Morgunblaðið - 23.06.1985, Page 2

Morgunblaðið - 23.06.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ1985 Matthías Bjamason samgönguráðherra: Lætur undirbúa áætl- un um jarðgangagerð Valdimar Harðarson með stólinn Sóley Fyrsta viðurkenning úr starfsgreinasjóði Rotary MATTHÍAS Bjarnason, sam- gönguráðherra, hefur ákveðið að undirbúa áætlun um jarðganga- gerð hér á landi og leggja fyrir Alþingi. Ráðherrann skýrði frá þessu á öðrum fundi sínum um samgöngumál, sem var í Hafnar- firði á föstudagskvöld. Ráðherrann sagði m.a. að samhliða umræðum og sam- þykkt á Ó-verkefnum í vega- áætlun og langtímaáætlun, en þau eru Ólafsvíkurenni, Óshlíð ogólafsfjarðarmúli, hafi verið unnið að jarðgangarannsókn- um í Ólafsfjarðarmúla. Selfyssingar bíða meö göngu- daginn eftir Pétri REYNIR Pétur Ingvarsson göngumaður frá Sólheimum í Grímsnesi lagði af stað frá Borgarnesi í gærmorgun kl. 9. Það var göngudagur hjá Borg- nesingum og slógust nokkrir þeirra í för með Reyni. Ferðinni var heitið í Botnsskála í Hvalfirði og í morgun átti svo að halda þaðan áleiðis í Mosfellssveit, en þangað er hann væntan- legur í kvöld. Til Reykjavíkur kemur Reynir á mánudag. Áætlað er að hann verði kominn í Ártúnsbrekkuna um kl. 13.00 og þangað koma félagar úr íþróttafélagi fatlaðra og ganga með Reyni Pétri niður í bæ. Um kl. 15.00 er búist við þeim á Hlemm og þar bætast Lionsmenn í hópinn. Síðan verður gengið niður Laugaveginn og komið að Lækjar- torgi kl. 16.00 þar sem haldin verð- ur móttaka fyrir Reyni Pétur, hon- um færðar gjafir og afhent framlög í söfnunina fyrir iþróttaleikhúsi á Sólheimum. SeiroHHÍ. 21. jání. Á bæjarstjórnarfundi i gær, 20. júní, var samþykkt tillaga þess efn- is að styrkja byggingu íþrótta- leikhúss á Sólheimum um upphæð sem næmi kr. 10 á hvern íbúa Sel- fosskaupstaðar. íbúarnir eru um 3600 þannig að þetta framlag Sel- fyssinga yrði um 36 þúsund krónur. Selfossbúar hyggjast taka veg- lega á móti Reyni Pétri Ingvars- syni göngugarpi sem væntanlegur er hingað nk. þriðjudag kl. 17—18. Göngudegi fjölskyldunnar, sem vera átti 22. júní, hefur verið frest- að til þriðjudags. íþróttaráð bæjarins hefur skipu- lagt rútuferð að Kögunarhóli kl. 16.45 frá Tryggvaskála. Siðan er fyrirhugað að ganga með Reyni síðasta spölinn á hringveginum og tekið verður á móti honum á Tryggvatorgi með lúðrablæstri o.fl. Sig. Jóns. í DAG Meðal efnis í blaðinu í dag er: Útvarp/sjónvarp ........ 6 Dagbók .................. 8 Fasteignir .......... 10/23 Leiðari ................ 28 Reykjavíkurbréf ..... 28/29 Myndasögur .......... 33/34 Peningamarkaður ....... 31 Raðauglýsingar .......40/47 íþróttir ............ 54/55 Fólk í fréttum .... 22b/23b Dans/bíó/leikhús ... 24b/27b Velvakandi ........ 28b/29b Menning/listir ...... lc/8c Niðurstöður þeirra rann- sókna sýna m.a. að aðstæður til jarðgangagerðar eru þar nokkuð góðar á íslenskan mælikvarða. Jarðgöngin verða um 3.200 m löng og er áætlað, að framkvæmdir við þau taki alls 3—4 ár. Þó að bergið virð- ist fremur hagstætt, er reikn- að með að það þarfnist víða styrkingar. Þá sagði Matthías Bjarna- son, að framkvæmdum við Ólafsvíkurenni væri að lang- mestu lokið, um það bil einu ári á undan áætlun. Æskilegt er að fjárveitingar í óshlíð verði miðaðar við að ljúka endurbyggingu vegarins með bundnu slitlagi og vegþekjum í Steinsófæru og Hvanngjá ytri á árunum 1985—1987. I fram- haldi af því yrði hafist handa um gerð jarðganga í ólafs- REIKNINGAR Arnarflugs hf. fyrír árið 1984 voru lagðir fram og sam- þykktir á stjórnarfundi félagsins 13. júní sl. í fréttatilkynningu frá félag- inu segir að heildartekjur hafi num- ið tæplega 400 milljónum króna á árinu og varð halli af rekstri félags- ins um 33 milljónir króna — þegar afskrifaðar höfðu verið um 16 millj- ónir króna. Vextir, gengistap og fleira var upp á um 31 milljón króna, þannig að heildarafkoma Arnarflugs var neikvæð um liðlega 64 milljónir króna. í fréttatilkynningunni frá Arn- arflugi hf. segir að meginástæðan „Það sem segja má að hafi verið sett á oddinn í þessum yfirheyrsl- um er spurningin um hvers vegna eldurinn náði að magnast svo mjög án þess að nokkur yrði þess var,“ sagði héraðsdómarinn. „Um borð í skipinu voru ekki reyk- eða eldskynjarar og ekki sjálfvirkur slökkvibúnaður, eins og verður skylda í þessum skipum frá næstu áramótum. Allar dælur höfðu lok- ast inni þegar eldsins varð vart og þau handslökkvitæki, sem náðist til, dugðu ekki til að slökkva eld- inn. Skipverjar á Sjóla munu hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til fjarðarmúla. Gerð hefur verið lausleg úttekt á mögulegum jarðgöngum á Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum. Sagði ráðherrann að báðum þessum svæðum hefðu margir möguleikar verið teknir til skoðunar, mun fleiri en hugs- anlega geta komið til fram- kvæmda. Fjórði fundur Matthíasar Bjarnasonar um samgöngu- mál verður á ísafirði á þriðju- dagskvöld. Auk ráðherrans munu þeir Helgi Hallgríms- son, forstjóri tæknideildar vegagerðarinnar, Gústav Arn- ar, yfirverkfræðingur Pósts og síma, Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri, og Haukur Hauksson, aðstoðarflugmála- stjóri, ræða sérstaklega vega- mál, póst og símamál, sigl- ingamál og flu^mál fyrir þessari neikvæðu útkomu sé gengisfall ýmissa Evrópumynta gagnvart Bandaríkjadollar. Stærstur hluti tekna félagsins í áætlunarfluginu milli landa sé í Evrópumyntum en útgjöldin hins vegar að stórum hluta í dollurum. Samkvæmt nýendurskoðaðri rekstraráætlun félagsins er gert ráð fyrir að heildarvelta félagsins á þessu ári verði liðlega 1.100 milljónir króna, eða nær þrefald- ist frá árinu 1984 þegar hún nam tæplega 400 milljónum króna. Ennfremur gerir rekstraráætlun- in ráð fyrir talsverðum hagnaði af að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins strax í upphafi og síðan í félagi við starfsmenn Landhelg- isgæslunnar, en þaö dugði ekki til“ Fram kom í málinu að skömmu áður en skipverjar á Sjóla urðu eldsins varir hafði vélstjóri skips- ins verið í vélarrúminu. Þá var þar ekkert óeðlilegt að sjá. Virtist fyrst í stað sem eldurinn væri helst við dyr og neðan við stiga niður í vélarrúmið en þar mun hafa verið rafmagnstafla. Guðmundur L. Jóhannesson sagði að sérstaklega hefði verið Á UMDÆMISÞINGI íslensku Rotaryhreyfingarinnar, sem haldið rekstrinum á þessu ári. Þyngst á vogarskálunum vegur nýgerður samningur félagsins við ríkisflugfélagið í Saudi-Arabíu, Saudi Arabian Airlines, en Arnar- flug mun samkvæmt þeim samn- ingi reka fimm þotur af gerðinni DC-8 fyrir félagið í farþega- og vöruflugi. Á vegum Arnarflugs eru nú starfandi liðlega 130 starfsmenn beint við þetta verk- efni syðra. Verður félagið með átta þotur í rekstri í sumar — fimm í Saudi-Arabíu, tvær Boeing 707 og eina þotu af gerðinni Boeing 737. athuguð notkun og virkni froðu- tækja Landhelgisgæslunnar, sem stjórnaði slökkvistarfinu um borð í Sjóla út af Blakksnesi og í Pat- reksfirði. Hafi komið í ljós að þau hafi ekki virkað sem skyldi — að minnsta kosti hafi verið notað mikið magn án þess að sú froða myndaðist, sem eðlilegt væri. „Tólf kútar hefðu átt að vera meira en nóg til að fylla vélarrým- ið en það hafa vaknað um þetta ýmsar spurningar — til dæmis hvort þrýstingur hafi verið nógu mikill, hvort það hafi haft áhrif að sjó var dælt með froðunni og fleira. Líklega hefði verið áhrifa- mest að hefja froðudælinguna strax í upphafi en það fór tals- verður tími i að koma tækjum fyrir eftir að varðskipið kom á vettvang," sagði Guðmundur. Hann sagði hafa komið fram við yfirheyrslurnar, að skipverjum á var á Hótel Sögu þann 22. júní, var tilkynnt að Valdimar Haröarsyni arkitekt hafi verið veitt viðurkenn- ing úr Starfsgreinasjóði Rotary á íslandi, að upphæð 75 þús kr., fyrir stólinn Sóley. Þetta er í fyrsta skipti, sem veitt er viðurkenning úr Starfsgreinasjóði Rotary á ís- Indi í fréttatilkynningu segir, að tvær meginástæður hafi ráðið því að stóllinn Sóley varð fyrir valinu: Annars vegar dugnaður Valdimars Harðarsonar við að koma hugmynd sinni á framfæri við framleiðendur og hins vegar hugmyndin sjálf, en stóllinn sameini með óvenjulegum hætti listræna eiginleika og hagnýtt gildi. í fréttatilkynningunni segir, að Starfsgreinasjóðurinn hafi verið stofnaður á 50 ára afmæli íslensku Rotaryhreyfingarinnar á sl. ári. Tilgangur Starfsgrein- asjóðs Rotary á íslandi er að veita árlega viðurkenningu með fjárframlögum fyrir nýjungar eða afrek, unnin af einstakling- um í einhverri starfsgrein. Leitað skal eftir ábendingum um aðila til að hljóta viðurkenn- ingu úr sjóðnum og er öllum frjálst að gera ábendingu. Augl- ýst var eftir ábendingum og bár- ust allnokkrar. Sjóla hefði þótt mega bregðast skjótar við en gert var af hálfu Gæslunnar og eins að skipstjóri Sjóla hefði talið að betri árangur hefði náðst í slökkvistarfinu ef skipið hefði verið dregið til hafnar í stað þess að berjast við eldinn úti á miðjum Patreksfirði. Af hálfu starfsmanna Gæslunn- ar kom fram að brýnast þótti í upphafi að koma undir læknis- hendur þeim skipverja á Sjóla, sem hafði fengið reykeitrun. Mjög erfitt var um vik vegna reykjar- kófsins og tók flutningur manns- ins á milli skipanna því talsverðan tíma. Þá þótti varðskipsmönnum ekki hættandi á að draga skipið alla leið til hafnar, töldu öruggara fyrir alla að eldurinn yrði slökktur úti á sjó. Búist er við að nokkrar vikur muni líða þar til ljóst verður hvort borgar sig að gera við skipið. Amarflug hf.: 64 milljóna króna tap á rekstrinum Gert ráð fyrir hagnaði af rekstrinum á þessu ári Sjópróf vegna brunans í Sjóla HF 18: Óeðlilega lítil froða kom úr kútum varðskipsmanna — óljóst hvað olli brunanum í skipinu SJÓPRÓF vegna brunans í togaranum Sjóla HF 18 hinn 12. þessa mánaðar hafa ekki leitt í Ijós óyggjandi skýringu á eldsupptökunum. Umfangsmiklum yfirheyrslum vegna málsins er lokið í bæjarþingi Hafnarfjarðar en beðið er skýrslu Rafmagnseftirlitsins, að sögn Guðmundar L Jóhannessonar, hér- aðsdómara. pHafcj

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.