Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 12. JUNl 1985 47 Fyrirbyggjandi aðgerðir á forskólaaldri Ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir hafa verið gerðar á forskólaaldri, sem beinast að því að bæta líkam- lega, andlega og sálræna getu barnsins. Sérstaklega þarf að taka tillit til þroskafrávika barna á þessum árum til þess að hræða foreldra ekki um of. Álitið er, að þroskapróf og athuganir á börnum stuðli að bættri líkamlegri heilsu þeirra síðar meir. Hér á landi má nefna sem dæmi 4ra ára athugun á börnum á heilsugæslustöðvum. Tilgangur þessarar athugunar á 4ra ára börnum hefur m.a. verið sá, að hægt sé að liðsinna betur þeim börnum, sem aðstoðar þurfa með, ef vandamál þeirra verða greind snemma. Binnig skiptir máli að uppgötva sem fyrst vanhæfa foreldra og foreldra sem vanrækja börn sín. Ef foreldri er óhæft eða ófært að ala ðnn fyrir barni sínu getur ver- ið æskilegra að koma barninu fyrr en síðar í fóstur. Hér á landi gæfist gott tækifæri til að fylgja eftir börnum með geð- ræn vandamál með tilkomu þroskamats 4ra ára barna í smá- barnaeftirlitinu og veita jafn- framt foreldrum leiðbeiningar og ráðgjöf eftir þörfum. En til þess að svo megi verða, þyrfti að koma á fót geðverndarþjónustu hér á landi í tengslum við ungbarna-, smábarna- og skólaeftirlit innan heilsugæslustöðvanna. Fyrirbyggjandi aðgeröir innan skólans Á fyrstu skólaárum læra börn vanalega að lesa og skrifa og grundvallast áframhaldandi námsgeta þeirra á þess. Námserf- iðleikar hvers barns hafa mikil áhrif á líðan þess. Námsgeta barna er fyrst og fremst komin undir því, hversu vel barninu líður að greindarfari einu undanskildu. Hversu vel barninu gengur að læra í skóla er allt komið undir sjálfsáliti barnsins og tilfinning- um þess í eigin garð. Þau börn sem hafa vanist á óæskilega hegðun heima fyrir haga sér vanalega líkt í skóla. Fyrirbyggjandi aðgerðir innan skólans geta komið i veg fyrir mörg tilfinmngavandamál seinna meir, sem koma í kjölfar námserfiðleika. Kennarar þurfa að vera vel á varðbergi í eldri bekkjum grunnskólans, ef nem- endur neyta einhverra lyfja eða áfengis og gera ráðstafanir þar að lútandi hið allra fyrsta. Innan skólans er jafnframt möguleiki á því að draga úr getnaði hjá skóla- stúlkum með aukinni kynfræðslu. Skólinn getur tekist á við mörg vandamál barna, t.d. barna sem eru einmana og vinafá með því að koma á fót ýmiss konar hópvinnu og tengja þau þannig við hópinn og einstök börn innan hópsins. Fræðsla foreldra um þarfir barna, bæði fyrir verðandi for- eldra og foreldra barna á grunn- skólaaldri, hlýtur að bera árang- ur, ef rétt er á henni haldið. Fræða þarf foreldra á ýmsum sviðum, t.d. um hegðunarerfið- leika barna og unglinga, um til- finningalif og félagsþroska barna, um næringargildi fæðu, um getn- aðarvarnir, um misnotkun áfengis og eiturlyfja, um námserfiðleika, afbrot og einelti og ef nemendur hverfa úr skóla eða eiga við mæt- ingavandamál að stríða, hvað skuli þá til bragðs taka. Fyrirbyggjandi aðgerðir á barnadeildum Margar rannsóknir hafa verið gerðar á tilfinningavandamálum veikra barna og viðbrögðum þeirra við innlögn á sjúkradeildir. Margar hugmyndir hafa komið upp í sambandi við fyrirbyggjandi aðgerðir á barnadeildum. Ahersla hefur verið lögð á, að allt starfslið barnadeilda, allt frá forstöðu- manni að hreingerningarfólki, taki sérstakt tillit til tilfinninga- legra þarfa veikra barna og leggi áherslu á að hindra aðskilnað milli barna og foreldra meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Ýmsar að- gerðir hafa verið nefndar og hug- myndir reifaðar, en engu að síður hefur verið erfitt að koma þeim í framkvæmd. Erlendis hefur verið lög áhersla á að breyta þurfi heimspeki við rekstur barnadeilda. Endur- mennta þurfi allt starfslið barna- deilda og ný og breytt þjónusta skuli gefin í ljósi breyttrar hugm- yndafræðilegrar þekkingar. Fjölmargir rannsakendur hafa sýnt fram á mikilvægi fyrirbyggj- andi aðgerða f sambandi við sjúkrahúsinnlagnir barna. Ein rannsókn sýndi t.d. fram á, að þau börn sem eru vistuð ásamt mæðr- um sínum meðan á sjúkrahúsinn- lögn stendur hafa minni aðlögun- arerfiðleika eftir útskrift og minni tilfinningatruflanir og sömuleiðis minni aukaverkanir eftir skurðað- gerðir en þau börn, sem eru tak- markaðan tíma með móður/föður á barnadeild. í Bandaríkjunum var gerð rann- sókn á börnum sem lögð voru inn á sjúkrahús til kirtlatöku og sýndi rannsóknin fram á, að ef móðir barnanna var með þeim meðan á aðgerð stóð var líkamshiti þeirra lægri og blóðþrýstingur og púls- hraði lægri meðan á aðgerð stóð og þau voru fljótari að ná sér eftir svæfingu og grétu minna og köst- uðu minna upp en þau börn sem voru án móður meðan á svæfingu og aðgerð stóð. Til þess að fyrirbyggjandi að- gerðir séu mögulegar, þarf að koma upp aðbúnaði fyrir foreldra á barnadeildum og veita þeim stuðning, viðtöl og upplýsingar um allt sem fram fer, sem aftur krefst tíma, þekkingar og aukins starfs- liðs. Á barnadeildum er mikilvæg aðstaða til að finna áhættuhópa barna og veita þeim þá greiningu og meðferð, sem þörf er á hverju sinni. Þar ætti að vera fylgst með þroska og vexti barna og almennt að reyna að standa að velferð þeirra, athuga hegðun þeirra og tjáskipti við fjölskyldumeðlimi, fjölskylduaðstæður og sálsjúkleg einkenni. A barnadeildum er jafn- framt gott tækifæri til að gefa foreldrum leiðbeiningar og ráð varðandi uppeldi og meðferð á ungum börnum sem eldri. Þeirri staðreynd, að börn dagsins í dag verða þau fullorönu morgundags- ins, verður ekki breytt. Því er það mikið velferðarmál að innleiða til- allra barna á barnadeildum. Til að fyrirbyggja frekari áföll hjá veik- um börnum þarf sérstaklega huga að tilfinningalegri liðan þeirra og veita þeim sállækningameðferð samtímis annarri líkamlegri með- ferð. Fyrirbyggjandi aðgerðum má jafnframt beita inni á barnadeild- um fyrir þau börn, sem hafa tíð líkamleg einkenni, eins og t.d. höf- uðverk eða kvartanir frá melt- ingarfærum, sem stafa ekki af vefrænum sjúkdómum, heldur langoftasf af tilfinningalegu álagi eða öðrum kvíðaeinkennum. Það er algengt, að tilfinningalegt álag hjá börnum lýsir sér sem líkamleg einkenni. Með því að kanna, hvað veldur álaginu má draga úr því og við það hverfa líkamleg einkenni barnsins. Verðugt framtíðar- verkefni Geðvernd barna hlýtur að vera verðugt verkefni fyrir framtíðina og ætti að vera gefið miklu meira svigrúm innan heilbrigðiskerfis- ins en nú er. Mikið skortir á í þjóð- félagi okkar, að foreldrar virði þarfir barna sinna og séu meðvit- aðir um, hvað er barni þeirra fyrir bestu á hverju aldursskeiði þess. Fyrirbyggjandi aðgerðir, tímabær greining og meðhöndlun á geð- læknisfræðilegum vandamálum barna er ekki einungis verkefni barnageðdeilda eða sálfræði- deilda, heldur allra þeirra sem umgangast börn og komast í snertingu við þau, eins og for- eldra, heimilislækna, barnalækna, kennara og fóstra. Vanalega er enginn ágreiningur um markmið geðverndarstarfs, því að allir vilja koma í veg fyrir sjúkdóma og sjúkleika, en annað mál er, hvaða almennum aðgerð- um er beitt. Markmið og tilgangur með fyrirbyggjandi starfi þarf að vera skýr, hvernig á að greina áhættuhópa og í hvaða áhættu- hópa á að verja fé, hvar „kreppir skórinn mest", hver og hvernig á að meta þörfina. AUt er þetta um- hugsunarefni. Einnig þarf að greina mun á fyrirbyggjandi að- gerðum og breyttum þjónustu- formum. Hér á landi er þörf mik- illa úrbóta. Ilöfundur er barnagedlæknir. Þar sem við opnum alla daga kl. 18.00, er tilvalið að kíkja við eftir erfiði dagsins, og jafnvel taka eina skák eða kotru. Spakmœli dagsins; Skýzt um skák hverja. OÐAL H0LUJW00D Áfram ísland Þaö munaöi litlu gegn Skotum og nú er aö duga eoa drepast. Hvetjum ísland til sigurs og höldum upp á sigurinn í H0LUJW00D * * * í Œ ó n a b æ ? I KVÖLD KL. 19.30 Aðalvinningur að verðmæti........kr. 25.000 * Heildarverðmœti ?•••••••••••• vinninga...........kr. 100.000 NEFNDIN. * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.