Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ1985 23 Heimaey Bjarnarey Atf Sutfurgerði 2 um kl. 6.55 Eldfell Helgofell londfoko Hellisey VE sekkurum kl. 22.30 Stórhöfdi Bersaklakkur Kort af slysstad „Ég taldí mér borgið þagar ég var kominn á land, en samt var það ef til vill erfiðara að fara landleiö- ina yfir hrauniö, berfnttur og svo dofinn að maöur fann ekki fyrir sjáifum sér.“ „Á miðri leið rakst ég á baökar, sem notaö er til aö brynna ám. Með bylmingshöggum, svo hðnd mín bólgnaöi, náöi ég aö brjóta þumlungs þykkan ís.“ „begar ég komst upp á milli Fellanna og Ijósin í bænum blöstu viö, leit ég einhverja stórkostlegustu sýn í lífi mínu.“ ingu og reyndi á sig til hins ýtrasta á stundum, en öll hreyfing dregur mjög úr, eins og áður sagöi, þeirri vörn eða einangrun sem fitulagið undir húðínni og vöðvar veita. Þegar endaþarmshitinn — sem jafnan er talinn besti mælikvarðinn á iðra- hita — var mældur í sjúkrahúsinu á Heimaey — var hann greinilega kominn niður fyrir 34 gráður. Hversu hár hann var í raun og veru vitum við því miður ekki því ekki var hægt að lesa lægri gildi af mæl- inum. • Það að lifa af í kulda veltur á hæfni líkamans til að halda jafn- vægi milli varmamyndunar og varmataps, þ.e. að ná „varmavægi" sem kallað er. Niðurstaða allra til- rauna sem hingað til hafa verið gerðar sýna að sé þessu vægi ekki náð við 35 gráður eða hærri iðrahita þá verði menn ringlaöir og ófærir um að minnast nýorðinna atburða, en slíkt ástand er vitaskuld afar óæskilegt og hættulegt við hverjar þær aðstæður þar sem nauðsynlegt er að beita dómgreindinni. William Keatinge prófessor, þekktur sér- fræðingur í áhrifum kulda á manns- líkamann, lýsti því nýlega yfir að mínútur voru liðnar frá því að til- raunin var hafin var maðurinn gjör- samlega ringlaður og leið svo illa að Ijúka varð tilrauninni. Tilraunin var endurtekin á öðrum álíka feitum einstaklingi með nánast sama árangri. í ljósi þessara niðurstaðna er það einkum tvennt sem vekur sérstaka athygli lífeðlisfræöings, sem kynnir sér reynslu Guðlaugs Friðþórsson- ar. Annars vegar sú staðreynd að Guðlaugi tókst að ná og varðveita varmavægi á meðan hann var í 5 gráðu köldum sjó í 5—6 klukku- stundir óslitið, þ.e. sjö sinnum leng- ur en hinum holdugu einstaklingum sem þátt tóku í tilraunum Keatinges prófessors, — og það þrátt fyrir þá staðreynd að allan tímann erfiðaði hann mjög mikið, sem hefði átt að orsaka það að hann gæti síður við- haldið varmavægi en þátttakendur í tilraunum Keatinges. Hins vegar er sú staðreynd, að samkvæmt mæl- ingum i sjúkrahúsinu í Vestmanna- eyjum var varmavægi Guðlaugs við iðrahita undir 34 gráðum, sem sam- kvæmt niðurstöðum allra fyrri til- rauna, er ósamrýmanlegt þeirri staöreynd að hann hélt hugsun sinni Dáö Guölaugs Friöþórssonar ar vísindamönnum hvatning til aukinna rannsókna é kuldaþoli. Gott samstarf hefur tekist maö Guölaugi og íslenskum líteölisfræöingum. „36 gráðu líkamshiti eða e.t.v. lítið eitt hærri hiti, hlyti að teljast lág- markshiti hjá þeim sem þurfa að leysa erfið og áhættusöm verkefni". Nýlegar tilraunir Keatinges og samstarfsmanna hans hafa leitt í ljós að þeir sem eru grannholda geta ekki varðveitt varmavægi í vatni þar sem hitastigið er lægra en 28 gráður, en þeir sem eru mjög hold- ugir geta hins vegar viðhaldið þvi f vatni þar sem hitastigið fer niður í allt að 12 gráður. Skýringin er að hluta til sú að einangrunarhæfni fitulagsins og annarra vefja er um fjórum sinnum meiri hjá feitu fólki en mögru. Þannig kom í ljós að í 12 gráðu köldu vatni var hitafram- leiðsla hjá feitustu þátttakendunum í tilrauninni slík að hafði við hita- tapinu ad því tilskildu að einangrun- arhæfni líkamsvefja væri ekki rýrð með hreyfingu. Keatinge komst einnig að raun um það að í 12 gráðu vatni dró stór- lega úr blóðstreymi út í húðina á feitu fólki vegna æðaþrenginga sem á sumum svæðum líkamans varð að heita má algjör. Slík viðbrögð hefta að sjálfsögðu varmatap. Við enn lægri umhverfishita átti sér hins vegar stað æðavíkkun með þeim af- leiðingum að hitatap jókst á skömmum tíma. Umrædd æðavíkkun af völdum kulda er undarlegt fyrirbæri, sem bersýnilega stafar af því að vegna kuldans á sér stað lömun í hinu slétta hringvöðvalagi æðanna. Það er þetta vöðvalag sem gerir æðunum mögulegt að þrengjast og þegar það lamast á sér stað útvíkkun í æðun- um. Þá eykst blóðstreymi að yfir- borði likamans en það orsakar aftur alvarlegt hitatap. Þegar Keatinge lét einn feitasta manninn sem þátt tók i tilraunum hans liggja í vatni sem hreyfing var á og um það bil 5 gráðu heitt stóð iðrahitinn í stað í 40 mínútur eða svo. Síðan tók hann að hríðskjálfa — en skjálfti er ein aðferð líkamans til að framleiða varma og jafnframt jókst hraði efnaskipta í líkamanum mjög mikið. Þrátt fyrir það lækkaði iðrahitinn óðfluga og áður en 80 skýrri svo og einbeitni og tókst að •beita hvorutveggja frá því að bátur- inn sökk, auk þess sem hann man í smáatriðum það sem fyrir hann bar skýrt og greinilega. Enn hefur okkur ekki tekist að finna viðhlitandi skýringar á þess- um tveimur staðreyndum. En freist- andi er í þessu sambandi að huga að tengslum streitu og hitastjórnar. • Oft mælist alvarlegt fall í lík- amshita, sem ekki er hægt að skýra með lágum umhverfishita einum sér. Á þetta sér einkum stað hjá eldra fólki. Þetta hefur orðið til þess að sumir lífeðlisfræðingar hafa tal- ið að streita — eða skortur á streitu — kunni að magna eða deyfa áhrif kulda á iðrahita. Þessir lífeðlisfræð- ingar benda á að streita leysi tauga- peptíð, boðefni, sem kunna að hafa áhrif á starfsemi hitastjórnstöðva í heilanum. Slík atburðarás kunni að hraða hitatapi líkamans í þeim til- fellum þar sem fólk verður fyrir kælingu vegna slysfara. Eigi þessar bollaleggingar við rök að styðjast kunna þau ummæli sem Guðlaugur Friðþórsson lét falla í viðtali við blaðamenn skömmu eftir slysið að reynast mjög þýðingar- mikil. „Það undarlega var,“ sagði hann, „að ég var aldrei hræddur þessa nótt. Ég hafði á tilfinningunni að ég mundi deyja ... Ég held að það hafi hjálpað mér mjög mikið að ég var rólegur allan tímann." Það liggur í augum uppi að Guð- laugur Friðþórsson er afar óvenju- legur maður. Hann hefur góðfúslega látið lífeðlisfræðistofnun Háskóla íslands í té aðstoð sína við rannsókn þessa máls þar sem leitað er líf- fræðilegra skýringa á því hvernig honum tókst að vinna þetta furðu- lega afrek að kvöldi 11. og aðfara- nótt 12. mars 1984. Árangurinn gæti varpað skýrara ljósi á það sem ger- ist þegar kuldi (hypothermia) verð- ur fólki að fjörtjóni og þá líka skil- yrði þess að menn haldi lífi í kulda og gæti þannig orðið til þess að bjarga mannslífum í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.