Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 Evelyn Tintiangco, sem kom- in er á áttræðisaldur, hefur ferðast til yfir fimmtíu landa og er enn á faraldsfæti Fyrir skömmu var stödd nér á landi bandarísk kona, Evelyn Tintiangco, sem ekki er í frásögur fær- andi, nema hvað konan sem komin er á áttræðisaldur er enn á faraldsfæti og hef- ur nú ferðast til yfir 50 landa. „Ég er hingað komin til að skoða landið og til að heimsækja vinkonu mína. Þetta er virkilega fallegt land, dálítið öðruvísi þ.e. a.s. engin tré og jafnvel eins og að vera á tunglinu gæti ég ímyndað mér og svo er loftið svo hreint og tært. Ég hef ekki ferðast víða um landið, en komið til Þingvalla, skoðað Gullfoss og Geysi og farið um Norð- urland." — Er eitthvert land öðru fremur sem heillar þig? „Nei, þau hafa öll eitt- hvað sérstakt upp á að bjóða og ég get ómögulega gert upp á milli þeirra. Þegar maður byrjar að ferðast á annað borð er erf- itt að hætta. Heima á ég son og dóttur og það er verst hvað þau eru á móti því að ég sé að flækjast svona. Það er einna helst að sjá að þeim finnist ég of gömul fyrir svona ferðalög en eins og ég segi sjálf þá held ég að ég sé nógu skyn- söm til að hætta þegar ég fer að hrórna um of." — Áttu eitthvert óskaland eftir að heimsækja? „Nei, ekki held ég það, það væri þá helst Mongólía og Tíbet. Annars langar mig að skoða allan heiminn og öll þau lönd sem ég hef ekki komið til. Það er ekki heldur til það land sem ég hef komið til og vildi ekki heimsækja aftur. Núna þegar ég kveð ís- land þá liggur leiðin til Lúxemborgar, Belgíu og Sviss en síðan fer ég heim og hvíli mig um stund. Annars er ég að hugsa um að skreppa til Indónesíu og Kína á næstunni." — Er þetta ekki óskaplega dýrt að ferðast svona heims- horna á milli? „Jú, það tekur mig tíma að safna fyrir þessu, en ég er líka búin að læra að ferð- ast á ódýrari máta en flest- ir ferðamenn gera. Með tíð og tíma lærir maður inn á kerfið. — Hefur ekki margt sögulegt drifíð á daga þína á þessum ferðalögum? „Jú, það er ótal margt og ég yrði líklega í marga daga ef ég ætti að segja þér frá öllum mínum ævintýr- um. Það er þó einkum eitt sem situr ofarlega í huga þegar þú spyrð og það er þegar ég fékk tækifæri til að hitta páfann. Ég fór til Rómar að hlýða á páfann. Hópurinn minn fór tveimur klukkustundum áður en at- höfnin hófst og það voru um 3000 manns sem biðu. Þetta var mjög hátíðlegt og gaman, en það var þó öllu meira spennandi er boð kom nokkrum dögum seinna um að við mættum koma í páfagarð og hitta páfa vissan morgun. Við fórum þana 35 til 40 manns og hlýddum á páfa blessa okkur. Eftir á kom hann og heilsaði okkur með handa- bandi og spurði hvaðan við værum o.s.frv. Að lokum voru teknar myndir af okkur með honum og þetta er viðburður sem ég gleymi seint. Sjálf er ég ekki kaþ- ólikki en þessi stund var mér mjög sérstök. KARNIVAL I OSLÓ Samba og sumarkoma Osló, 2. jóni. Ung stúlka æpir upp yfir sig þegar stór górilla tekur harkalega í öxl hennar og urrar. Stúlkan lítur flóttalega í kringum sig á aðra gesti kaffihússins, en enginn gerir sig líklegan til að hjálpa henni. Górillan sleppir tak- inu og sest niður við næsta borð ásamt kanínu og magadansmær. Það er karnival í Osló! Karnivalið hófst föstudaginn 31. maí og stóð til sunnudags- kvölds 2. júní. Þetta er í þriðja skipti sem Oslóbúar fagna sumri með því að dansa samba í suðræn- um karnivalsanda. Það eru að vísu ekki aðeins Oslóbúar sem hafa tekið upp þennan sið, heldur og íbúar margra annarra borga og bæja. Hátíðin var formlega sett við ráðhúsið í Osló en á t.orginu gnæfði grænn dreki og allt í kring dönsuðu kynjaverur. Sá sem náði athygli flestra var karnival- kóngurinn, furðufugl að nafni Hermansen. Karl þessi mun hafa stundað lögfræðistörf í nokkra áratugi en nú, 75 ára að aldri, vill hann fá tilbreytingu í lífið. Hann hefur gaman af skartklæðum og spókar sig í dulargervum í miðbæ Osló og það er karnival hjá honum allan ársins hring. Að skrautlegri konungshyllingunni lokinni dans- aði fólkið frá torginu út um allan bæ. Ekkert kynslóðabil var grein- anlegt, gamalmenni og smábörn börðu bumbur og hrópuðu. En hversvegna hafa Norðmenn tekið upp þennan sið? Jú, þeir segja að karnival hleypi yl í norska kroppa eftir kaldan vetur. Það væri því ekki úr vegi að við íslendingar spreyttum okkur á samba á götum úti. RSH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.