Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. JUNÍ 1985 9 Mmsizm F O 68 69 88 A verðbréfamar kaöi hafa á síðustu 12 mánuðum fengist 14-18% vextír umfram lánskjaravísitölii En sá galli er á gjöf Njarðar að til að fá þessa vexti (sem tvöfalda sparifé á 4-5 árum umfram hækkun lánskjaravísitölu) þarf stórar upphæðir, þekkingu og getu til að taka nokkra áhættu. Einingaskuldabréfin, sem Kaupþing hf. hefur til sölu, eru lausn á þessum vanda. Með þeim er safnað saman í einn pott litlum og stórum upphæðum og fyrir þær stóru upphæðir sem þannig myndast kaupa sérfræðingar okkar verðtryggð og óverðtryggð veðskuldabréf með bestu ávöxtun og góðri dreifingu á áhættu. Verðmæti keyptra skuldabréfa er jafnt og skuldin við eigendur einingaskuldabréf- anna. Þannig hækka einingaskuldabréfin eins og keyptu bréfin og eigendur þeirra njóta háu vaxtanna og verðtryggingar- innar. D Innlausn: Einingaskuldabréfin má innleysa með eins til tveggja daga fyrirvara við eðlilegar aðstæður. Kynntu þér reglur um innlausn! QUpphæð: Kaupa má fyrir hvaða upp- hæð sem er, en þó er ekki ráðlegt að kaupa fyrir minni upphæð en kr. 3.000 vegna 120 kr. kostnaðar. DBinditími: Vegna 2% innlausnar- gjalds er ekki ráðlegt að binda fé í skemmri tíma en 6 mánuði. DKaup: Mjög auðvelt er að kaupa einingaskuldabréf. Sendu strikaða ávísun stílaða á Kaupþing hf. með þeirri upphæð sem þú ætlar að kaupa fyrir, og taktu fram í bréfinu nafn þitt, nafnnúmerog heimilisfang. ATH! Mjór er mikils vísir. Byrjaðu að spara strax í dag. Safnaðu einingum. Sparaðu og láttu vextina vinna. Gengi elningaskuldabréfa (verð einnar einingar) undangengna dags 10.-17. maf 20. mai 21.mai 22. mai 23. mai 24. maf 28. maf 29. maf 30. maf 3.Júnf 4.|úní 5. júnf 6. Júní 6. júni 10. júni 11. júni 12.Júni 1.000 kr. 1.012 kr. 1.014 kr. 1.015 kr. 1.016 kr. 1.017 kr. 1.021 kr. 1.023 kr. 1.024 kr. 1.029 kr. 1.030 kr. 1.030 kr. 1.031 kr. 1.033 kr. 1.034 kr. 1.035 kr. 1.036 kr. « KAUPÞING HF — ~ Husi Verzlunarmnar, simi 6869 88 Loftfimleikar innan VMSÍ Þóröur Ólafsaon, miö- stjómarmaður í ASÍ, aegir í tUvitnuðu blaðaviðtali. „Það er Ijóst að að ein- hverjir ínnan launþega- samtakanna stefna að því að fá verulega meiri hækk- anir en aðrir. Mikið af sérkröfum virðist nuu ætla að koma upp á borðið hji Verkamannasambandinu sem geta haft áhrif á það hvort takist að undirrita samninga eða ekki Það eru fleiri hópar en fisk- verkunarfólk sem verið er að tala um i þessu sam- bandi, og nægir þar að benda á samþykki Dags- brúnar sem virðist ætla að vera sér i báti, Ég held hins vegar að hinn almenni launþegi — bæði innan Verkamannasambandsúis og annarra landsambanda — sé undrandi i þeim loftfimleikakúnstum sem framkvæmdar eru innan Verkamannasambandsins um þessar mundir og telji að lítið fáist út úr svoleiðis æfingum. Slíkir loftfimleik- ar geti áfram farið fram á Alþingi en ekki í samn- ingaviðræðum til að tryggja kjör verkafólks." Hlutverk ríkis- stjórnarinnar Þórður kemst svo að orði um þátt stjórnvalda í hugsanlegum samningum: „Ég lít svo á að það sé siðferðileg skylda rikis- stjórnarinnar að taka nú verulega á málunum og tryggja þann kaupmátt sem um semst Meðal þeirra liða sem einvörð- ungu snúa að stjórnvöidum eru td.: Gengismálin — vaxtamalin (menn hefðu fyrir nokkrum árum verið settir í steininn fyrir að tala um þá okurvaxtastefnu sem nú er að setja bæði alntenning og atvinnu- rekstur í strand) — hækk- anir á landbúnaðarvönim sem setja þarf skorður við — og síðast en ekki sist hækkun opinberrar þjón- ustu. Siðan er enginn vafi á því að ríkisstjórnin gæti komið venilega til móts við hið almenna launafélk f gegnum skattakerfið. Hhit- Flestir gætu hugsað sér slíka samninga „Af þeim fréttum sem almennt launafólk fær af samn- ingaviöræöum þeim sem í gangi eru viröist Ijóst aö flestir, aö undanskyldu verkamannasambandinu, gætu hugsaö sér aö semja út frá eitthvaö svipuöum grundvelli og tilboo VSÍ hljóöaöi upp á, þótt nokkuö þurfi þar um aö bæta til aö kaupmáttur sá sem er stefnt á samningstímabilinu ná- ist." Þaö er Þóröur Ólafsson, miöstjórnarmaöur í ASÍ og formaöur verkalýösfélagsins í Þorlákshöfn, sem þannig kemst aö oröi í blaöaviötali viö NT. Staksteinar birta kafla úr þessu viötali í dag. ur ríkisstjórnarinnar er stór í ölhim þessum atrio- um, til að tryggja það sem að er stefnt — og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi." Mistökað eyðileggja lág- markslaunin „Það voru mikil mistök hvernig farið var með lág- marksiaunin, en kappið var svo mikið að afnema tvö- falda keriið. í því sambandi má benda á að á sama tíma og Verkamannasambandið lagði allt í sólurnar til að afnema lágmarkslaunin þá fðr Sjómannasambandið af stað til að fi storhækkun á lágmarkslaunum fyrir sína umbjóðendur. Sjómenn hafa í áraraðir búið við tvö- falt launakerfi, þar sem kauptryggingin hefur verið lágmarkslaunin, sem síðan hafa getað aukist með afla- hlut. Eftir að þau hafa nú hækkað í um 28.500 krón- ur tjá mér skipstjórar að það sé ekki sambærilegt bvað miklu auðveldara sé að manna skipin. Hitt kerf- ið, sem VMSÍ lagði svo mikið kapp á að eyðileggja, var í raun nákvæmlega það sama, ef fólk hefði bara viljað setjast niðnr og hugsa um það." Kjarabætur ekki einhver heilög pró- sentuhækkun „Þórður tehir það meg- inmálið nú, að hægt verði að setjast niour og hefja raunhæfar viðræður um kaupmáttartryggingu og vaxandi kaupmatt i samn- ingstimanum fyrir alla launþega innan Verka- mannasambandsins og fleiri sambanda. Þar séu allir — sem ekki njóta sér- stakra yfirborgana — á sama bátí. Ailt tal um að ákveðnir nópar hafi dregist aftur úr öðrum, sem fi greitt samkvæmt kauptöxt- um, sé sama fjarstæða og hji kennurum þegar þeir séu að miða sig við aðra hópa. — 1 þessum orðum felst ekki að verkafólk þurfi ekki kjarabætur — og þeg- ar maðiir er að tala um raunhæfar kjarabætur, þi i það ekkert skylt við ein- hverja heilaga prósentu- hækkun. Það er ekki hækkun í prósenrum sem þar skiptir sköpum, sagði Þórður Ólafsson." Undirbúningsnefnd Landsþingsins. Fri vinstri: Patricia Hand, IngveMur Ingólfsdóttir, Mary Simenauer þingskapar- leiðari ITC, Kristjana Milla Thorsteinsson, Aðalheiður Maack, Ásdís Jóhannsdóttir Fyrsta þing Landssambands málfreyja UM HELGINA var haldið fyrsta landsþing Landssambands íslenskra mál- freyja, í Reykjavík. Tíu ár eru liðin síðan fyrsta íslenska deildin innan samtaka málfreyja var stofnuð. í dag eru félagar 400 i óllu landinu, og deildir innan landssambandsins 18 að tölu. Landssamband íslenskra mál- freyja er aðili að „International Training in Communication" sem telur 23.000 félagsmenn í öllum heimsálfum. Meðal gesta á landsþinginu var „þingskaparleiðari" ITC, Frú Mary Simenauer. ITC hét upphaflega Internation- al Toastmistress Clubs, og var stofnað árið 1938 af Ernestine White. Frú White sá þá fyrir aukna þátttöku kvenna í atvinnu- lífi og stjórnmálum og sá nauðsyn þess að stofna samtök sem hjálp- uðu konum til að takast á við þessi verkefni. Félagið hefur síðan breytt talsvert um svip, og nú starfa bæði kynin innan vébanda þess. Af þeim sökum var nafni heimssamtakanna breytt. „Félag málfreyja hefur það að markmiði að þjálfa og hjálpa einstaklingum til þess að takast á hendur þau verkefni sem bíða þeirra á lífsleið- inni. Fólk misskilur oft nafn fé- lagsins og margir karlmenn kalla okkur kjaftakerlingar," sagði Kristjana Milla Thorsteinsson formaður landsnefndar málfreyja. Málfreyjur leggja áherslu á þjálfun í forystu, skipulagi, fund- arsköpum og ræðumennsku með þátttöku í starfi félagsins. ITC vinnur þannig að á hverjum stað stofna félagar með sér sk. deild. Löndunum er síðan skipt niður í ráð, þau mynda landsþing, hvert land er aðili að sérstöku svæði, og loks koma heimssamtökin. „Með þessu fá félagar æfingu í að taka afstöðu til mikilvægra mála, skipuleggja og stjórna, fara með fjármál o.s.frv.," sagði Kristjana. Félagsmenn eru á öllum aldri, og í íslensku samtökunum eru félagar frá 21—70 ára. Starf landsþingsins var með hefðbundnu sniði, fjallað var um lög og reglur, félagsmálin og kosin stjórn samtakanna. Formaður landssambandsins var kosin Erla Guðmundsdóttir. Frú Simenauer hélt námskeið um fundarsköp.Á laugardag heimsótti forseti ís- lands þingið og snæddi hádegis- verð og á sunnudag borgarstjórinn í Reykjavík. „Þetta var mjög ánægjulegt þing, og ég spái og vona að samtökin muni eiga erindi til íslendinga í framtíðinni," sagði Kristjana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.