Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 4
 MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 12. JUNÍ 1986 Samþykkt efri deildar um bjórinn: Leiðbeinandi þjóðar- atkvæði - ekki bindandi Alþingi þarf að fjalla um málið á ný, hvernig sem þjóðaratkvæðið fer Morgunblaöið bar þá spurningu upp við Intrvald Garðar Kristjinsson, forseta Sameinaðs þings, hvort það væru þingleg vinnubrögð að efri deild afgreiði frumvarp um meðalsterkt öl með frávísunartillögu um þjóðarat- kvæði, þegar fyrir liggi, að neðri deild Reykjavík: Konur planta trjám Bandalag kvenna í Keykjavík gengst fyrir gróðursetningu trjá- plantna annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20.00 á svæðinu milli Miklubrautar, Skeiðarvogs og Suðurlandsbrautar, en svædi þetta er í framtíðinni hugsað sem útivistarsvæði. Gróðursetning þessi er liður í áætlun, sem '85 nefndin, sam- starfsnefnd um lok kvennaára- tugarins, gengst fyrir. Tak- markið er að gróðursetja eina trjáplöntu fyrir hverja konu á íslandi. Með þessu vilja konurn- ar minnast þess að hinn 19. þessa mánaðar eru liðin 70 ár síðan konur á íslandi öðluðust kosningarétt og kjörgengi. Gróðursetningarátak þetta hófst hinn 8. þ.m. á Suðurlandi og í Hafnarfirði og næstu daga munu konur víða um land gróð- ursetja tré af þessu tilefni. Bandalag kvenna í Reykjavík hvetur reykvískar konur til að mæta annað kvöld og taka þátt í gróðursetningunni. hafi fyrír fáum dögum fellt tillögu um þá málsmeðferð. Forseti Sameinaðs þings sagði tillöguna, sem samþykkt var í efri deild, efnislega á annan veg en þá, er neðri deild felldi. Vinnu- brögðin væru í einu og öllu þingleg. Tillagan, sem felld var í neðri deild, gerði ráð fyrir samþykkt laga um heimild til sölu áfengs öls, sagði Þorvaldur Garðar efnislega, en setti þá kvöð á framkvæmd lag- anna, að hún kæmi ekki til nema að undangengnu samþykki við þjóðar- atkvæði. Tillagan, sem samþykkt var í efri deild, gerir hinsvegar ekki ráð fyrir samþykkt viðkom- andi laga. Hún kveður á um þjóðar- atkvæði, sem skuli fara fram á ár- inu 1985, en er ekki bindandi fyrir Alþingi. Eftir sem áður þarf að flytja fru'mvarp um ölið á þingi og fá samþykkti þar áður en til fram- kvæmda kemur. Ef neðri deild felst á niðurstöðu efri deildar fær málið þá afgreiðslu frá Alþingi að þjóðaratkvæði fer fram um ölið i ár, sem er leiðbein- andi en ekki bindandi fyrir næsta þing. Ingvar Gíslason um bjórmálið: „Eðlilegast að alls- herjarnefnd taki málið til athugunar" BÚIST er við því að þriðjii umræðu um bjórfrumvarpið Ijúki í efri deild Alþingis í dag, og það komi þá á nýjan leik á dagskrá neðri deildar, sökum breytingartillögu þeirrar um þjóðaratkvæðagreiðslu sem sam- þykkt var í efri deild í fyrrinótt. Ingvar Gíslason, forseti neðri deildar Alþingis, var í gær spurð- ur hvenær hann teldi að bjórfrum- varpið kæmi til umræðu á nýjan leik í neðri deild. „Ég mun taka málið á dagskrá, þegar það kemur í deildina, en ég veit ekkert hve- nær það kemur til umræðu, það er svo mikið af málum sem eftir er að ræða og afgreiða," sagði Ingv- ar. Ingvar var spurður hvort líklegt gæti talist að bjórfrumvarpið yrði tekið til umræðu á þessu þingi, sem markmiðið er að ljúka eigi síðar en um næstu helgi: „Ég tel eölilegast í þessu sambandi, að allsherjarnefndin taki máliö til athugunar. Ég mun svo hafa sam- starf við nefndina og ef nefndin afgreiðir málið fljótlega frá sér, verður málið tekið fyrir." Nesti snœtt á Lœkjartorgi Reykvíkingar og aðrir sem leið eiga um miðborgina, geta nú tyllt sér niður á Lækjartorgi og snætt ncsti sitt við þar til gerð borð og bekki, sem komið hefur verið upp á torginu. Meðfyígjandi mynd tók Ijósmynd- ari Morgunblaðsins, Ólafur K. Magnússon, í góða veðrinu á þriðjudag inn af einum vegfaranda, sem hafði fært sér f nyt þessa nýju aðstöðu. Ættum skilið verð- laiin fyrir ofdirfsku — sagði Ágúst Guðmundsson, þegar hann tók við bjartsýnisverðlaununum AGUST Guðmundsson, kvik- myndagerðarmaður, veitti Bröste-bjartsýnisverðiaununum viðtöku í gær. Verðlaun þessi hlaut hann fyrir mynd sína „Land og synír". I fréttatilkynningu frá í Norræna húsinu í kvöld: „Tónleikar fylla mann af áhuga" — Rætt við Lailu Helland 16 ára píanóleikara og Solveigu Strömme 14 ára sópransöngkonu frá Noregi Tvær ungar tónlistarkonur frá Noregi, Solveig Strömme sópran og Laila Kristin Helland píanóleikari, halda tónleika í Norrena húsinu í kvöld kl. 20:30. Solveig er 14 ára og Laila 15 og eru þær frá bænum Fitjar sem stendur á eyju skammt frá Bergen. „Ég hef lært að syngja í átta ár hjá móðurömmu minni sem kenn- ir söng á Fitjum," sagði Solveig er þær stöllur litu við á ritstjórn Morgunblaðsins. „Þegar ég var smábarn fylgdist ég oft með henni kenna og það þróaðist þannig að áður en ég vissi af var ég farin að læra hjá henni. bað fer mikill tími í tónlistina því ég verð að æfa mig reglulega bæði í að sygnja og í að spila á píanó auk þess sem ég spila í skólalúðrasveitinni. Þetta fer þó ágætlega saman við skóla- gönguna þrátt fyrir að ég þyrfti oft að fá frí til að spila á tónleik- um í Bergen og nágrenni. 1 fyrra söng ég í hæfileikakeppni út- varpsins og lenti í fyrsta sæti. Eftir það kom ég svo líka fram í sjónvarpinu norska. Síðasta sumar fór ég svo í keppni í Wales þar sem keppt er í söng, hljóð- færaleik og dansi. Þessi keppni á sér langa sögu og var það amma sem benti mér á að taka þátt í henni. Amma var í þessari keppni sjálf fyrir 30 árum og vann þá fyrstu verðlaun fyrir þjóðvísna- söng. Ég ákvað að slá til og gekk það bara vel. Ég vann 2. verðlaun fyrir þjóðvísnasöng og fyrstu verðlaun í einsöngskeppninni en sú keppni var ekki þegar amma var í þessu. Tónlistarskóli Njarðvíkur bauð okkur að koma hingað til lands til að halda tónleika en ég hef reynd- ar komið hingað þrisvar áður. Föðuramma mín var alíslensk og hér á ég mikið af ættingjum. I gær héldum við tónleika í Njarð- vík og var okkur ákaflega vel tek- ið og þurftum að taka aukalög. Ég hef yndi af því að syngja en ég veit þó ekki ennþá hvort ég vil leggja sönginn fyrir mig. Ég ætla að sjá til. Ég á enn tvö ár eftir í grunnskólanum svo það er nógur tími ennþá til að hugsa málið." Laila verður 16 ára eftir mánuð og er þetta fyrsta ferð hennar til Íslands. „Mér finnst lítið af trjám hérna og eru þaö kannski helstu viðbrigðin við að koma hingað frá Noregi," sagði Laila sem hefur lært á pianó frá átta ára aldri. „Ég hóf námið í tónlistarskólan- um á Fitjum en þegar kennarinn þar gat ekki kennt mér meira fór ég að sækja tíma í Bergen. Ég hef svo spilað undir hjá Solveigu und- anfarin tvö ár og haldið með henni tónleika auk þess sem ég hef haldið nokkra einleikstón- leika. Það er mjög skemmtilegt að vinna með Solveigu en auðvitað nýtur maður sín á annan hátt en þegar maður leikur einleik. Ég spilaði undir fyrir hana í keppn- inni í Wales auk þess sem ég tók þátt í hljóðfæraleikarakeppninni. Ég var með þeim allra yngstu í keppninni þar sem flestir voru á aldrinum 20 til 25 ára. Ég komst ekki í úrslit en fékk mjög góða gagnrýni. Píanóleikurinn er ennþá bara Morgunblaðið/Þorkell Solveig Strömme 14 ára sópransongkona og Laila Kristin Helland 16 ára píanóleikari halda tónleika saman í Norræna húsinu í kvöld. áhugamál hjá mér og ég veit ekki enn hvað verður. Samkeppnin er mikil í Noregi og því ekki auðvelt að koma sér áfram en afturámóti er ekki mikið framboð á undir- leikurum." — Æfið þið Solveig mikið sam- an? „Já, því við verðum að vera mjög samstilltar. Við æfum yfir- leitt daglega saman þegar tonleik- ar eru framundan. Reyndar verð- um við í sitthvorulagi alltaf að æfa okkur daglega því maður er fljótur að ryðga. Mér finnst til dæmis alveg ferlegt að fara í sumarfrí eitthvert þar sem ég kemst ekki í píanó því það kostar tvöfalda vinnu þegar heim kemur. Af og til verður maður kannski ieiður á sífelldum æfingúfti en þegar eitthvað er að stefna að eins og tónleikar til dæmis fyllir það mann af áhuga." — Hafið þið tíma til annars en æfinga og skólagöngu? „Já, já. Við gerum til dæmis mikið af því að dansa, förum oft á diskótek. Því þó Beethoven og Chopin séu í miklu uppáhaldi hlustum við á popptónlist svona dags daglega. Það er mikil sam- staða með unga fólkinu á Fitjum og stundum förum við á bátum út í næstu eyjar og grillum okkur pylsur og skemmtum okkur." Á tónleikunum í Norræna hús- inu fimmtudaginn 13. júní mun Solveig syngja þjóðvísur og lög eftir Grieg, Ole Bull, Sigurð Þór- arinsson og fleiri, við undirleik Lailu sem auk þess mun leika ein- leik, nokkur verk eftir Grieg og Sæverud. Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl. 20:30 og verða aðgöngumiðar seldir við inngang- inn. Broste-stofnuninni segir að óvenju margir hafi verið viðstadd- ir athöfnina, sem fram fór í Christianshavn. Forstjórinn, Peter Bröste, bauð Ágúst og landa hans sér- staklega velkomna, en meðal gesta var Halldór Laxness. Pet- er Bröste vitnaði til þeirrar setningar úr Landi og sonum, þar sem segir „að svartsýni margra ungra manna sé eins og pest" og taldi hann þessi orð táknræn fyrir óbugandi vilja og bjartsýni íslensku þjóðarinnar. Aðalræðuna hélt forstjóri danska kvikmyndasambands- ins, Finn Aabye, og sagði hann Ágúst þekktan fyrir ríka sköp- unargáfu sína og dugnað. Hann væri maður sem tæki starf sitt alvarlega og stefndi stöðugt hærra. „í gegnum faglega hæfileika þína höfum við kynnst þér sem hlýrri og vingjarnlegri mann- eskju — og góðum samstarfsfé- laga," sagði Finn Aabye. I þakkarræöu sinni sagði Ágúst Guðmundsson að sér fyndist það góð hugmynd að tengja verðlaunin bjartsýni — og ef á annað borð ætti að verð- launa íslenskan kvikmynda- gerðarmann þá væru bjartsýn- isverðlaunin vel við hæfi. „Ef veitt væru verðlaun fyrir bí- ræfni og ofdirfsku," bætti hann við, „þá ættu íslenskir kvik- myndafrömuðir einnig skilið að fá þau." Sem dæmi um of- dirfsku þessa nefndi hann at- riði úr annarri mynd sinni — þar sem aðalpersónan steypir sér fram af bjórgum. „Þetta þurfti leikarinn að sjálfsögðu að gera sjálfur - og er þetta atriði alveg dæmigert fyrir ís- lenskan kvikmyndaiðnað," sagði Ágúst að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.