Morgunblaðið - 23.06.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.06.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 7 Beitarmál á Grímstungu- og Haukagilsheiðum: Agreiningi Vatnsdælinga skotið til sýslunefndar Gróðureftirlitsmaður telur heiðarn- ar mjög illa farnar vegna ofbeitar HREPPSNEFND Áshrepps í Aust- ur-Húnavatnssýslu hefur skotið ágreiningi við hreppsnefnd Sveins- staðahrepps um beitarmál sameigin- legra afrétta hreppanna á Gríms- tunguheiði og víðar, til tafarlauss úr- skurðar sýslunefndar Austur-Húna- vatnssýslu í samræmi við ákvæði gildandi fjallskilareglugerðar. Sýslu- nefndin vísaði málinu til Fjallskila- nefndar sem hélt fund með oddvit- um beggja hreppanna sl. fimmtudag. Að sögn Björns Jónssonar bónda á Ytra-Hóli, formanns nefndarinnar, náðist ekki samkomulag á fundin- um. Sáttatillögur voru þá afhentar oddvitunum og eru þær nú til athug- unar hjá hreppsnefndunum. Annar fundur verður boðaður í lok næstu viku. Gróðureftirlitsmaður Land- græðslunnar sagði eftir gróðureftir- litsflug á fimmtudaginn að heiðin væri mjög illa farin af ofbeit. Ágreiningur hefur verið á milli hreppanna um nýtingu sameigin- legra afréttarlanda þeirra á Grímstungu- og Haukagilsheiði og á Víðidalsfjalli. Sveinstæðingar hafa viljað ganga skemmra í tak- mörkun beitar en Landgræðslan og Áshreppingar. í fyrravor bloss- aði ágreiningurinn upp þegar oddviti Sveinsstaðahrepps rak fé sitt á heiðina áður en gróður- Afgreiðsla Alþingis á bjórmálinu: íslendingar og Alþingi aðhláturs- efni í Danmörku — aö sögn Einars Ágústssonar sendiherra í Kaupmannahöfn ÍSLENDINGAR og Alþingi íslend- inga eru aðhlátursefni í Kaupmanna- höfn eftir afgreiðslu Alþingis á bjór- málinu, að sögn Einars Ágústssonar sendiherra íslands I Kaupmanna- böfn. Einar sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins, að hann færi orðið hjá sér, þegar erlendir sendi- menn og aðrir spyrðu sig um málið. Þeim væri vel kunnugt um ástand mála hér heima og spyrðu því, hvernig á því gæti staðið að allt virt- ist leyft í sambandi við áfengt öl á íslandi nema að selja það löglega. Langvarandi verkföll hafa verið í bjórverksmiðjum í Danmörku og sagði Einar að ekki skorti bjór þar, málið væri leyst með því að innflutningur hefði verið aukinn. Varðandi stöðu mála hér heima og umræðuna í Danmörku í tengslum við hana sagði hann: „Ég er orðinn hálfhéralegur. Það er hlegið að manni og sífellt verið að spyrja um þetta. Bæði erlendir sendi- menn, sem fylgjast vel með stöðu mála í nágrannalöndunum, og Danir almennt vita um stöðu mála hér heima. Þeir vita að áhafnir flugvéla og skipa flytja inn um- talsvert magn af bjór, ennfremur ferðamenn, með heimild yfirvalda. Þá vita þeir af eftirlíkingunni sem seld er alls staðar, það er pilsner með víni út í, sem kölluð er bjór. Menn eru hneykslaðir og hlæja að manni og auðvitað hálffyrirverður maður sig. Það er erfitt að útskýra málið og hvernig er hægt að út- skýra þetta, auk þess sem á ís- landi eru seldar allar tegundir af sterku víni?“ Sendiherrann sagði aðspurður um hverju hann svaraði: „Ég get ’ekki svarað öðru en því að Alþingi hafi ekki nú frekar en áður treyst sér til að breyta áfengislögunum." verndarnefnd sýslunnar taldi ráö- legt og fór Landgræðslan þá fram á ítölu fyrir afréttarlöndin. ítalan var gerð í vetur og birt í vor. í henni felst mikill samdráttur beit- ar á heiðinni. Hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps mótmælti ítölunni og neitaði að taka við henni í vor. Hafa þeir algerlega neitað að taka tillit til hennar og telja ósannað að þörf sé á þeim aðgerðum sem hún gerir ráð fyrir. Landgræðslan lagði fram tillögu að aðlögun að ítöl- unni í sumar sem lögð var fram á sameiginlegum sveitarfundi í Vatnsdal, en Sveinstæðingar hunsuðu þann fund. í tillögum Landgræðslunnar er fjallað um tilhögun beitar, svo sem upp- rekstrartíma, lengd beitar og dreifingu fjár um heiðina, og jafn- framt lagt til að engin hross verði rekin fram fyrir heiðargirðingar í sumar og takmarkaður hrossa- upprekstur á Víðidalsfjall. Fram- kvæmd ítölunnar er sveitastjórn- anna en ágreiningur hefur verið það mikill þeirra á milli að þær hafa varla ræðst við um þessi mál, og engu samkomulagi náð. Andrés Arnalds gróðureftirlits- maður Landgræðslunnar fór í gróðurskoðunarflug yfir heiðarn- ar á Vestur- og Norðurlandi sl. fimmtudag. Hann fór akandi um þetta sama svæði viku fyrr. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að í fyrri ferðinni hefði gróður nánast ekkert verið kominn af stað en núna væri hann að lifna talsvert við. Þó væri nokkuð í land með að kominn væri nægur hagi fyrir sauðfé. Mikill munur væri á hálendi og láglendi, því hálendið hefði ekki notið hitans sem kom í vor, þar hefði því verið kyrrstaða fram yfir miðjan mánuð. Sagði hann að spretta á láglendi væri nokkuð góð og líklega eins og í meðalári, en gróður til fjalla væri seinni og líklega á eftir því sem var í fyrra og í meðalári. Hann sagði að talsverðum mun- ur hefði verið á milli heiða, sér- staklega hefði Grímstunguheiði litið illa út. Hann sagði það auðséð að hún hefði verið ofsetin um ára- bil. „Áður fyrr var Grímstungu- heiði margrómuð gullkista eig- enda sinna sem skilaði vænum lömbum, en nú er ástand hennar mun verra en aðliggjandi heiða- landa,“ sagði Andrés. Hann sagði að gróðri hefði hnignað á heiðinni og mikið væri þar um rof og jarð- vegseyðingu. Hann sagði brýnt að grípa þar til viðeigandi ráðstaf- ana, þegar í sumar. OEHBMMIUR PnHRAIHHS KK ft9## Já, þú last rétt! Við bjóðum þér 2ja og 3ja vikna ferðir til Evrópu fyrir allt frá kr. 8.900,- Þetta er sláandi tilboð fyrir alla þá sem vilia smella sér til útlanda á algjöru lágmarksverði og ferðast, hvort sem er í skipulagðri hópferð eða á eigin vegum! lagt mikla áherslu á, og byggist á því að útlendir samstarfsaðilar nýta flugvélina aðra leiðina, en íslendingar hina. Með því móti næst hámarks sætanýting og kostnaður hvers farþega er því í algjöru lágmarki. Dæmi um svona ferðir er leiguflug okkar til Þrándheims, Álasunds, Kaupmannahafnar, Salzburg o.fl. Þetta lága verð er tiikomið vegna GACNKVÆMs Leitið strax nánari upplýsinga LEICUFLUCS-leiðsemSamvinnuferðir-Landsýnhefur UITI CL-flugið(gagnkvæma leiguflugið) Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.