður að því hvers konar starfsemi færi fram i Hafnar- búðum ef af kaupum hússins yrði. „Það liggur ekki enn ljóst fyrir hvort af þessum kaupum verður, en ef svo verður geri ég ráð fyrir að rfkið muni láta sjálfseignafélagið sem rekur Landakotsspítalann ann- ast rekstur Iiafnarbúða. Landakots- spítala hefur skort húsnæði fyrir langlegusjúklinga hingað til og verða Hafnarbúðir líklega áfram notaðar sem langlegudeild. Þeir sjúklingar sem fyrir eru í Hafnarbúðum munu flytjast i B-álmu Borgarspitalans," sagði Matthias Bjarnason heilbrigðisráð- 1 herra. Skattamál álversins: Undirbúningsvinna komin á lokastig SÉRFRÆÐINGAR samninganefndar um stóriðju og Alusuisse/ISAL um skatta- mál álversins í Straumsvík hafa komid saman til þriggja funda að undanfornu, síðast í London í síðustu viku. Að sögn Garðars Ingvarssonar ritara samninga- nefndarinnar eru störf sérfræðingahópsins á lokastigi, og skila þeir fljótlega alitsgerðum til samninganefndanna. Sagði Garðar að verkefni hópsins hefði verið að ræða og leita lausna á ýmsum tæknilegum atriðum skatta- málsins og undirbúa þannig sjálfar samninganefndirnar. Eins og fram hefur komið i Morgunblaðinu var gott andrúmsloft á þessum fundi og miðaði starfinu vel áleiðis. Islensku sérfræðingarnir sem vinna að undir- búningi skattamálanna eru auk Garðars: Hjörtur Torfason lögfræð- ingur, Halldór Kristjánsson deildar- stjóri i iðnaðarráðuneytinu, Stefán Svavarsson löggiltur endurskoðandi og Árni Kolbeinsson ráðuneytis- stjóri i sjávarútvegsráðuneytinu. ÞAÐBIÁA ERALLTÖÐRUVfSI Nú er Hreinol til í þremur geröum: Fyrst er auðvitað það gamla góða græna í uppþvottinn, svo er glænýtt gult með sítrónuilmi, líka í uppþvottinn og að lokum er svo það bláa, sem auðvitað er allt öðruvísi því það er til hreingerninga — með salmíaki og hvaðeina. Allar gerðir Hreinols fást í 530 ml, 2,0 I og 3,8 I pakkningum. Er það ekki á hreinu? HREINN Barónsstíg 2-4, sími: 28400 GRÆNT HREINOL Þetta gamla góöa i uppþvottinn S£tn aldrei bregst. GULT HREINOL Nýr mildur uppþvottalögur meö sítrónuilmi. i BLATT HREINOL Afbragös hreingemingalögur með salmíaki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.