Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 Bjarni í - 3. sæti NÚ ÞEGAR átta umferðum er lok- ið í 1. deildarknattspyrnunni í Noregi eru Lilleström og Rosen- borg í efsta sæti. Brann, lið Bjarna Sigurðssonar, landsliðs- markvaröar, er í öðru s»ti. Bjarni og félagar unnu Eik frá Tönsberg 3—0 á heimavelli. Start, liðið sem Guðbjörn Tryggvason leikur með, tapaði stórt á útivelli gegn Kongsvinger 6—0. Start er í fjóröa neðsta sæti með 6 stig. Úr- slit leika í áttundu umferð voru * þessi: Brann — Eik 3:0 Bryn® — Molde 4.-0 Kongsvingar — Start 6:0 Mýöndalen — Lilleström 0:1 Rosenborg — Moss Vaalerengen — Viking 2:2 Öldungamót hjá Keili UM N/ESTU helgi verður haldið opiö öldungamót hjá Golfklúbbn- um Keili. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar sunnudaginn 16. júní. Rétt til þátttöku hafa þeir sem verða 55 ára eða eldri á ár- inu. Þeir sem hug hafa á þátttöku þurfa að hafa skráö sig fyrir kl. 18.00 laugardaginn 15. júní í síma 53360 eða í skálanum. Ræst verö- ur út frá kl. 10.00. Keppnisgjald er kr. 400. Fréttetílkynning „Óhress með að Lárus skyldi kjósa að tala við blöðin áður en hann ræddi við mig“ - segir I „Ég er mjög óhress með það að Lárus Guðmundsson skildi kjósa aö tala viö blöðin áöur en hann ræddi við mig. Það var ástæöulaust fyrir hann. Ég lét aldrei þau orð falla viö dagblað aö Lárus vœri ekki nægilega lík- amlega sterkur til að leika gegn vörn Skota. Þau ummæli voru búin til. En Lárus verður að skilja það að ég get ekki lofaö neinum leikmanni fastri stöðu í landsliðinu.“ sagði Tony Knapp þegar hann var inntur eftir því af hverju Lárus Guömundsson væri ekki í landsliöshópnum. —„Lárus Guðmundsson var mjög óánægður meö að vera á varamannabekknum þegar viö Hidsliðsþjálfarinn Tony Knapp lékum gegn Skotum á Hampden Park. En mín skoöun er sú aö hann sé ekki betri en Pétur Pét- ursson, Arnór eða Ásgeir og ég gat því ekki stillt honum upp í þeim leik. Þetta virðist hafa fariö í taugarnar á honum. Ég þarf 16 leikmenn í landsliöshópinn og þeir verða allir að vera jákvæöir. Ég get ekki lofað neinum föstu sæti í liöinu. Þaö fer allt eftir þv> við hverja er veriö að leika og hvernig ég stilli liöi mínu upp. Tökum sem dæmi Sigurö Grétarsson. Hann kemur alla leiö frá Grikklandi til þess aö leika gegn Skotum og Spánverjum. Hann var alls ekki öruggur um aö fá aö spila. En hann mætir í leik- ina. Hann var á varamannab- ekknum gegn Skotum framanaf. En hann er jákvæöur og vill vel. Lárus veröur að skilja aö hann er aö leika fyrir ísland. Ekki fyrir Tony Knapp. Leikmennirnir eiga aö hafa þaö stolt aö vilja berjast fyrir land sitt og þjóö og þaö hafa þeir allir. Enda skila þeir góöum árangri sem er til sóma. Hópur- inn er mjög jákvæöur og góöur. Þaö pirraði mig þegar Lárus gaf yfirlýsingar í blööin aö ég vildi ekki nota sig bara af því aö hann var ekki öruggur í liöiö hjá mér," sagöi Knapp. Broddi sigraði í 1. umferð Broddi Kristjánsson stóð sig vel í fyrstu umferð heimsmeist- aramótsins í badminton sem fram fer í Calgary. Hann vann Egbeyemi frá Nígeríu 17—14 og 15—1. Á mótinu í Kanada eru allir bestu tennisleikarar heims í karla og kvennaflokki. Þórdís Edwald keppir í kvennaflokki. Broddi sigr- aöi Samson Egbeyemi í fyrstu um- ferö mjög örugglega eins og áöur segir. Broddi hefur ekki unniö Níg- eríumanninn fyrr í keppni, en þeir hafa oft leikiö saman áöur. Þórdís og Broddi léku viö Prad- eep Gandhe og Amy Chia frá Ind- óneseíu í tvenndarleik og töpuöu, 7—15 og 6—15 og eru þar meö úr leik í tvenndarkeppninni. Önnur úrslit á mótinu uröu þau aö í einliöaleik karla, sigiaöi John Goss, Kanada, Vestur-Þjóöverjann Harald Klauver í mjög spennandi viðureign, 15—13 og 17—16. Morten Frost, Oanmörku, sigraöi Shinji Natsuura frá Japan, 15—4 og 15—5. Torben Carlsen, Dan- mörku, sigraöi Peter Rawlek, Kan- ada, 15—12 og 15—10. Nick Yates, Englandi, sigraöi Deuk Choon Lee frá Kóreu, 15—8 og 15—8. Morgunblaðið/ Friðþjófur Helgason • Félagar úr ÍA ræða málin sín á milli áður en haldið er á æfingu hjá landsliðinu. Frá vinstri: Árni Sveinsson, einn leikreyndasti maöur landsliösins, Sveinbjörn Hákonarson og Bjarni Sigurðsson markvörð- ur sem nú leikur í Noregi. Leikið gegn Spánverjum Tekst að vinna sigur í síðasta heimaleiknum? „ÉG ER sannfærður um að ís- lenska liöið getur unniö sigur á líði Spánar. Landslið okkar er hætt að bera viröingu fyrir and- stæöingum sínum og sannaði þaö rækilega í leiknum gegn Skotum á dögunum að það getur á góðum degi gert stóra hluti. Við látum ekki fremja á okkur rán aft- ur. En Skotar rændu frá okkur sigrinum um daginn,“ sagöi Ellert B. Schram, formaður KSI á blaöa- mannafundi fyrir leikinn gegn Spáni sem fer fram á Laugardals- vellinum í kvöld kl. 20.00. Þetta er síöasti heimaleikur ís- lenska liösins i undankeppni HM aö þessu sinni. Og ekki veröur annaö sagt en aö leikurinn í kvöld lofi góöu eftir hina frábæru frammistööu gegn Skotum á dög- unum. En Spánverjar veröa erfiöir mót- herjar. Þeir eru meö frábært lið sem komast í úrslit i Evrópukeppn- inni í knattspyrnu á síöasta ári og eins og allir vita er knattspyrnan hátt skrifuö á Spáni og í fáum löndum meiri áhugi á henni. Þaö er líka mikiö í húfi aö Spánverjar standi sig vel gegn islendingum. Spánverjar veröa aö vinna sigur í kvöid ef þeir ætla sér aö komast i úrslitin á HM. Liö íslands í kvöld veröur án efa skipaö sömu leikmönnum og léku gegn Skotum, en í stað Siguröar Jónssonar og Péturs Péturssonar munu þeir Ómar Torfason og Ragnar Margeirsson hefja leikinn. Forsalan á leikinn gekk mjög vel og er uppselt í stúkusætin. Gert er ráö fyrir ekki færri en 12 til 14 þúsund manns á völlinn og nú er um aö gera aö láta áfram island hljóma kröftuglega á pöllunum og hjálpa strákunum verulega í leikn- um. • Ekki vitum við hvaö þeir Janus Guölaugsson og Atli Eövaldsson aru að bralla. Gæti það veriö að Atli væri aö kanna Janusi ainhvarja nýja æfingu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.