Morgunblaðið - 23.06.1985, Page 24

Morgunblaðið - 23.06.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 VERALDLEGAR SUNNUDAGSPRÉDIKANIR Morgunblaðið/RAX. Öriög þjóðarinnar, HS, R, SV að hleypti mér af stað í spjall um HS, R og SV, að ég hitti á götu gamlan kunningja minn, níræðan að árum en sextugan að heilsu, nema hann hélt sig þjást af HS, sem ... j . er hér skammstöfun á eftir Asgeir heilbrigðri skynsemi. Jakobsson Raunverulegir HS- menn eru sjaldan daprir en líka sjaldan glaðir, því að þeir taka mannlífið eins og það er, fjargviðrast ekkert yfir því, en hinir, sem halda sig vera HS-menn eru oft mjög armæddir yfir mannskepnunni og allri hennar hegðan og þeir fá tíðun svonefnd HS-köst, afleit bölsýnisköst og halda þá, að það sé heilbrigð skynsemi að þjaka þá. Þeir sjá þá hálfvita í hverjum manni; eru um- kringdir af fábjánum. Þessi gamli kunningi minn var glaðsinna karl, þegar hann var ekki í HS-köstum. Hann var nú mjög niðurdreginn, lagði handlegginn yfir axlir mér og sagði: N — Nú er það búið. Ég er maður, sem get lagt saman tvo og tvo snarlega, en flýti mér stundum of mikið og fæ út þrjá eða fimm. Ég spurði: — Er konan hætt að koma? Konan hans var dáin og orðin að engli en til þess hafði hún þurft að deyja, eins og oft er um eiginkonur og reyndar eiginmenn líka. Hún kom nú á hverri nóttu að rúm- stokk gamla mannsins i hvítum náttkjól saumuðum efra og var ekkert nema elsku- legheitin. Ég hélt hún hefði færst á hærra plan og sambandið þá rofnað, en auðvitað hefði ég mátt vita, að hann væri í HS-kasti. — Nei, það er ekki konan, hún plumar sig vel, það er þjóðin, hún er farin í hundana. Hann varð fyrir vonbrigðum með við- brögð mín. Ég sperrtist allur og sagði glað- ur: — Mikið var, þessu er ég búinn að bíða lengi eftir. Þannig er, að það hefur ekki þurft neinn HS-mann til að sjá að þessi þjóð hlaut ein- hvern tímann að fara í hundana, aðeins mann sem gat lagt saman tvo og tvo og ekki skakkað meiru en einum á annan hvorn veginn. Þessi þjóð er búin að vera á leiðinni í hundana frá því land var numið í brjálæð- iskasti manna, sem sigldu á haf út á opnum fleytum með konur sínar og börn og vissu ekkert hvar þeir myndu lenda, hending að þeir hittu á þennan hólma. Það finnur sér stað með einni þjóð að eiga sér klikkaða forfeður. Það getur orðið bæði leiðigjarnt og valdið höfuðverk að búa með þjóð, sem alltaf er á leið í hundana og þar kemur loks að menn gleðjast þegar þeir fá þau tíðindi að þessu langa ferðalagi sé lokið. Þetta er svipað og þegar gamall maður leggur upp laupana eftir að hafa verið að dragast upp svo árum skiptir illa haldinn. — Já, það er nú það, sagði gamli maður- inn, þetta átti maður eftir að lifa, að hún færi í hundana. Þeir eru farnir að flytja inn fólk frá Asíu- og Afríkulöndum og þetta fólk er svo frjósamt, að það kaffærir okkur strax, það fer eins og á Grænlandi, íslenzki stofninn hverfur, hér verður innan tíðar gult og svart fólk, blámenn. Ég er kynþáttahatari á minn hátt og tók undir skoðun gamla mannsins en frá öðru sjónarhorni. — Það var nú tími til kominn, að hingað flyttist mislitur iýður, hér hefði aldrei hvít- ur maður átt að búa. Gamli maðurinn hafði komið auga á fleiri leiðir, sem lágu niður til hundanna, þangað sem þjóðin var komin nú að hans dómi. Hann hélt áfram: — Kannski skiptir þetta engu máli, þjóð- in er hvort eð er farin á hausinn. Þessu mótmælti ég, því að til þess hefði hún orðið að standa á fótunum, en ég mundi ekki eftir þjóð minni öðru vísi en á hausn- um og hafði engar spurnir af henni í ann- arri stellingu, síðan Danir hættu að passa fyrir okkur kassann. Gamli maðurinn gerðist æ bölsýnni eftir því sem lengra leið á tal okkar, einkum taldi hann andlegt ástand þjóðarinnar bágborið og sagðist ekki hitta fyrir lengur menn með heilbrigða skynsemi. Ég greip ekki strax, hvað í þessum orðum fólst og sagði: — Það er of djúpt tekið í árinni, erum við ekki báðir HS-menn? Það kom á gamla manninn og það böggl- aðist fyrir honum svarið. Hann sagði loks: — Nei, maður hittir þá ekki lengur. Þá skildi ég, hvað hann hélt um mig, því ekki efaðist hann um sjálfan sig, þaö vissi ég. Það er svo jafnan um þá, sem halda sig HS-menn, að þeir telja sig eina á báti. I samræðum okkar kom upp ýmislegt um reynsluna, stóra R-ið í lífi einstaklinga og þjóða og talið barst loks að svonefndu sér- frsðingaviti, skammstafað SV og við urðum sammála um að þær stöllur HS og R hefðu verið gerðar landrækar eða útrýmt úr þjóð- lífinu af þessu SV, sem á eftir að koma mikið við söguna hér síðar. Ég ákvað að loknu þessu samtali að skrifa fræðilega grein, ef ekki margar, um HS, R og SV. Það var mikið tuðað um heilbrigða skyn- semi í mínu ungdæmi og hún sögð eiga ráð undir hverju rifi og enginn hlutur vel ráð- inn nema hún væri þar í verki. En þótt heilbrigð skynsemi væri mikils metin á fyrri tíð var hún aldrei þjóðareign, heldur jafnan í eigu einstaklinga og þeirra oftast fárra. Það rifjaðist upp fyrir mér, að ég hafði einhvern tímann skrifað grein um HS og fundiö henni flest til foráttu, gott ef ég neitaði ekki að hún væri til, sem vel getur verið satt, ef grannt er skoðað, en það er nú svo margt sem ekki er til, en við höfum þó fyrir satt að sé til og notum það sem veru- leika, og svo er, eða var, um HS. En ég var nú búinn að gleyma, hvað ég sjálfur hafði skrifað um HS og eins hvað þetta fyrirbæri hafði nákvæmlega merkt, þegar það var á vörum manna í æsku minni. Nú heldur fólk, jafnvel fullorðið fólk, að heilbrigð skynsemi sé einskonar andmenn- ingarlegt afdalafyrirbæri, bóndi á kú- skinnsskóm að taka í nefið talandi uppúr fornsögunum. Reynsla standi afturámóti fyrir elli og afturhald. Ég fletti upp í nýju útgáfunni af Orðabók Menningarsjóðs en fann ekki orðasamband- ið heilbrigð skynsemi þar og kemur það heim og saman við það sem ég hélt, að það væri ekki lengur algengt i íslenzku máli. Mig rámaði í að orðin hefðu merkt eitthvað svipað og common sense með Englendingum og það orðtæki er við lýði enn þar í landi, þó miklu minna áberandi þar sem annars stað- ar en áður var. Merking þessara orða, heil- brigð skynsemi, er þessi: 1) hagnýtur skiln- ingur, 2) hæfileikinn til að sjá hlutina í réttu ljósi, 3) traust dómgreind. Reynsla merkir hins vegar þekkingu, sem menn öðlast af eigin athugunum á einu og öðru, sem þeir hafa kynnzt eða fyrir þá borið á ævinni og þeir geymt í minni sér og reynt að draga af nokkurn lærdóm. Sá var traustvekjandi maður í gamla daga, sem var sagður reyndur maður í ein- hverju efni, svo sem sjómennsku, búskap, fjármennsku, kvennafari, stjórnmálum eða loftfimleikum. Ef saman fór í einum manni HS og R, þótti hann sjálfkjörinn stjórnandi til sjós eða lands. Það var sem sagt ekkert smáræði, sem þessi orð stóðu fyrir í gamla daga, heilbrigð skynsemi og reynsla, og ekki nema von að við gamlir menn finnum sárt fyrir missi þeirra úr þjóðtungunni. Þá er þess að geta, sem ekkert er um í orðabókum, að það liggur ekki á hreinu, hvort heilbrigð skynsemi sé afleiðing af reynslu eða reynslan afleiðing af heilbrigðri skynsemi. Það er fjári margt í manninum, sem erfitt er að greina í orsök og afleiðingu eða frumþætti og afleidda þætti. Hvað eina hefur myndað annað ógreinanlega á víxl. Manninum sækist seint, að þekkja sína eig- in gerð. Framh. næsta sunnudag Höfundur er rithöfundur. Kaktusar og þykkblöðungar ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Kaktusar og þykk- blödungar eftir Peter Chapman og Margaret Martin. Hafsteinn Haf- liðason og Álfheiður Kjartansdóttir þýddu og staðfærðu. í bókinni eru leiðbeiningar um ræktun og umhirðu á 156 kaktus- um og þykkblöðungum. Gefnar eru upplýsingar um hagstæðustu ræktunarskilyrði varðandi raka- og hitastig, birtu, jarðvegsblöndu og ýmislegt fleira. í rituðu máli er að finna ýmsan fróðleik um plönturnar; vaxtarlag, lögun blóma, hvernig best sé að fá þær til að bera blóm og hvað beri að varast við ræktun. Teiknuð skýr- ingarmynd er af hverri plöntu og litmyndir af flestum. I bókinni eru gefin upp latnesk heiti þeirra plantna sem fjallað er um og einnig er listi yfir íslensk heiti 123 plantna. Kaktusar og þykkblöðungar er 160 bls. að stærð og eru í henni 156 skýringarmyndir og 121 lit- mynd. Prentstofa G. Benedikts- sonar annaðist setningu og filmu- vinnu, en bókin er prentuð í Belgíu. (FrétUtilkrune) Norræna húsið: Sólrún Bragadótt- ir og Bergþór Páls- son með tónleika SÓLRÍJN Bragadóttir, sópran- söngkona, og Bergþór Pálsson, bariton, halda tónleika í Nor- ræna húsinu nk. þriðjudags- kvöld ásamt Jónasi Ingimundar- syni, píanóleikara. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Þau þremenningarnir eru nýkomin úr tónleikaferð um Norðurland og eru þetta þeirra fyrstu tónleikar í Reykjavík. Á efnisskránni verða einsöngslög og dúettar eftir m.a. Vaughan Williams, Brahms, Poulenc og Verdi. Sólrún og Bergþór stunduðu nám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Elísabetu Er- lingsdóttur. Sl. þrjú ár hafa þau numið við tónlistardeild háskólans í Indíana. (FrétUtilkjnning.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.