Morgunblaðið - 23.06.1985, Síða 22

Morgunblaðið - 23.06.1985, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNl 1985 Þolraun Guðlaugs Friðþórssonar Eftir u.þ.b. þrjé ctundarfjórðunga é kili í myrkri og 2 gréðu frosti hóf Guðlaugur sundið í étt að Hoimsey. „Naasta alda henti mér yfir klettinn og skolaði mér í urðina.“ Furðulegt dæmi um kuldaþol Erindi flutt af Jóhanni Axelssyni prófessor á ráðstefnu IBM í Þjóðleikhúsinu fyrir skömmu. Erindið sem var flutt á ensku bar heitið „The ordeal of Guðlaugur Friðþórsson: An amazing case of cold survival“. Höfundar texta eru Dr. Jóhann Axelsson og Dr. Mikael Karlsson. Þýðandi Áslaug Ragnars. Myndir Sigurgeir Jónasson og Morgunblaðið/GOI. að, sem fyrst og fremst ógnar lífi þeirra, sem rata í þá ógæfu að lenda í sjónum undan ströndum íslands, er kuldi. Lækkun á iðra- hita niður fyrir 37 °C (hyjíothermia) verður flestum þeirra að fjörtjóni beint eða óbeint. Þessi kæling á ,(kjarna“ líkamans getur valdið bráðum bana ein sér, en hún getur líka, ef um væga lækkun er að ræða, valdið því að einstaklingurinn ringl- ast gjörsamlega, tapar öllum áttum og drukknar af þeim sökum. Ekki er gjörla vitað hvernig kuldi drepur í öllum einstökum tilvikum en víst er að hann hefur alvarleg áhrif á starfsemi hjartans. Þegar hjartað kólnar hægist hjartsláttur, hjartað dælir sjaldnar og útfall (þ.e. afköst þess) minnkar. Þá minnkar blóðflæði um líkamann. í rannsókn- um þar sem iðrahiti var lækkaður niður í 31—33 gráður minnkaði út- fall hjartans um meira en 30%. Óreglulegur hjartsláttur er sjaldgæfur þegar iðrahitinn er yfir 33 gráðum en þegar hann er lækkað- ur niður í 25—28 gráður getur af- leiðingin orðið sú að flökt kemur á gáttir og slegla (hvolf) hjartans, þ.e. efri og neðri hjartahólf. Flöktið er óreglulegur titringur hjartahólf- anna, annars vegar gáttanna og hins vegar sleglanna. Flökt slegl- anna gerir það að verkum að hjart- að megnar alls ekki að dæla blóðinu út í líkamann. í nánast öllum tilvik- um leiðir slíkt til dauða nema til komi skjót og fullkomin læknis- hjálp, en afar fágætt er að regla komist aftur á hjartsláttinn án utanaðkomandi aðstoðar. Tilraunir benda til þess að nakinn meðalmaður geti bókstaflega enga björg sér veitt vegna lækkaðs lík- amshita eftir að hann hefur verið í sjó eða vatni þar sem hitastig er 5 gráður í 20—30 mínútur. Sá tími getur orðið helmingi lengri sé mað- urinn klæddur þykkum venjulegum skjólfatnaði. Eins og vænta mátti kólna feitir menn síðar en þeir sem eru grannholda, en hreyfing á með- an maðurinn er í sjónum dregur mjög úr þeirri vörn sem hann hefur af fitulaginu undir húðinni. Þessar staðreyndir verður að hafa í huga þegar rætt er um afrek Guð- laugs Friðþórssonar. Samkvæmt öliu því sem vitað var um kuldaþol manna hefði Guðlaugur átt að lúta í lægra haldi aðfararnótt 12. mars 1984. En sem betur fer þá lifir hann og það við bestu heilsu. Sú stað- reynd er lífeðlisfræðingum hvöt til aukinna rannsókna á kuldaþoli. Þolraun Guðlaugs hófst á ellefta tímanum þetta kvöld. Hann og fjór- ir skipsfélagar hans voru aö veiðum um fimm kílómetra suðaustur af Heimaey þegar trollið festist i hraunkambi neðansjávar, með þeim afleiðingum að bát þeirra, Hellisey VE 503, hvolfdi umsvifalaust. Tveir af áhöfninni drukknuðu á samri stundu en Guðlaugi og tveimur öðr- um tókst að komast á kjöl og halda sér þar þangað til báturinn sökk undan þeim um þremur stundar- fjórðungum síðar. Lofthitinn var þá 2 gráðum undir frostmarki en hita- stig sjávar 5—6 gráður. Guðlaugur var klæddur skyrtu, peysu, gallabuxum og léttum sjó- klæðum. Hvorki var hann í sokkum né skófatnaði. Stígvélin sín hafði hann léð öðrum félaga sínum á með- an hangið var á kili. Þannig búinn hóf Guðlaugur sundið i áttina að Heimaey. Hann var svo heppinn að hafa strauminn með sér en þrátt fyrir það var hann 5—6 stundir að synda til lands. Fljótlega fann hann að sjóklæðin háðu honum á sundi og fór því úr þeim. Þá var hann einung- is klæddur peysu og buxunum. Er hann kom auga á bát í námunda við sig synti hann ailt hvað af tók í áttina að honum í von um að menn- irnir um borð kæmu auga á hann. Hann komst í um það bil 100 metra nálægð við bátinn og hrópaði þá og veifaði ákaflega nokkra stund. En enginn sá hann og báturinn fór hjá. A sundinu lét Guðlaugur ekki við það sitja að biðjast fyrir og rifja upp fyrir sér brandara, heldur hug- leiddi hann hvar á Heimaey væri best að taka land. Staðarákvarðanir sínar miðaði hann við vita og önnur leiðarmerki sem hann kom auga á og tók síðan mið af himintunglum. Þegar hann kom að ströndinni komst hann að því að klettótt lend- ingin varnaði honum uppgöngu svo hann varð að leggja aftur út í brimgarðinn og leita síðan að að- gengilegri stað til landtöku. Loks kom hann að stað þar sem hann gat komist upp úr flæðarmálinu með því að klifra upp kletta og stórgrýti. Guðlaugur var berfættur og enn átti hann eftir 2—3 km göngu inn í kaupstaðinn. Hluti leiðarinnar lá yfir egggrjót hraunsins, sem rann árið 1973. Þessi ganga tók um það bil þrjár klukkustundir. Á miðri leið varð á vegi hans kerlaug sem á sumrum er höfð til að brynna sauð- kindum. Með hnefanum braut hann 2—3 sm íshellu til þess að fá sér ósalt vatn að drekka og svala sér! Þegar Guðlaugur komst til byggða hafði hann verið gegndrepa í 8—9 klukkustundir. Lengst af hafði hann verið í sjó þar sem hitastigið var 5—6 gráður en annars á kili og á landi þar sem lofthitinn var tveimur gráöum undir frostmarki. Ekki get- ur honum hafa verið mikil vörn í blautum fötunum þar sem blautur fatnaður leiðir hita út úr likaman- um 20 sinnum hraðar en þurr klæði. Auk þess var hann stöðugt á hreyf-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.