Morgunblaðið - 23.06.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 23.06.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ1985 SVIPMYND Á SUNNUDEGI/JAMES ABRAHAMSON hershöföingi Stjörnustríðs- hershöfðinginn James Abrahamson: hermaður og vísindamaður JAMES ABRAHAMSON hershöfðingi líkist ekki Svarthöfða, einni söguhetjunni í kvikmyndinni „Stjörnustríð“. Það eina sem þeir eiga sameigin- legt er áhugi á geimhernaði. Svarthöfði er hugar- fóstur einhvers, sem semur kvikmyndahandrit í Hollywood. Abrahamson er lifandi maður og áætl- un sú um rannsóknir á geimvörnum, sem gengur undir nafninu „stjörnustríð“ og Ronald Reagan forseti fól honum að stjórna fyrir ári, er raunveru- leg. James Abrahamson hershöfðingi. Ef árangur næst í þeim rann- sóknum, sem nú fara fram á veg- um bandarísku geimvisindastofn- unarinnar (NASA), verktaka og háskóla, mun Abrahamson leggja til snemma á næsta áratug að Bandaríkjamenn hefjist handa um að koma fyrir fyrstu varnarvopn- unum í geimnum. Þá verður bylt- ing í allri hertækni. Stuðningsmenn áætlunarinnar um „stjörnustríð, eða SDI (Strat- egic Defence Initiative) eins og hún er kölluð opinberlega, telja að hún muni stuðla að auknu öryggi í heiminum og e.t.v. leiða til þess að kjarnorkuvopnum verði útrýmt. Andstæðingar áætlunarinnar óttast hins vegar að hún muni magna vígbúnaðarkapphiaupið. Það muni færast út í geiminn og geimorrusturnar, sem sýndar eru í „Stjörnustríðum", geti orðið að óhugnanlegum veruleika. Þetta halda Rússar og lfka margir venjulegir Bandaríkja- menn. Þótt ríkisstjórnir Evrópu- ríkja hafi samþykkt bandarísku áætlunina voru þær tregar til þess og mörg NATO-ríki telja að slíkt varnarkerfi muni valda fleiri vandamálum en það muni leysa. Yfirlætislaus Abrahamson hershöfðingi er í miðri þessari togstreitu, þar sem mikið reynir á viljastyrk. Hann er ljúfur maður og yfirlætislaus eins og Logi geimgengill i „Stjörnu- stríðum". Góðvildin stafar af hon- um. Hershöfðinginn er 51 árs að aldri, hávaxinn, grannur og mjúk- máil og alger andstæða þeirrar skrumskældu myndar, sem hefur verið dregin upp af svokölluðum „haukum" í bandaríska land- varnaráðuneytinu, Pentagon. Það er engu líkara en að Hvíta húsið hafi valið hann til að leggja áherzlu á að geimáætlanir forset- ans þjóni friðsamlegum tilgangi. Abrahamson hershöfðingja er illa við hugtakið „stjörnustríð", því að eins og hann sagði í viðtali við Lundúnablaðið „The Times" „er með því gefið í skyn að til- gangurinn sé ófriður. Tilgangur- inn með áætluninni er mjög ljós. Hann er að finna betri leið til að varðveita friðinn, forðast stríð* í viðtalinu ræddi Abrahamson um áætlunina, sem er til sex ára og mun kosta 26 milljarða dala (um 1075 milljarða ísl. kr.) af eins miklum áhuga og skólapiltur, sem lýsir kostum bilategundar, sem hann er hrifinn af. Hann sýndi nokkrar litskyggnur til að lýsa því hvers konar vopn það væru sem hann vonaðist til að geta skotið út í geiminn einn góð- an veðurdag. „Þessi geimbyssa á að geta skot- ið föstu skoti 20 til 30 mílur á sek- úndu. Þessi leysir verður að geta sent frá sér 25 megawött af orku til að eyða skotmarki í geimnum í 1.800 mílna fjarlægð. Þessi tölva, sem er á stærð við kubb sem börn leika sér að, á að geta leyst af hendi 40 milljónir verkefna á sek- úndu.“ Abrahamson hershöfðingi er greinilega heillaður af vísinda- legum og verkfræðilegum hliðum áætlunarinnar, sem verður mesta og fullkomnasta tækniafrek sög- unnar.“ Framtíðarmarkmiðið er að koma fyrir á braut neti varan- legra stríðsstöðva, er geti grandað langdrægum sovézkum eldflaug- um skömmu eftir að þeim er skot- ið, eða eytt kjarnaoddunum, sem hafa skilið sig frá skotflaugunum og æða um geiminn í átt að skot- mörkum í Bandaríkjunum. Til að leysa af hendi þetta verk- efni hefur Abrahamson hershöfð- ingi tiltölulega fámennt starfslið, um 100 menn. Hins vegar skiptir miklu meira máli að hann getur virkjað geysimikla vísindaþekk- ingu i bandarískum háskólum og hátækniverksmiðjum. Nú þegar eru tugþúsundir vísindamanna i tengslum við áætlanir, sem geta skipt máli fyrir geimvarnakerfi. Hershöfðinginn virðist hafa einlægan áhuga á möguleikum á því að brezkir og aðrir evrópskir vísindamenn taki þátt í „stjörnu- stríða“-rannsóknum, jafnvel þótt nokkrir samstarfsmenn hans i Pentagon séu honum ósammála. „Ég hef unnið með mönnum i flestum löndum Evrópu og veit hvað þar er að gerast. Við getum notað hæfileika þeirra," sagði hann. Þegar hann sagði þetta var hópur franskra vísindamanna i samliggjandi herbergi að ræða notkun léttra, franskra spegla i leysibyssum í geimnum. Hins vegar telur Abrahamson hershöfðingi að pólitískir kostir þess að Evrópumenn taki þátt i „stjörnustríða“-áætluninni skipti meira máli en tæknilegir kostir slíkrar samvinnu. „Ef við ákveð- um að hefjast handa um að koma fyrir varnarkerfi í geimnum skipt- ir mjög miklu máli að bandamenn okkar viti nákvæmlega hvað sé á seyði og taki þátt i áætluninni." Nýr skóli Hershöfðinginn heyrir til nýj- um skóla yfirmanna i bandariska flughernum, sem eru eins miklir vísindamenn og hermenn. Raunar vill hann gjarnan kalla sig „tækni- fræðing" og viðurkennir að sá draumur sinn að verða geimfari hafi ekki rætzt. Minnstu munaði að draumur hans yrði að veru- leika, en þá var áætlunin um mannaða rannsóknarstofu banda- ríska flughersins á braut lögð á hilluna 1969. Að loknu námi í tækniháskólan- um MIT (Massachusetts Institute of Technology) flaug hann herþot- um, m.a. í Víetnam. Hann var einnig tilraunaflugmaður. Síðan tók hann að sér að stjórna nokkr- um mikilvægum áætlunum um smíði hergagna fyrir flugherinn, m.a. F-16-orrustuflugvélarinnar. Frá 1981 og þar til hann var skipaður forstöðumaður SDI- stofnunarinnar í apríl í fyrra stjórnaði hann geimferjuáætlun NASA. Það verkefni krafðist mik- illar tækniþekkingar og talsverðra stjórnmálahæfileika, því að hann þurfti að fá framgengt óskum um fjárveitingar fyrir geimferjuáætl- unina í bandaríska þinginu. Vafalaust var helzta ástæðan til þess að Abrahamson hershöfðingi var skipaður I starf sitt hæfni hans til að miðla fréttum og upp- lýsingum um hugmyndirnar um „stjörnustríð" með þeim hætti að fólk tók þeim eins og pólitískri hugsjón. Hann hefur verið fús að beita óvenjulegum hernaðaraðferðum og hreinskilni er ein þeirra. Tæknileg þekking hans skipti vissulega einnig miklu máli þegar hann var valinn og líka reynsla hans af því að stjórna stórum stofnunum. Megnið af því sem er vitað opinberlega um „stjörnustríð" er afleiðing af þvi að ákveðið var seint á síðasta ári að svipta hul- unni af hergagnarannsóknum. Ef höfð er í huga sú mikla leynd, sem hvílt hefur yfir áætlun- unum um smíði svokallaðra tor- séðra flugvéla (Stealth), sprengju- flugvélar er kemst óséð fram hjá ratsjám óvinarins, og fleiri áætl- unum, má segja að skrifstofa Abrahamsons hafi verið náma af upplýsingum. Síðustu mánuði hefur Abra- hamson varið miklum tima til að ræða við þingmenn, visindamenn og aðra hlutaðeigandi aðila til að reyna að sannfæra þá um að það borgi sig að eyða 26 milljörðum dollara úr vösum skattborgara í því skyni að rannsaka fyrirætlun, sem e.t.v. mun ekki gefast vel, eða síðari ríkisstjórnir kunna að leggja á hilluna. Starf Abrahamsons hefur borið árangur eins og í ljós kom á dög- unum, þegar öldungadeildin felldi með 57 atkvæðum gegn 38 tillögu um að framlög til SID á næsta fjárhagsári yrðu lækkuð um einn milljarð dala, úr þremur milljörð- um alls. Óttajafnvægið Abrahamson verður einnig að svara þeim andmælum að geim- varnarkerfi gæti raskað við- kvæmu „óttajafnvægi" Banda- ríkjamanna og Rússa, sem hefur komið í veg fyrir kjarnorkustyrj- öld sl. 40 ár. Rússar hafa sagt að það sé for- senda þess að árangur náist í hin- um nýju vígbúnaðarviðræðum í Genf að Bandaríkjamenn leggi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.