Morgunblaðið - 23.06.1985, Side 25

Morgunblaðið - 23.06.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 25 Sðngflokkurinn The Celebrant Singers. The Celebrant Singers í heimsókn á íslandi DAGANA 27. júní til 1. júlí næstkomandi stjórnar Jon Stemkoski hljómsveitinni Cele- brant Singers frá borginni Vis- alia, Kaliforníu, i Reykjavik og nágrenni sem hér segir: Fimmtudag 27. júni i Fíladelfíu- kirkjunni kl. 20.30. Föstudag 28. júní í Safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli, Garðabæ, kl. 20.3. Laugardag 29. júni í Bústaða- kirkju kl. 20.30. Sunnudag 30. júní í Kristskirkju kl. 10.30. Sunnudag 30. júní i Filadelfiu- kirkjunni kl. 20.00. Mánudag 1. júli i Broadway kl. 20.30. Á tónleikunum flytur hljóm- sveitin sálma, stutta kóra og trúarsöngva („gospel"). Einnig gefa þau stutta vitnisburði og segja frá starfi sínu víða um heim. Meðlimir hljómsveitarinnar koma víðsvegar að úr Bandarikj- unum og Kanada. Maðurinn á bak við hljómsveit- ina er stofnandinn og stjórnand- inn Jon Stemkoski. Hann hefur stjórnað samkomum i öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna, Kanada, Karabísku eyjunum, Guatemala, E1 Salvador, tran, Egyptalandi, Indlandi, Hong Kong, Sri Lanka og víðsvegar í Evrópu, þ.m.t. i A-Þýskalandi, Júgóslavíu og Pól- land. Áður en Stemkoski stofnaði Celebrant Singers stjórnaði hann og söng með Continental Singers og var einnig valinn til að hafa yfirumsjón með tónlistarmálum Oral Roberts-háskólans á meðan hann nam þar. Nýverið komu Celebrant Sing- ers úr mikilli ferð frá Hong Kong, Indlandi, Sri Lanka, Italiu, Eng- landi, Frakklandi, Norður- og Suður-trlandi og á meðan hópur- inn dvaldi í Róm var honum boðið að syngja fyrir Jóhannes Pál páfa II. Héðan heldur hópurinn til Zúr- ich i Sviss á Alheimsmót Hvíta- sunnumanna og síðan er ætlunin að halda til Kýpur. Celebrant Singers hafa sent frá sér fjórar plötur og hefur sú nýj- asta hlotið mjög góðar viðtökur viða um lönd. Hljómsveitin kemur hingað að tilstuðlan Hvítasunnumanna og er öllum heimill aðgangur að hljómleikum þessum meðan hús- rúm leyfir. (Or rrétuuikTHBingii.) 150 m2 verzlunar- og skrifstofu- húsnæöi á götuhæð að Dalshraunl 5, en framhlið hússins snýr að Reykjanesbraut og þaðan er að- keyrslan. Húsnæðið er mjög hentugt fyrir innflutningsverzlun og verður selt á góðu verði og greiösluskilmálum ef samiö er strax. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRDI — SIMI 51888 Fótbrotnaði í fjallgöngu UNGUR piltur frá Akranesi fótbrotnaði er hann var í fjall- göngu ásamt félögum sínum upp af Innri-Hólma um hádegisbilið i gær. Félagar drengsins gerðu lögreglunni á Akranesi viðvart um slysið og fór hjálparsveitin „Hjálpin“ frá Akranesi upp í fjall- ið og sótti drenginn. Hann var fluttur í sjúkrahúsið á Akranesi þar sem gert var að meiðslum hans. Viðræður um lausn stríðsins í Afganistan <>Bf, 21.jóní. AP. SÁTTASEMJARI á vegum Samein- uðu þjóðanna, Diego Cordovez, ræddi í dag sex tíma við sendinefnd- ir Afgana og Pakistana í Genf. Hófust þá að nýju óbeinar leyni- legar viðræður, sem Sameinuðu þjóðirnar standa að, í því skyni að reyna að koma á friði í Afganist- an. Cordovez hefur gefið í skyn að niðurstaða þessara viðræðna, sem lýkur á mánudag eða þriðjudag, geti ráðið úrslitum um hvort sáttaumleitanir hans takist eða ekki. Viðræðurnar, sem hafa stað- ið með löngum hléum frá því 1982, snúast fyrst og fremst um þrennt: í fyrsta lagi um leiðir til að fá Sovétmenn til að draga um 115 þúsund manna herlið sitt frá Afg- anistan; í öðru lagi að stjórnvöld í Afganistan veiti hinum fimm milljónum afganskra flóttamanna rikisborgararéttindi; í þriöja lagi að að öryggi verði tryggt í landinu með aðstoð alþjóðlegra aðilja og að engin önnur ríki hafi afskipti af innanríkismálum þess. Stríðið í Afganistan hefur nú staðið í fimm og hálft ár. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! fttargunfrlabib SUZUKI FOX PICKUP Bíll sem býður upp á marga möguleika Aflmikill og lipur jeppi og umfram allt ótrúlega spameytinn. ísparaksturskeppni BIKR og DV9. júnísl. eyddi Suzuki Fox 413 aðeins 6.2 Itr. pr. 100 km. Nú getum við boðið upp á vönduð trefjaplasthús á Suzuki Fox pickup. Þar sem Fox pickupinn er 57 cm lengri en Fox jeppinn, þá hentar hann mjög vel fyrir alla þá sem þurfa á miklu farangursrými að halda. Verð: Suzuki Fox 410 pickup 4 gíra kr. 339.000.- Suzuki Fox 413 pickup 5 gíra kr. 395.000.- Trefjaplasthús kr. 64.700.- Því meira sem þú ekur SUZUKI - því meira sparar þú SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.