Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURl%JÖNtl886- Morgunblaöid/Emilfa Fri vinstri: Sreinbjtfrn Finnsson, staðarrádsmaður {Skálholti, séra Guðmundur Óli Ólafsson, prestur (Skálbolti, Helga Ingólfsdóttir, semballeikari og Gylfi Jónsson, rektor Lýðháskólans í SkálhoHi. Norræn tónlistarhátíð í Skálholti NORR/EN tónlistarhátíð verður haldin í Skálholti dagana 6. júlí til 11. ágúst nk. Tilefnið er annars vegar það að nú eru liðin 300 ár frá fæðingu Jóhanns Sebastians Bach, Georgs Friedrichs Hándel og Domenicos Scarlatti, og hins vegar það að 10 ár eru liðin frá því að sumartónleikar voru fyrst haldnir í Skálholtskirkju. Listamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð koma fram á hátíðinni ásamt íslensku listafólki, en Norðurlandabúar hafa átt ríkan þátt í endurreisn Skálholtsstaðar. Sjötta júni sl. var boðað til blaðamannafundar i Norræna húsinu til kynningar á hátíðinni. Á fundinum voru herra Pétur Sig- urgeirsson, biskup, séra Guð- mundur Óli Ólafsson, prestur í Skálholtskirkju, séra Gylfi Jóns- son, rektor Lýðháskólans í Skál- holti, Helga Ingólfsdóttir, semb- alleikari og Sveinbjörn Finnsson, staðarráðsmaður í Skálholti. Helga Ingólfsdóttir skýrði frá því að sumartónleikar í Skál- holtskirkju hefðu fyrst verið haldnir sumarið 1975. Frá upp- hafi hefðu þar einkum verið flutt íslenskt verk og tónlist frá 17. og 18. öld og alls hefðu 20 verk eftir tíu tónskáld verið frumflutt á þessum tónleikum. Sagði Helga að í sumar, á tíu ára afmæli sumar- tónleikanna, yrði tónlistarhátiðin stærri í sniðum en ella, og alls yrðu haldnir 15 tónleikar. Þar sem á þessu ári væru 300 ár liðin frá fæðingu Bachs, Hándels og Scarlattis, væri efnisskráin til- einkuð þeim. Meðal verka sem flutt verða má nefna sembalsónötur Scarlattis, gömbusónötur og Goldberg-til- brigði Bachs, sembalsvítur og kammerverk Bachs og Hándels. Kvað Helga menn fá sannari mynd af tónlistinni þegar hún væri flutt á þessi gömlu hljóðfæri. Tónskáldin hefðu oft nýtt tækni- lega möguleika hljóðfæranna til hins ýtrasta. Á nútímahljóðfær- um væru ýmis tækniatriði mun auðveldari í útfærslu og því hljómaði barokktónlist oft of áreynslulítil í flutningi á þeim. Fram kom á fundinum að tón- leikar verða haldnir um hverja helgi á meðan að hátíðin stendur yfir. Á laugardögum verða tvenn- ir tónleikar, kl. 15 og 17, og verður efnisskrá síðari tónleikanna endurflutt á sunnudögum kl. 15. Messað verður á sunnudögum kl. 17. Séra Guðmundur Óli Ólafsson sagði að ýmsir prestar myndu prédika í Skálholti meðan sumar- tónleikarnir stæðu yfir og lista- menn flyttu tónlist í messum. Kvaðst hann fagna því að tíu ára afmælis sumartónleikanna væri minnst á þennan hátt og lýsti því hvernig brautryðjendastarf Helgu Ingólfsdóttur og Manuelu Wiesler hefði þróast og eflst í gegnum árin. Gylfi Jónsson, rektor, sagði að í tengslum við hátíðina yrði sýning í skólanum frá Goethe-stofnun- inni, um ævi Bachs, Hándels og Schutz. Þar yrðu einnig seldar veitingar og í sumar yrði rekið hótel á staðnum. Sveinbjörn Finnsson kvað að- sókn á sumartónleikunum hafa vaxið jafnt og þétt. Það nýmæli væri í sumar að áætlunarferöir væru til Skálholts frá Umferð- armiðstöðinni alla tónleikadag- ana. Gæfist mönnum þannig kost- ur á að dvelja hálfan dag í Skál- holti og hlýða á tónverk meistar- anna, sækja messu, skoða sýning- una eða einfaldlega njóta nátt- úrufegurðarinnar á staðnum. Að- gangur að tónlistarhátíðinni er ókeypis og er það gert til að ferða- menn, sem leið eiga um Skálholt, geti áreynslulitið gengið til kirkju og notið góðrar tónlistar. Að sögn Helgu Ingólfsdóttur, nýtur tónlistarhátíðin styrkja frá menntamálaráðuneytinu, Nor- ræna menningarmálasjóðnum, Norræna húsinu og Þjóðkirkj- unni. Auk þess hafa nokkur fyrir- tæki veitt stuðning sinn. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, sagðist hafa fylgst með þessari starfsemi á sumrin af miklum áhuga og þætti honum hún auk við reisn staðarins. Hann þakkaði að síðustu öllum þeim sem lagt hafa tónlistarhátíðinni lið og vilja veg Skálholts sem mestan. Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar: Vegleg sýn- ingarskrá í bókarformi Nú stendur yfir í Listasafni ASÍ sýning á hluta þeirra verka, sem Sigurjón Ólafsson lét eftir sig og varðveitt eru í húsi hans á Laug- arnestanga. Það er nýstofnaður Styrktarsjóður Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar, sem stendur að sýningunni og hefur af þessu tilefni verið gefin út sýningarskrá, sem raunar er stór, innbundin mynda- bók og hefur ekkja Sigurjóns, Birg- itta Spur, haft veg og vanda af skránni. I bókinni er fjöldi mynda af verkum Sigurjóns; einnig gamlar myndir úr lífi Sigurjóns, allt frá því hann var ungur drengur að halda sýningu á teikningum austur á Eyr- arbakka. Þarna eru myndir frá Kaupmannahafnarárum Sigurjóns, sem ekki hafa komið fyrir almenn-" ings sjónir fyrr, sendibréf til myndhöggvarans, m.a. frá Einari Jónssyni og blaðaúrklippur. í bók- inni er auk þess grein um Sigurjón eftir Kristján Eldjárn, sem birtist í tímaritinu North Atlantic 1978, samtal Kristínar Halldórsdóttur núverandi alþingismanns við Sigur- jón, en formála skrifar Birgitta Spur. í bókinni er æviágrip Sigur- jóns, skrá yfir þær sýningar, sem hann tók þátt í, og skrá yfir opin- bera aðila, sem eiga verk eftir hann. SIGURJÓN ÓLAFSSON MVNDHO®GVHiW ftiOIDHUGGtfií SCULPTGR Reynivellir f Kjós Morgunblaðið/JOÞ Ferð á veg- um Skógrækt- arfélagsins Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir hópferð að Reynivöll- um í Kjós næstkomandi laugardag. Lagt verður af stað úr Fossvogsstöð kl. 11 og eru allir velkomnir. Farar- stjóri verður Þorvaldur S. Þorvalds- son. Skógræktarfélagið girti dálitla landspildu á Reynivöllum fyrir þremur árum og reisti þar hús. Þar hefur verið plantað dálitlu af trjám árlega síðan og eru fyrstu trén að vaxa úr grasi. Þarna er því að myndast vísir að griðlandi fyrir lúna vegfarendur. Til baka verður farið um Kjós- arskarð og Mosfellssveit og komið heim um fjögurleytið. ( (flr frétutilkynninifu) er ad hefþst é Hinir æöislegu WAT Tremeloes í Broadway nk. föstudags-, laugar- dags- og mánudagskvöld, sunnudags- kvöld í Sjallanum. Missið ekki af einstæðu tækifæri til aö rifja upp gömlu stemmninguna meö gömlu góðu félögunum í Broadway. . Miðasala og borðapantanir í Broadway' daglega, sími 77500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.