Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 Voru farmskjöl Bofors fölsuð? Lundi, 11. júní. Kri Pétri Pcturssyni, frétUritara Morgunblaftsins. NÝJAR upplýsingar, sem benda til ólöglegrar vopnasölu sænska fyrirtækisins Bofors, sem framleiðir vopn og sprengiefni, hafa komið fram í dag. Um er að ræða átta til tíu flutn- 'ingaskip, sem frá árinu 1983 hafa lagt úr höfn í Varberg á austur- strönd Svíþjóðar með vopn og sprengiefni frá Bofors ásamt öðr- um varningi frá Nitro-Nobel- verksmiðjunum. Á farmskrá stóð að skipa ætti vörunum upp í Port Said í Egyptalandi. Þangað fóru skipin aldrei, heldur héldu áfram í gegnum Súezskurðinn og komu við í höfnum landa, sem sænsk lög banna að selja vopn til. Það er hugsanlegur möguleiki, að þar hafi aðeins verið skipað upp varningi sem ekki var hernaðarlegs eðlis, en margt bendir til þess að hér sé um ólöglegan vopnaflutning að ræða. Tollgæslan kannar nú málið og hefur undir höndum skjöl frá ensku tryggingarfélagi, sem tryggði sænsku flutningaskipin, sem sigldu undir dönskum fána. Frakkar sprengja kjarnorkusprengju Nýja-Sjálandi, 11. júní. Al'. NÝSJÁLENSKIR vísindamenn stað- festu í dag að Frakkar hefðu sprengt Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyrt 7 skýjaó Amsterdam 13 17 skýjað Aþena 21 33 skýjað Barcelona vanlar Berlín 10 17 BrUaael 5 19 Chicago 11 22 Dublin 11 16 Feneyjar 20 Frankfurt 6 16 rigning Qenf 10 15 skýjað Helaínki 8 15 heiðskírt Hong Kong 26 30 skýjað Jerúsalem 18 28 heiðskírt Kaupmannah. 9 15 skýjað Las Palmas 25 haiðskírt Lissabon 15 29 heiðskírt London 8 15 skýjað Los Angeles 19 29 heiðskírt Lúxemborg 12 skýjað Malaga vantar Mallorca vantar Míami 26 31 skýjað Montreal 9 20 heiðskírt Moskva 10 14 rigning New Yorfc 22 29 skýjað Osló 6 16 skýjað París vantar Peking 18 30 heiðskírt Reykjavík 12 léttskýjað Rtó de Janeiro 10 23 skýjaö Rómaborg 16 25 heiðskfrt Stokkhólmur B 16 skýjað Sydney 9 20 heiðskírt Tókýó 16 21 skýjað Vínarborg 9 bórshóln 8 alskýjað kjarnorkusprengju neðanjarðar sl. laugardag í tilraunaskyni í Mururoa í Pólynesíu, sein heyrir Frakklandi til. Er þetta fjóröa kjarnorkusprengj- an sem sprengd er þar á vegum Frakka á síðustu 6 vikum. Forsætisráðherra Nýja-Sjá- lands, David Lange, fordæmdi til- raunina á laugardag, og sagði að Frakkar virtust skeyta lítið um rök eða skynsemi: „Við viljum ekki særa þjóðarstolt Frakka, en við gerum okkur grein fyrir stað- reyndum. Það er með öllu óverj- anlegt að auka kjarnorku- sprengjuforöa heimsins. Hann bætti því við að tilraunir Frakka með kjarnorkusprengjur neðanjarðar væru óskiljanlegar, ekki síst þar sem nú færu fram viðræður í Genf milli risaveld- anna um takmörkun^ kjarnorku- vígbúnaðar. 0' INNLENT AP/Símamynd ísraelskir lögreghimenn og læknir horfa á lík barnanna sem létu lífið þegar lest skall á langferðabíl rétt utan við borgina Haifa. Börnin voru öll farþegar í langferðabílnum og voru á leið á baðströnd við Miðjarð- arhafið. ísrael: 22 látast þegar lest rekst á rútu Moshav Habonim, fsrael, 11. júní. AP. TUTTUGU og tveir létust og 17 slösuðust þegar farþegalest rakst á langferðabfl í bænum Moshav Habonim, rétt utan við Haifa í dag. Flestir hinna látnu voru skólabörn á leið á baðströnd við Miðjarðarhaf- ið. Yfirmaður ísraelsku járn- brautanna, Zvi Tsafriri, sagði að talið væri að bíllin hefði stöðvast á miðjum lestarteinunum þegar ökumaðurinn reyndi að aka moldarveg sem liggur þvert yfir teinana. Lestin ók á u.þ.b. 100 kílómetra hraða og reyndi lest- arstjórinn að nema staðar í tæka tíð, en tókst ekki. Shimon Peres, forsætisráð- herra ísraels, heimsótti hina slösuðu á spítala í Haifa og sagði slysið vera harmleik fyrir alla þjóðina. Langferðabíllinn var annar í röðinni af fjórum sem voru á leið á baðströndina og hafði þeim fyrsta tekist að fara yfir lestar- teinana slysalaust. Eru Sakharov- hjónin ekki á heimili sínu? SOVÉSKI eðlisfræðingurinn og and- ófsmaðurinn Andrei Sakharov og kona hans Jelena Bonner hafa verið flutt nauðug viljug úr íbúð sinni í Gorkij, að því er ættingjar þeirra í Bandaríkjunum segja. Ættingjar Sakharov-hjónanna segja í bréfi til mannréttindaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Argentínu í fyrri viku, að enginn ókunnugur hafi séð þau síðan hópur sovéskra vísinda- manna heimsótti þau í Gorkij síðla í febrúar. Þau segjast m.a. hafa gert fimm tilraunir til að ná símasambandi við Sakharov- hjónin, en það hafi engan árangur borið. Þau hafi því komist að þeirri niðurstöðu, að þau séu ekki lengur á heimili sínu. Sovésk yfirvöld hafa nýlega fullyrt, að Ándrei Sakharov sé enn í Gorkij, en hafa ekkert viljað segja um blaðafréttir þess efnis, að hann sé á sjúkrahúsi. Nicaragua fær fjár- hagsaðstoð Managua, Nicaragua, 11. júní. AP. VARAFORSETI Nicaragua, Sergio Ramirez, sagði í dag að árangur ferða hans og forseta landsins, Daní- els Ortega, til Sovétríkjanna og Austur- og Vestur-Evrópu hefði orðið sá að Nicaragua fengi 400 milljón dollara í lán og mannúðaraðstoð. Ramirez sagði að um helmingur upphæðarinnar kæmi frá Sovét- ríkjunum, Júgóslavíu og öðrum austántjaldslöndum, en hinn helmingurinn frá Vestur-Evrópu. Hann tilgreindi þó ekki hvaða lönd hér er um að ræða. Tugir tónlistarmanna með sameiginlega hljómleika —ágóðinn rennur til hjálparstarfa London, 11. júní. AP. TUGIR þekktra stórstirna úr tón- listarheiminum hyggjast halda sam- eiginlega hljómleika sitt hvoru megin við Atlantshaflð í næsta mánuði til styrktar bágstöddum í Afríku. Hljóm- leikunum veröur sjónvarpað beint frá Englandi og Bandaríkjunum um gervihnött til 25 landa. Hljómleikarnir verða haldnir á Wembley-leikvanginum í London og John F. Kennedy-leikvanginum í Fíladelfíu 13. júlí og er talið að Spánn og Portúgal verða aðilar að EB — samningurinn undirritaður í dag LLssabon, 11. júní. AP. PORTÚGALAR og Spánverjar undirrita á morgun, miðvikudag, samning um inngöngu í Evrópubandalagið (EB) og verða þannig 11. og 12. þjóðin, sem fá aðild að bandalaginu. Eftir að þjóðþing þeirra 10 landa, sem nú eru í banda- laginu, hafa staðfest þennan samning, verða Portúgala. og Spánverjar form- lega teknir inn í bandalagið 1. janúar nk. Ibúar Portúgals eru um 12 millj. og þjóðartekjur á mann eru þar að- eins 1.853 dollarar á menn. Landið verður þannig lang fátækasta land bandalagsins og einn helzti ávinn- ingur þess af aðildinni kann að vera fólginn í beinni efnahagsað- stoð frá aöalstöðvum öandaiagsins í Brussel. íbúar Spánar eru um 38 millj. Þar eru þjóðartekjur um 3.759 doll- arar á mann og því mun hærri en í Portúgal. Atvinnuleysi er hins veg- ar 22,07% á Spáni og því meira nú en í nokkru öðru landi í Vestur- Evrópu. Stækkun EB nú er talin geta fal- ið í sér hættu á því, að bilið breikki milli þeirra Evrópuríkja, sem eru aðilar að bandalaginu og hinna, sem standa utan við það. Kemur þetta fram í skýrslu, sem lögð var fyrir Evrópuráðið í dag. Skýrsla þessi verður birt opinberlega á morgun. Þar er varað við afleiðing- um þess, að lönd EB aögreini sig um of frá þeim Evrópulöndum, sem ekki eru í bandalaginu. Eru ýmsar tillögur lagðar þarna fram til þess að brúa bilið. Ein þessara tillagna er á þann veg, að EB verði sjálft aðili að Evr- ópuráðinu, sem 21 þjóð á nú aðild að. Þetta ráð er nú elzta og stærsta sameiginlega stofnun Vestur- Evrópu. Það var stofnað 1949 til þess að efla samskipti milli ríkis- stjórna aðildarlandanna og til að tryggja lýðræðislega stjórnarhætti og mannréttindi í löndum banda- iagsins. öll lönd Vestur-Evrópu nema Finnland eru aðilar að Evr- ópuráðinu. Elton John einn milljarður áhorfenda muni fylgjast með þeim. Sovétríkin og Kina eru á meðal þeirra 25 ianda sem sjá hljómleikana í beinni út- sendingu um gervihnött. Listinn yfir þá sem fram koma er umfangsmikill og varð Bob Geldof, einum framkvæmdastjóra 'ón- leikanna, að orði að listinn væri eins og tekinn upp úr tónlistar- mannatali síðustu áratuga. Áætlaður hagnaður af hljómleik- unum er um tólf og hálf milljón Bandaríkjadala, eða 500 milljónir íslenskra króna. Honum verður varið til hjálpar bágstöddum í Eþíópíu og nærliggjandi Afríku- löndum sem hafa búið við mikinn þurrk undanfarið. Allir tónlistar- menmrmr koma fram endur- gjaldslaust. Breska útvarpið BBC og banda- ríska sjónvarpsstöðin ABC munu sjá um að sjónvarpa tónleikunum ásamt bandarísku kapalstöðinni MTV. Skipst verður á að sjónvarpa frá löndunum tveimur og geta því áhorfendur séð hluta af báðum hljómleikunum sem áætlað er að standi yfir í um 10 klukkustundir. Framkvæmdastjórar hljómleik- anna lögðu áherslu á að þetta væri sameiginlegt átak allra þjóða og hvöttu þjóðarleiðtoga um allan heim til að koma fram I sjónvarpi sama dag og hljómleikarnir fara fram og lýsa yfir stuðningi sínum við öflun fjár handa hungruðum heimi. Hér á eftir fer listi yfir þá tón- listarmenn sem fram koma. I Fíladelfíu: Ryan Adams, The Cars, Eric Clapton, Duran Duran, Bob Dylan, Hall og Oates, Mick Jagger, Wayl- on Jennings, Billy Joel, Judas Pri- est, Kris Kristofferson, Huey Lew- is, Billy Ocean, Robert Plant, Pow- er Station, Santana, Paul Simon, Simple Minds, Tears for Fears, Thompson Twins, Neil Young og Stevie Wonder. í lvondon: Adam Ant, Boomtown Rats, Da- vid Bowie, Phil Collins, Elvis Cost- ello, Dire Straits, Brian Ferry, Elt- on John, Howard Jones, Nik Kersh- aw, Alison Moyet, Pretenders, Qu- een, Sade, Spandau Ballet, Status Quo, Style Council, Sting, U2, Ultravox, Paul Young, Wham, Who og Paul McCartney.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.